Morgunblaðið - 15.10.2021, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.10.2021, Blaðsíða 17
- Fleiri minningargreinar um Kristínu Þorsteins- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Kristín Þor- steinsdóttir fæddist í Reykjavík 18. júlí 1943. Hún lést á krabbameins- deild Landspít- alans við Hring- braut 7. október 2021. Foreldrar hennar voru Þor- steinn Gíslason málarameistari, f. 1. okt. 1913, d. 25. des. 2003, og Elín Sigurð- ardóttir húsfreyja, f. 19. júní 1918, d. 14. febrúar 2007. Syst- ur Kristínar eru Steinunn (sam- feðra), f. 23. sept. 1934, d. 19. nóv. 2014, Sigríður, f. 26. feb. 1947, Erla, f. 29. sept. 1948, Guðrún (samfeðra), f. 28. maí. 1949. Kristín giftist Þórði R. Jóns- syni, f. 3. sept. 1940, þann 23. um gekk í Melaskóla, Gagn- fræðaskólann við Hringbraut og síðan í Gagnfræðaskóla verknáms. Seinna meir fór hún í Einkaritaraskólann, versl- unar- og skrifstofuþjálfun hjá Námsflokkum Reykjavíkur, öld- ungadeildina í Hamrahlíð og MFA-skólann. Kristín vann ýmis störf í verslun, skrifstofu og banka. Vann á skrifstofu Osta- og smjörsölunnar, hjá Almennum tryggingum, Samvinnuferðum- Landsýn, Heildverslun Þor- steins Gíslasonar/versluninni Málarameistaranum, Fjöl- brautaskólanum í Garðabæ og endaði sinn starfsferill hjá Isavia 69 ára. Hún var virkur meðlimur í Oddfellow-stúku nr. 7 Þorgerði og Kvenfélagi Garðabæjar. Kristín og Þórður hófu sinn búskap í Reykjavík en fluttu í Garðabæinn 1975 og bjó hún þar er hún lést. Útför Kristínar fer fram frá Vídalínskirkju í dag, 15. októ- ber 2021, og hefst athöfnin kl. 13. nóv. 1963. For- eldrar hans voru Jón Thordarson, f. 1893, d. 1967, og Anna Þórðardóttir, f. 1909, d. 1996. Börn þeirra eru: 1) Anna, f. 1960, gift Kára Grétarssyni, f. 1960, og eiga þau tvo syni, a) Þórð, f. 1987, sambýliskona hans er Elsa Krist- ín, börn þeirra eru: Laufey Líf, Anna, Tinna, Sunna og Kári. b) Grétar, f. 1989. 2) Elín Þórð- ardóttir, f. 1967. 3) Jón, f. 1971, kvæntur Lindu Hilmarsdóttur, f. 1966, og eiga þau tvær dætur, a) Nótt, f. 1997, sambýlismaður hennar er Sigvaldi. b) Embla, f. 2000, sambýlismaður hennar er Janus Daði. Kristín ólst upp í Vesturbæn- Elsku mamma mín. Ég trúi því ekki að þú sért farin frá okk- ur. Ég hélt að þú myndir lifa okkur öll, hélt að þú værir ódauðleg. En svona er lífið. Ein- hvern tímann förum við öll. Eitt veit ég fyrir víst og það er að afi og amma og vinkonur þínar munu taka á móti þér með út- breiddan faðminn. Ég á svo margar yndislegar minningar um þig og pabba. Því- lík forréttindi að hafa fengið að vera með ykkur og fjölskyldunni í öllum skíðaferðalögunum og sólarlandaferðunum okkar um alla heima og geima. Svo ekki sé minnst á allar útilegurnar sem við fórum saman í hérlendis. Það var svo ótrúlega gaman. Þið sýnduð okkur hvað Ísland er fal- legt. Elsku mamma mín, þú átt svo stóran part í hjarta mér og þar munt þú alltaf vera. Ég sakna þín mikið. Með þessu ljóði kveð ég þig: Sem ungu barni þú ruggaðir mér í svefninn, með söng á vörum þér. Svaf ég þá vel og svaf ég fast því ég vissi, alla þína ást mér gafst. Er erfitt ég átti þú studdir mig kenndir mér hvernig á að virða sjálfan sig. Vera góð og heiðarleg muna það, virða hvar sem ég dvel. Ólst mig upp með von í hjarta mér til handa um framtíð bjarta. Hamingjusöm ég á að vera elskuleg móðir sem allt vill gera. Með þessum orðum vil ég þakka þér alla þá ást og umhyggju sem gafst þú mér. Ég elska þig mamma og mun ávallt gera vil ég þú vitir það hvar sem ég mun vera. (Höf. ók.) Þín dóttir, Elín Þórðardóttir. Þegar Snæfellsjökull skartar sínu fegursta er gott rifja upp daginn sem Kiddý og Buggi kynntust þar fyrir 62 árum. Þau hjónin hafa gengið saman veg- inn samrýnd og glæsileg alla daga síðan. Vegurinn hefur legið um heiminn í ævintýralegum ferðalögum, skemmtilegum boð- um og innan um samheldna fjöl- skyldu. Daginn fyrir andlátið sýndi jökullinn okkur fegurð sína í einstakri og ógleymanlegri mynd. Okkur var öllum brugðið að hún gæti horfið svo snögg- lega á braut eftir snörp veikindi. Manni finnst bergmála alls stað- ar því elskuleg móðir og tengda- móðir okkar var þannig að mað- ur heyrði í henni reglulega og oft enda vissi hún alltaf hvað all- ir í hennar nánasta umhverfi tóku sér fyrir hendur. Hún tók sitt pláss eins og maður á að gera þannig að eftir henni var tekið. Því er skarðið stórt og það er enginn að fara að feta í för hennar. Þegar hún vildi ná sambandi við okkur byrjaði einn síminn að hringja og svo koll af kolli í alla síma heimilisins þar til einhver svaraði. Þegar við hringdum til baka þá var nokkuð víst að það væri á tali enda vinamörg og vinsæl. Það var aldrei dauð stund hjá Kiddý, hún lifði lífinu lifandi og nýtti nánast hverja mínútu. Gat spjallað við allt og alla alls staðar. Hún var og vildi alltaf vera til staðar fyrir okkur. Ef eitthvað kom upp á erfði hún það aldrei við nokkurn mann og var búin að hringja eða koma við eins og ekkert hefði gerst skömmu síð- ar. Hún var náin dætrum okkar og áttu þær fallegt samband við ömmu sína og afa. Kiddý hugs- aði vel um sig og var dugleg að hreyfa sig, mætti reglulega í leikfimi í Hress og fór út að ganga þegar skemmtilegur fé- lagsskapur bauðst. Hún spilaði golf reglulega og kom það ekki á óvart þegar birtust af henni myndir með verðlaun á sam- félagsmiðlum eftir golfmót. Þau hjónin voru mikið skíðafólk og fengu öll börnin þeirra að læra á skíði í Kerlingarfjöllum. Flestar helgar var farið upp í fjöllin að skíða eða flogið til Austurríkis og notið saman þar. Fjörugar útilegur með Ítalíupakkinu og fleirum voru öllum eftirminni- legar. Það kom því eins og þruma úr heiðskíru lofti að Kiddý gæti fallið frá svona skyndilega. Maður var sann- færður um að hún fengi fleiri ár með okkur. Við áttum sama afmælisdag- inn tengdamæðgurnar. Vorum við báðar miklar afmælisstelpur og höldum iðulega báðar upp á daginn okkar. Við þurftum stundum að gera samkomulag um hver héldi boðið og ef það voru stórafmæli þá var allt gefið eftir og sannarlega samfagnað. Það verður með söknuði sem ég held upp á daginn okkar í fram- tíðinni en ég lofa að við hugsum hlýtt til hennar og skálum henni til heiðurs. Það var huggun harmi gegn að við fengum að kveðja hana þegar ljóst var hvert stefndi og gott að finna ástina og væntumþykjuna frá henni síðustu dagana. Farðu í friði og það er öruggt mál að minning þín lifir. Þinn sonur Jón (Nonni) og tengdadóttir Linda. Það er afar erfitt og óraun- verulegt að skrifa minningar- grein um þig elsku Kiddý okkar. Þú sterki og ógleymanlegi kar- akter, góða amma og langamma, það sem við munum sakna þín mikið. Þakklæti er okkur efst í huga, þú vildir öllum vel og fjöl- skyldan þín skipti þig öllu máli. Langömmubörnin voru þar ekki undanskilin enda varstu alltaf með puttann á púlsinum og viss- ir nákvæmlega hvað var um að vera í lífi allra í fjölskyldunni. Alltaf boðin og búin að aðstoða og taka þátt. Enda lífsglöð og heilsuhraust langamma sem fót- unum var allt í einu kippt undan snemma á þessu ári. Þetta gerð- ist allt of hratt. Það var enginn tilbúinn að missa þig. Klettur sem allir leituðu til ef hjálp þurfti og þú hélst öllum saman í fjölskyldunni einhvern veginn með flottu matarboðunum, veisl- unum og daglegu símtölunum. Það var allt tipp topp hjá þér. Þú varst bara þannig týpa. Það lýsir því best þegar þú varst síð- ast í heimsókn hjá okkur í Ás- búð og við sátum saman að brjóta saman þvottinn, þá sagð- irðu að næst þegar þú kæmir ætlaðirðu að kenna stelpunum að brjóta saman þvottinn okkar og hjálpa til á heimilinu. En sú heimsókn varð aldrei að veru- leika svo ég kenni þeim það og segi þeim skemmtilegar sögur af langömmu í leiðinni. Æ elsku Kiddý, nú þarftu ekki að þjást lengur, veikindin tóku vel á þarna í restina og verðum við bara að horfa á björtu hliðarnar og hugsa núna líður þér betur, það er einhvern veginn betra fyrir sálartetrið að hugsa þann- ig, þó svo að það sé þyngra en tárum taki að þurfa að kveðja þig svona. En minningarnar ylja og munum við halda þeim lifandi og aldrei gleyma þér. Við elskum þig og hvíldu í friði elsku Kiddý, amma og langamma. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þórður, Elsa Kristín og börn. Elsku amma okkar, við sökn- um þín svo mikið. Það verður skrítið að fá ekki símtölin frá þér í hverri viku, þú varst alltaf með puttann á púlsinum og vild- ir alltaf vita hvernig við hefðum það og hvað við værum að bralla þessa dagana. Þú mundir eftir öllu og hringdir í okkur eftir hvert próf og hvern íþróttaleik til að vita hvernig okkur gekk. Við vorum alltaf velkomnar í dekur til þín og afa þar sem þú passaðir að við færum aldrei svangar heim. Seríos og kókó- pöffs varð vanalega fyrir valinu eða eins og þú sagðir „hringir“ og svo kókómalt sem við fengum með brauðinu. Hringir og kókó- malt voru ennþá á boðstólum 20 árum seinna og þú barst þetta í okkur á meðan við spiluðum við afa. Ekki má gleyma að þú hélst sennilega hvað best utan um mælingar á hæð okkar, jafnvel þótt við værum löngu hættar að stækka. Hótel Kiddý var opið allan sólarhringinn og það var alltaf til svefnsófi ef við skyldum vilja gista. Þegar við vorum hjá þér þurftum við varla að lyfta fingri og oftar en ekki bauðstu okkur heitan bakstur á bakið og fót- anudd á þreytta íþróttafætur. Það kom líka fyrir að við mætt- um með heilar þvottakörfur yfir til þín og þú varst ekki lengi að þvo og strauja allt fyrir okkur og gerðir það með glöðu geði. Á leiðinni út stóðuð þið afi í dyra- gættinni og fylgdust með okkur alveg þangað til lyftan lokaðist, þú vildir nefnilega ekki missa af neinu. Þegar það var mikið að gera hjá okkur og við komumst ekki í heimsókn þá komst þú til okkar upp í vinnu eða heim, bara rétt til að sjá okkur og kannski lauma til okkar smá pening. Elsku amma, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur má þar nefna píanókennslu, golf- kennslu, utanlandsferðir, stuðn- ing við námið eða ömmudekrið sem aldrei endaði. Við vildum óska þess að við gætum knúsað þig einu sinni enn, það var svo gott að knúsa þig elsku amma, maður fann fyrir svo mikilli væntumþykju frá þér. Þú varst alltaf á ferð og flugi og lifðir svo fallegu og skemmtilegu lífi, þannig viljum við vera. Hvíldu í friði elsku amma, við elskum þig og vitum að þú held- ur áfram að fylgjast með og styðja okkur í gegn um lífið. Þín barnabörn, Nótt og Embla. Elsku góða fallega systir mín er fallin frá eftir stutt veikindi. Kiddý var Reykjavíkurdama en flutti síðan í Garðabæ þar sem hún bjó þar til kallið kom þann 7. október á Landspítalanum á Hringbraut. Hún var næstelst af okkur fjórum systrum, Steinunn var elst og er látin, síðan var Kiddý, þá Sigga og ég Erla yngst. Þær eldri þurftu oft að passa okkur yngri og gerðu það vel. Ég og Kiddý urðum mjög góðar vinkonur allt til æviloka. Kiddý eignaðist sinn lífsföru- naut snemma á lífsleiðinni, en sumarið 1959 lágu leiðir þeirra Bugga saman á göngu á Snæ- fellsjökli og hafa þau gengið saman lífsveginn í 63 ár. Þau eiga þrjú börn, Önnu, Ellu og Jón, barnabörnin eru fjögur og barnabarnabörnin fjögur einnig. Það var alltaf mikill gestagang- ur hjá Kiddý og Bugga á þeirra fallega heimili, dásamleg og ógleymanleg jóla- og áramóta- boð þar sem Kiddý var hrókur alls fagnaðar, svo kát, brosmild og hress. Kiddý stundaði alls kyns hreyfingu og útivist allt sitt líf, var í körfu þegar hún var yngri, stundaði skíði og göngur en síð- ustu árin átti golfið hug hennar allan og spilaðu þau Buggi golf um allan heim. Þau ferðuðust mikið bæði innanlands og utan, full áhuga á náttúru landa og menningu þjóða. Nú er elsku Kiddý komin í þann heim sem enginn veit hvernig er en ég trúi að vel sé tekið á móti henni þar sem hún kemur, brosmild og fal- leg. Elsku Kiddý, þín verður sárt saknað af mér og allri stórfjöl- skyldunni, elsku systir, takk fyr- ir góða samfylgd í gegnum lífið, hvíldu í friði, Faðirinn mun þig geyma. Erla og Ágúst. Í dag kveð ég elsku Kiddý með miklum söknuði, elsku systir mín sem mér finnst hafa farið frá okkur allt of fljótt. Þú varst alltaf svo hress, allt í öllu, í golfi, Oddfellow og hvers kyns útivist og hreyfingu. Margar minningar rifjast upp á svona stundu frá æskuheimili okkar, þú varst stóra systirin sem ég vildi líkjast, þér gekk vel í skóla og vinnu og það var gott að líta upp til þín. Þakka þér fyrir all- ar ferðirnar sem við fórum í saman með fjölskyldunni, til Spánar og aðventuferðir með Önnu og Ellu, það er gott að eiga góða minningar sem ylja um hjartarætur. Árið 1963 gift- ist Kiddý Bugga sínum, Þórði Rúnari, þau áttu gott líf, eign- uðust þrjú yndisleg börn, áttu fallegt heimili og gengu lífið samstíga og samhent. Kiddý og Buggi hjálpuðu mér iðulega og mikið í framkvæmdum, í Mark- landinu og Strikinu, allt skyldi á sinn stað og ekki hætt fyrr en öllu var lokið, þannig var Kiddý mín og Buggi henni við hlið, takk fyrir alla aðstoðin í gegn- um tíðina. Elsku Buggi, Anna, Ella og Nonni, Erla og Gústi, missirinn er mikill og hugurinn minn er hjá ykkur öllum, við geymum öll góðar stundir í hjörtum okkar. Guð hjálpi okk- ur öllum og gefi okkur styrk og kraft. Með þessu sálmaversi kveð ég þig elsku Kiddý: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Þín, Sigríður (Sigga) systir. Mín kæra æskuvinkona Krist- ín Þorsteinsdóttir (Kiddý) er lögð af stað í sína hinstu för. Við Kiddý kynntumst þegar hún flutti sex ára gömul á Greni- melinn í Vesturbæ, þar sem ég bjó, en þá var ég sjö ára. Síðan þá höfum við verið mjög nánar vinkonur. Kiddý hefur því verið stór hluti af tilveru minni nánast allt mitt líf, og mun ég sakna hennar mjög sárt. Kiddý var mikil félagsvera, góð húsmóðir, frábær kokkur og gestgjafi og hélt einstaklega flottar veislur á sínu fallega heimili. Hún var mjög samvisku- söm með allt sem hún tók sér fyrir hendur, og sinnti vel því sem henni var treyst fyrir. Hún var skemmtileg og gat verið bráðfyndin og voru ófá hlátursköstin sem við tókum, ekki síst þegar hún gerði grín að sjálfri sér, en Kiddý hafði mjög skemmtilega frásagnargáfu sem gat fengið okkur vinkonurnar, úr öllum hópum, til að skella upp úr. En fyrst og fremst var Kiddý einstök vinkona mín sem í gegnum árin hefur deilt með mér hlátri og gráti, gleði og sorg. Kiddý kynntist Bugga sínum (Þórði) mjög ung og þau hjónin voru miklir vinir okkar Jóa. Þegar við vorum yngri fórum við saman í útilegur og ferðalög um landið. Þá vorum við svo lánsöm að eignast sameiginleg áhuga- mál sem við gátum öll notið saman, svo sem skíðaíþróttina og golfið. Við fórum í nokkrar skíðaferðir, ásamt skíðafélögun- um okkar, til Austurríkis og Ítalíu sem var algjört ævintýri. Þegar skíðaferðirnar fóru að verða okkur heldra fólkinu of áhættusamar fluttum við okkur alfarið yfir í golfið. Það leiddi til þess að við fórum saman í marg- ar golfferðir til Flórída og Spán- ar og eigum við margar mjög góðar minningar um þær ferðir. Í gegnum árin vorum við Kiddý mjög samstíga í mörgu, vorum saman í ýmsum hópum og klúbbum. Það er ærið verk- efni að telja þá alla upp hér, en ég kemst ekki hjá því að nefna saumaklúbbinn, leikfimishópinn Langreisurnar, skíðahópinn og bridgeklúbbinn. Hennar verður sárt saknað hjá okkur öllum, en mikið tóm hefur nú myndast þegar Kiddý er ekki lengur meðal okkar. Elsku Buggi, Anna, Elín, Nonni og fjölskyldur, við fjöl- skyldan vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Hvíl í friði elsku Kiddý. Við tökum vinskapinn upp aftur síð- ar. Margrét og Jóhannes (Systa og Jói). Sumt fólk er skemmtilegra en annað fólk og það á svo sann- arlega við um elsku Kiddý. Við kynntumst Kiddý þegar við fluttum í Garðabæ í gegnum Nonna son hennar sem er á ald- ur við okkur bræður og var okk- ar besti vinur. Kiddý og Buggi, eins og þau heiðurshjón voru ávallt kölluð, voru einstaklega samrýnd hjón og þegar nafn annars var nefnt var hinu oftast bætt við. Þau bjuggu í Furul- undinum og var heimili þeirra einstaklega fallegt eins og allt við hana Kiddý enda ákaflega falleg kona að utan sem innan. Kiddý og Buggi voru vinafólk móður okkar heitinnar og pabba og fórum við öll áramót til þeirra eftir áramótaskaupið að skjóta upp flugeldum og síðan var nýju ári fagnað með því að brjóta piparkökuhúsið sem hún gerði á hverju ári. Kiddý reyndist okkur fjöl- skyldunni ákaflega vel alla tíð og má segja að hún hafi fylgt Mar- gréti eftir og verið henni til halds og trausts eftir fráfall mömmu, auk þess sem hún stóð með pabba okkar í einu og öllu, ekki síst eftir að mamma féll frá. Einstök vinátta var á milli þeirra sem við systkinin verðum ævinlega þakklát fyrir. Þegar pabbi okkar tók saman við Lilju þá minnkuðu ekki ferðalögin, matarboðin eða símtölin hjá þeim vinunum. Kiddý átti það líka til ef pabbi okkar svaraði ekki símanum að hringja í Mar- gréti og spyrja: „Hvar er pabbi þinn?“ Það sem var svo skemmtilegt við Kiddý er að það var aldrei þögn í kringum hana. Hún var ekki endilega að segja sögur af sjálfri sér en hún var algjör meistari í raðspurningum til við- mælanda sinna. Við bræður ef- umst stórlega um að nokkur annar Íslendingur hafi spurt jafn margra spurninga og Kiddý. Kiddý studdi Sigga alltaf með ráðum og dáð í bæjarstjórnar- pólitíkinni og lét alltaf vita ef henni fannst eitthvað vanta eða mætti betur fara í Garðabæ. Yf- irleitt gerði hún það með því að spyrja spurninga og fá svör og ef henni mislíkuðu svörin eitt- hvað þá endaði hún samtalið bara svona: „Ég bara skil ekkert í þessu.“ Var það þá ábending um að rétt væri nú að hugsa þetta eitthvað aðeins betur. Elsku Kiddý okkar, við vitum að þín bíður útbreiddur faðmur móður okkar í sumarlandinu. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkar fjölskyldu. Elsku Buggi, Nonni og Linda, Ella, Anna og Kári, barnabörn og barnabarnabörn, innilegar samúðarkveðjur. Sigurður Guðmundsson, Einar Gunnar Guðmundsson og Margrét Björg Guðmunds- dóttir. Kristín Þorsteinsdóttir UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2021

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.