Morgunblaðið - 15.10.2021, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Stefna meiri-
hlutans í
Reykjavík í
skipulags- og
byggingarmálum
og stefnir í að
verða eitt erfiðasta
viðfangsefnið í efnahags-
málum á komandi misserum.
Þetta virðast flestir utan
meirihlutans orðnir sammála
um og má segja að ástandið sé
orðið töluvert áhyggjuefni
þegar seðlabankastjóri þarf að
stíga fram og benda á að í óefni
stefni. Í athyglisverðu viðtali
við ViðskiptaMoggann í vik-
unni benti seðlabankastjóri á
að ekki væri verið að brjóta
nýtt land á höfuðborgarsvæð-
inu undir húsnæði og það sé að
valda vanda. Um leið nefndi
hann að ekki þyrfti að keyra
lengi um bæinn til að sjá að
plássið er nægt. Þá benti hann
á að skortur á innviðafjárfest-
ingum í Reykjavík væri að
koma niður á okkur núna og
valda hækkunum á húsnæðis-
markaðnum.
Verðhækkanir á húsnæðis-
markaðnum hafa ýtt undir
verðbólgu – eru raunar helsta
skýring hennar nú um stundir
– en seðlabankastjóri segir
fleiri hættur fylgja miklum
hækkunum húsnæðisverðs.
„Þessar hækkanir búa til eigið
fé sem fólk notar til að gíra sig
upp. Kaupa hlutabréf, sum-
arbústaði eða eitthvað allt ann-
að. Þannig getur fasteigna-
markaðurinn, óháð framboði
og eftirspurn, virkað sem eins
konar þensluvél fyrir hag-
kerfið.“
Seðlabankastjóri hefur einn-
ig áhyggjur af komandi kjara-
samningum og bendir á að
launaþróun hér geti ekki verið
úr takti við það sem þekkist er-
lendis. Gerist það komi það
fram í verðbólgu, sem er
ástand sem Íslendingar þekkja
vel frá fyrri tíð og ættu ekki að
vilja endurtaka.
Þá setur hann fram hug-
mynd sem sjálfsagt er fyrir
stjórnvöld, bæði hjá ríki og
sveit, og aðila vinnumarkaðar-
ins að íhuga vandlega. Hann
segir ákveðna möguleika á
vinnumarkaðnum, „að í stað
þess að hækka launin þá verði
ráðist í stórfellda uppbygg-
ingu íbúðarhúsnæðis. Rétt
eins og gert var þegar Breið-
holtið byggðist upp.“
Á nýliðnum árum hafa
kjarabætur hér á landi verið
gríðarlegar og nánast án for-
dæma, hvort sem er hér á landi
fyrr á árum eða í öðrum lönd-
um á liðnum árum. Engu að
síður láta talsmenn verkalýðs-
hreyfingarinnar stundum enn
eins og ekkert hafi gerst og að
mikið svigrúm sé til frekari
hækkana. Slagorðið „Það er
nóg til“ sem Al-
þýðusambandið
hamraði á fyrir
tugi milljóna króna
fyrir kosningar var
liður í þessu. Öll-
um má ljóst vera,
og þarf ekki annað en vísa í
fyrrnefnd orð seðlabanka-
stjóra um samhengi launa hér
og erlendis, að svona getur
þetta ekki gengið áfram. En
kjörin má bæta með öðru en
aðeins því að fjölga krónum í
launaumslaginu. Og þau batna
vitaskuld ekki ef ástandið
verður þannig að verðbólgan
étur upp alla viðbótina, og
jafnvel rúmlega það eins og
gerðist hér á landi áður fyrr.
Nú þarf að beita skynsemi til
að verja fengnar kjarabæt-
urnar og sækja frekari kjara-
bætur í öðru formi. Hugmynd
seðlabankastjóra um að ráðast
í stórfellda uppbyggingu
íbúðahúsnæðis getur verið
þýðingarmikið framlag í þessu
efni.
Og hugmyndin hefur þann
kost að vera vel framkvæman-
leg, enda er nægt rými í
Reykjavík til að brjóta nýtt
land undir byggingar sem geta
risið hratt og á hagstæðu
verði. Í því sambandi má til
dæmis vísa í orð Eyþórs Arn-
alds, oddvita sjálfstæðismanna
í borgarstjórn, í Morgun-
blaðinu í gær, sem benti á
svæði í borginni þar sem auð-
velt væri að byggja: „Ég get
nefnt Úlfarsárdalinn sem
dæmi. Þar átti að vera 20 þús-
und manna byggð en hún var
skorin niður um helming. Síð-
an var sett sérstakt ákvæði í
lífskjarasamninginn um
Keldnalandið og Keldnaholtið,
sem ekki hefur verið staðið við
af hálfu borgarinnar. Þessar
ákvarðanir borgarinnar, að
fella burt tíu þúsund manna
byggð og standa ekki við það
sem sett var inn í lífskjara-
samninginn um Keldur, en þar
ætlar borgin ekki að byggja
fyrr en 2033 eða síðar, hafa
einar og sér haft gríðarleg
áhrif á fasteignamarkaðinn.“
Þá nefndi hann BSÍ-reitinn,
Örfirisey, Geldinganes og
Kjalarnes, sem sýnir glöggt að
verði vilji til þess hjá meiri-
hlutanum í Reykjavík er ekk-
ert því til fyrirstöðu að hrinda
hugmyndum um stórfellda
uppbyggingu í framkvæmd.
Með því mætti ekki aðeins
leysa húsnæðisvandann í
Reykjavík, heldur líka slá á
verðbólgu, efla fjármálastöð-
ugleika og bæta kjör alls al-
mennings. En þetta krefst
stefnubreytingar í Reykjavík,
sem kallar annaðhvort á breytt
viðhorf hjá núverandi meiri-
hlutaflokkum eða breyttan
meirihluta.
Stefna meirihlutans
í Reykjavík er ógn
við verðstöðugleika
og kjör almennings}
Athyglisverð hugmynd
V
iðtal við sóttvarnalækni, sem
birtist á vefnum ruv.is sl. mið-
vikudag, vekur áleitnar spurn-
ingar um hlutverk sóttvarna-
læknis annars vegar og ríkis-
stjórnar hins vegar, nú þegar
nágrannaþjóðir okkar hafa aflétt öllum sótt-
varnatakmörkunum og allir þeir sem vilja
og geta þegið bólusetningu við Covid-19 eru
bólusettir hér á landi. Í viðtalinu kom fram
sú skoðun sóttvarnalæknis að „RS-veira og
inflúensa setji strik í reikninginn við aflétt-
ingar á sóttvarnatakmörkunum“.
Það blasir því við að enn á ný færist línan
sem dregin var í sandinn í upphafi heimsfar-
aldurs Covid-19 og réttlætti víðtæk inngrip
ríkisvaldsins í líf og frelsi fólks. Fyrst þurfti
bara að fletja kúrvuna, svo þurfti að passa
að heilbrigðiskerfið réði við alvarlegustu stöðuna í
upphafi faraldurs, svo var það skyndilega veirufrítt Ís-
land, svo þurfti að efla heilbrigðiskerfið almennt og nú
má enginn fá venjulega flensu eða vírus.
En hvenær mun sóttvarnalæknir komast að því að
aflétta skuli öllum takmörkunum á líf fólks? Hvenær
mun hann þora að segja það sem blasir við og ná-
grannalöndin hafa þegar horfst í augu við, að nú taki
við eðlilegt líf þar sem engar eru takmarkanir á frelsi
fólks til að gera hvaðeina. Þetta eðlilega líf felur nefni-
lega í sér hættur, veikindi og jafnvel dauðsföll. Við
þurfum að læra að lifa með því aftur – sleppa hendinni
af neyðarástandinu sem kom upp í mars
2020 og horfast í augu við breytt ástand og
taka eðlilegu lífi fagnandi. Stærri spurn-
ingin er líka, hvenær mun ríkisstjórn Ís-
lands taka aftur í taumana og þora að taka
þær erfiðu ákvarðanir sem varða lífið hér á
landi?
Það er ekki hlutverk ríkisvaldsins að
koma í veg fyrir veikindi eða dauðsföll.
Ríkisvaldið á að tryggja grunnþætti sam-
félagsins – að sameiginleg velferðarkerfi
virki, lög og regla ríki í landinu og fólk geti
án afskipta fundið lífi sínu þann farveg sem
því hentar best.
Það eru ekki rök fyrir takmörkunum á
lífi fólks og frelsi að heilbrigðisráðherra
hafi brugðist þegar kemur að því að greiða
úr vanda heilbrigðiskerfisins – sá vandi var
til staðar fyrir Covid-19 og var þar enn þegar neyðar-
ástandinu sleppti. Vandi sem hefði mátt ráðast að af
festu í þetta eina og hálfa ár síðan vandinn varð öllum
óþægilega ljós. Svandís Svavarsdóttir hefur ekki leyst
fráflæðisvanda sjúkrahússins því hún hafnar aðkomu
einkarekinna úrræða. Hún hafnar því að leita nýrra
lausna til að fjölga plássum á spítalanum.
Vandræði heilbrigðisráðherra réttlæta ekki sótt-
varnatakmarkanir á líf fólks. Ekki núna frekar en áð-
ur. bergthorola@althingi.is
Bergþór
Ólason
Pistill
Eðlilegt líf?
Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Ú
rslit alþingiskosninga
voru engan veginn í takti
við væntingar Samfylk-
ingarfólks, sem fram á
síðustu stundu taldi stefna í ágætan
árangur. Annað kom í ljós, flokkurinn
fékk innan við 10% atkvæða og aðeins
sex menn kjörna.
Minnugir þess að Oddný G.
Harðardóttir sagði af sér formennsku
í flokknum innan við tveimur dögum
eftir útreiðina í þingkosningunum
2016, þegar flokkurinn var hárs-
breidd frá að falla af þingi, hafa ýmsir
spurt hvað verði um Loga Einarsson.
Hann tók við af Oddnýju á sínum
tíma og þá var upphaflega rætt um að
hann yrði formaður tímabundið.
Logi ekki á förum strax
Logi segir í samtali við Morgun-
blaðið að slíkar vangaveltur séu
ótímabærar. „Ég er formaður í
augnablikinu og það er landsfundur á
næsta ári.“
Eftir sem áður velta margir fyrir
sér hverjir komi til greina sem arf-
takar hans. Sagt er að Logi hallist
helst að Kristrúnu Frostadóttur, en
of snemmt sé að leggja drög að því.
Hún þurfi að kynna sig betur innan
flokksins og sýna það að þingstörf í
stjórnarandstöðu eigi við hana.
Fleiri eru nefndir til, svo sem
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri,
en á því eru ýmsir meinbugir. Fyrir
það fyrsta væri óhepplegt að hafa for-
manninn utan þings, en síðan er alls
óvíst að samstarfsflokkar í borgar-
stjórnarmeirihlutanum myndu fella
sig við það.
Samfylkingarfólk, sem Morgun-
blaðið ræddi við, segir að forystu-
málin þurfi að leysa, en þau séu ekki
brýn. Sveitarstjórnarkosningar séu
næsta verkefni og þangað til geti hitt
beðið.
Naflaskoðun framundan
Aftur á móti verði ekki hjá því
komist að leggjast í naflaskoðun um
hvað hafi farið úrskeiðis í nýliðnum
kosningum.
Á því voru ýmsar og ólíkar skýr-
ingar nefndar, nokkuð eftir því í
hvaða fylkingu menn skipast og einn-
ig eftir kjördæmum. Ekki síður gátu
menn nefnt helstu syndahafrana,
bæði frambjóðendur og helstu trún-
aðarmenn flokksins, aftur eftir því
hvar heimildarmennirnir sjálfir
standa.
Í því samhengi var mikið rætt
um flokksskrifstofuna, en rætt er um
að ráða þurfi fastan framkvæmda-
stjóra. Þar er oftast talað um Krist-
ján Guy Burgess, en einnig Ólaf
Kjaran Árnason. Sömuleiðis bentu
margir fingri á framkvæmdastjórn
flokksins, ekki síst formanninn Kjart-
an Valgarðsson, sem mjög skiptar
skoðanir eru á.
Óljóst inntak og erindi
Burtséð frá því, hverjir veljast til
forystu hjá flokknum, er mikið talað
um að nú þurfi að nota tímann vel til
innri íhugunar um inntak og erindi
Samfylkingarinnar. Hún sé ljóslega
ekki lengur sú breiðfylking sem að
var stefnt í upphafi og nái ekki til
fjöldans. Flokkurinn hafi leitað
lengra til vinstri undanfarin ár, þar
sem samkeppnin sé hörð, en fyrir vik-
ið hafi sósíaldemókratískt miðjufylgi
yfirgefið flokkinn, sem sé langtíma-
vandi sem ekki verði leystur með
reglulegum hreinsunum og öðrum
skyndilausnum. Flokkurinn sé ekki
klofinn, heldur tvístraður, viti ekki
vel fyrir hvað hann standi og það hafi
kjósendur fundið.
„Kratismi gengur út á málamiðl-
anir og hófsemi,“ sagði einn viðmæl-
andinn. „Pólitík útilokunar og afar-
kosta fer ekki vel saman við það.“
Samfylkingin í sárum
og þarf naflaskoðun
Morgunblaðið/Eggert
Forysta Logi Einarsson ítrekar að hann sé formaður Samfylkingarinnar í
augnablikinu, en minnir á að landsfundur verði haldinn haustið 2022.
Samfylkingin varð til um aldamót
við samruna Alþýðuflokks, Þjóð-
vaka, Kvennalista og Alþýðu-
bandalags. Hún átti að vera mót-
vægi við Sjálfstæðisflokk, ná meira
en 30% fylgi og vera annar „tveggja
turna“ íslenskra stjórnmála. Það
gekk bærilega í fyrstu hjá Össuri
Skarphéðinssyni, en síður eftir að
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tók
við. Eftir hrun jók Jóhanna Sigurð-
ardóttir fylgið aftur um skamma
hríð, en Árni Páll Árnason náði að
hækka það á ný fram að misheppn-
uðu mótframboði. Þá tók Oddný G.
Harðardóttir örstutt við en galt af-
hroð í kosningum 2016. Þá varð
Logi Einarsson formaður og rétti
flokkinn talsvert við, en frá 2018
hefur leiðin legið niður á við.
Hrynur úr turninum
Fylgi Samfylkingar
frá maí 2004 Heimild: Gallup
40%
30%
20%
10%
0%
’05 ’10 ’15 ’20
Ös
su
r
In
gi
bj
ör
g
Só
lrú
n
Jó
ha
nn
a
Ár
ni
Pá
ll
Lo
gi
Od
dn
ý