Morgunblaðið - 14.10.2021, Page 64
64 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2021
Sími 557 8866 | www.kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími
8:00-16:30
Veitingamenn athugið!
Við sérhæfum okkur í þjónustu fyrir veitingahús
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
„Ég var orðin þreytt á skortinum á
svörtum kvenpersónum í breskum
bókmenntum og ég hugsaði með
mér hvort það væri ekki áhugaverð
hugmynd að setja eins margar
svartar konur og ég gæti í eina
skáldsögu sem leið til þess að takast
á við þennan skort. Það var þannig
sem þetta hófst,“ segir breski rithöf-
undurinn Bernadine Evaristo um
bók sína Stúlka, kona, annað (e. Girl,
Woman, Other) sem kom út í ís-
lenskri þýðingu Helgu Soffíu Ein-
arsdóttur í síðustu viku. Evaristo
hlaut hin virtu Booker-verðlaun fyr-
ir bókina árið 2019 og varð þar með
fyrsta svarta konan til þess að hljóta
Booker-verðlaunin og fyrsti svarti
Bretinn að auki. Ýmsir af virtustu
höfundum heims hafa hlotið Booker-
verðlaunin og má þar meðal annars
nefna Kazuo Ishiguro, Margaret
Atwood og Ian McEwan.
Stúlka, kona, annað fjallar um ell-
efu konur og eina kynsegin mann-
eskju. Þessar tólf persónur eru eins
fjölbreyttar og þær eru margar, þótt
flestar séu þær þeldökkar og bresk-
ar, en sögur þeirra fléttast saman á
ýmsa vegu. „Ég ákvað að hafa þær
eins fjölbreyttar og ég gat til þess að
sýna margbreytileikann í samfélagi
svartra kvenna, ekki aðeins til þess
að vinna gegn ósýnileika okkar,
heldur einnig til þess að vinna gegn
staðalímyndum. Svo eru tengsl á
milli þeirra, sumar þeirra þekkjast
og aðrar skjóta upp kollinum í sög-
um hinna,“ segir Evaristo.
„Mér þykir fólk svo heillandi“
„Ég hef skrifað um hina afrísku
„díasporu“ síðan á níunda áratugn-
um af því að mig langaði að segja
sögurnar sem enginn annar sagði.
Það hefur drifið mig áfram síðan. En
mér hefur þótt mikilvægt að færa
rök fyrir því að það séu til óendan-
lega margar og margþættar sögur
um upplifun svartra í Bretlandi.
Þegar ég tala um að skrifa um hina
afrísku díasporu þá er ég að tala um
risastóran hóp fólks og það felur líka
í sér alla Afríku, heila heimsálfu með
milljarð íbúa.“
Evaristo hefur sagt að það sé jafn
eðlilegt fyrir hana að skrifa út frá
reynsluheimi svartra eins og það er
fyrir hvítan höfund að skrifa út frá
reynsluheimi hvítra. Viðtökurnar á
verkum hennar verða þó alltaf lit-
aðar af áherslu á kynþáttapólitík.
Nokkuð sem hvítir kollegar hennar
verða ekki fyrir.
„Lífið sjálft er pólitískt, öll list er
pólitísk, allar bókmenntir eru póli-
tískar. En vegna þess að við búum í
landi þar sem meirihlutinn er hvítur
þá vekur athygli ef maður skrifar
sögur sem eru ekki um hvítleika.
Það vekur athygli því það er öðru-
vísi,“ segir Evaristo en leggur
áherslu á að hún sé í raun að skrifa
um það að vera manneskja, eins og
allir aðrir.
„Ég skrifa ekki bara um svartar
persónur, það eru líka hvítar í bók-
unum mínum, en mér þykir áhuga-
vert hvernig það að vera svartur
vekur athygli í bókunum mínum en
það að vera hvítur vekur ekki at-
hygli í öðrum bókmenntum.“
Eitt af því sem Evaristo gerir svo
vel í verkinu er að hún skrifar sömu
senurnar, sömu sögurnar, frá ólíkum
sjónarhornum. „Við höfum öll
ákveðna hugmynd um hver við erum
en annað fólk sér okkur ekki endi-
lega á sama hátt. Þannig að við fáum
innsýn í hver hver persóna heldur að
hún sé og svo fáum við mynd af þess-
ari sömu persónu frá öðru fólki, sem
stundum er ósamhljóða. Þá fær
maður mjög heildstæða mynd af
hverri persónu því þær verða marg-
laga og mér finnst það mjög áhuga-
vert. Mér þykir fólk svo heillandi og
manni verður að þykja það ef maður
ætlar að skrifa um það.“
Hver kynslóð fær sinn fulltrúa
Persónur verksins eru tólf en áttu
upphaflega að vera miklu fleiri, það
hafi hins vegar ekki verið raunsætt
segir höfundurinn. „Ég byrjaði bara
á einni. Ég byrjaði á Carol, og svo
móður hennar, og svo komu aðrar
persónur smám saman, kennari
hennar og vinkonur. Þannig að ég
vann með tengsl persónanna en vildi
líka gæta þess að skapa mjög sér-
stakar persónur. Svo hugsaði ég líka
út í hvaðan þær kæmu. Ég vildi að
þær kæmu bæði frá ólíkum löndum í
Karíbahafinu og löndum í Afríku.
Ég vildi að nokkrar persónurnar
væru fæddar í Bretlandi og ég vildi
að þær dreifðust um Bretland.“
Evaristo lagði líka áherslu á að
aldursbilið væri breitt og að hver
kynslóð hefði sinn fulltrúa. Henni
þykir skrítið hve lítið sé skrifað um
eldri persónur. Það sé eins og unga
fólkið þyki alltaf áhugaverðara þrátt
fyrir að það hafi ekki upplifað jafn
margt og það eldra og hafi því ekki
frá jafn mörgu að segja.
Elsta persónan í bókinni er hin 93
ára Hattie. „Ég vildi að þessi gamla
kona væri kona með völd yfir eigin
lífi, ég vildi ekki skrifa um óstarf-
hæfa konu, öryrkja með elliglöp.
Mig langaði að skrifa um konu sem
væri stórkostleg fyrirmynd sem lifir
lífinu eftir eigin höfði.“
Lesandinn fær einnig að kynnast
hverri persónu á ólíkum æviskeið-
um. „Mér finnst áhugavert að skoða
hvar fólk byrjar, þá vegferð sem það
heldur á og hvar það endar. Við vit-
um eitthvað um æsku hverrar per-
sónu og við vitum hvar hún er stödd
þegar skáldsagan hefst. Svo maður
fær nokkuð góða hugmynd um
hvern mann hver persóna hefur að
geyma.“
Höfundurinn leggur áherslu á að
þótt verkið taki á ýmsum mikil-
vægum málefnum, svo sem vanga-
veltum um stétt, kyn, kynhneigð og
kynþætti, þá minnir hún á að þetta
sé ekki síður bók um fjölskyldu, um
sambönd, um vinnu og svo margt
fleira. Hún segir að það sé hætta á
að litið sé fram hjá þessum þáttum.
Skáldsagan hefur mjög óvenju-
legan stíl, stíl þar sem flestum há-
stöfum í upphafi setninga og punkt-
um er sleppt svo textinn flæðir
öðruvísi en maður á að venjast.
„Þegar maður sleppir hástöfunum
og flestum punktum þá verða skrifin
mjög flæðandi. Mér fannst textinn
bara fossa á pappírinn. Punktur
táknar pásu eða er endirinn á ein-
hverju svo þegar maður sleppir
þeim og losar sig við möguleikann á
að textinn endi einhvers staðar þá
heldur hann bara áfram og áfram.
Maður verður vissulega að hafa ein-
hverja stjórn á textanum því annars
verður hann tómt þvaður, en það var
svo frelsandi að sleppa punktunum.“
Þetta segir hún hafa gefið sér færi á
að flétta saman ólíkum sjónar-
hornum, vera inni í höfðinu á per-
sónunum og utan þess og blanda
saman fortíð og nútíð. „Það tekst af
því ég beiti ljóðrænni aðferð á bók-
ina. Þannig kom ég svo miklu um
hverja persónu og líf hennar fyrir á
þrjátíu síðum. Ég held ekki að það
hefði verið jafn auðvelt ef ég hefði
ekki notað þetta form. Ég held líka
að þetta hafi áhrif á lesturinn, maður
hættir ekki að lesa af því augun
renna niður síðuna og maður heldur
bara áfram. Maður getur hins vegar
lent í vandræðum með uppbygg-
inguna því þetta getur orðið mjög
agalaust. Lokaútkoman er mjög
strúktúreruð og öguð en það tók
margar tilraunir áður en ég komst
þangað.“
Ótrúlegar breytingar
Evaristo segir að Booker-
verðlaunin hafi haft mikla þýðingu
fyrir sig. Á síðustu tveimur árum
hafi hún upplifað margt sem hana
hafði dreymt um að gera á sínum
ferli. „Þetta hefur haft ótrúlegar
breytingar í för með sér og ég hef
notið hvers augnabliks. Við skulum
segja að ég hafi gert sem mest úr
þessari reynslu sem hefur verið já-
kvæð að öllu leyti. Og ég nýti þann
vettvang sem ég hef til þess að tala
um hluti sem skipta máli, um fjöl-
breytileika, um bókmenntir og listir.
Ég hef farið í hundruð viðtala en ég
hef ekki misst sjónar á því sem er
mér allra mikilvægast og það er
sköpunin.“ Hún hafi nýtt tímann og
skrifað nýja bók, Manifesto, sem
kom hún út á breskum markaði í síð-
ustu viku.
Spurð hvort hún finni til frekari
ábyrgðar núna þegar verkin hennar
ná til fleiri lesenda um allan heim
svarar hún: „Ég held ég hafi alltaf
fundið fyrir þeirri ábyrgð. Ég vann
Booker-verðlaunin fyrir áttundu
bókina mína en hver bók sem ég
hafði skrifað fyrir það var stórmál.
Þær urðu ekki stórkostlega vinsælar
en þær fengu góðar viðtökur gagn-
rýnenda svo með hverri bók velti ég
því fyrir mér hvort mér myndi tak-
ast það sama með nýjustu bókinni og
mér tókst með þeirri á undan. Ég
get ímyndað mér að sú pressa sé
meiri eftir Stúlka, kona, annað en ég
er ákveðin í að láta það ekki trufla
skrifin mín því ég get einungis skrif-
að þær bækur sem mig langar að
skrifa og það er það sem ég hef gert
alla ævi og mun halda því áfram. Ég
hef alltaf sagt að bækurnar mínar
muni lenda þar sem þær lenda og
maður getur ekki spáð fyrir um það
hvernig bókunum verður tekið.“
Hana hafði lengi dreymt um að
bækurnar hennar yrðu þýddar á
fjölda tungumála svo henni þykir
„algjörlega dásamlegt“ að nú skuli
það vera orðið að veruleika. „Ég dái
Ísland, ég hef komið þangað þrisvar,
og ég veit að Íslendingar eru miklir
lestrarhestar svo þetta gleður mig.“
Ljósmynd/Jennie Scott
Verðlaunuð „Ég ákvað að hafa þær eins fjölbreyttar og ég gat til þess að sýna margbreytileikann í samfélagi
svartra kvenna,“ segir Bernardine Evaristo um persónurnar tólf í metsölubók sinni, Stúlka, kona, annað.
„Allar bókmenntir eru pólitískar“
- Booker-verðlaunabókin Stúlka, kona, annað er komin út í íslenskri þýðingu - Höfundurinn
Bernardine Evaristo vill sýna margbreytileika breskra blökkukvenna og vinna gegn staðalímyndum