Morgunblaðið - 15.10.2021, Side 20

Morgunblaðið - 15.10.2021, Side 20
✝ Snorri Bald- ursson fæddist á Akureyri 17. maí 1954. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 29. sept- ember 2021. For- eldrar hans voru Þuríður Helga Kristjánsdóttir frá Hellu á Árskógs- strönd, f. 21. nóv- ember 1915, d. 2. júlí 2009 og Baldur Helgi Krist- jánsson, Ytri-Tjörnum í Eyja- firði, f. 7. júní 1912, d. 25. nóv- ember 2003. Systkini Snorra eru Kristján, f. 5. janúar 1945, Sigurbjörg Helga, f. 4. janúar 1946, d. 11. febrúar 1964, Benjamín, f. 22. janúar 1949, Guðrún Ingveldur, f. 17. maí 1952 og Fanney Auð- ur, f. 2. júní 1956. Snorri kvæntist Guðrúnu Vignisdóttur, f. 1954, hjúkr- unarfræðingi árið 1976 og eign- uðust þau soninn Heimi, f. 1974, sálfræðing, g. Signýju Kol- beinsdóttur, f. 1978, hönnuði, börn þeirra Snorri, f. 2004 og Svava, f. 2009. Snorri kvæntist Guðrúnu Narfadóttur, f. 1955, líffræð- ingi, þau eignuðust synina Narfa Þorstein, f. 1982, raf- magnsverkfræðing, sambýlis- landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1993. Eftir nám erlendis sinnti Snorri jafnhliða öðrum verk- efnum, rannsóknum á sviði land- græðslu og skógræktar. Hann beitti sér mikið fyrir náttúru- vernd og skrifaði fjölda greina um þau efni. Á árunum 1983-1986 var Snorri kennari við Fjölbrauta- skólann við Ármúla, var sér- fræðingur hjá RALA og Skóg- rækt ríkisins um árabil og var aðalritari hjá Norðurskauts- ráðinu CAFF 1997-2002. Hann starfaði um skeið hjá Náttúrufræðistofnun Íslands 2002-2008, var þjóðgarðsvörður hjá Vatnajökulsþjóðgarði og for- maður Landverndar 2015-2017, stýrði auðlinda- og umhverfis- deild Landbúnaðarháskóla Ís- lands frá 2018 og var við störf hjá skólanum fram á þetta ár. Árið 2014 kom út bókin Líf- ríki Íslands eftir Snorra. Hlaut hún Íslensku bókmenntaverð- launin í flokki fræðirita sama ár. Í september sl. kom svo út bókin Vatnajökulsþjóðgarður: gersemi á heimsvísu. Bókin er að stofni til efni umsóknar til UNESCO. Síðastliðið sumar stofnaði Snorri náttúruverndarsamtökin Skrauta en markmið þeirra var verndun Vonarskarðs og hinna ósnortnu víðerna landsins. Útför Snorra fer fram frá Langholtskirkju í dag, 15. októ- ber 2021, kl. 13. kona hans er Svava Þorleifsdóttur landslagsarkitekt, f. 1983, eiga þau börnin Þorleif Kára, f. 2010, Dag Snorra, f. 2016 og Lovísu Guðrúnu, f. 2018; Baldur Helga, f. 1986, arkitekt, sambýlis- kona Sunna Kristín Hannesdóttir, f. 1989, og Snorra Eldjárn, f. 1988, sambýliskona Alda Val- entina Rós Hafsteinsdóttir, f. 1993, sonur Snorra með Ósk Gunnarsdóttur, f. 1986, er Benjamín Eldjárn, f. 2013. Eftirlifandi eiginkona Snorra er Elsa Friðrika Eð- varðsdóttir, f. 19.12. 1954, hjúkrunarfræðingur. Foreldrar hennar voru Eðvarð Sig- urgeirsson ljósmyndari, f. 1907, d. 1999, og kona hans Marta Jónsdóttir húsmóðir, f. 1920, d. 2009. Snorri lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1974, B.Sc.-gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands 1979 og kennsluréttindum í framhald- inu. Meistaranámi í plöntuvist- fræði og plöntuerfðafræði frá University of Colorado og dokt- orsprófi PhD frá Konunglega Elsku afi minn. Ég er þakklátur fyrir tímann með þér á Ytri-Tjörnum og mun sakna þess að þú sért ekki lengur þar. Ég man þegar þú fórst með mér að tína lerkisveppi í skóg- inum fyrir ofan bæinn og gafst mér bók um sveppi. Við fórum líka í berjamó þegar þú varst orð- inn mjög veikur. Þú vissir mikið um fugla og gafst mér kíki til að skoða fuglana betur. Mér leið mjög vel í sveitinni hjá þér og þú varst alltaf svo góður við mig. Ég á góðar minningar þegar þú passaðir mig og Benjamín frænda á Ásvallagötunni. Okkur fannst mjög gaman að vera í næt- urpössun hjá þér en við vöknuð- um yfirleitt alltof snemma, sem þér fannst ekki mjög skemmti- legt. Minning þín lifir. Þorleifur Kári. Mjög er um tregt tungu að hræra, orti Egill Skallagrímsson í erfiljóði sínu um son sinn. Og víst er um það að okkur aðstand- endum Snorra finnst að skjótt hafi sól brugðið sumri og að vet- urinn sem nú er að byrja fari að með óvenjumikla nepju og kulda. Þannig er tilfinning okkar við missi míns kæra bróður. Hans síðasta sumar í Eyjafirðinum var þó í alla staði ljúft og friðsælt. Ég vil því ekki vera sorg- mæddur og hryggur því ég trúi því að hans nýja líf á sumarlandi eilífðarinnar verði beint framhald á hans góða athafnalífi hér og það verði frjálsara og dýrlegra en nokkurn tíma hér í heimi hægt er að öðlast. Við skulum því líka gleðjast yfir allri hans miklu arf- leifð sem hann skilur eftir handa okkur. Hugsjónunum hans og þrotlausri vinnu fyrir náttúru- vernd Íslands, sem hann var svo trúr alla sína ævi og fórnaði kröftum sínum fyrir. Hans miklu og glæsilegu rit- verkum og miklu félagsstörfum. Hans yndislegu ljósmyndum sem margar hverjar eru hrein lista- verk. Við trúum því að nú geti hann um frjálst höfuð strokið laus úr viðjum sjúkleika. Nú geti hann tekið upp þráðinn að nýju og tek- ið til hendi og unnið að hugsjón- um sínum á eilífðarlandinu. Við skulum líka gleðjast yfir hans skipulögðu og einbeittu afrekum sem hann kom í framkvæmd á sínu síðasta æviskeiði. Honum lá mikið á að koma í verk mörgum hugðarefnum sín- um. Hann vissi að hverju stefndi og sýndi fádæma æðruleysi í veikindum sínum. Metnað sinn lagði hann í að endurbæta ætt- aróðalið á Ytri-Tjörnum, honum tókst á undraverðan hátt að búa til glæsilega, alþýðlega og fróð- lega bók um Vatnajökulsþjóð- garð. Samin upp úr skýrslu sem hann skrifaði á ensku um að koma Vatnajökulsþjóðgarði á heimsminjaskrá UNESCO. Hann þýddi úr ensku yndislega bók um andleg mál. Það var hugðarefni sem hann fékk meiri og meiri áhuga fyrir á seinni ár- um. Ég kveð kæran bróður með miklum söknuði og er þakklátur fyrir samfylgd hans. Ég og fjölskylda mín vottum sonum hans og Elsu innilega samúð. Kristján Baldursson. Til Fanneyjar sem „fyllir húsið af gleði“. Þessi orð eru mér hugg- un í sorginni, áletrun til mín í nýju bókinni, Guð í sjálfum þér, sem hann gaf mér stuttu áður en hann lést. Við vorum mjög náin alla tíð enda bara tvö ár á milli okkar. Snorri var svo fjölhæfur, „gat bara allt“. Hann var doktor í líffræði, náttúrufræðingur og vildi bara óspillta íslenska nátt- úru. Hann var umhverfissinni, hafði fallega rödd og ein af æsku- minningunum mínum var að hlusta á hann syngja, þegar hann hélt að enginn heyrði til hans. Rödd hans var svo skær og falleg drengjarödd eins hjá Róbertinó. Röddin hans breyttist í fallegan bassa og hann söng með Fóst- bræðrum sem veitti honum mikla lífsfyllingu og gleði. Hann var náttúrubarn. Ég á fleiri æskuminningar þar sem við systkinin erum að fara upp að Drang og upp í skóg að tína ber. Ég yngst átti til að missa úr föt- unni minni en fékk alltaf bætt upp frá systkinum mínum. Síðan þá hef ég reynt að endurgjalda greiðann í gegnum tíðina. Svo fórum við að leita að hreiðrum, Snorri fann 10 en ég ekkert, tínd- um egg í kílunum og gerðum skipapoll. Yndisleg æska. Man reyndar eftir honum að lesa og lesa, hann var víðlesinn með af- brigðum. Hann var fagurkeri, allt svo fallegt sem hann tók sér fyrir hendur, bækurnar Lífríki Íslands og Vatnajökulsþjóðgarður: ger- semi á heimsvísu eru gullfallegar bækur. Síðustu ár hefur hann verið að gera upp gamla æsku- heimilið á Ytri-Tjörnum í Eyja- fjarðarsveit af mikilli smekkvísi ásamt sonum sínum og tengda- dætrum, allir sérfræðingar á sínu sviði. Það er unun að sjá garðinn og umhverfið. Hann hafði áhyggjur af garðinum en ég er viss um að við hjálpumst að við að halda honum fallegum til að heiðra minningu hans. Snorri stóð fyrir skógardegi fjölskyld- unnar þar sem stórfjölskyldan kom saman og gerði göngustíga og hreinsaði til í skóginum og all- ir tóku þátt og styrktu fjölskyldu- böndin. Ég sakna bróður míns sárt. Fyrir mér var hann gersemi á heimsvísu. Ég og fjölskylda mín sendum fólkinu hans Snorra hjartanlegar samúðarkveðjur. Fanney systir. Mig langar að minnast elsku bróður míns með nokkrum orð- um. Ég var tveggja ára þegar ég fékk fínustu afmælisgjöf sem hægt er að hugsa sér, lítinn bróð- ur. Aðdáun mín á þessum fallega dreng sem kom í heiminn á af- mælisdaginn minn var mikil strax frá upphafi og hélst alla ævi hans. Honum var svo margt til lista lagt, sama hvað hann tók sér fyrir hendur. Hvort sem það voru listir eða fræðistörf og eftir hann liggja mikil verðmæti í ljósmynd- um og bókum sem hann gaf út. Vænst þykir mér um bókina um andleg málefni sem hann þýddi stuttu fyrir andlát sitt og færði mér með svo fallegri kveðju rit- aðri inn í bókarkápuna þótt sjón- in væri að mestu farin. Mér þykir einnig svo vænt um hvað hann gerði fallega upp æskuheimili okkar og ættaróðal, bæði að utan og innan. Ég minnist undurfagurrar söngraddar sem hann bjó yfir þegar sem ungur drengur. Hann söng fallegar aríur af hjartans lyst og ég dáðist að honum í laumi og óskaði þess að hann yrði fræg- ur söngvari. Seinna fengu kórar að njóta fallegrar raddar hans. Ég kveð elskulegan bróður minn með sorg í hjarta en falleg- ar minningar eru mér til hugg- unar, minningar um sameiginleg afmæli okkar, minningar um söng og gleði og svo hvernig hann tók örlögum sínum af fádæma æðruleysi. Bróðir minn heldur áfram að vera mér fyrirmynd. Að lokum leyfi ég mér að nota tvö erindi úr uppáhaldsljóðinu hans. Smávinir fagrir, foldarskart, fífill í haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvort öðru að segja frá. Prýðið þér lengi landið það, sem lifandi guð hefur fundið stað ástarsælan, því ástin hans alls staðar fyllir þarfir manns. Faðir og vinur alls, sem er, annastu þennan græna reit. Blessaðu, faðir, blómin hér, blessaðu þau í hverri sveit. Vesalings sóley, sérðu mig? Sofðu nú vært og byrgðu þig. Hægur er dúr á daggarnótt. Dreymi þig ljósið, sofðu rótt! (Jónas Hallgrímsson) Votta ástvinum öllum mína dýpstu samúð. Takk fyrir allt, elsku Snorri. Þín systir, Guðrún (Gunna). Um svipað leyti og við Elin tókum við búskapnum á Ytri- Tjörnum fyrir tæpum þremur ár- um, var Snorri föðurbróðir minn kominn í fullan gang við að gera upp æskuheimilið, gamla húsið á Tjörnum. Hús, sem hefur verið samkomustaður stórfjölskyld- unnar svo lengi sem ég man. Einn eftirminnilegasti gleðskap- urinn sem ég hef upplifað þar, af mörgum góðum, var haldinn þeg- ar Snorri lauk doktorsnámi í júní 1993. Ég held reyndar að sú veisla hafi verið skyndiákvörðun; þáverandi tengdamóðir hans, ákaflega minnisstæð persóna, taldi brýna nauðsyn að skála við föður nýdoktorsins á þessum merku tímamótum. Snorri var ágætur ræðumaður og fyrirlesari sem gaman var að hlýða á. Ég heyri fyrir mér vís- urnar eftir Theodór afabróður sem hann fór með í veislunni miklu 1999, sem slegið var upp í tilefni af 100 ára samfelldri bú- setu sömu fjölskyldu á Ytri- Tjörnum. Vísan var samin í tilefni af áttræðisafmæli afa míns 1992, en þeim tímamótum var fagnað í Kaupmannahöfn hjá Snorra og Guðrúnu. Á sama tíma kom upp eldur í Kristjánsborgarhöll. Til Danmerkur fór hann með hopp og hí heyrast þar skrækir og sköll. Áttræður kallinn kveikti í Kristjánsborgarhöll. Snorri var einlægur áhuga- og baráttumaður fyrir náttúruvernd og ég hygg að hann hafi viljað vinna landi sínu allt það gagn sem hann gat á því sviði. Þótt barátt- an hafi verið snar þáttur, þá miðl- aði hann einnig rausnarlega til samferðamanna og komandi kyn- slóða. Þar ber hæst stórvirki hans Lífríki Íslands, vistkerfi lands og sjávar, sem kom út árið 2014. Bókin sú mun halda nafni hans á lofti um langa framtíð. Það haustaði snemma hjá frænda. Í árslok 2019 greindist hann með mein það sem nú hefur lagt hann að velli. Þessa rúmu 20 mánuði sem síðan eru liðnir nýtti Snorri ákaflega vel. Sumarið 2020 lét hann skipta um glugga í gamla húsinu, svo nú hefur sá svipur þess verið færður í nær upprunalegt horf. Samhliða framkvæmdunum ákvað hann að skrifa bók sem kom út fáum dög- um fyrir andlát hans. Vatnajök- ulsþjóðgarður: gersemi á heims- vísu er einstaklega falleg og skemmtileg bók, meitlaður texti og fallegar myndir sem bera höf- undi gott vitni. Það var gleðilegt að hann fékk að fylgja henni úr hlaði. Og þó að það haustaði 20 árum of snemma hjá Snorra, þá var líka gleðilegt að síðasta sum- arið sem hann lifði heima á Ytri- Tjörnum skyldi vera mesta góð- viðrissumar frá upphafi mælinga, sem hann naut ríkulega í fé- lagsskap fjölskyldu og vina. Svo seint sem í júlí sl. bauð hann mér aðstoð sína við að standa fyrir kvígum sem bóndinn var þá að reka með nokkrum tilþrifum. Við Snorri vorum ekki sam- mála um alla hluti, vel fór þó á með okkur enda hefur mér ætíð þótt eftirsóknarvert að umgang- ast fólk með ólíkar skoðanir og aðra sýn á tilveruna. Ég hefði gjarnan viljað hafa Snorra í kall- færi lengi enn og ég veit að hann átti margt ógert. Við Elin vottum fjölskyldu og vinum Snorra okkar innilegustu samúð með von um að þau finni huggun í sorginni sem kvatt hef- ur dyra. Guð blessi hann í eilífð- inni. Baldur Helgi Benjamínsson, Ytri-Tjörnum Við systur minnumst Snorra, yngsta bróður pabba, með vænt- umþykju og virðingu. Helstu minningarnar tengjast sveitinni, þar sem við fjölskyldan hittumst svo oft. Líflegar umræður, skemmtileg samtöl, góður matur, kyrrð og hlýja einkenna Ytri- Tjarnir. Þegar hann og strák- arnir byrjuðu að lagfæra gamla húsið, tókst Snorra að halda vel í þann góða anda sem þar ríkir. Hann var einnig mjög frændræk- inn og duglegur að bjóða til sín stórfjölskyldunni þegar hann var í sveitinni og þannig gátum við áfram notið góðra samveru- stunda. Skógardagarnir eru einna eftirminnilegastir, þegar við hittumst til að útbúa stíga og grisja skóginn. Fjölskyldustemn- ing, drunur í vélsög, ómur af krökkum að leika sér og ilmur af bakkelsi einkenndu þá daga. Snorri var okkur mikil fyrir- mynd í baráttu sinni fyrir nátt- úruvernd, en hann var einlægur bandamaður náttúrunnar. Í þeirri baráttu hafði hann sjald- fundið og aðdáunarvert hug- rekki, en sú barátta getur oft á tíðum verið ansi óvægin. Það eru mikil verðmæti sem hann hefur náð að miðla til samferðafólks og komandi kynslóða með skrifum sínum um íslenska náttúru. Það er gaman að lesa greinarnar hans og bækur þar sem hann miðlar kunnáttu sinni af innsæi og virð- ingu fyrir viðfangsefninu. Hann hafði gott lag á að nota tungutak sem gerði stórbrotnu landslagi og viðkvæmu lífríki skil á sann- gjarnan hátt. Listrænir hæfileik- ar komu fram í ljósmyndum en myndirnar hans ná að draga fram óvenjuleg form og liti í nátt- úrunni þannig að viðfangsefnið verður enn áhugaverðara fyrir vikið. Snorri tókst á við veikindi sín af aðdáunarverðri yfirvegun, æðruleysi og reisn og ótrúlegt að sjá hvernig hann náði hverju markmiði sínu á fætur öðru á erf- iðum tímum. Við sendum frænd- um okkar, fjölskyldum þeirra og Elsu okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Kristín, Sólveig, Þuríður og Þórhildur Kristjánsdætur. Fallinn er frá vinur, skóla- félagi og kollegi til margra ára- tuga. Við hittumst fyrst í lands- prófi í Reykholtsskóla í Borgarfirði haustið 1969. Kynnin hófust með því að við tókum „slag“ í frímínútum eins og ungra drengja var siður. Fylgdumst að eftir það í Menntaskólanum á Ak- ureyri í námi, söng og skemmtun og síðar í líffræðinámi við Há- skóla Íslands. Á þessum árum lærði ég að meta hinar margvís- legu gáfur Snorra sem og inni- haldsríka glaðværð í félagsskap hans. Þá tóku við ár er við vorum í mismunandi löndum og ólíkum störfum en tengsl og vinskapur ávallt til staðar sem fyrr. Upp úr aldamótunum tókum við upp gönguferðir í hópi vina um hálendi Íslands. Ég minnist með þakklæti ferða okkar um stórfengleg svæði íslenskrar náttúru, s.s. Skaftafellssvæðið, Sveinstind, Eldgjá, Borgarfjörð eystri, Stórurð, Hornvík, Lónsör- æfi og fleiri staði þar sem sem mikillar þekkingar Snorra á nátt- úru landsins naut svo vel við. Þá þurfti oft að nema staðar til þess að Snorri gæti tekið myndir sem margar hverjar hafa birst í verk- um hans síðar. Við komum báðir úr sveit og ólumst upp í hugsun- arhætti landbúnaðar sem byggist á nýtingu landsins. Með árunum óx einlægur áhugi Snorra á nátt- úruvernd sem við vinir hans kynntumst æ betur á ferðum okkar um ættjörðina og hafði áhrif, jafnvel á þá okkar sem eru talsvert miklir nytjasinnar. Með- al viðfangsefna síðasta æviárs Snorra var barátta fyrir friðun Vonarskarðs og nærsvæðis þess, m.a. fjallsins Skrauta, sem lýsir vel áköfum vilja hans til að vernda ósnortna náttúru lands- ins. Í náttúruverndarbaráttu hans birtist enn frekar hæfileiki Snorra til ritstarfa sem meðal annars leiddi til útgáfu bóka sem eru meðal gersema á mínu heim- ili. Þá birtist þar hæfileiki hans til innblásinnar ræðumennsku sem ég hafði ekki orðið vitni að áður. Snorri hvatti mig til að ganga í Karlakórinn Fóstbræður þar sem við sungum saman síðastlið- in 20 ár og höfum haft mikla ánægju af. Snorri fékk áhuga á andlegum málefnum sem við ræddum mest á seinustu árum ævi hans og hann beindi til mín efni sem hefur orðið mér inn- blástur. Ég þakka innihaldsríka og ánægjulega samfylgd í meira en hálfa öld. Far þú í friði um Vonarskörð þess himnaríkis sem fylgir þér hvert sem þú ferð með- al Skrauta alheimsins. Júlíus Birgir Kristinsson. Kær vinur og félagi, Snorri Baldursson, er fallinn frá. Við syrgjum góðan dreng með spurn í huga um gang lífsins, réttlæti og hendingar, en erum jafnframt fullir þakklætis fyrir kynnin af vönduðum og skemmtilegum manni. Snorra, sveitunga okkar frá Ytri-Tjörnum í Eyjafirði, kynnt- umst við fyrst að marki eftir að við snerum heim allir þrír að loknu langskólanámi í líf- og vist- fræði á erlendri grundu um og upp úr 1990. Við náðum þó í skottið á Snorra í M.A., hann að klára stúdentinn og við að byrja, og síðan aftur í H.Í. þegar hann var að klára líffræðinám og við að hefja það. Snorri var umtalaður meðal okkar yngri nemenda og ekki laust við að horft væri til hans með vissri lotningu fyrir framsækinn vistfræðilegan þankagang, dirfsku og gáfur. Snorri lagði í kjölfarið stund á nám í vist- og erfðafræði, fræði- greinum sem þá voru í örri þró- un, fyrst við háskólann í Colo- rado, Bandaríkjunum, og síðar Landbúnaðarháskólann í Kaup- mannahöfn. Hann lét síðar að sér kveða á þessum sviðum svo um munaði. Hér heima áttu leiðir okkar þriggja eftir að liggja saman á ýmsa vegu í gegnum fræði- og stjórnunarstörf á sviði náttúru- fræða og náttúruverndar og vegna sameiginlegra áhugamála og bakgrunns á námsárum hér heima og erlendis. Kynnin af Snorra voru afar gefandi og innihaldsrík. Hann skildi betur en flestir tengslin í gangverki náttúrunnar, samspil lífrænna og ólífrænna þátta, að allt hangir saman með einum eða öðrum hætti og að náttúran er sí- breytileg og stöðugt á hreyfingu. Hann hafði mjög skýra sýn á sér- stöðu náttúru Íslands og norður- slóða, einkum er varðar líffræði- lega fjölbreytni og mikilvægi hennar. Þekkingunni kom Snorri til skila með margvíslegum hætti, með kennslu, landvörslu, ritun fræðigreina, skýrslna og bóka og náttúruljósmyndun. Snorri var góður uppfræðari og honum var kappsmál að miðla vísindum til almennings – hann ritaði um náttúru á mannamáli betur en flestum er gefið. Eftir hann ligg- ur fjöldi ritverka, jafnt strangvís- indalegra sem alþýðlegra. Þar ber hæst stórvirki hans Lífríki Íslands – Vistkerfi lands og sjáv- ar, sem kom út árið 2014 og hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin. Snorri Baldursson 20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2021

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.