Morgunblaðið - 15.10.2021, Page 27
Morgunblaðið
Brons Kristín hefur náð ótrúlegum
árangri á mjög skömmum tíma.
„Ég var með ákveðnar draumatölur
í huga þegar ég tók þátt á HM 2021
í Svíþjóð sem ég náði ekki og mark-
miðið fyrir Evrópumeistaramótið í
desember er að ná þessum tölum,“
sagði Kristín Þórhallsdóttir, marg-
faldur Íslandsmeistari í kraftlyft-
ingum, í Dagmálum, frétta- og
menningarlífsþætti Morgunblaðs-
ins.
Kristín, sem er 37 ára gömul,
byrjaði að æfa kraftlyftingar fyrir
tveimur árum en hún hefur náð
undraverðum árangri á afar
skömmum tíma í íþróttinni.
Hún hafnaði í þriðja sæti á heims-
meistaramótinu í kraftlyftingum í
-84 kílógramma flokki sem fram fór
í Halmstad í Svíþjóð á dögunum og
þá setti hún Norðurlanda- og Ís-
landsmet í öllum fjórum greinunum
á mótinu.
„Það munaði mjög litlu að mér
tækist að setja Evrópumet í bæði
hnébeygju og í samanlögðum ár-
angri á HM og mig langar mikið að
ná þessum metum heim til Íslands,“
sagði Kristín.
„Ég sló Evrópumetið hérna
heima en það var ekki tekið gilt þar
sem lyftan átti sér ekki stað á al-
þjóðlegu móti. Ég náði auðvitað
metinu á HM en þar sem Angelina
Elovikova frá Rússlandi lyfti 217,5
kílógrömmum í hnébeygjunni mín-
útu á undan mér fékk hún Evrópu-
metið skráð á sig.“
Evrópumetið heim til Íslands
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2021
Helena Sverrisdóttir skilaði sínu
fyrir Hauka þegar liðið tók á móti
Villeneuve D’Ascq í L-riðli Evr-
ópubikars kvenna í körfuknattleik
á Ásvöllum í Hafnarfirði í gær.
Leiknum lauk með 84:41-
stórsigri Villeneuve en Helena átti
stórleik fyrir Hauka og var með
tvöfalda tvennu, 13 stig og 13 frá-
köst.
Haukar byrjuðu leikinn illa og
skoruðu einungis 9 stig gegn 26
stigum Villeneuve í fyrsta leik-
hluta og staðan var 38:20 Ville-
neuve í vil í hálfleik.
Haukar byrjuðu þriðja leikhluta
líkt og þann fyrsta og skoruðu
einungis 6 stig gegn 27 stigum
Villeneuve og eftir það var leik-
urinn búinn. Eva Margrét Krist-
jánsdóttir var næststigahæst í liði
Hauka með 8 stig og tók þrjú frá-
köst og Lovísa Björt Hennings-
dóttir skoraði 6 stig ásamt því að
taka fimm fráköst. Haukar eru
með 1 stig í fjórða og neðsta sæti
riðilsins, líkt og Brno, en Ville-
neuve og Tarbes eru með 2 stig.
Næsti leikur Hafnfirðinga er
gegn franska liðinu Tarbes í
Palais í Frakklandi hinn 20. októ-
ber.
Hélt uppi heiðri Hauka
í Evrópubikarnum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á Ásvöllum Sandra Ygueravide og Bríet Sif Hinriksdóttir takast hér á í
leiknum í gær en Bríet skoraði 5 stig og tók 4 fráköst fyrir Hauka.
KÖRFUBOLTINN
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Skagfirðingar byrja Íslandsmótið í
körfuknattleik vel og hafa unnið
fyrstu tvo leikina í úrvalsdeild karla,
Subway-deildinni. Tindastóll hefur
unnið Reykjavíkurliðin Val og KR í
fyrstu umferðunum.
Leikur KR og Tindastóls í Frosta-
skjólinu í gær var mjög spennandi og
þurfti að framlengja til að knýja
fram úrslit. Að henni lokinni fögnuðu
Stólarnir eins stigs sigri, 83:82. KR-
ingar tóku boltann inni á vallarhelm-
ingi Tindastóls þegar tæpar fimm
sekúndur voru eftir. Shawn Glover
náði að losa sig og skjóta innan teigs.
Boltinn skoppaði á hringnum en vildi
ekki ofan í. Glover sem lék með
Tindastóli um tíma á síðasta tímabili
skoraði 23 stig í leiknum og tók 11
fráköst.
Javon Bess var stigahæstur hjá
Tindastóli með 27 stig en sigurkörf-
una skoraði Sigtryggur Arnar
Björnsson með þriggja stiga skoti.
Valsmenn komnir á blað
Valsmenn sem mættu til leiks í
vetur með töluvert breyttan leik-
mannahóp unnu Grindavík í gær en
töpuðu eins og áður segir á Sauð-
árkróki í fyrstu umferð þar sem
hittni Valsmanna var mjög slök.
Valsmenn voru yfir nánast allan
leikinn og náðu mest 15 stiga for-
skoti, en staðan fyrir fjórða og síð-
asta leikhlutann var 63:49. Körfu-
boltamenn í Grindavík eru þekktir
fyrir annað en uppgjöf og reyndu að
vinna upp forskotið í síðasta leikhlut-
anum. Þeim tókst að saxa forskotið
niður í tvö stig en komust ekki
lengra. Valur sigraði 81:77. Pablo
Bertone var stigahæstur hjá Val með
22 stig. Ivan Alcolado skoraði 23 stig
fyrir Grindavík og Kristinn Pálsson
skoraði 20 stig.
Dagur Kár Jónsson hélt til Spánar
í byrjun mánaðarins og Grindvík-
ingar hafa þurft að skipuleggja sig að
einhverju leyti upp á nýtt enda Dag-
ur mjög öflugur leikmaður. Grind-
víkingar unnu Þórsara frá Akureyri í
fyrstu umferðinni. Travis Atson sem
gekk til liðs við Grindvíkinga fyrir
nokkrum dögum skilaði átta stigum.
Njarðvíkingar öflugir
Gott gengi bikarmeistara Njarð-
víkur heldur áfram en liðið byrjar
keppnistímabilið af krafti. Njarðvík
vann stórsigur á Íslandsmeist-
urunum frá Þorlákshöfn í fyrsta
leiknum í deildinni og í gær vann lið-
ið Þór 109:91 á Akureyri.
Dedrick Basile sem lék með Akur-
eyringum á síðasta tímabili var stiga-
hæstur með 23 stig og gaf auk þess 8
stoðsendingar. Að öðru leyti dreifðist
stigaskorið nokkuð vel hjá Njarðvík-
ingum.
Liðið er mjög sannfærandi eins og
áður segir og á þó enn Hauk Helga
Pálsson inni. Eftir að hafa farið í að-
gerð síðasta vetur gæti Haukur orðið
leikfær í næsta mánuði eða í desem-
ber. Körfuboltaunnendur vita vel
hvað Haukur kann fyrir sér. Jordan
Connors var stigahæstur hjá Þór
með 25 stig og tók 9 fráköst.
Stórsigur í Þorlákshöfn
Meistararnir náðu í sín fyrstu stig
þegar þeir fengu Vestfirðinga í heim-
sókn í Þorlákshöfn. Þór vann 100:77
og náði undirtökunum strax í fyrsta
leikhluta. Í þriðja leikhluta jókst
munurinn verulega og þá var ljóst
hvert stefndi.
Daniel Mortensen var stigahæstur
hjá Þórsurum með 27 stig og tók 11
fráköst. Nemenja Knezevic, fyrirliði
Vestra, skoraði 14 stig. Hann hefur
tekið ógrynni frákasta fyrir liðið síð-
ustu árin og tók 10 fráköst að þessu
sinni.
Stólarnir byrja tíma-
bilið af miklum krafti
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Laus bolti Leikmenn Tindastóls og KR taka ekki augun af boltanum í vest-
urbæ Reykjavíkur í gær. Sigtryggur Arnar (6) skoraði sigurkörfuna.
- Hafa unnið bæði Valsmenn og KR-
inga - Bikarmeistararnir sannfærandi
_ Nancy náði í mikilvæg stig í efstu
deild franska handboltans í gær þegar
liðið vann Cessen Rennes 27:25 á
heimavelli. Mosfellingurinn Elvar Ás-
geirsson var mikilvægur fyrir Nancy
og skoraði sex mörk í leiknum en liðið
er í 13. sæti af sextán liðum með 4 stig
eftir sex leiki. Aix, lið Kristjáns Arnar
Kristjánssonar, er í fínum málum með
9 stig í 2. sæti.
_ Kadetten Schaffhausen hefur ekki
tapað deildarleik á keppnistímabilinu í
efstu deild karla í svissneska hand-
boltanum. Kadetten er undir stjórn
Aðalsteins Eyjólfssonar og vann í gær
St. Otmar/St. Gallen 25:18. Var það
áttundi leikur Kadetten í deildinni og
hafa þeir allir unnist. Liðið er því með
16 stig og 61 mark í plús.
Kadetten komst einnig í riðlakeppni
Evrópudeildarinnar með því að slá út
spænska liðið Granollers en keppni í
riðlinum er ekki hafin.
_ Magnea Guðlaugsdóttir er aftur
tekin við kvennaliði ÍA í knattspyrnu.
Frá þessu var greint í gær en Magnea
stýrði ÍA á árunum 2013 og 2014. ÍA
leikur í 2. deild, þeirri þriðju efstu á Ís-
landsmótinu, á næsta tímabili eftir fall
úr næstefstu deild í sumar.
_ Nýsjálenska landsliðskonan Betsy
Doon Hassett hefur skrifað undir nýj-
an samning við knattspyrnudeild
Stjörnunnar og gildir samningurinn út
keppnistímabilið 2023. Hassett, sem
er 31 árs gömul, hefur spilað hér á
landi frá miðju sumri 2017 er hún gekk
í raðir KR. Hún lék með Vesturbæing-
um út tímabilið 2019 og gekk að því
loknu til liðs við Stjörnuna.
_ Alex Ovechkin, einn vinsælasti
íþróttamaður Rússa, er orðinn fimmti
markahæsti leikmaður NHL-
deildarinnar í íshokkí frá upphafi.
Keppnistímabilið í NHL hófst aðfara-
nótt fimmtudags og Ovechkin skoraði
tvívegis í 5:1 stórsigri Washington
Capitals á New York Rangers í höfuð-
borginni. Ovechkin hefur þá skorað
732 mörk í deildinni en hann er 36 ára
gamall og hefur leikið í deildinni frá
árinu 2004.
Efstur á listanum er kanadíska goð-
sögnin Wayne
Gretzky sem
skoraði 894
mörk í 1.487
leikjum en
Ovechkin
hefur
leikið
1.198
leiki.
Eitt
ogannað
Körfuknattleikur
Úrvalsdeild karla, Subway-deildin:
Smárinn: Breiðablik – ÍR .................... 18.15
Blue-höllin: Keflavík – Stjarnan ......... 20.15
1. deild karla:
Borgarnes: Skallagrímur – Haukar ... 19.15
Álftanes: Álftanes – ÍA ........................ 19.15
Hveragerði: Hamar – Höttur.............. 19.15
Vallaskóli: Selfoss – Sindri .................. 19.15
1. deild kvenna:
Þorlákshöfn: Hamar/Þór – Vestri....... 19.15
Handknattleikur
1. deild karla, Grill 66-deildin:
Dalhús: Fjölnir – Berserkir................. 18.30
Origo-höllin: Valur U – Hörður........... 19.30
Höllin Ak. Þór Ak. – Kórdrengir ........ 19.30
Dalhús: Vængir Júpíters – ÍR............. 20.30
1. deild kvenna, Grill 66-deildin:
Set-höllin: Selfoss – ÍR ............................. 18
Víkin: Víkingur – FH ........................... 19.30
Í KVÖLD!