Morgunblaðið - 15.10.2021, Side 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2021
KANARÍ
ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS
11 EÐA 19 DAGA FERÐIR Í OKTÓBER TIL
Íslendingar hafa sótt í dásamlegar strendur
Kanarí áratugum saman og er eyjan einn
vinsælasti áfangastaður Úrvals Útsýnar.
Betri stað í sólarfrí er erfitt að finna, fyrir unga
sem aldna. Jafnt hitastig, þægilegt loftslag,
hreinar strendur og stórbrotið landslag er
eitthvað sem heillar alla!
VERÐ FRÁ: 92.900 KR. VERÐ FRÁ:121.900 KR.
á mann m.v. tvo fullorðna og 2 börn
Verð frá 105.900 kr. á mann m.v. 2 fullorðna
á mann m.v. tvo fullorðna og 2 börn
Verð frá 158.900 kr. á mann m.v. 2 fullorðna
FLUG OG GISTING Á KANARÍ
11 DAGA FERÐ | 18. - 29. OKTÓBER
FLUG OG GISTING Á KANARÍ
19 DAGA FERÐ | 29. OKT. - 17. NÓV.
GOLF
VERÐ FRÁ
219.900 KR.
Á MANN M.V. 2. FULLORÐ
NA
18. - 29. OKTÓB
ER
BEINT FLUG
TIL KANARÍ
89.900 KR.
BÁÐAR LEIÐIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Hólmfríður María Ragnhildardóttir
hmr@mbl.is
Helsta fyrirstaða Landspítala að tak-
ast á við aukinn fjölda innlagna
vegna kórónuveirusmita liggur fyrst
og fremst í mönnun, að sögn Guð-
laugar Rakelar Guðjónsdóttur, starf-
andi forstjóra Landspítala.
„Helsti akkilesarhæll okkar er
mönnun. Aukin smit kalla á fleiri inn-
lagnir, þetta helst allt í hendur. Þeg-
ar það fjölgar á Covid-göngudeild-
inni þá þurfum við að færa mannskap
til. Við þurfum að finna út úr því
hvernig við mönnum ef það eru aukin
smit í samfélaginu,“ segir Guðlaug
Rakel.
Nokkuð er liðið
frá því að Land-
spítali var tekinn
af hættustigi og
færður á óvissu-
stig. Þrír lágu í
gær inni á spítala
vegna Covid-19,
þar af einn á gjör-
gæslu. Þá eru 192
börn og 281 full-
orðinn á Covid-
göngudeildinni.
Að sögn Guðlaugar er staðan á
spítalanum góð hvað varðar Co-
vid-19. „Við getum vel sinnt stöðunni
eins og hún er núna. Við erum í
þokkalegu standi eins og staðan er í
dag. Engu að síður er áhættan alltaf
til staðar ef það eru miklar tilslakan-
ir. Það er áhætta sem við verðum að
meta.“
Þórólfur Guðnason sóttvarna-
læknir hyggst funda með forsvars-
mönnum spítalans í dag um stöðuna,
en Guðlaug Rakel vildi ekki gefa upp
fyrr en eftir fundinn í dag hvort þar
yrði hægt að gefa grænt ljós á frekari
afléttingar.
Óljóst hver afraksturinn verði
Í minnisblaði sem forsætisráð-
herra og heilbrigðisráðherra sendu á
ríkisstjórn Íslands á þriðjudag er
gefið til kynna að tilslakanir séu í
kortunum. Er það meðal annars rök-
stutt í ljósi þess að á næstu vikum
muni afrakstur þeirra aðgerða, sem
gripið var til í þeim tilgangi að efla
viðnámsþrótt heilbrigðiskerfisins,
skila sér.
Aðgerðirnar sem m.a. er kveðið á
um í minnisblaðinu eru „styrking
heimahjúkrunar á höfuðborgarsvæð-
inu, tímabundin fjölgun legurýma á
heilbrigðisstofnunum og hjúkrunar-
heimilum á suðvesturhorni landsins,
undirbúningur varanlegrar fjölgunar
legurýma á LSH og styrking sjúkra-
flutninga til að meðhöndla sjúklinga í
heimahúsum þegar það á við, í stað
flutnings á bráðamóttöku.
Því til viðbótar má nefna að
Sjúkratryggingar eru að ganga frá
samningi við hjúkrunarheimilið Eir
sem mun létta undir með Landspít-
ala með því að annast Covid-smitaða
aldraða sem ekki þarfnast sjúkra-
húsþjónustu.“
Aðspurð hvort hún búist við að
þessar aðgerðir muni skila árangri
segir Guðlaug Rakel erfitt að svara
því. „Í raun og veru hefði maður ver-
ið til í að sjá þetta gerast fyrr. Það er
bara verið að vinna í því alla daga að
bæta stöðuna, fjölga rúmum og bæta
flæði. Starfsemi spítalans er þannig
að hún getur breyst á einu auga-
bragði. Fyrirsjáanleikinn er ekkert
mjög mikill.“
Ítarlegra viðtal við Guðlaugu má
finna á mbl.is.
Hefði viljað sjá aðgerðir fyrr
- Helsti akkilesarhæll Landspítalans liggur í mönnun - Þarf að meta áhættuna af frekari tilslökunum
Guðlaug Rakel
Guðjónsdóttir
Kona á sjötugsaldri lést í bruna sem
varð í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í fyrri-
nótt. Grímur Grímsson, yfirlögreglu-
þjónn miðlægrar rannsóknardeildar
lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu,
sagði við mbl.is í gærmorgun að brun-
inn væri til rannsóknar bæði hjá rann-
sóknar- og tæknideild lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu. Ekkert lá fyrir
um eldsupptök í gær.
Tilkynning um eldinn barst rétt
fyrir klukkan tvö um nóttina. Tals-
verður reykur var í íbúðinni þegar
slökkviliðið kom á staðinn og gekk öll
vinna greiðlega í kringum eldinn.
Konan fannst látin þegar að var kom-
ið. Hún bjó ein í íbúðinni.
Að sögn varðstjóra hjá slökkvilið-
inu á höfuðborgarsvæðinu voru engir
aðrir íbúar fjölbýlishússins fluttir á
slysadeild vegna eldsvoðans. Reykur
barst í íbúðir þeirra en hann var
minniháttar.
Viðbragðshópur Rauða krossins
aðstoðaði tvær fjölskyldur við að
finna gistingu vegna eldsvoðans. Þá
veitti hópurinn sálrænan stuðning á
vettvangi.
Kona fannst lát-
in eftir eldsvoða
- Ekkert vitað enn um eldsupptök
Morgunblaðið/Eggert
Bruni Kona fannst látin eftir eldsvoða í Hafnarfirði í fyrrinótt.
Jarðvinna er nú hafin við nýtt flugskýli fyrir Landhelgisgæslu
Íslands, en ráðgert er að það verði tilbúið um mitt næsta ár. Á
nýja skýlið að vera 2.822 fermetrar að stærð.
Áætlað er að jarðvinnan muni taka um átta vikur, og á þá
öllum uppgreftri að vera lokið og jarðvegspúði tilbúinn fyrir
nýbygginguna.
Mun flugskýlið tengjast gamla flugskýlinu, en þar verður
einnig að finna skrifstofur flugdeildar Gæslunnar, mötuneyti
starfsmanna, búningsklefa og hvíldarrými.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jarðvinna hafin við
nýtt skýli Gæslunnar