Morgunblaðið - 15.10.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.10.2021, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2021 50 ÁRA Sigríður Nanna Jónsdóttir er Reykvíkingur, ólst upp í Mos- fellsbæ og Árbæ og býr í Fossvogi. Hún hefur verið flugfreyja hjá Ice- landair í rúm 24 ár en hún starfaði í fjárreiðudeildinni í tvö ár áður en hún fór að fljúga. Hún hefur starfað fyrir Flug- freyjufélag Íslands, m.a. í samn- inganefnd. Einnig hefur hún setið í stjórn kjördæmasambands og Framsóknarfélags Reykjavíkur. „Ferðalög eru ofarlega á áhugasviðinu, litli sumarbústaðurinn og hvers kyns hönnun og handverk, ásamt golfi og líkamsrækt.“ Sigga Nanna er á ferðalagi um Ítalíu ásamt Ingvari manni sínum og dvelja þau í Feneyjum á afmælisdaginn. FJÖLSKYLDA Eiginmaður Siggu Nönnu er Ingvar Mar Jónsson, f. 1973, flugstjóri hjá Icelandair. Börn þeirra eru Nína Björg, f. 1992, flugfreyja hjá Icelandair, Ingibjörg, f. 1999, lögfræðingur í meistaranámi, Sigríður Marta, f. 2001, nemi í HÍ, og Jón Ingvar, f. 2005, nemi. Barnabarn er Kara Rut, f. 2019, og drengur er væntanlegur í janúar, bæði Nínubörn. Foreldrar Siggu Nönnu eru Ingibjörg Marteinsdóttir, f. 1952, söngkona og Jón Karl Snorra- son, f. 1950, fyrrv. flugstjóri hjá Icelandair. Sigríður Nanna Jónsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Það getur verið erfitt að láta skyn- semina ráða þegar tilfinningarnar segja annað. Vertu á verði því framkoma þín getur valdið andstöðu. 20. apríl - 20. maí + Naut Mundu að öllu gamni fylgir nokkur al- vara. Það væri best fyrir alla ef klippt væri á naflastrenginn í vissu sambandi. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Nú kemstu ekki lengur hjá því að setjast niður og velta fyrir þér framtíð þinni. Gættu þess að taka þig ekki of hátíðlega, líf- ið er til að hafa gaman af. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þú geislar af hamingju og hefur já- kvæð áhrif á alla sem þú umgengst. Einvera er eitthvað sem þú þráir þessa dagana. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Það er kominn tími á að þú flytjir eða skiptir um starf. Vertu raunsæ/r. Róm var ekki byggð á einum degi. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Ef þú vilt deila áhyggjum þínum með einhverjum skaltu velja þér trúnaðarvin af kostgæfni. Ekki öfundast vegna velgengni annarra. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þú gætir orðið fyrir vonbrigðum með það sem þér er úthlutað í dag. Hvað er það sem hindrar þig í að taka stökkið út í óviss- una? 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Hættu að bera þig saman við annað fólk því engir tveir eru eins. Hafðu í huga að þú getur ekki byggt sjálfsmynd þína á skoðunum annarra sama hversu mikla virðingu þú berð fyrir þeim. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Atburðarásin mun taka öll völd úr höndum þér ef þú ekki stingur við fótum og nærð stjórn á hlutunum. Kauptu blóm til þess að lífga upp á heimilið. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Reyndu að slaka á í frítíma þínum og varastu umfram allt að taka vinnuna með þér heim. Hálfnað er verk þá hafið er og vilji er allt sem þarf til þess að þú náir árangri. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þú átt að horfa fram á veg, en ekki alltaf vera að líta um öxl og láta fortíð- ina þvælast fyrir þér. Unglingar færa sig upp á skaftið. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Snögg og undraverð breyting á sér stað innra með þér. Fólk er glaðara þegar það fer frá þér, þess vegna ertu svona vin- sæl/l. 1996 hóf ég síðan störf við Borgar- holtsskóla í Grafarvogi og átti þátt í að byggja upp starfið þar frá upp- hafi, fyrst við almenna braut fyrir nemendur sem stóðu höllum fæti eftir grunnskóla, en síðan átti ég þess kost þar að stofnsetja listnáms- braut við skólann. Fyrst var sér- sviðið margmiðlunarhönnun, en Breiðholti í tvö ár en fór eftir það í framhaldsnám í myndlist við Gold- smiths College í London, þaðan sem hann lauk MA-prófi vorið 1994. „Við heimkomuna kenndi ég fyrst við Reykholtsskóla í Borgarfirði, þar sem Oddur Albertsson rak metnaðarfullt starf á mörkum lýð- skóla og framhaldsskóla. Haustið H lynur Helgason er fæddur 15. október á Fæðingarheimilinu í Reykjavík. Hann ólst upp í Hvassaleiti í Reykjavík til þriggja ára aldurs og á Sauðárkróki frá þriggja til sex ára aldurs. Þaðan lá leiðin í Ásgarð í Reykjavík þar sem hann hóf grunn- skólanám í Breiðagerðisskóla. Fjöl- skyldan flutti síðan til High Wy- combe á Suður-Englandi þegar Hlynur var átta ára og var þar í tæp tvö ár á meðan faðir hans var við nám þar. Fjölskyldan flutti síðan aftur til Reykjavíkur og var í Heimahverfi næstu fjögur ár og gekk Hlynur í Vogaskóla og síðan á Suðurvang í Hafnarfirði. Þar gekk Hlynur fyrst í Víðistaðaskóla og svo í Flensborgarskóla þaðan sem hann lauk stúdentsprófi af eðlisfræði- braut vorið 1980. „Frá 4 til 8 ára aldurs fór ég í sveit á sumrin með frænku minni og fóstru, Guðnýju Guðjónsdóttur, á Raufarfelli undir Eyjafjöllum. Eftir heimkomuna frá Englandi var gjarnan dvalið hjá föðurömmu minni, Diddu Scheving. Þar vann ég við saltfiskverkun í Ísfélaginu 13 og 14 ára.“ Eftir stúdentspróf starfaði Hlyn- ur hjá Hans Pedersen við fram- köllun í eitt ár, en síðan lá leiðin til Bandaríkjanna, en þar lærði hann arkítektúr í eitt ár við University of Kansas. „Hugurinn leitaði þó frekar til myndlistar og ég ákvað því að hætta námi þar og komst inn í Myndlista- og handíðaskólann haustið 1982. Þaðan lauk ég prófi af málarabraut vorið 1986.“ Þá lá leiðin norður til Akureyrar í eitt ár, en þar vann Hlynur sem leið- beinandi við Bröttuhlíðarskóla auk þess að kenna málun við Myndlist- arskólann á Akrureyri. Eftir dvölina þar vann Hlynur ýmis störf, á geð- deild Landspítalans og á Vífils- stöðum og sem umbrotsmaður hjá Morgunblaðinu, auk myndlistariðk- unar. Eftir vetrardvöl í Exeter á Englandi og fyrir norðan Barcelona í Katalóníu, tók hann ársnám í kennslufræði við Háskóla Íslands. Eftir námið kenndi hann við mynd- listardeild Fjölbrautaskólans í síðan bættust við greinar eins og fjölmiðlatækni.“ Hlynur starfaði við Borgarholtsskóla allt til 2013, við kennslu og sem kennslustjóri list- náms. Samhliða þessu vann hann einnig sem stundakennari við Listaháskólann, við kennslu fræði- greina í hönnun og myndlist. „Þessi fræðiáhugi minn leiddi til þess að ég ákvað 2006 að hefja doktorsnám í „media philosophy“, heimspeki list- miðlunar, við European Graduate School, sem er rekinn í Sviss og á Möltu. Ég stundaði þetta nám með vinnu mestan partinn, en tók mér leyfi frá öðrum störfum undir lokin þar sem ég dvaldi meðal annars í Buenos Aires við ritstörf og mynd- listariðkun í 5 mánuði árið 2010.“ Hlynur varði doktorsritgerð sína frá EGS sumarið 2012 og vann upp úr henni bók sem var gefin út árið 2013, undir titlinum The Beyond Within, af Atropos Press. Hann var ráðinn lektor í listfræði við HÍ 2013 og hefur gegnt stöðu dósents frá 2020. Hlynur hefur á undanförnum ára- tugum gegnt ýmsum trúnaðar- störfum á vegum hins opinbera. Frá 1999 til 2003 vann hann að gerð nýrrar námskrár fyrir listgreinar og að undirbúningi námskrár vegna fyrirhugaðrar styttingar framhalds- skólans um 2005. Hann sat í stjórn Launasjóða listamanna 2015-2021. Hann situr einnig í myndlistarráði. Hlynur hefur unnið að félags- málum á fjölbreyttan hátt á ferl- inum. Í menntaskóla tók hann þátt í leiklistarklúbbi, ljósmyndaklúbbi, leikfélaginu og ritstjórn Draupnis, blaðs nemendafélags Flensborgar- skóla. „Á 9. áratugnum tók ég virk- an þátt í endurreisn Leikfélags Hafnarfjarðar. Á tíunda áratugnum var ég í stjórn Nýlistasafnsins og í stjórn Sambands íslenskra mynd- listarmanna. Einnig hef ég verið virkur í starfi Listfræðafélags Ís- lands og var formaður þess í nokkur ár.“ Hlynur hefur undanfarið setið á ný í stjórn SÍM og er nú varafor- maður samtakanna. Frá 2013 – 2016 var hann einnig forseti NORDIK, Samtaka listfræðinga á Norður- löndum. „Ég er einnig núna í stjórn Hlynur Helgason, dósent í listfræði við Háskóla Íslands – 60 ára Í Tálknafirði Karlotta Blöndal, hjónin Sigríður og Hlynur og Úlfar Bragason. Aldrei náð að hætta í myndlistinni Myndlistarmaðurinn Hlynur ásamt bróður sínum Ástþóri við opnun á bás sínum á listamessunni Torgi á Korpúlfsstöðum í október 2019. Sindri Hrafn Steinarsson bjó til flottan peningakassa og fór í hús í Kópavogi og stoppaði bíla til að safna peningi fyrir Rauða krossinn á Íslandi. Afraksturinn var 4.974 krónur og tvö pund. Tombóla Til hamingju með daginn NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Við komum víða við í ár, heimsækjum fjölda fólks og verðummeð fullt af spennandi efni fyrir alla aldurshópa. Morgunblaðsins Kemur út 25. 11. 2021 Jólablað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.