Morgunblaðið - 14.10.2021, Page 66
66 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2021
JÓLALÍNA
HEKLU
2021
KRINGLUNNI – SMÁRALIND – DUKA.IS
Kerti 1.990,-
Eldspýtur 890,-
Viskastykki 2.950,-
Servíettur 990,-
NÝTT
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Hipsumhaps heldur 12. nóvember
næstkomandi stórtónleika í Eldborg í
Hörpu. Hljómsveitin mun þá flytja
lög af annarri breiðskífu sinni, Lög
síns tíma, sem kom út í maí, í síðasta
sinn ásamt öllum helstu lögum af
fyrstu plötunni. Platan Lög síns tíma
mun svo fara endanlega út af öllum
streymisveitum í ársbyrjun 2022 og
mun eftir það standa enn betur undir
nafni en fram að nýársdegi verður
hægt að kaupa hana í stafrænu formi
á heimasíðu Hipsumhaps. Mun hluti
af ágóða plötusölunnar renna til Vot-
lendissjóðs.
Ferðalag og konseptplata
Fannar Ingi Friðþjófsson, mað-
urinn á bak við Hipsumhaps, mun
koma fram með hljómsveit á tónleik-
unum og er hann spurður af hverju
platan verði á þeim leikin í síðasta
sinn. „Þetta er náttúrlega óður til tíð-
arandans og mörg þemu og pælingar
við gerð plötunnar stilla svolítið inn á
það konsept, bara eins og það að
fyrsta lag plötunnar heitir „2021“. Ég
vildi gera plötu sem á sitt tímabil og
fólk heimsækir kannski eftir mörg ár
og hlustar á og fær tilfinninguna „já,
2021“,“ segir Fannar. „Þetta er
ferðalag, ég hugsa um þetta sem
konseptplötu, þú hlustar á lög eitt til
tíu og fyrir mér er mjög fallegur og
persónulegur útgangspunktur á
þessari plötu. Tónleikarnir voru alltaf
hugsaðir sem útgáfa plötunnar, við
töluðum um þessa tónleika við gerð
plötunnar, að við ætluðum að spila
hana í Eldborgarsalnum í Hörpu.
Það er stórt sánd á henni og hvern
langar ekki að stíga á svið Eldborgar
og spila eigið verk?“ segir Fannar.
Takmarkaður tími
Fannar segist lengi hafa langað til
að gera tónlist sem ætti sér ákveðið
og takmarkað tímabil, líkt og leikrit
sem sýnt er í ákveðinn tíma og snýr
svo aldrei aftur á svið í sama búningi.
„Sú pæling gengur mjög vel upp með
plötu sem heitir þetta,“ segir Fannar
um Lög síns tíma og að honum hafi
þótt samhljómur með þeirri hug-
mynd og þeim skilaboðum sem hann
vildi senda með plötunni, þ.e. að
beina athyglinni að málefnum náttúr-
unnar. Náttúran sé alltaf æðri átök-
um og árekstrum mannsins. „Þess
vegna fannst mér mjög táknrænt að
fá að nota jöklamynd eftir RAX á
plötuumslagið. Þegar fólk heimsækir
þessa plötu eftir mörg ár, segjum 50
ár, er þessi jökull kannski ekki til
staðar lengur vegna hlýnunar jarðar.
Þetta er því opin spurning til hlust-
enda.“
Sem fyrr segir verður hægt að
kaupa stafrænt eintak af plötunni
fram til 1. janúar 2022 og ágóðinn
rennur í Votlendissjóð. Eftir 1. jan-
úar verður platan bara til hjá þeim
sem keyptu hana. „Þetta er eins og
að kaupa sér vínyl nema að þú átt
skjöl sem varðveitast og þá jafnvel
betur en vínyllinn,“ bendir Fannar
blaðamanni á.
Lífið er núna
Fannar segir tónlistargeirann á Ís-
landi hafa fundið vel fyrir því í kófinu
hvað hann sé háður samkomum hvað
afkomu varðar. Um leið fjölgi sífellt
stafrænum vörum í heimi tónlistar og
með þeim einnig hægt að búa til virði
úr tónlistinni. „Það er ekki mikið
tekjutap í því að taka tónlist út af
Spotify en auðvitað er þetta frekar
djarft,“ bendir Fannar á þar sem
greiðslur til tónlistarmanna séu afar
litlar hjá veitunni fyrir spilanir. Því
verði það ekki mikil fórn að segja
skilið við veiturnar. Hann segist að
lokum fullur tilhlökkunar fyrir tón-
leikunum og hvetur fólk til að fjöl-
menna á þá og gera úr góða kvöld-
stund með fjölskyldu og vinum.
„Lífið er núna,“ segir Fannar.
Þeir sem hafa hug á að kaupa plöt-
una umræddu geta gert það á vef
Hipsumhaps, hipsumhaps.is. Miða-
sala á tónleikana fer fram á tix.is.
Óður til tíðarandans
- Hipsumhaps fagnar útgáfu Laga síns tíma í Eldborg
og rennur ágóði af sölu plötunnar til Votlendissjóðs
Morgunblaðið/Eggert
Spenntur Fannar Ingi er fullur tilhlökkunar fyrir tónleikum Hipsumhaps.
Kvikmyndahátíðin The Pigeon Int-
ernational Film Festival (PIFF), sem
haldin er á norðanverðum Vest-
fjörðum, hefst í dag og stendur fram
á sunnudag. Sýndar verða 70 mynd-
ir á hátíðinni og er Ísafjarðarbíó
aðalsýningarstaðurinn. Þar verða
myndir sýndar í fjóra daga, í tvo
daga í Bolungarvík og á Suðureyri.
Þá verða tvær sýningar í Súðavík.
Í tilkynningu frá aðstandendum
PIFF segir að tvær langar íslenskar
kvikmyndir verði sýndar og fjórar
íslenskar stuttmyndir, þar á meðal
verðlaunaðar myndir. Ókeypis verð-
ur á sýningar í Bolungarvík, Súða-
vík og á Suðureyri en hægt verður
að kaupa passa á allar myndirnar á
Ísafirði, eða kaupa staka miða á
hverja sýningu.
Meðal kvikmynda sem verða
sýndar er hin ítalska EST sem hefur,
að sögn aðstandenda PIFF, verið að
gera það gott á hátíðum víða um
lönd. Tveir aðstandendur EST verða
gestir á hátíðinni en alls munu um 30
erlendir gestir, sem tengjast kvik-
myndum sem sýndar verða, sækja
hana heim.
Sérstök áhersla verður á fjöl-
breytilegar pólskar kvikmyndir en
yfir 20 pólskar myndir verða sýnd-
ar, þar á meðal fræðslumyndir,
teiknimyndir og stuttmyndir.
Kvikmyndahátíðin PIFF á Vestfjörðum
Fjölbreytileg Sena úr ítölsku kvikmyndinni
EST sem verður sýnd á hátíðinni.
S
veitasæla, ungar ástir, ósætti
innan fjölskyldunnar, huldu-
konur og framhjáhald.
Skáldsagan Kynslóð minnir
einna helst á gamla og góða íslenska
kvikmynd frá árinu 2000 eða hugljúft
ástarlag Vilhjálms Vilhjálmssonar.
Frásagnir af sveitaböllum og fasta-
gestum á veitingaskála vekja nostalg-
íu og er skáldsag-
an ágætis
frumraun Hörpu
Rúnar Kristjáns-
dóttur. Hefur
bakgrunnur höf-
undar sem ljóð-
skálds fengið að
njóta sín.
Kynslóð er saga
mæðgnanna
Maríönnu Maístjörnu, eða Önnu eins
og hún er oftast kölluð, og Helgu sem
búsettar eru í ónefndu sjávarplássi á
landsbyggðinni. Söguþráðurinn ger-
ist að mestum hluta í samtíðinni þótt
greina megi ákveðinn fortíðarblæ í
frásögninni með rómantíseruðum lýs-
ingum af sveitalífinu.
Í upphafi bókar fær lesandi að
skyggnast 20 ár aftur í tímann á ball
þar sem hin 15 ára Helga kolfellur
fyrir sjarmatrölli sveitarinnar, Örv-
ari. Stutt kynni þeirra þetta kvöld
leiða að lokum til þess að Helga situr
uppi með að ala upp barnið þeirra
Önnu, ein með hjálp fjölskyldu sinnar.
Bókin fjallar um líf mæðgnanna 20
árum síðar. Á meðan dóttirin hefur
fest ráð sitt og búið sitt heimili er
móðirin enn með öllu rótlaus, ríghald-
andandi í vonina um að endurheimta
barnsföður sinn sem er löngu kominn
með nýja unnustu.
Stopult samband mæðgnanna er
dregið fram með skýrum hætti strax í
upphafi bókar. Sektarkennd, um-
hyggja, reiði og ást. Höfundi tekst
með sannfærandi hætti að greina frá
snúna sambandinu þeirra á milli og
þeim tilfinningarússíbana sem fylgir
því að verða sífellt fyrir vonbrigðum
með manneskjuna sem þú elskar.
Líf Önnu, sem foreldrar hennar eru
nú þegar að flækja með þrálátu
framhjáhaldi, er síðan sett enn frekar
í uppnám þegar nýi strákurinn í
vinnunni vekur óvæntar tilfinningar
sem gætu raskað stöðugu framtíðar-
plönunum hennar. Hvað skal gera
þegar kærastinn til margra ára sem
ekki hefur gert neitt rangt er hættur
að vekja áhuga?
Þrátt fyrir að landsbyggðar-
sjarminn sé í stóru aðahlutverki
snertir höfundur einnig á þeirri tog-
streitu sem ungt, jafnt sem eldra fólk,
í dreifbýli upplifir gjarnan gagnvart
borgarlífinu. Er grasið ávallt grænna
hinum megin við girðinguna eða eru
fyrirheit um betra líf í þéttbýlinu
innantóm loforð sem hafa viðgengist í
of langan tíma. Hvers vegna eru
heimaslóðirnar ekki nóg fyrir suma?
Ef búferlaflutningar eru eina leiðin til
að víkka sjóndeildarhringinn og öðl-
ast reynslu, hvað segir það þá um
sveitungana sem aldrei hafa flust um
set?
Kynslóð er þægileg lesning um líf
ungs fólks á landsbyggðinni sem vek-
ur góðar minningar úr mínu eigin lífi.
Bókin er hugljúf en tekst jafnframt á
við flókin fjölskyldusambönd, tog-
streitu við borgarlífið og almennar
spurningar um ástina, lífið og til-
veruna.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Harpa Rún „Bókin er hugljúf en tekst jafnframt á við flókin fjölskyldu-
sambönd, togstreitu við borgarlífið og almennar spurningar um ástina, lífið
og tilveruna,“ skrifar gagnrýnandi um fyrstu skáldsögu höfundarins.
Nútíma-
sveitasæla
Skáldsaga
Kynslóð
bbbmn
Eftir Hörpu Rún Kristjánsdóttur.
Bjartur 2021. Innbundin, 295 bls.
HÓLMFRÍÐUR MARÍA
RAGNHILDARDÓTTIR
BÆKUR