Morgunblaðið - 15.10.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.10.2021, Blaðsíða 12
BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Farið er að draga úr umsvifum á fasteignamarkaði sem endurspegl- ast í fækkun kaupsamninga og minni veltu. Minnkandi umsvif á íbúða- markaði má líklegast skýra að miklu leyti með litlu framboði af íbúðum til sölu sem haldið hefur aftur af veltu síðustu mánuði og einnig að ein- hverju leyti miklar verðhækkanir. Þetta kemur fram í mánaðar- skýrslu hagdeild- ar Húsnæðis- og mannvirkja- stofnunar, HMS, fyrir október sem birt var í gær á vef stofnunarinn- ar. Ólafur Sindri Helgason yfir- hagfræðingur HMS segir í samtali við Morgun- blaðið að það hafi bein áhrif á sölu íbúða að sífellt sé minna af íbúðum úr að velja. Hann segir að verðhækk- anir, lækkun á hámarksveðhlutfalli og vaxtahækkanir hafi einnig áhrif. Jafnvægi komist á Ólafur segir að mikil spurn hafi verið eftir íbúðarhúsnæði síðustu misseri enda vextir lágir á markaðn- um. Ef vextir haldi áfram að hækka komist líklega á meira jafnvægi. „Fólk sækir mikið í fastvaxtalán núna þótt þeir vextir séu frekar háir. Menn virðast búast við miklum vaxtahækkunum á næstunni.“ Aðspurður segir Ólafur að lítið sé sótt í verðtryggð lán þessa dagana. „Hrein ný verðtryggð lán eru nei- kvæð, þ.e. það er meira um upp- greiðslur en ný lán.“ Ólafur bendir á að þegar staðan er eins og hún er núna, þar sem verð- bólga er vel yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans og verðbólguvænting- ar hafi aukist, þá séu Íslendingar tregari til að taka verðtryggð lán. „Maður hefði búist við meiri sókn í verðtryggð lán því íbúðaverðið hefur hækkað svo mikið. Raunvextir á verðtryggðum lánum eru þannig að það er enginn sérstakur hvati til að hoppa yfir í þau eins og staðan er.“ Enn mikil spenna til staðar Þó að dregið hafi úr spennu á íbúðamarkaðnum þá er enn mikil spenna til staðar að sögn Ólafs. „Hlutfall íbúða sem seljast á yfir- verði (sjá meðfylgjandi töflu) er enn mjög hátt. 34,4% íbúða í fjölbýli mið- að við þriggja mánaða hlaupandi meðaltal í ágúst voru seld á yfirverði. Fyrir sérbýlin hefur hlutfallið lækk- að úr 46,7% í 39,7% yfir sama tíma- bil. Hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði hefur einnig farið lækk- andi í nágrannasveitarfélögum höf- uðborgarsvæðisins en hefur haldið áfram að hækka annars staðar á landsbyggðinni.“ Frá 2017 – 2020 seldust tæplega 20% íbúða á yfirverði að sögn Ólafs. Fjárhagur leigjenda batnað Í skýrslunni er einnig fjallað um leigumarkaðinn. Þar kemur fram að fjárhagur leigjenda hafi batnað frá árinu 2020. Þá eru merki um að framboð á hentugu leiguhúsnæði sé að minnka sem hefur að sögn Ólafs áhrif á húsnæðisöryggi og samnings- stöðu leigjenda. „Ánægja með leigu- húsnæði er minnst hjá þeim sem leigja hjá einkareknu leigufélagi og hjá sveitarfélögum.“ Í skýrslunni kemur fram að hlut- fall leigu af ráðstöfunartekjum leigj- enda hækkaði árið 2020. „Það var búið að vera í kringum 40% en fór í 44% árið 2020 og er nú 45%,“ segir Ólafur. Samkvæmt samantekt HMS greiða 27% leigjenda 50% eða meira af ráðstöfunartekjum sínum í leigu og 10,5% greiða 70% eða meira af tekjum sínum í leigu. Að sögn Ólafs er talið að um það bil 32 þúsund heimili á landinu séu á leigumarkaði. 1,4% hækkun milli mánaða Íbúðaverð hækkaði um 1,4% á höf- uðborgarsvæðinu á milli mánaða í ágúst samkvæmt vísitölu söluverðs HMS, og sagt er frá í skýrslunni. Hækkunin var nánast sú sama á meðal sérbýla og íbúða í fjölbýli. „Í nágrannasveitarfélögum höfuðborg- arsvæðisins hækkaði íbúðaverð um 1,1% á milli mánaða og annars staðar á landsbyggðinni nam hækkunin 0,6%.“ Dregur úr umsvifum Hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði 3ja mánaða meðaltal, janúar 2013 til ágúst 2021 40% 30% 20% 10% 0% 40% 30% 20% 10% 0% Fjölbýlishús Sérbýlishús Heimild: Hagdeild HMS og Fasteignir.is Höfuðborgarsvæði Landsbyggð 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 Húsnæði » Nú eru um 1.400 íbúðir til sölu . » 80 nýjar íbúðir auglýstar til sölu í byrjun október. » 4.000 íbúðir auglýstar til sölu á landinu öllu þegar mest lét í maí 2020. » Yfirgnæfandi meirihluti leigjenda kýs fremur að búa í eigin húsnæði heldur en leigu- húsnæði. - 10,5% leigjenda greiða 70% eða meira af ráðstöfunartekjum í leigu - Lítil ásókn í verðtryggð lán - 34,4% íbúða í fjölbýli seljast á yfirverði - Lítið framboð Ólafur Sindri Helgason 12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2021 • • • • 4 gangar af dekkjum. • 2 gangar af álfelgum. • Dráttarbeisli sett undir 6/2021. • Frábært viðhald. Mi bi hi 0 Jeppi í glæsilegu standi. Undir bílnum eru General Grabber dekk og Visin Wheel álfelgur. Bílnum fylgja orginal MMC álfelgur og nýleg Continental nagladekk á þeim. Einnig fylgja gangar aukalega af glæný- jum nagla- og sumardekkjum. Dráttarbeisli var sett undir sumarið 2021. Bíllinn hefur fengið fullkomið viðhald hjá núverandi eiganda. Bíllinn er til sýnis hjá Diesel bílasölu. Upplýsingar í síma 615 8080. Nýskr. 5/2017. Ekinn 102 þ.km. Pallhús. tsu s L20 Verð 4.995.000 15. október 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 129.75 Sterlingspund 176.68 Kanadadalur 104.27 Dönsk króna 20.159 Norsk króna 15.22 Sænsk króna 14.824 Svissn. franki 139.91 Japanskt jen 1.1425 SDR 182.86 Evra 150.0 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 182.8672 « Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur gert athugasemdir við hvernig fyrir- komulagi á útvistun á rekstri sjóðanna var háttað. Sjóðirnir sem í hlut eiga eru Eftirlaunasjóður FÍA og Íslenski lífeyris- sjóðurinn. Í tilfelli beggja sjóða var athugasemd gerð við að ekki hefði með fullnægjandi hætti verið greint og metið hverjir hags- munaárekstrar vegna útvistunar á innri endurskoðun sjóðanna til rekstraraðila gætu verið. Þá var það talið að það verk- lag beggja sjóða að framkvæmdastjóri þeirra sæti alla fundi endurskoðunar- nefnda frá upphafi til enda stæðist ekki ákvæði laga um ársreikninga. Báðir voru sjóðirnir snupraðir fyrir að ekki eru til verkferlar vegna tilkynninga á frávikum á rekstri upplýsingakerfa þeirra. Í tilfelli Íslenska lífeyrissjóðsins var einnig talið að viðbúnaðarumgjörð til að bregðast við mögulegum áföllum upp- lýsingakerfa væri ekki til staðar. Þá voru fundargerðir stjórnar sjóðsins ekki taldar nægilega ítarlegar og skort hefði á út- vistunarstefnu. Seðlabankinn snuprar tvo lífeyrissjóði Morgunblaðið/Ómar STUTT Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Í gögnum sem Creditinfo hefur tek- ið saman sést að konur hafa aðeins verið ráðnar í 20% tilvika þar sem fyrirtæki eru að ráða til sín fram- kvæmdastjóra. Er það lægra hlut- fall en í fyrra þegar það var 24%. Hins vegar er hlutfallið núna í takti við stöðuna hin síðustu ár en árið 2020 skar sig úr. Konur eru nú framkvæmdastjór- ar í 18% virkra fyrirtækja en þar er miðað við þau 6.000 fyrirtæki hér á landi sem eru í virkum rekstri og með tekjur yfir 30 milljónum króna síðustu þrjú ár. Bendir Creditinfo á að hlutur kvenna sé enn rýrari þeg- ar rýnt er í 1.000 tekjuhæstu fyrir- tækin. Þar er hlutdeild þeirra í stöðu framkvæmdastjóra aðeins 13%. Eins og greint var frá í Dag- málum í gær eru konur aðeins 10% í hópi framkvæmdastjóra framúr- skarandi fyrirtækja. „Við sjáum í gögnum okkar að al- mennt séð lækkar hlutfall kvenna í framkvæmdastjórastöðu eftir því sem fyrirtæki eru stærri. Niður- staðan er í takti við það sem við höfum séð undan- farin ár, en vissu- lega mikil von- brigði að hægt hafi aftur á ráðn- ingum kvenna í stöður fram- kvæmdastjóra. Fyrir liggur að með þessu áfram- haldi koma markmið Jafnvægisvog- ar FKA, um að fyrir árið 2027 verði hlutfall kynjanna í framkvæmda- stjórnum fyrirtækja að minnsta kosti 40/60, ekki til með að nást. Til þess þyrfti stórátak í ráðningum kvenna í hóp stjórnenda,“ segir Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður greiningar og ráðgjafar Creditinfo á Íslandi. Sé rýnt sérstaklega í tölur Cre- ditinfo má sjá að í hópi 1.000 tekju- hæstu fyrirtækjanna er hlutfall kvenna meðal æðstu stjórnenda hæst í ferðaþjónustu og afþreyingu eða 20%. Hins vegar er það lægst meðal fyrirtækja sem skilgreind eru í framleiðslu. Þar er hlutfallið 8%. Færri konur ráðnar en í fyrra - Ráðnar framkvæmdastjórar í fimmtu hverja stöðu - Nokkuð frá markmiðum FKA Gunnar Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.