Morgunblaðið - 15.10.2021, Side 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2021
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt
Tískuverslunin Smart
Grímsbæ/Bústaðavegi
Stærð 12-26
netverslun www.gina.is
Sími 588 8050.
- vertu vinur
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur
fyrir veturinn og
tek að mér ýmis
smærri verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.9:00-12:30, nóg pláss - Boccia kl.
10:00 - Kraftur í KR kl.10:30, rútan fer frá Vesturgötu kl.10:10, Granda-
vegi 47 kl.10:15 og Aflagranda kl.10:20 - Gold kl.10:30 – Bingó kl.13:30,
spjaldið kostar 250 kr.- Kaffi kl.14:45-15:20 - Nánari upplýsingar í síma
411-2702 - Allir velkomnir.
Árskógar 4 Smíðastofa með leiðb. kl. 9-16. Opin vinnustofa kl. 9-12.
Leikfimi og yoga með Milan. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Kaffisala
kl. 14:45-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. Sími: 411-2600.
Boðinn BLEIKI DAGURINN, klæðumst bleiku í dag! Línudans kl.
15:00. Sundlaugin er opin frá kl. 13:30-16:00.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8:30-11:00.
Opin Listasmiðja kl. 9:00-12:00. Boccia kl. 10:00-11:00. Hádegismatur
kl. 11:30-12:30. Opin Listasmiðja kl. 13:00-15:45. Sigrún Daníelsdóttir
flytur erindi „fimm leiðir að vellíðan“ Helga Margrét Guðmundsdóttir
flytur erindi „Við getum meira með öðrum" Síðdegiskaffi kl. 14:30-
15:30.
Garðabær Poolhópur í Jónshúsi kl. 9:00. Gönguhópur frá Jónshúsi
kl. 10:00. Dansleikfimi í Sjál kl. 9:30. Söngstund kl. 11.10 í Jónshúsi
nemendur úr Sjálandsskóla koma og syngja með okkur. Félagsvist kl.
13:00 í Jónshúsi. Smiðja í Kirkjuhvol „Æskan og elli“ samverustund
með leikskólabörnum kl. 13:00.
Gjábakki Kl. 8.30-11.30 opin handavinnustofa, kl.9-11.15 bozziaæfing,
kl. 9-11.30 postulínsmálun, kl. 13-15.30 tréskurður, kl. 14-15 sögur og
fræði, kl. 20-22 félagsvist.
Gullsmára Handavinna kl. 9.00 Qigong heilsueflandi æfingar kl.
10.15. Fluguhnýtingar kl.13.00. Gleðigjafarnir kl. 13.30.
Hraunbæ 105 Bleikur dagurinn, allir hvattir til að mæta í einhverju
bleiku eða bera bleiku slaufuna. Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir
í frítt kaffi milli 9:00-11:00. Handavinna með leiðbeinanda kl 9:00-
12:00. Útskurður kl 9:00-12:00. Bingó kl. 13:15. Kaffi kl. 14.30.
Hraunsel Billjard kl. 8-16. Línudans kl.10:00. Bridge kl. 13:00. Boccia
kl. 13:30.
Hvassaleiti56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Útvarpsleik-
fimi kl. 9:45. Handavinna - opin vinnustofa frá kl. 10:30. Bridge í
handavinnustofu 13:00. Erindi um næringu og heilsu kl. 13:30.
Hádegismatur kl. 11:30-12:30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður.
Korpúlfar Bleikur föstudagur allir í bleiku. Hugleiðsla og létt yoga kl.
8:30 í Borgum. Pílukast í Borgum kl. 9:30. Gönguhópur Korpúlfa
gengið frá Borgum kl. 10:00 og inni í Egilshöll. Bridgehópur Korpúlfa
í Borgum kl. 12:30. Hannyrðahópur í umsjón Eyglóar Höllu kl. 12:30 í
Borgum.Tréútskurður á Korpúlfsstöðum kl. 13:00 í umsjón Davíðs.
Allir hjartanlega velkomnir á bleika daginn í Borgum.
Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag hittist föstudagshópur í handa-
vinnustofu 2. hæð milli kl. 10:30-11:30. Eftir það er opin handavinnu-
stofa milli kl. 13:00-16:00 - verið velkomin í hvers kyns handavinnu
sem hentar - eða spjall. Klukkan 13:30 er svo bingó í matsal 2. hæðar.
Eftir það, kl. 14:30-15:30 er vöfflukaffi. Verið velkomin til okkar á
Lindargötu 59.
Seltjarnarnes Kaffikrókur alla morgna frá kl. 9.00. Syngjum saman í
salnum á Skólabraut kl. 13.00 í dag. Allir velkomnir. Kaffisopi á eftir.
Þorrasel Söngstund við flygilinn með Gylfa Gunnarssyni kl. 13.00
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
ég Elsu, sonum Snorra, tengda-
dætrum, barnabörnum og öðrum
fjölskyldumeðlimum innilegar
samúðarkveðjur.
Einhvern tímann ef til vill og
óralangt frá þessum stað munum
við Fóstbræður taka lagið með
Snorra, einhvers staðar þar sem
jökulinn ber við loft og fegurðin
ríkir ein.
Fyrir hönd Karlakórsins Fóst-
bræðra,
Arinbjörn Vilhjálmsson
formaður.
Kvaddur er í dag góður vinur,
ferðafélagi og fyrirmynd. Snorri
kom til starfa sem þjóðgarðs-
vörður á vestursvæði Vatnajök-
ulsþjóðgarðs skömmu eftir stofn-
un þjóðgarðsins 2008. Hann tók
strax til við mótun á innviðaupp-
byggingu þjóðgarðsins, enda
gamalgróinn í þessum geira.
Snorri var landvörður í þjóðgörð-
unum bæði í Jökulsárgljúfrum og
í Skaftafelli, og þekkti því vel
þörfina fyrir verndun lífríkis og
jarðmyndana, en kunni einnig að
miðla þekkingu sinni til gesta og
samstarfsmanna.
Snorri var eldsnöggur og lag-
inn við að setja saman fræðslu-
texta og var afar vel heima í allra
handa náttúrutengdum fræði-
greinum. Hann var líka hæfi-
leikaríkur ljósmyndari og hafði
einstakt auga fyrir fegurð náttúr-
unnar, í smáu sem stóru. Þessir
hæfileikar hans skína kannski
skærast í stórvirkinu Lífríki Ís-
lands, en hann ritstýrði einnig
umsókn Vatnajökulsþjóðgarðs
um skráningu á heimsminjaskrá
UNESCO og nýja bókin hans
Vatnajökulsþjóðgarður: gersemi
á heimsvísu, sem byggð er á um-
sókninni og kom út fyrir
skemmstu, er svo sannarlega
gersemi. Fyrir okkur, sem feng-
um að vinna með Snorra og læra
af honum, var þó hitt ekki síðra –
að geta kallað eftir aðstoð, fróð-
leik, myndum, og faglegri ráð-
gjöf, hvenær sem var – og koma
aldrei að tómum kofunum. Já-
kvæðnin og hjálpsemin og inni-
legur áhugi á viðfangsefnum okk-
ar átti sér engin takmörk.
Sem ferðafélagi um jökla
landsins bjó Snorri yfir þeirri
þolinmæði og yfirvegun sem þarf
til þess að forðast hættulegar að-
stæður og njóta um leið stórfeng-
legrar náttúru. Hálendið og
töfrar þess voru honum ómetan-
legur fjársjóður. Snorri var
óþreytandi eldhugi og brann fyr-
ir náttúruvernd og verndun víð-
erna landsins fram á síðasta dag.
Síðasta grettistakið í þeim efnum
var stofnun Skrauta og aðkoma
hans að því að hleypa af stokk-
unum verkefninu Óbyggð, kort-
lagningu víðernanna.
Nú reynir á okkur hin að
breikka bakið og sjá til þess að
þetta framlag Snorra verði víð-
ernunum okkar sú vernd og það
skjól sem hann þráði að veita
þeim.
Við, vinnufélagar, sporgöngu-
menn og vinir Snorra á vestur-
svæði Vatnajökulsþjóðgarðs, er-
um þakklát fyrir að hafa átt hann
að og færum fjölskyldu hans inni-
legar samúðarkveðjur.
Kári, Orri Páll, Jóna
Björk og Fanney.
Góður drengur hefur kvatt.
Náttúruunnandinn, söngfuglinn
og fagurkerinn Snorri Baldurs-
son hefur tekið malpoka sinn og
staf og stefnir nú ótrauður inn á
lendur óvissunnar þar sem eilífð-
in ein vakir.
Veður og vindar skipta ekki
lengur máli því hann hefur verið
leystur frá efninu og andi hans nú
frjáls allra ferða um óbyggðir
lands og ókunnra heima þar sem
mjúk þögnin fyllir loft og láð og
hvert fótmál er varðað af tómri
væntumþykju.
Eftir sig skilur Snorri glaðar
og góðar minningar en að auki
hvatningarorð til okkar hinna,
sem eftir sitjum ögn hnípin, bog-
in og beygð, hvatningu og áeggj-
an að hlúa nú áfram vel að ís-
lenskri náttúru og sætta okkur
aldrei við skammtíma málamiðl-
anir og/eða útsölur á náttúruger-
semum heldur flykkjast um allt
það fallega og góða í umhverfi
okkar, vernda viðkvæma vaxtar-
sprota og sýna umhyggju öllu því
sem vex af jörðu, kallar fram feg-
urð og gleði og gerir okkur í leið-
inni að ögn betra mannfólki.
Farðu og sértu glaður, góði
vinur, og megi koma þín á nýjar
slóðir leiða af sér sætari ilm í
kjarri og himneskan fuglasöng.
Vinarkveðja,
Egill Eðvarðsson.
Kom í heim íssins og eimsins
í algleymi bláfjallageimsins,
uppljómun andlega seimsins
á Íslandi, gersemi heimsins.
Svona mætti orða þá hugsjón
sem Snorri Baldursson helgaði
sig. Hann var landvörður með
stórum staf og það mátti líka orða
köllun hans á alþjóðlega vísu:
Verum verðir náttúrunnar,
vígð til þess að bjarga henni og virða;
kynslóðin, sem kveikir líf
og kappkostar um vistkerfin að hirða.
(We are the rangers, pledged to save
the nature of the earth!
We are the generations that shall give
its life new birth!)
Það mátti sjá hann í huga sér
með staf sinn í óbyggðunum
standandi líkt og landvættur
skjaldarmerkis Íslands þess
albúinn að styðja við varðveislu á
heilögum véum landsins og allra
jarðarbúa. Nú hefur hann lokið
mögnuðu ævistarfi á þann veg að
í minnum verður haft með djúpri
þökk, söknuði og samúðarkveðj-
um til hans nánustu.
Ómar Ragnarsson
Einbátungur
Nú blánar við sjónarrönd
fyrir svefneyjunum.
Hann leggur
árar í kjöl
og hafstraumurinn vaggar
og vaggar hægt og rótt
bátnum þangað
í beina stefnu.
(Hannes Pétursson)
Snorri var glæsilegur maður,
dökkur á brún, hagur til hugar og
handa, skemmtilegur, einbeittur
og kappsfullur. Hann kynnti sér
til hlítar þau viðfangsefni sem
fyrir lágu hverju sinni og reyndi
að sjá til botns, allt sjúsk og hálf-
kák var honum fjarri. Hann var
glaðlyndur, nokkuð skapmikill;
stundum ögn utan við sig eins og
hendir eldklára menn í erli dags-
ins. Hann rakst illa í hóp nema
hann fengi að ráða stefnunni,
enda löngu búinn að kynna sér
málsefni frá upphafi til enda; var
í sjálfu sér einfari þótt ekki vildi
hann vera einn, sagði hann.
Snorri var náttúruverndar-
sinni af hug og hjarta, fylgdi
þeirri stefnu fast eftir og gaf eng-
an kost á málamiðlunum. Ástar
og virðingar fyrir ósnortinni
náttúru sér stað í skrifum hans,
hvössum blaðagreinum og bók-
um, t.d. Lífríki Íslands, sem hann
fékk Íslensku bókmenntaverð-
launin fyrir, og nú síðast í ritinu
um Vatnajökulsþjóðgarð; önd-
vegisbækur, skrifaðar á alþýð-
legu máli, lausar við allan fræði-
legan rembing og í engu slegið af
kröfum; margar ljósmyndir hans
afbragð.
Við vorum samstarfsmenn
nokkur ár í FÁ og höfum síðan
vitað hvor af öðrum og hist annað
slagið og skrafað yfir kaffibolla
okkur til ánægju, síðast nú í maí.
Vissulega hefðu þær stundir get-
að verið fleiri en á öld snjalltækja
virðist þorri þjóðar sitja sæll við
sinn skjá, „heygarðshorn“ nú-
tímans. Snorri vissi vitaskuld í
hvað stefndi en tókst á við veik-
indi sín af einurð, lagði ekki árar í
kjöl, hélt ótrauður sínu striki,
jafnvel af meira krafti en fyrr
meðan tíminn og meinið þokuðu
honum án afláts að svefneyjunum
sem bíða okkar allra. Síðasta
rúman áratug las hann mikið um
trúmál og þýddi/endursagði rit
sem veitti honum styrk; um guð í
hverjum manni. Hann óttaðist
ekki „vistaskiptin“, eins og hann
orðaði það. Fari hann nú sæll í
sinni trú.
Viðhorf Snorra eiga örugga
samleið með hugblæ í ljóði eftir
Hannes Pétursson:
Berjalyngið er ljúfast af öllum gróðri.
Ekkert á grænni jörð
jafnast á við blíðleik þess
í fylgd með svefni sem hnígur rótt
á hvarma barns
að dagslokum síðla sumars.
Þá liggur frá brjósti þess silfurþráður
inn í sannhreinan
sunnanblæ veraldar
og ríki náttúrunnar
er ríki ríkjanna, til grunna.
Ástvinum hans öllum færum
við Magnea samúðarkveðjur.
Sölvi Sveinsson.
Snorri Baldursson braut-
skráðist sem líffræðingur frá Há-
skóla Íslands árið 1977 og allar
götur síðan var hann ötull bar-
áttumaður fyrir verndun ís-
lenskrar náttúru. Þar munaði
sannarlega um framlag hans.
Snorri var hugsjónamaður sem
stóð fast á sínu en var alltaf mál-
efnalegur, rökfastur og djarfur.
Síðasta baráttumál hans var
verndun víðerna Vonarskarðs
sem vonandi verður til lykta leitt
með farsælum hætti.
Snorri var fjölhæfur og kom
víða við. Hann beitti sér fyrir
verndun líffræðilegrar fjöl-
breytni bæði hér heima fyrir og
alþjóðlega, ekki síst í hlutverki
framkvæmdastjóra CAFF (Con-
servation of Arctic Flora and
Fauna). Snorri hafði breiða þekk-
ingu í líffræði, hann hafði ferðast
víða og sá jafnt hið stóra sam-
hengi sem það smáa í náttúrunni.
Bók hans Lífríki Íslands: vist-
kerfi lands og sjávar er yfirgrips-
mesta rit sem út hefur komið um
lifandi náttúru landsins. Hún var
innlegg sem sárlega hafði skort í
langan tíma. Bókin er vönduð í
alla staði og endurspeglar þá
virðingu sem Snorri ávallt bar
fyrir náttúrunni. Hann var ritfær
og skrifaði fallega og vandaða ís-
lensku. Snorri var líka einstak-
lega góður náttúruljósmyndari
eins og allar bækur hans vitna
um.
Þeir sem gerast talsmenn
náttúruverndar og tala fyrir gildi
hennar fá ekki fyrir það laun í
jarðneskum verðmætum. Snorri
var hins vegar ómissandi félagi í
allstórum en þó óformlegum hópi
líffræðinga sem láta sig náttúru-
vernd á Íslandi skipta. Hann skil-
ur eftir sig vandfyllt skarð en eft-
ir lifir minning um góðan dreng
með stórt náttúruverndarhjarta,
líffræðing og listamann. Við vilj-
um fyrir hönd Háskóla Íslands
þakka Snorra fyrir samfylgdina
og vottum aðstandendum hans
samúð.
Ingibjörg Svala Jónsdóttir
prófessor í vistfræði og
Þóra Ellen Þórhallsdóttir
prófessor í grasafræði
við Háskóla Íslands.
„Ut við Jórdan, ef maður ligg-
ur opinn á sléttum velli og setr
kné sitt og hnefa á ofan og reisir
þumalfingr af hnefanum upp, þá
er leiðarstjarnan þar fyrir að sjá
jafnhá en eigi hærra.“
Sveitungi Snorra, Nikulás
Bergsson ábóti á Munkaþverá,
fór í pílagrímsferð til Rómar og
Jerúsalem á tólftu öld. Að hætti
miðaldamanna var himinhvolfið
honum kunnugt, líkt og grösin og
blómin við bæjarlækinn. Pól-
stjörnuna kallar hann leiðar-
stjörnu enda vísar hún alltaf leið-
ina til norðurs og þar með til allra
átta. Einungis þurfti að finna
Karlsvagninn til þess að koma
auga á hana. Var nærri beint yfir
höfði hans á heimaslóðum, en
lækkaði eftir því sem nær dró
miðbaugi. Þótt aldir skildu
Snorra og Nikulás bjó í báðum
sama nákvæma eftirtekt náttúru-
fyrirbæra, frásagnargleði og vilji
til þess að snúa aftur heim.
Snorri var félagi minn í karla-
kórnum Fóstbræðrum. Þar
myndast sterkt bræðralag sem
fullkomnast í samhljómi söngsins
en verður þó ekki síður til utan
hans. Okkur félögunum í fyrsta
bassa, á aftasta bekk, þótti gott
að hafa Snorra sem sessunaut og
söknum nú vinar í stað. Í heim-
sókn að Ytri-Tjörnum, síðsum-
ars, mátti loks sjá manninn í sínu
náttúrulega umhverfi. Fegurðin
og gróðurinn sem umlukti allt var
í hrópandi andstöðu við sjúkleik-
ann sem var á góðri leið með að
svipta hann öllu atgervi. Var
hress og glaður í bragði og virtist
hvorki bregða sér við sár né
bana. Þakklátur fyrir gjafir lífs-
ins. Hans hinsta ósk varð uppfyllt
og dauðastríðið fékk hann að
heyja á heimili sínu. Allan tímann
umvafinn mikilli ást og kærleika
sinna nánustu. Bach og Tárrega
yfir og allt um kring.
Eiríkur Jónsson.
Þrátt fyrir að Ísland sé strjál-
býlt og vel yfir helmingur þess
óbyggður hefur verið sótt að ís-
lenskri náttúru frá landsnámstíð
með ósjálfbærum búskaparhátt-
um. Landið okkar ber merki
þessarar umgengni við náttúr-
una. Gróður- og jarðvegseyðing
hefur verið meiri hér á landi en
víðast hvar. Þessari óheillaþróun
er vonandi að ljúka og bjartara
fram undan. Önnur eyðingaröfl
hafa því miður tekið við. Stýrast
þau einkum af framkvæmdagleði
og voninni um skjótfenginn
gróða, en meta gildi óspilltrar
náttúru og víðerna sem léttvæg.
Þar eru öflugir aðilar að baki með
rúman fjárhag og njóta oft mik-
illar velvildar stjórnvalda þar
sem athafnir þeirra eru taldar
efla hinn eftirsótta hagvöxt.
Náttúruverndarsjónarmiðin
þurfa því á góðum og gegnum
liðsmönnum að halda til mótvæg-
is.
Snorri Baldursson var öflugur
og fórnfús liðsmaður í náttúru-
vernd um langt árabil. Það er
skarð fyrir skildi við fráfall hans.
Úthald, þekking og ritsnilld eru
þau vopn sem hvað helst duga í
náttúruverndarbaráttunni.
Snorri Baldursson var náttúru-
verndari sem kunni að beita
framangreindum vopnum betur
en flestir aðrir. Hann bjó yfir
víðtækri þekkingu á náttúru
landsins og alþjóðlegum straum-
um og stefnum í náttúruvernd.
Hann bjó að yfirburðaþekkingu í
fræðunum og ritaði skýran og
grípandi texta. Hann færði hald-
góð rök fyrir máli sínu og var
fylltur sannfæringarkrafti. Bók
hans Lífríki Íslands er afar verð-
mætt framlag til skilnings á því.
Snorri kom víða við í starfi
sem kennari, vísindamaður, rit-
höfundur, stjórnandi í alþjóð-
legu náttúruverndarsamstarfi
og sem þjóðgarðsvörður. Á öll-
um þessum vígstöðvum var hann
öflugur og heill. Hans verður því
vel minnst og að góðu getið í
sögu íslenskrar náttúruverndar-
baráttu.
Snorri sat í stjórn Landvernd-
ar á árunum 2015 til 2019 og
gegndi starfi formanns samtak-
anna um tveggja ára skeið. Und-
ir forystu hans var tekist á um
fjölmörg erfið mál þar sem hæfi-
leikar og þekking Snorra nutu
sín til fulls. Stjórn Landverndar
þakkar góðum og ósérhlífnum
félaga samfylgdina og vottar
fjölskyldu hans samúð.
Tryggvi Felixson,
formaður Landverndar.
Snorri Baldursson