Morgunblaðið - 14.10.2021, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 14.10.2021, Blaðsíða 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2021 Vinir fá sérkjör Skráning á icewear.is Þín útivist - þín ánægja RAGNA Ecodown® úlpa Kr. 27.990.- HEIÐI barna úlpa Kr. 18.990.- Vindur úlpa fyrir börn Kr. 18.990.- RAGNAR Ecodown® úlpa Kr. 27.990.- HILDA dúnúlpa Kr. 67.990.- FUNI Dúnúlpa Kr. 33.990.- FÍFA síð Ecodown® úlpa Kr. 29.990.- Eyjafjallajökull hlý dúnúlpa Kr. 48.990.- T jaldið nefnist nýjasta sýn- ingin úr smiðju leikhópsins Miðnætti sem leikstjórinn Agnes Wild, tónlistar- konan Sigrún Harðardóttir og leik- mynda- og búningahönnuðurinn Eva Björg Harðardóttir standa að. Leik- hópurinn hefur á síðustu árum vakið verðskuldaða athygli fyrir vandaðar barna- og fjölskyldusýningar sínar og má í því samhengi nefna brúðu- sýningarnar Geim-mér-ei, sem frumsýnd var í Þjóðleikhúsinu í janúar, og Á eigin fótum, sem frum- sýnd var í Tjarnarbíói 2017, og ný- sirkussýninguna Allra veðra von í samstarfi við Hringleik, sem frum- sýnd var í Tjarnarbíói í vor. Sýningin Tjaldið er hugsuð fyrir ögn yngri áhorfendur en fyrri sýningar hóps- ins, því hún er ætluð börnum frá þriggja mánaða aldri til þriggja ára í fylgd með foreldrum sínum eða öðr- um fullorðnum. Jafnframt er hún hugsuð sem meira upplifunarleikhús því áhorfendum býðst að taka virkan þátt í tónsköpun flytjenda með hrist- um og söng, dansa og fara í feluleik með litríkar slæður og stjórna fingrabrúðum meðan á sýningunni stendur, sem auðgar upplifunina. Á Nýja sviðinu ganga gestir inn í stórt hvítt tjald og býðst þar að velja sér sæti á mjúku grænu teppi með börn sín eða á látlausum stólum. Fyrir miðju tjaldinu er ljós motta sem markar leiksvæði sirkuslista- mannsins Nicks Candy og tónlistar- konunnar Sigrúnar Harðardóttur sem fara með hlutverkin í leiknum, en hún semur einnig ljómandi tónlist sem þjónar framvindunni vel. Þau taka syngjandi glöð á móti gestum og kynna þeim reglur tjaldsins þar sem taka má virkan þátt án þess þó að fara inn á leikmottuna og minna á að auðvelt sé að bakka út úr tjaldinu ef einhver finnur fyrir ótta eða óró- leika og koma inn aftur þegar við- komandi treystir sér. Leikmynd Evu Bjargar Harðardóttur býður auk tjaldsins og mjúks gólfefnis upp á sessur af ólíkum stærðum sem luma sumar á litríkum glaðningi og ljóm- andi tré sem nýtist til að geyma ýmis þau hljóðfæri sem leikið er á, svo sem ukulele, fiðlu, banjó og klukku- spil, sem notað er með skemmti- legum hætti í hvert sinn sem komið er að því að taka saman. Í sýningunni kynnast áhorfendur maríubjöllunni Maríu (Sigrún Harðardóttir) sem býr í tjaldinu og og lirfunni Leifi (Nick Candy) sem kemur dag einn óvænt í heimsókn. Við sjáum hvernig persónurnar tvær kynnast, syngja saman, leika sér og dansa, en góðar sviðshreyfingar koma úr smiðju Juliette Louste. Leifur er sísvangur og reynir að borða flestallt sem hann kemst yfir við mikla kátínu leikhúsgesta. Gam- an var til dæmis þegar full skál af hristum breyttist í máltíð fyrir lirf- una. Talað mál er í algjöru lágmarki í sýningunni og leikarar notast við einföld tákn til að undirstrika merk- inguna, sem þýðir að sýningin er til- valin fyrir öll börn óháð tungumáli. Eftir að hafa dansað, spilað, sung- ið og æft sig í því að ganga frá kemur nóttin sem býður upp á mikið sjón- arspil með hrífandi lýsingu Ólafs Ágúst Stefánssonar. Fyndið var að fylgjast með Leifi liðast í svefni þar sem hann skríður hátt upp í loft á hvítum silkiströngum sem hylja hann að lokum alveg. Morguninn eft- ir þegar María kemur að finna nýja vin sinn er hann horfinn, en fljótlega kemur í ljós að hann hefur tekið fal- legum umbreytingum í púpu sinni og er orðinn að fiðrildi, sem kallast með góðum hætti á við fljúgandi fiðrildið sem heillaði hann fyrr í verkinu. Einföld sagan fangar áhorfendur auðveldlega og það eykur á upplifun þeirra að fá að taka virkan þátt í framvindunni. Áhugavert var að sjá hvernig sum börn í hópi áhorfenda voru fremur feimin við verur sviðs- ins til að byrja með en farin að skríkja og dansa af gleði áður en yfir lauk. Allt hjálpast þar að til að gera Tjaldið að frábærri fyrstu leikhús- upplifun yngstu áhorfendanna. Hér er boðið upp á sannkallaða veislu fyrir skynfærin þar sem leikið er með tóna og allan litaskalann sem þroskar, auðgar og gleður andann auk þess sem hæfileg endurtekning eykur öryggið. Allt er gert af alúð og mýkt sem skilar sér í töfrandi leik- hússtund. Töfrandi leikhússtund í tjaldinu Ljósmynd/Eyþór Árnason Borgarleikhúsið Tjaldið bbbbn Eftir Agnesi Wild, Sigrúnu Harðar- dóttur, Nick Candy og Evu Björgu Harð- ardóttur. Leikstjórn: Agnes Wild. Leik- mynd, búningar og brúður: Eva Björg Harðardóttir. Lýsing: Ólafur Ágúst Stef- ánsson. Tónlist og hljóðmynd: Sigrún Harðardóttir. Sviðshreyfingar og aðstoð við lýsingu: Juliette Louste. Flytjendur: Nick Candy og Sigrún Harðardóttir. Leikhópurinn Miðnætti frumsýndi á Nýja sviði Borgarleikhússins sunnudag- inn 10. október 2021 kl. 11, en rýnt er í 2. sýningu á sama stað, sama dag kl. 13. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST Alúð „Allt er gert af alúð og mýkt sem skil- ar sér í töfrandi leik- hússtund,“ segir í rýni um sýninguna Tjaldið. Kvikmyndin Dýrið, frumraun Valdimars Jóhannssonar leikstjóra, er tilnefnd til Evrópsku kvik- myndaverðlaunanna 2021 í flokkn- um Uppgötvun ársins en um er að ræða fyrstu kvikmyndir leikstjóra í fullri lengd. Valdimar skrifaði handritið að kvikmyndinni með Sjón en í aðalhlutverkum eru Noomi Rapace, Hilmir Snær Guðnason og Björn Hlynur Har- aldsson. Dýrið var verðlaunuð á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrir að vera frumlegasta kvikmyndin. Aðrar kvikmyndir sem tilnefndar eru í sama flokki til Evrópsku kvik- myndaverðlaunanna eru hin fransk-georgíska Beginning sem Dea Kulumbegashvili leikstýrir; belgíska myndin Un Monde sem skrifuð var og leikstýrt af Lauru Wandel; Pleasure, sem er sænsk- hollensk-frönsk framleiðsla, leik- stýrt af Ninju Thyberg, hin bresk- bandaríska Promising Young Wo- man, sem var skrifuð og leikstýrt af Emerald Fennell; og rússnesk- pólsk-belgíska kvikmyndin Kito- boy, leikstjóri og handritshöfundur Philipp Yuryev. Tilnefnd til Evrópsku verðlaunanna Dýrið Rapace í kvikmyndinni sem er til- nefnd fyrir frumraun leikstjórans. Mýrin barna- bókmenntahátíð hefst í dag, 14. október, og stendur til þess 16. Hátíðin, sem er tvíæringur og er nú haldin í tí- unda sinn, fer fram í Norræna húsinu. Í ár ber hún yfirskriftina Saman úti í mýri. Dagskrá hátíðarinnar saman- stendur af málstofum, höfunda- spjalli, vinnustofum fyrir börn og skemmti- og menningardagskrá. Fjöldi erlendra rithöfunda leggur leið sína á hátíðina og er sérstök áhersla lögð á verk höfunda frá Eystrasaltsríkjunum. Meðal er- lendra gesta hátíðarinnar eru hin norska Kristin Roskifte sem hlaut barnabókaverðlaun Norður- landaráðs 2019 og hinn finnski Timo Parvela en íslenskir þátttöku- höfundar eru meðal annars Kristín Helga Gunnarsdóttir, Hildur Knútsdóttir og Sævar Helgi Braga- son. Barnabókmenntahátíðin Mýrin hefst Kristín Helga Gunnarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.