Morgunblaðið - 15.10.2021, Side 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2021
✝
Ingibergur Elí-
asson fæddist
6. nóvember 1943 í
Reykjavík. Hann
lést 4. október
2021 á Landspít-
alanum við Hring-
braut.
Ingibergur var
sonur Ingunnar
Júditar Bjarna-
dóttur, húsfreyju í
Reykjavík, fædd 4.
febrúar 1914 í Görðum, Sléttu-
hreppi, Norður-Ísafjarðarsýslu,
dáin 22. mars 1986 og Elíasar
Halldórs Stefánssonar, verk-
stjóra í Reykjavík, fæddur 29.
ágúst 1913 í Reykjavík, dáinn
4. febrúar 1971.
Ingibergur ólst upp í Foss-
voginum í Reykjavík ásamt
systkinum sínum; Birnu (1939-
1993), Þórunni (1945), Gísla
(1947), Bjarna (1952) og Bjarg-
eyju (1952).
Hann giftist í þrígang, eign-
aðist alls 5 börn og 6 barna-
börn.
Fyrst giftist Ingibergur
Önnu Karin Júlíussen (1946) og
eiga þau saman tvo syni, Eirík
Stein (1965) og Ragnar (1972).
Barnabörn þeirra eru Jóhannes
Davíð (1991), Kristján Daníel
(1994) og Símon Alexander
kennslu- og uppbyggingarstarfi
iðngreina með sérstaka áherslu
á bílgreinar, en hann var einn
þeirra er komu í gegn svoköll-
uðu raunfærnimati.
Þegar hann lauk störfum hjá
Borgarholtsskóla sökum aldurs
vann hann í nokkur ár hjá Ið-
unni fræðslusetri sem verk-
efnastjóri bílgreina.
Eftir hann liggur fjöldi
blaðagreina, teikninga og ann-
að efni.
Ingibergur lét félagsmál sig
miklu varða og starfaði öt-
ullega í þágu réttindabaráttu
kennarastéttarinnar. Hann var
um stund formaður Félags bif-
vélavirkja og sat í stjórn gamla
Kennarasambandsins. Hann
sinnti margvíslegum trún-
aðarstörfum innan Kennara-
sambandsins og utan, sat í hin-
um ýmsu nefndum, s.s.
samninganefndum, samstarfs-
nefndum, bílorðanefnd, ásamt
því að vinna að norrænu sam-
starfi framhaldsskólakennara.
Ingibergur var einstaklega
drátthagur og teiknaði árlega
jólakort fyrir fjölskyldu og
vini, sem og önnur tækifær-
iskort. Hann stundaði teikni-
nám m.a. hjá Hring Jóhann-
essyni sem sá mikla hæfileika í
honum og hvatti hann til þess
að mennta sig í teikningum.
Ingibergur hafði gaman af
ferðalögum, bæði innanlands
og erlendis.
Útför Ingibergs fer fram í
Lindakirkju í dag, 15. október
2021, kl. 13.
(1996) Eiríkssynir,
og Geri (1999) og
Vilji (2002) Ragn-
arssynir.
Seinna giftist
Ingibergur Svan-
hildi Eddu Braga-
dóttur (1943-2010)
og eiga þau saman
tvo syni, Ingiberg
(1977) og Magnús
Grétar (1980).
Dóttir Magnúsar
er Lana Sóley (2008).
Eftirlifandi eiginkona Ingi-
bergs er Lilja Dóra Gunn-
arsdóttir (1948) og saman eiga
þau dóttur, Katrínu (1987).
Ingibergur nam bifvélavirkj-
un við Iðnskólann í Reykjavík.
Hann var í hópi þeirra fyrstu
sem lögðu stund á iðnkenn-
arafræði, en það gerði hann í
Gautaborg í Svíþjóð. Árið 2000
lauk Ingibergur M.Ed. í upp-
eldis- og kennslufræðum við
Kennaraháskóla Íslands.
Ingibergur hóf störf við Iðn-
skóla Reykjavíkur eftir heim-
komuna frá Svíþjóð árið 1974
og starfaði þar til ársins 1996.
Þá hóf hann störf við Borg-
arholtsskóla sem umsjónar-
maður í bíliðngreinum en
seinna sem kennslustjóri.
Hann tók virkan þátt í
Glaðlegt viðmót, vinahót og
deginum var bjargað, svo einfalt
var það. Þannig var Ingibegur, og
þannig varð vinskapur okkar
þennan aldarfjórðung sem nú er
liðinn frá fyrstu kynnum við upp-
haf Borgarholtsskóla. Við urðum
samferða við uppbyggingu skól-
ans í öflugu kennarasamfélagi
hans og síðar við stjórnendaborð-
ið um árabil. Að auki voru stétt-
arfélagsmálefnin vettvangur okk-
ar beggja og líklega má telja
sameiginlegar fundarsetur okkar
í hundruðum klukkustunda, ólík
úrlausnarefni, allt saman krefj-
andi en skemmtanagildið eftir at-
vikum. Alls staðar naut Ingiberg-
ur trausts, hann hafði þetta
þrennt, gildismatið á hreinu, orð
og athafnir fóru saman og hann
var faglegur. En velvild, góðvild
og bros á vör fylgdu með í kaup-
bæti. Þar var undirstaðan.
Glæsileg húsakynni bílgrein-
anna í Borgarholtsskóla voru í
góðum höndum Ingibergs og fé-
laga hans og regla, snyrti-
mennska og starfsánægja virtust
þar óaðskiljanlegir þættir. Það
hefur áreiðanlega verið eitt
drýgsta veganesti nemendanna
út í fagið og atvinnulífið ásamt
orðspori skólans.
Ingibergur var stéttvís í besta
skilningi og taldi aldrei eftir sér
að gæta hagsmuna kennara í
samninganefndum og aðskiljan-
legustu nefndum og stjórnum á
vegum Félags framhaldsskóla-
kennara og fyrirrennara þess
áratugum saman. Þekking hans
og skilningur á kjarasamningum
var meira í ætt við þekkingu lög-
sögumanns fyrir tíma ritunar sem
þurfti að muna lögin og túlka þau
enda einn til frásagnar, en hallaði
þó aldrei réttu máli. Oftar en einu
sinni varð ég vitni að því að hann
greip inn í vafasamar bollalegg-
ingar þegar kollegar okkar þótt-
ust hafa fundið smugu eða óvænta
matarholu í kjarasamningi og
spurði kalt en ekki hvasst: Viljum
við ekki vinna fyrir kaupinu okk-
ar? Þunginn í spurningunni bauð
ekki upp á andmæli.
Ingibergur var frábær teiknari
og ímyndunaraflið frjótt, um það
vitna bæði kennslugögnin og jóla-
kortin hans og eins voru prívat til-
lögur hans um fyrirkomulag hlut-
anna oft framúrstefnulegar.
Stundum létum við tveir blað
ganga yfir eða undir fundarborð
með frumlegum teikningum og
tilfallandi athugasemdum enda
stundum eins og tvítugir í kollin-
um. Þegar uppfinningar hans og
hugmyndir voru til umræðu var
ég oft efins og vildi að lokum vita
hver ætti eiginlega að gera hug-
myndina að veruleika. Þá var svar
Ingibergs oftast: Það verða bara
sérstakir menn í því! Varð það
síðan að orðatiltæki og er enn á
mínu heimili og þá minnumst við
hjónin Ingibergs og það er ljúft.
Svo lauk brauðstritinu og
hverju ári eftir það var fagnað og
það þegið með þakklæti. En eigi
má sköpum renna. Það erum við
stöðugt minnt á.
Þó að fækki í vinahópnum og
skörðin verði ekki fyllt má þakka
fyrir það sem var og sætta sig við
að það er lífsins gangur. Mestur
er þó missir Lilju og nánustu fjöl-
skyldu sem syrgir einstakan
mann sem kveður allt of fljótt.
Megi ykkur öllum verða huggun í
þeirri birtu sem ljómar af minn-
ingunni um hann.
Magnús Ingólfsson.
Fyrir 40 árum útskrifaði Ingi-
bergur bekkinn minn frá Iðnhá-
skólanum á Skólavörðuholti eins
og hann kaus að nefna hann á góð-
um stundum. Hann var afburða-
góður kennari, hélt vöku manns
og áhuga í tímum, gekk stundum
hringinn í bekknum og talaði ekki
alltaf frá kennaraborðinu. Hann
var stuttorður og gagnorður,
hafði gott vald á okkar ylhýra
máli en þýddi sum orð á spaugi-
legan og eftirminnilegan hátt.
Teikningar hans á töfluna eru
margar minnisstæðar en inn í
þær fléttaði hann oft góðlátlegt
grín. Hann kunni þá list að geta
dansað á línu háðsins og stuðlaði
þannig að léttleika í umhverfi
sínu. Að geta gert þetta án þess
að meiða nokkurn er mikil kúnst.
Ingibergur vann að margvísleg-
um málum innan bílgreinarinnar
og lét sitt ekki eftir liggja. Hann
var glöggskyggn og kunni mæta-
vel að greina aðalatriðin í um-
ræðunni. Kennslumálin voru hon-
um hjartfólgin. Áhrif hans á
kennsluhætti, stefnur og strauma
hafa verið markandi í öllu skóla-
starfi og á það jafnt við um endur-
menntunina. Menn eins og Ingi-
bergur eru svo mikilvægir. Hann
var óspar á tíma sinn ef hann gat
haft áhrif á umbætur er sneru að
hagsmunamálum bílgreinarinnar.
Þetta gilti jafnt í kennslu, kjara-
málum og allt inn í rekstur fyr-
irtækja. Yfirsýn Ingibergs var
óvenjulega víð. Hann sá alltaf fyr-
ir sér heildarmyndina og gat rætt
hana frá svo mörgum hliðum.
Rökfastur, víðsýnn og til í að taka
til sín önnur sjónarmið ef honum
fannst þau betri en sín. Fram-
setning hans var alltaf vel ígrund-
uð, málið flutt á skýran hátt en
honum leiddist það sem hann kall-
aði kjaftæði og málalengingar. Þá
átti hann það til að herma eftir
fólki á eftirminnilegan hátt. Ingi-
bergur starfaði í bílorðanefndinni
frá upphafi til dauðadags. Ingi-
bergur var minn mentor, vinur
sannur og velgjörðamaður. Þótt
liðin séu 40 ár frá því að skóla
lauk, þá var hann alltaf tilbúinn í
föðurlegt innlegg gagnvart mér.
Hann er sá kennari sem sleppti
aldrei af manni hendinni, honum
var annt um velferð nemenda
sinna. Ég er þakklátur. Bílgreinin
stendur í þakkarskuld við Ingi-
berg Elíasson. Innleggin eru
ómetanleg. Orð Vatnsenda-Rósu
eiga vel við hann: „Allt hvað prýða
má einn mann, mest af lýðum bar
hann.“ Það var mín gæfa að kynn-
ast þér. Um leið og ég þakka sam-
fylgdina sendi ég eiginkonu og
fjölskyldu mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Bjarki Harðarson.
Fallinn er frá einn af máttar-
stólpum Borgarholtsskóla. Ingi-
bergur Elíasson var einn þeirra
sem hófu störf undir stjórn
Eyglóar Eyjólfsdóttur skóla-
meistara við stofnun skólans árið
1996. Þessir frumkvöðlar mótuðu
ferla, hefðir og venjur og áttu
þannig þátt í að gera Borgarholts-
skóla að þeim framsækna og fjöl-
breytta skóla sem hann er í dag.
Ingibergur var einn þeirra sem
komu á fót og mótuðu lotukerfið
sem notað hefur verið í við nám og
kennslu í bíliðngreinum æ síðan.
Hann var umsjónarmaður með
bíliðngreinanámi skólans og síðar
kennslustjóri í greinunum um
margra ára skeið.
Félagsmál voru stór þáttur í lífi
Ingibergs og sýndi áhugi hans á
þeim hversu mikið hann brann
fyrir réttindum bifvélavirkja og
framgangi greinarinnar. Eins
vann hann ötullega fyrir hönd
kennara eftir að hann hóf
kennslu. Var Ingibergur meðal
annars í stjórn Félags bifvéla-
virkja og formaður Sambands
sérskóla en einnig sat hann í
stjórn Kennarasambandsins og í
ýmsum öðrum samstarfs- og
samninganefndum.
Ingibergur lét af störfum sín-
um fyrir skólann í lok árs 2013
fyrir aldurs sakir en hélt áfram
starfi sínu í þágu bíliðngreina og
var hann um nokkurra ára skeið
verkefnastjóri í greinunum hjá
Iðunni.
Ingibergur var röggsamur og
fjölhæfur maður sem fór ekki allt-
af troðnar slóðir en var ætíð
ófeiminn við að beita sér fyrir
þeim breytingum sem hann taldi
til bóta.
Fjölskyldu Ingibergs og öðrum
aðstandendum sendum við inni-
legar samúðarkveðjur.
Fyrir hönd starfsfólks Borgar-
holtsskóla,
Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir
skólameistari.
Að koma í Akurgerðið til þeirra
Lilju Dóru og Ingibergs var alltaf
eins og að koma heim. Hjá þeim
fékk ég að dvelja svo vikum skipti
meðan á námi mínu stóð og alltaf
voru dyrnar hjá þeim opnar fyrir
mér þegar ég átti leið til Reykja-
víkur í lengri eða styttri tíma.
Þegar ég ætlaði svo að fara að
borga fyrir mig stóð ekki á svör-
um hjá Inga: „Þegar þú verður út-
skrifuð og orðin iðjuþjálfi þá
hjálpar þú okkur bara í ellinni.“
Alltaf voru móttökurnar góðar og
ef mig vanhagaði um eitthvað, þá
var Ingi boðinn og búinn að
hjálpa. Eitt skiptið sem ég var
stödd í Reykjavík vegna skólans
voru bremsurnar á bílnum að
stríða mér, ég leitaði ráða hjá
Inga sem svaraði á þessa leið:
„Við reddum þessu.“ Næsta sem
ég veit er að Ingi er byrjaður að
brasa. Bíllinn er kominn upp á
búkka heima í bílastæði og verið
að skipta um bremsuklossa.
Minningarnar eru fjölmargar
og margt er að þakka.
Elsku Ingi. Við systur viljum
þakka þér fyrir alla aðstoðina,
skutlið, húsaskjólið, velvildina,
ráðin og fyrir allar góðu minning-
arnar. Við hin sem eftir sitjum er-
um með stórt skarð í hjarta okkar
sem erfitt verður að fylla upp í.
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Elsku Lilja Dóra, Katrín,
Magnús, Ingibergur, Ragnar, Ei-
ríkur og fjölskyldur. Við vottum
ykkur innilega samúð okkar.
Gullveig Ösp
Magnadóttir,
Ragna Nikulína
Magnadóttir.
Kveðja frá samstarfs-
mönnum við Iðnskólann í
Reykjavík
Enn kvarnast úr þeim sam-
henta hópi sem starfaði við Iðn-
skólann á miklu vaxtarskeiði skól-
ans síðustu áratugi tuttugustu
aldar. Nú kveðjum við Ingiberg
Elíasson, bifvélavirkjameistara
og fyrrum kennara og deildar-
stjóra framhaldsdeildar bifvéla-
virkjunar.
Hann hóf störf við skólann árið
1974 þá þrautreyndur í sínu fagi
með kennsluréttindi frá Kenn-
araháskólanum í Gautaborg.
Fljótlega fól iðnfræðsluráð hon-
um að vinna að námskrár- og
námsgagnagerð samhliða
kennslu. Mikil þörf var á náms-
gögnum í iðnnáminu sem þá var
að færast í auknum mæli inn í
skólakerfið. Ingibergur þýddi og
samdi kennslubækur og tók sam-
an ýmis kennslugögn. Fram-
haldsdeild bifvélavirkja tók við
nemendum sem lokið höfðu
grunndeild málmiðna og vildu
sérhæfa sig í bílaviðgerðum. Sig-
fús Sigurðsson sem lengst af hélt
um stjórnartaumana hafði skipu-
lagt starfsemina í þaula og látið
útbúa fyrsta flokks kennsluverk-
stæði á jarðhæð vesturálmu skól-
ans. Þar fór fram hagnýt kennsla
og þjálfun í hefðbundnum störf-
um iðngreinarinnar. Ingibergur
var vinsæll og góður kennari sem
náði vel til nemenda sinna. Hann
hélt líka síðar góðu sambandi við
fyrrum nemendur bæði í endur-
menntunar- og félagsstarfi iðn-
greinarinnar. Hér má bæta við að
Ingibergur og samstarfsmenn
hans reyndust okkur jafnan vel
þegar gangtruflanir eða önnur
dularfull hljóð heyrðust frá farar-
tækjum okkar á leið í skólann. Í
návist þeirra náðu bílarnir oftar
en ekki heilsu á ný.
Ingibergur var mikill félags-
málamaður og nutum við sam-
kennarar hans góðs af ósérhlífnu
starfi hans í Kennarafélagi skól-
ans, Sambandi sérskóla og hjá
Kennarasambandinu. Það var
gott að hafa greiðan aðgang að
stjórnarmanni í þessum hags-
munaaðilum stéttarinnar, ekki
síst þegar verknámskennarar
áttu undir högg að sækja.
Fyrir aldarfjórðungi varð mikil
breyting á högum málm- og bíl-
iðnaðarkennara. Þeir fluttust í
nýjan skóla, Borgarholtsskóla,
sem tók að sér kennslu á þessu
iðngreinasviði. Vissulega var vík
milli vina en sambandið hélt
furðuvel enda byggt á áratuga-
langri samvinnu og vináttu. Í nýja
skólanum beitti Ingibergur sér
sérstaklega fyrir sjálfstæði deild-
arinnar og því að endurmenntun
bíliðnamanna fengi aðgengi að
kennslukröftum, búnaði og að-
stöðu. Leiða má að því líkum að í
samstarfi þeirra aðila sem tengd-
ust endurmenntunarverkefninu
hafi verið sáð því fræi sem síðar
varð að Iðunni, þeirri kröftugu og
mikilvægu símenntastofnun.
Ingibergur lét starfslok vegna
aldurs ekki trufla sig í því að
halda áfram verkefnum tengdum
iðngreininni. Hann var alltaf með
hugann við að bæta og efla iðn-
nám og var viðloðandi ýmis
fræðslutengd verkefni svo sem
þátttöku bíliðnaðarmanna í Verk
og vit-sýningum og keppnum iðn-
nema. En allt hefur sinn tíma og
Ingibergur kvaddi þennan heim
þann 4. október sl. og hafði þá
skilað drjúgu ævistarfi. Við sam-
starfsmenn hans við Iðnskólann í
Reykjavík þökkum fyrir samvinn-
una og vináttuna og sendum Lilju
konu hans, börnum hans og fjöl-
skyldum þeirra okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Frímann I. Helgason.
Ingibergur
Elíasson
Ástkær móðir okkar, systir, tengdamóðir,
amma og langamma,
KRISTBJÖRG JÓHANNESDÓTTIR,
Kittý
Æsufelli 2,
lést á lungnadeild Landspítala þriðjudaginn
5. október. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju
miðvikudaginn 20. október klukkan 15.
Gunnar Þór Jónsson Eyrún Ingadóttir
Birna Kristín Jónsdóttir Haraldur Páll Jónsson
Kristín Bárðardóttir Garðar Garðarsson
Soffía Sveinsdóttir
ömmu- og langömmubörn
og aðrir aðstandendur
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim er
sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát
föður okkar og tengdaföður,
GUÐMUNDAR VALGEIRS
INGVARSSONAR
garðyrkjumanns,
Borgarheiði 41, Hveragerði.
Lilja Guðmundsdóttir Símon Arnar Pálsson
Guðrún Guðmundsdóttir Össur Emil Friðgeirsson
Björn Guðmundsson Sigríður Magnúsdóttir
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
HÓLMFRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR,
Naustahlein 24, Garðabæ,
lést á Landspítalanum hinn 10. október.
Útförin fer fram í Fríkirkjunni í Hafnarfirði
fimmtudaginn 21. október klukkan 13.
Magnús S. Ríkarðsson
Sigurður Magnússon Þóra Þórisdóttir
Ríkarður K. Magnússon Guðrún Margrét Björnsdóttir
barna- og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ÁRNI MARINÓSSON,
Lundi 3, Kópavogi,
lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild
Landspítalans 12. október.
Útförin fer fram frá Grensáskirkju
þriðjudaginn 19. október klukkan 15.
Halla Valdís Friðbertsdóttir
Berglind Árnadóttir Kristján Kristjánsson
Magnea Árnadóttir Ásgeir Örn Ásgeirsson
Marinó Einar Árnason Iwona Posiadala
og barnabörn