Morgunblaðið - 14.10.2021, Side 72

Morgunblaðið - 14.10.2021, Side 72
ILVA Korputorgi Lau. og sun. 12-18 Virkir dagar 11-18:30 ILVA Akureyri Lau. 10-17 Sun. 13-17 Virkir dagar 11-18 s: 522 4500 - www.ILVA.is FAST SENDINGARGJALD MEÐ PÓSTINUM HVERT Á LAND SEM ER! ENHAGEN RÐLAMPI 95 kr. NÚ .596 kr. COHEN LOFTLJÓS 24.995 kr. NÚ 19.996 kr. UMAGE CHIMES 34.995 kr. NÚ 27.996 kr. VENICE GÓLFLAMPI 29.900 kr. NÚ 23.920 kr. PEARL LOFTLJÓS 29.995 kr. NÚ 23.996 kr. BALL VEGGLAMPI GLOSSY NUDE/GLOSSY RED 13.995 kr. NÚ 11.196 kr. 20% af öllum ljósum 20% af perum & kertum Sparadu- L jósadagar 14. - 18. október COP BO 16.9 13 PABLO GÓLFLAMPI 24.995 kr. NÚ 19.996 kr. FLOA BORÐLAMPI H33CM 17.995 kr. NÚ 14.396 kr. H45CM 19.995 kr. NÚ 15.995 kr. Hljómsveitin Brek fagnar útgáfu fyrstu plötu sinnar með tónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld, 14. október, kl. 20. Hin órafmagnaða tónlist sveitarinnar sækir meðal annars áhrif í íslenskan þjóðlagaarf, skandinavíska og bandaríska tónlist, djass og fleira og áhersla er lögð á íslenska texta. Brek skipa Harpa Þor- valdsdóttir, Jóhann Ingi Benediktsson, Guðmundur Atli Pétursson og Sigmar Þór Matthíasson. Einnig kemur fram dúettinn Tendra, skipaður þeim Marínu Ósk og Mikael Mána. Miðasala er á tix.is og við dyr. Áhrif frá íslenskum þjóðlagaarfi, Skandinavíu og Bandaríkjunum FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 287. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Breiðablik sá aldrei til sólar þegar liðið heimsótti Real Madrid í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu á Alfredo Di Stéfano-völlinn í Madríd á Spáni í gær. Leiknum lauk með 5:0-stórsigri Real Madrid en Car- oline Möller, framherji Real Madrid, gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í leiknum. Blikar voru afar ólíkir sjálfum sér allan tímann og komust í raun aldrei í neinn takt við leikinn. Þeim gekk afleitlega að halda í boltann og tókst aldrei að spila sig almennilega út úr hápressu Madrídinga sem var frábær allan leikinn. »60 Breiðablik sá aldrei til sólar gegn Real Madrid í Meistaradeildinni ÍÞRÓTTIR MENNING Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Á Íslandi býr fólk sem kemur víða að úr heiminum og samfélagið verð- ur sífellt fjölbreyttara. Samkvæmt þeim aðstæðum þurfa opinberar stofnanir að starfa, svo margir inn- flytjendur búa hér á svæðinu,“ segir Klaudia Karolsdóttir, lögreglumað- ur á Ísafirði. Hún er pólsk að upp- runa, kom hingað til lands 12 ára gömul árið 2008 og er fyrir löngu orðin Íslendingur. Klaudia hefur staðið vaktir í liði lögreglustjórans á Vestfjörðum frá 2017 og stefnir á lögreglunám. Tikkaði í öll boxin Að vera orðin tvítug, með stúd- entspróf, íslenskan ríkisborgararétt og hreint sakavottorð. Þetta voru svörin sem Klaudia fékk frá Hlyni Hafberg Snorrasyni, yfirlögreglu- þjóni á Vestfjörðum, þegar hún þá 18 ára gerði sér erindi á stöðina á Ísafirði og spurði hvaða skilyrði giltu svo hún kæmist í lögregluliðið. „Ég miðaði allt mitt út frá þessu og kom svo aftur á stöðina tveimur ár- um síðar. Sagðist tikka í öll boxin og spurði um vinnu. Hlynur gaf mér tækifæri og svo var ég tekin inn á vaktir. Hef verið í lögreglunni núna í um fjögur ár og finn mig í starfinu.“ Klaudia er frá borginni Lomza í NA-hluta Póllands. Faðir hennar kom til starfa á Íslandi árið 2005, þá til þess að afla tekna og sjá sínu fólki farborða þegar þröngt var um vinnu í heimalandinu. „Ég, bróðir minn og móðir komum til Íslands árið 2008 og fórum til Suðureyrar, þar sem pabbi hafði vinnu. Já, það var tals- vert mál að ná íslenskunni en Snorri Sturluson, minn frábæri kennari á Suðureyri, tosaði mig í gegnum þetta, sem ég er honum ævinlega þakklát fyrir,“ segir Klaudia. Verkefni lögreglumanna eru fjöl- breytt og sum reyna á. „Ég hafði verið aðeins þrjá mánuði í starfi þeg- ar ég fór í útkall vegna voveiflegs at- burðar. Sjálfsagt var ég alls ekki undir verkefnið búin en stuðningur frábærra vinnufélaga í kjölfarið bjargaði mér. Umferð, ölvun, hávaði, aðstoð við fólk í vanda og fleira; þessu hef ég kynnst og líka að vera á vettvangi í óveðri og áhættu. Íslend- ingar bera virðingu fyrir lögregl- unni; fylgja þeim lögum og fyrir- mælum sem gilda þótt vissulega sé til fólk sem er með ströggl og leið- indi. Slíkt hendir alltaf, en þá er bara að taka málum af festu en þolin- mæði,“ segir Klaudia. Tengiliður landa minna Svæði Ísafjarðarstöðvar lögregl- unnar á Vestfjörðum nær frá Dynj- anda í suðri, út í Bolungarvík og inn í Ísafjarðardjúp – alls sjö þéttbýlis- staðir og um 5.000 íbúar. Í Ísafjarð- arbæ er um fimmtungur íbúa inn- flytjendur frá öðrum löndum. „Stundum hendir í eftirlitsferðum að við þurfum að hafa tal af fólki af pólskum uppruna, sem er fjölmargt hér á svæðinu. Því kemur sumu hverju á óvart að hitta pólskumæl- andi lögreglumann, sem líka hefur þýtt að ég hef orðið tengiliður margra landa minna hér á svæðinu við lögregluna. Ýmis erindi og fyr- irspurnir varðandi umferðarmál, réttindi og fleira koma oft til beint til mín, sem mér þykir vænt um að geta sinnt,“ segir Klaudia Karolsdóttir að síðustu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ísafjörður Samfélagið verður sífellt fjölbreyttara, segir Klaudia, hér við lögreglubíl á leiðinni í eftirlitsferð. Frá Póllandi í lögguna - Klaudia á vaktinni á Ísafirði - Óveður og innflytjendur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.