Morgunblaðið - 15.10.2021, Side 32

Morgunblaðið - 15.10.2021, Side 32
O U T L E T Ú T S A L A G E R Ð U F R Á B Æ R K A U P HEILSUDÝNUR SÆNGUR & KODDAR SÓFAR & HVÍLDARSTÓLAR KODDAVER HANDKLÆÐI HÖFUÐGAFLAR LAMPAR & FLEIRA ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR Allt fyrir góðan svefn og betri heilsu „Innanyfir“ er heiti samsýningar Áslaugar Írisar Katr- ínar Friðjónsdóttur (f. 1981) og Steingríms Gauta Ing- ólfssonar (f. 1986) sem verður opnuð í Gallery Porti, Laugavegi 23b, kl. 17 í dag. Áslaug vinnur með efnivið sem á rætur í náttúru og í byggingariðnaði og stuðlar jafnframt að hugrenningatengslum við umhverfi okkar, mótun þess og skipulag. Steingrímur Gauti nálgast málverkið af alúð og léttleika og leikur í verkunum með grunnspurningar um myndlist og fagurfræði. Bæði hafa þau sýnt verk sín víða á undanförnum árum. Áslaug Íris og Steingrímur Gauti sýna ný verk í Gallery Porti FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 288. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Skagfirðingar byrja Íslandsmótið í körfuknattleik vel og hafa unnið fyrstu tvo leikina í úrvalsdeild karla, Subway- deildinni. Tindastóll hefur unnið Reykjavíkurliðin Val og KR í fyrstu umferðunum. Leikur KR og Tindastóls í Frosta- skjólinu í gær var mjög spennandi og þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit. Að henni lokinni fögnuðu Stólarnir eins stigs sigri, 83:82. Fjórir leikir fóru fram í annarri um- ferð deildarinnar í gærkvöldi en Njarðvíkingar hafa einnig unnið tvo leiki eins og Tindastóll. »27 Skagfirðingar og Njarðvíkingar hafa unnið tvo fyrstu leiki sína ÍÞRÓTTIR MENNING Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Okkur er málið skylt, því í hópnum okkar hér í galleríinu er fólk sem hefur greinst með krabbamein og komist yfir það. Sum okkar eiga að- standendur sem hafa fengið krabba- mein, enda tengjast flestir með ein- hverjum hætti einhverjum sem hefur fengið þennan vágest. Með sýningunni okkar, Listaverk í bleik- um ljóma, lýsum við yfir stuðningi og samstöðu með öllum konum sem greinst hafa með krabbamein. Við gerum þetta árlega þegar bleikur október stendur yfir og í fyrra söfn- uðust um sex hundruð þúsund hjá okkur sem runnu til Krabbameins- félagsins,“ segir Rúna K. Tetzsch- ner, ein þeirra listamanna sem starfa í Gallerý Grásteini við Skóla- vörðustíg og leggja sitt af mörkum til að vekja athygli á Bleiku slauf- unni, árlegu átaksverkefni Krabba- meinsfélagsins sem tileinkað er bar- áttunni gegn krabbameinum hjá konum. Í dag er bleiki dagurinn, en þá eru landsmenn hvattir til að bera slauf- una, klæðast bleiku og lýsa skamm- degið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabba- mein finni fyrir stuðningi og sam- stöðu. „Við ákváðum þetta árið að setja upp sérstakt bleikt listahorn hér í Gallerý Grásteini. Við erum með einn vegg með listaverkum frá okk- ur sem öll eru tileinkuð þessum mánuði og bleika deginum í dag. Annar glugginn hér er líka tekinn frá fyrir bleiku sýninguna okkar. Bleikum litum bregður fyrir í verk- unum okkar eða þau vísa á einn eða annan hátt til kvenna og barátt- unnar við krabbamein. Bleik blóm skarta til dæmis sínu fegursta í mál- verkunum, fjöllin eru sveipuð roða- bleikum blæ og svo framvegis. Verk- in vísa með einum eða öðrum hætti í þema átaksins í ár, Vertu til, sem hefur víða skírskotun. Við þurfum að vera til fyrir konurnar í lífi okkar, vera til staðar fyrir þær sem grein- ast með krabbamein, þegar allt breytist snögglega hjá þeim og erfið verkefni hellast yfir þær. Við þurf- um líka að vera til, lifa lífinu,“ segir Rúna og vekur sérstaka athygli á skemmtilegum verkum Þórdísar Sigfúsdóttur, sem eru bleikir kera- mikbrjóstahaldarar, blómavasar, en þeir eru til sölu eins og önnur verk á sýningunni. „Þetta er sölusýning og ágóði af sölu verkanna rennur til Krabba- meinsfélagsins. Í dag, á sjálfum bleika deginum, verðum við með bleika móttöku hér í galleríinu milli klukkan þrjú og sex. Allir eru vel- komnir og við listafólkið verðum flest á staðnum og tökum á móti fólki og bjóðum því upp á léttar veit- ingar. Við vonum að sem flestir láti sjá sig og að við fáum margar bleik- ar sölur,“ segir Rúna en auk hennar og Þórdísar eru listamennirnir í Gallerý Grásteini Árný Björk Birgisdóttir, Guðrún Hreinsdóttir, Álfheiður Ólafsdóttir, Pálmi Bjarna- son, Sigrún Kristjánsdóttir, Stein- unn Steinars, Gerða Kristín Lárus- dóttir, Nadine Cécile Martin, Jorinde Chang og Sif Jónsdóttir. Listaverk í bleikum ljóma á Skólavörðustíg - Ágóði af sölu verkanna rennur til Krabbameinsfélagsins Morgunblaðið/Eggert Bleikar Þórdís (t.v.) og Rúna í Gallerý Grásteini og bleik verk að baki þeim. Flott Keramikbrjóstahöld Þórdísar eru frumleg og til sölu á sýningunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.