Morgunblaðið - 15.10.2021, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2021
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
Nýjar upplýsingar um tæplega fer-
tugan danskan ríkisborgara, sem
hefur játað á sig víg fjögurra kvenna
og karlmanns í Kongsberg í Noregi í
fyrradag, hafa hrannast upp fyrir
augum norsku þjóðarinnar eftir því
sem upplýsingar fjölmiðla verða
fyllri og ítarlegri gegnum blaða-
mannafundi og aðrar leiðir.
Í gærmorgun greindi Ole Bredrup
Sæverud, lögreglustjóri suðaustur-
umdæmis norsku lögreglunnar,
meðal annars frá því á blaðamanna-
fundi, að hinn handtekni, sem beitti
boga og örvum við ódáð sína, auk
vopna sem lögregla vill ekki tjá sig
um, hefði einhvern tímann á síðustu
árum snúist til öfgahliðar íslamstrú-
ar og gerst svo handgenginn bók-
stafnum, að lögreglu hefðu borist
ábendingar um að full ástæða væri
til að gjalda varhug við.
PST kunnugt um hann áður
Þær ábendingar, auk sakaferils,
sem meðal annars fól í sér líflátshót-
anir í garð tveggja náinna ættingja
og vopnaburð á heimili að minnsta
kosti annars þeirra, leiddu þó ekki til
annars en að manninum var dæmt
sex mánaða nálgunarbann gagnvart
ættingjunum tveimur og rauf það
reyndar minnst einu sinni án þess að
sérstakar afleiðingar fylgdu.
Enn fremur kom það upp úr kaf-
inu í gær, að öryggislögreglunni
PST, sem fyrst og fremst hefur ör-
yggi norska ríkisins, æðstu embætt-
ismanna þess og stofnana á sinni
könnu, var kunnugt um ódæðis-
manninn löngu áður en hann lét til
skarar skríða í Kongsberg, en áhugi
þeirrar stofnunar beinist almennt
ekki að mönnum nema ætla megi að
þeir teljist varhugaverðir í meira
lagi.
„Lögreglan ætti að vita vel hver
þessi persóna er og ég vona innilega
að þið bregðist við af athygli áður en
mannslíf tapast eða einhver bíður
varanlegt tjón.“ Þessi orð er meðal
annars að finna í skýrslu, sem æsku-
vinur árásarmannsins gaf lögreglu
er hann gekk á hennar fund árið
2017, felmtri sleginn yfir því hvaða
mann gamli vinurinn hafði að geyma
er þar var komið sögu.
Eftir því sem vinurinn greinir
norska ríkisútvarpinu NRK frá,
ákvað hann að ganga á fund lögreglu
eftir að honum bárust skilaboð á
Facebook frá Dananum þar sem
hann kvaðst vera sendiboði og hefði
aðvörun fram að færa. „Er það virki-
lega þetta sem þið viljið? Fyrir alla,
sem vilja gera upp eftir sig, er stund-
in runnin upp,“ sagði meðal annars í
upptöku með myndskeiði.
Alvarlega veikur á geði
Vininum hafi þá skilist að hér átti
veikur maður í hlut og heimsótti
hann lögregluna í þeirri viðleitni að
koma til hjálpar. Gekk hann þar bón-
leiður til búðar þar sem lögreglan
kvaðst hafa góða stjórn á vini hans
og engin ástæða væri til að hafa
áhyggjur.
„Hann er búinn að vera eins og tif-
andi tímasprengja í mörg ár,“ sagði
tilkynnandinn við NRK í gær, inntur
eftir því hvað hann hugsaði nú, fjór-
um árum síðar. „Hann hefur þarfn-
ast hjálpar, en ekki fengið hana.
Þetta er auðvitað skelfilega dapur-
legt fyrir þá sem nú eiga um sárt að
binda, aðstandendur fórnarlamba
hans í þessu máli og bara alla,“ sagði
hann enn fremur.
Annar viðmælandi NRK, sem
þekkir vel til árásarmannsins, segir
snúning hans til íslamstrúar ekki
hafa nokkurn skapaðan hlut með
málið að gera. „Þetta snýst um
manneskju, sem er alvarlega veik á
geði og hefur verið utangarðs frá
barnæsku. Nokkuð, sem hefur litað
allt líf þeirra, sem standa honum
nærri,“ sagði viðmælandinn sá.
Kvað hann vel mega taka þá um-
ræðu, hvort þröskuldurinn væri of
hár í norsku heilbrigðiskerfi fyrir
inngrip og þvingunarráðstafanir í
garð fólks, sem augljóslega er
hættulegt sjálfu sér og öðrum og
þarfnast bráðrar hjálpar, þrátt fyrir
að óska ekki eftir henni að eigin
frumkvæði.
Slá ekki hryðjuverki föstu
Áberandi í umræðu síðasta sólar-
hringinn er hvort um hryðjuverk
hafi verið að ræða í Kongsberg og
gaf PST það út í fréttatilkynningu í
gær, að árásin bæri öll einkenni
þess. „Rannsóknin, sem suðaustur-
umdæmið stjórnar núna, mun leiða
nánar í ljós hvaða hvatir bjuggu að
baki atburðinum,“ segir í tilkynning-
unni og vill öryggislögreglan því að
minnsta kosti ekki kveða upp úr um
þetta atriði enn sem komið er. Kem-
ur þar enn fremur fram að ekki þyki
ástæða til að hækka það viðbúnaðar-
stig, sem á norsku kallast trussel-
nivå, ógnarstig bókstaflega, og verð-
ur það því áfram í meðallagi eins og
fram að árásinni í Kongsberg.
AFP
Sorg Íbúar smábæjarins Kongsberg eru með böggum hildar eftir fyrirvara-
lausa og grimmdarlega árás sem vakið hefur mun fleiri spurningar en svör.
AFP
Vettvangurinn Tæknideildarmaður lögreglu rannsakar vettvang ódæðisins í miðbæ Kongsberg í gær undir vökulu
auga samstarfsmanns síns. Fimm liggja í valnum eftir mannskæðasta voðaverk í Noregi síðan 22. júlí 2011.
„Eins og tifandi tímasprengja“
- Árásarmaðurinn í Kongsberg snerist til öfgatrúar - Æskuvinur hans gekk á fund lögreglu árið 2017
- Annar spyr hvort þröskuldur fyrir inngrip kerfisins sé of hár - Viðbúnaðarstig óbreytt í Noregi
Sex létu lífið og fjöldi annarra
særðist í Beirút, höfuðborg Líb-
anons, í gær þegar skærur brutust
út í kjölfar fjölmennra mótmæla
stuðningsmanna Hisbollah-samtak-
anna í borginni. Efnt var til mót-
mælanna vegna óánægju með störf
dómarans Tarek Bitar, en hann
rannsakar nú sprenginguna miklu í
ágúst í fyrra, sem felldi rúmlega
210 manns og eyðilagði stóra hluta
höfuðborgarinnar. Hafði Bitar ný-
lega kallað eftir því að háttsettir
embættismenn sem tengjast sam-
tökunum yrðu færðir til yfir-
heyrslu vegna málsins.
Líbanski herinn staðsetti skrið-
dreka og hermenn á götum Beirút
og þótti það minna á borgarastríð-
ið sem geisaði í landinu frá 1975-
1990. Samkvæmt fréttum frá AFP
hófust óeirðirnar þegar leyniskytt-
ur hófu skothríð á mótmælendur,
og svöruðu þeir fyrir sig með riffl-
um og handsprengjum. Stóðu
skærurnar yfir í rúmlega þrjár
klukkustundir.
Michel Aoun, forseti Líbanons,
kallaði eftir stillingu í sjónvarps-
ávarpi. „Vopn geta ekki aftur orðið
að samskiptatæki líbanskra stjórn-
málaflokka, því við samþykktum öll
að setja strik undir þennan dimma
kafla í sögu okkar,“ sagði Aoun.
Bætti hann við að forystumenn
flokkanna væru að ræða saman um
lausn á vandanum.
Níu handteknir
Í tilkynningu hersins kom fram
að hann hefði verið kallaður á vett-
vang eftir að skothríð hófst í ná-
grenni mótmælanna. Hefði herinn
farið hús úr húsi til að leita þeirra
sem hófu skothríðina og handtekið
níu manns. Þar af var einn með
sýrlenskt ríkisfang.
Sex látnir eftir
skærur í Beirút
- Rannsókn á sprengingu mótmælt
AFP
Beirút Sex létust í skærunum.