Morgunblaðið - 15.10.2021, Blaðsíða 26
MITT SJÓNARHORN
Philipp Lahm
@philipplahm
Það hefur aldrei verið jafn mikill fót-
bolti í boði. Á hverjum einasta degi
spilar eitthvert lið við annað einhvers
staðar og hægt er að fylgjast með
leiknum hvar sem er í heiminum á
hvaða tæki sem er – í beinni útsend-
ingu, á leigu í sjónvarpi, eða bara
helstu tilþrifin, á YouTube, Dazn eða
Twitter. Það er meiri fótbolti á leið-
inni; brátt verða hundrað leikir til við-
bótar spilaðir á hverju ári í Meist-
aradeild Evrópu. Sameiginleg athygli
okkar, eins og hún er kölluð í rann-
sóknum, fer á meðan minnkandi, en
það er erfitt að stöðva þessa þróun.
Það sem Gianni Infantino, forseti
FIFA, og ráðgjafi hans Arsène Wen-
ger hafa nú í huga gæti loks leitt til of-
neyslu. Þeir vilja að heimsmeistara-
keppnin verði haldin á tveggja ára
fresti í stað fjögurra. Evrópumeist-
aramótið og aðrar álfukeppnir myndu
þá væntanlega fylgja þessum takti á
einhverjum tímapunkti, sem myndi
þýða að stórmót í knattspyrnu færi
fram á hverju ári. Þar til nú hefur allt-
af verið árshlé á milli stórmóta.
Þessar fyrirætlanir hafa mætt and-
stöðu af hendi UEFA, fjölda evr-
ópskra knattspyrnusambanda og evr-
ópskra félaga, auk aðdáenda og
sumra leikmanna. Sem mótsstjóri
EM 2024 tek ég undir þessi mótmæli.
Að stytta hvern HM-glugga myndi
gefa þá ásýnd að knattspyrna snúist
einungis um peninga. Þegar kemur að
íþróttastórmótum er þörf á þol-
inmæði og tíma. Það skiptir öllu máli
fyrir sjálfbærni þeirra.
Of mikill fótbolti myndi hafa áhrif á
aðdáendurna. Stórmót eru kirfilega
föst í minningum þeirra, þau leika
stór hlutverk í fjölda ævisagna.
Grikkir gátu kallað sig Evrópu-
meistara í fjögur ár frá 2004 til 2008,
Portúgalar í fimm ár, Spánverjar í
átta ár. Frá 2014 til 2018 var Þýska-
land besta lið heims. Að stytta þennan
líftíma myndi verða þess valdandi að
fjöldi upplifana og minninga myndi
tapa sérstöðu sinni. Árlegt mót væri
eins og að bæta öðrum samfélags-
miðli eða öðru streymissmáforriti á
símann manns.
Hluti af skemmtanaiðnaðinum
Of mikill fótbolti myndi líka hafa
áhrif á leikmennina. „Ef þú tekur þátt
á stórmótum á tveggja ára fresti er
það erfitt andlega,“ sagði Thierry
Henry, sem tók þátt á sjö stórmótum
með Frakklandi, um hugmynd In-
fantinos. „Þegar þeim lauk var ég
gjörsamlega búinn á því andlega.“
Það sem hann á við: Það að spila fyrir
landslið er sérstök vinna. Þú spilar
minna fyrir peninga og meira fyrir
þjóðina og aðdáendurna. Þessu fylgir
gífurleg ábyrgð og er dauðþreytandi.
Ég sjálfur hætti að spila með landslið-
inu árið 2014 eftir að hafa tekið þátt á
mínu sjötta stórmóti. Ég hafði tekið
þá ákvörðun löngu áður því hið tvö-
falda álag er gífurlegt. Ég lék í þrjú
ár til viðbótar með félagsliði mínu.
Of mikill fótbolti myndi svo ekki
síst hafa áhrif á félagslega þáttinn
sem fótbolti stuðlar að. Infantino og
Wenger virðast horfa framhjá því að
grundvallarmunur er á tegundunum
tveimur af keppnisfótbolta. Aðferða-
fræðinni sem stuðst er við í félags-
liðafótbolta svipar til þeirrar sem
stuðst er við hjá stórfyrirtækjum.
Félagsliðafótbolti er sífellt að verða
meira skalanlegur, stafrænn og ab-
strakt. Meistaradeild Evrópu er hluti
af skemmtanaiðnaðinum.
Þetta rennir stoðum undir mikil-
vægi þeirrar andstæðu sem landslið
bjóða upp á. Landsliðafótbolti verður
alltaf að haldast sem hluti af almanna-
heill. Heimsmeistaramót er meira en
fyrirtæki. Á því koma allir saman.
Hér skapar fótbolti tengingu við fólk-
ið.
Eigi EM 2024 að vera fögnuður
fyrir alla þar sem öll þjóðin getur not-
ið mótsins verður þýska liðið að
standa sig með hliðsjón af því. En
þessu fylgja líka áskoranir fyrir okk-
ur sem gestgjafa. Ég og teymi mitt
erum því að setja á fót ýmis verkefni
sem fara út fyrir íþróttakeppnina. Til
dæmis höfum við komið á laggirnar
tengslaneti fyrir barnafótbolta og
fólk í áhugamannafótbolta. Við viljum
styðja við félögin á grasrótarstigi svo
þau geti séð til þess að fólk verði
spennt fyrir því að gerast sjálf-
boðaliðar og að fjöldi meðlima í félög-
unum aukist, líkt og gerðist eftir HM
2006. EM ætti að vera hvati fyrir
íþróttir á grasrótarstigi. Við megum
ekki láta þetta tækifæri renna úr
greipum okkar, því meira að segja
Þýskaland fær aðeins að halda mót af
þessu tagi á 20-30 ára fresti.
Sameinuð í gegnum fótbolta
EM 2024 GmbH, sameiginlegt
verkefni UEFA og Þýska knatt-
spyrnusambandsins um að skipu-
leggja Evrópumeistaramótið, hefur
þróað áætlun um samfélagslega
ábyrgð viðburðarins (ESR) til þess
að standast auknar kröfur er lúta að
vistfræði. Almenningur verður hluti
af þátttökuferlinu; ætlunin er að færa
fótbolta nær kjarna samfélagsins á
ný. Sem lægsti samnefnarinn hentar
þessi kimi samfélagsins best til þess
að ræða hluti á við fjölbreytileika, að-
gengi, þátttöku og jafnrétti. Þessi
pistill, sem er birtur í meira en 25
löndum, þjónar einnig þessum til-
gangi.
Til þess að undirstrika einkunnar-
orðin „Sameinuð í gegnum fótbolta“
er það einnig eðlilegt fyrir mig að fá
Céliu Sasic sem samstarfsfélaga er
stendur mér jafnfætis. Hún þekkir
rætur fótbolta og hefur áorkað öllu í
íþróttinni: Meistaradeild Evrópu,
tvisvar sinnum Evrópumeistari,
markahæst, besta knattspyrnukona
Evrópu. Sem sendiherra EM ætti
hún að vera með sæti í framkvæmda-
nefnd þýska knattspyrnusambands-
ins, alveg eins og ég, til þess að taka á
sig aukna ábyrgð. Það myndi smita
út frá sér til sambandsins og fram-
tíðar þess. Konur og karlar ættu að
vera jöfn en eru það ekki ennþá hvar-
vetna, til dæmis innan fótbolta.
Stórmót felur í sér þörf fyrir um-
fangsmikinn undirbúning, bæði hvað
varðar innviði og vitsmuni. Við mun-
um ræða við fjölda fólks og eiga í
samningaviðræðum við fjölda stofn-
ana. Hvað er fótbolti, hvað ætti hann
að vera og hverju getur hann áorkað?
Við munum taka okkur tíma til þess
að svara þessum spurningum. Maður
þarf á tíma að halda til þess að móta
hluti ef maður vill breyta einhverju.
Það gengur ekki upp á tveggja ára
fresti. Annars mun mikilvægi og trú-
verðugleiki stórmóts gjalda fyrir það,
annars mun fótbolti glata krafti sín-
um, annars verður Evrópumeist-
aramót ekkert meira en hreinræktuð
afþreying.
Verður aldrei meira en
hreinræktuð afþreying
- Sama aðferðafræði í félagsliðafótbolta og stuðst er við hjá stórfyrirtækjum
AFP
Evrópumeistarar Ítalía vann frækinn sigur gegn Englandi í úrslitaleik á EM 2020 sem fram fór á Wembley í London.
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2021
Meistaradeild kvenna
C-RIÐILL:
Köge – Barcelona ..................................... 0:2
Arsenal – Hoffenheim.............................. 4:0
Staðan:
Barcelona 2 2 0 0 6:1 6
Hoffenheim 1 1 0 1 5:4 3
Arsenal 2 1 0 1 1:4 3
Köge 2 0 0 2 0:7 0
D-RIÐILL:
Bayern München – Häcken .................... 4:0
- Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik-
inn með Bayern og Karólína Lea Vil-
hjálmsdóttir kom inn á á 82. mínútu.
- Diljá Ýr Zomers kom inn á hjá Häcken á
85. mínútu.
Lyon – Benfica ......................................... 5:0
- Sara Björk Gunnarsdóttir er í barneign-
arfríi hjá Lyon.
Staðan:
Lyon 2 2 0 0 8:0 6
Bayern München 2 1 1 0 4:0 4
Benfica 2 0 1 1 0:5 1
Häcken 2 0 0 2 0:7 0
Danmörk
B-deild:
Helsingör – Esbjerg ................................ 3:0
- Ísak Óli Ólafsson kom inn á hjá Esbjerg
á 8. mínútu en Andri Rúnar Bjarnason var
ekki með.
Svíþjóð
Linköping – Växjö ................................... 5:0
- Andrea Mist Pálsdóttir lék fyrri hálfleik-
inn með Växjö.
4.$--3795.$
Meistaradeild karla
A-RIÐILL:
Pick Szeged – Elverum....................... 30:34
- Orri Freyr Þorkelsson skoraði ekki fyrir
Elverum.
Staðan:
Aalborg 6, Kiel 6, Montpellier 5, Pick Sze-
ged 5, Vardar Skopje 5, Elverum 4, Zagreb
1, Meshkov Brest 0.
Evrópubikar kvenna
2. umferð, fyrri leikur:
Kristianstad – Ajdovscina .................. 26:26
- Andrea Jacobsen skoraði ekki en gaf 2
stoðsendingar hjá Kristianstad.
Þýskaland
Göppingen – Melsungen ..................... 26:26
- Janus Daði Smárason skoraði ekki fyrir
Göppingen.
- Elvar Örn Jónsson skoraði 3 mörk fyrir
Melsungen, Alexander Petersson 1 mark
en Arnar Freyr Arnarsson skoraði ekki.
Staðan:
Füchse Berlín 13, Magdeburg 12, Kiel 11,
Göppingen 10, Flensburg 7, Bergischer 7,
Erlangen 7, Hamburg 7, Melsungen 6,
Wetzlar 5, Leipzig 5, RN-Löwen 5, Lemgo
5, N-Lübbecke 4, Balingen 4, Stuttgart 2,
H-Burgdorf 2, Minden 0.
Danmörk
Holstebro – Kolding............................ 28:27
- Ágúst Elí Björgvinsson varði 4/1 skot í
marki Kolding og var með 22% vörslu.
Frakkland
Aix – Nimes .......................................... 28:27
- Kristján Örn Kristjánsson skoraði 2
mörk fyrir Aix.
Nancy – Cesson Rennes ...................... 27:25
- Elvar Ásgeirsson skoraði 6 mörk fyrir
Nancy.
Sviss
Kadetten – St. Gallen .......................... 25:18
- Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten.
%$.62)0-#
Subway-deild karla
Þór Þ. – Vestri .................................... 100:77
Þór Ak. – Njarðvík ............................. 91:109
Valur – Grindavík ................................. 81:77
KR – Tindastóll..................................... 82:83
Staðan:
Njarðvík 2 2 0 216:173 4
Tindastóll 2 2 0 159:144 4
Valur 2 1 1 143:153 2
Stjarnan 1 1 0 113:102 2
KR 2 1 1 210:200 2
Keflavík 1 1 0 101:99 2
Þór Þ. 2 1 1 182:184 2
Grindavík 2 1 1 146:142 2
Breiðablik 1 0 1 117:128 0
ÍR 1 0 1 102:113 0
Vestri 2 0 2 176:201 0
Þór Ak. 2 0 2 152:178 0
1. deild karla
Hrunamenn – Fjölnir......................... 108:74
Staðan:
Haukar 3 3 0 321:178 6
Höttur 3 3 0 312:234 6
Sindri 3 2 1 251:238 4
Álftanes 3 2 1 271:226 4
Selfoss 3 2 1 267:250 4
Hrunamenn 4 2 2 350:387 4
Hamar 3 1 2 229:243 2
Fjölnir 4 1 3 305:389 2
Skallagrímur 3 0 3 208:267 0
ÍA 3 0 3 211:313 0
Evrópubikar kvenna
Haukar – Villeneuve ............................ 41:84
4"5'*2)0-#
Knattspyrnumaðurinn Birnir Snær
Ingason er að ganga til liðs við Ís-
landsmeistara Víkings úr Reykja-
vík, samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins. Víkingar hafa boðað til
blaðamannafundar í Víkinni í há-
deginu í dag þar sem Birnir Snær
verður kynntur til leiks. Birnir
Snær, sem er 24 ára gamall, hefur
leikið með HK undanfarin tvö tíma-
bil en hann er uppalinn hjá Fjölni í
Grafarvogi. Hann hefur einnig leik-
ið með Val hér á landi en alls á hann
að baki 121 leik í efstu deild þar
sem hann hefur skorað 25 mörk.
Liðstyrkur í
Fossvoginn
Morgunblaðið/Eggert
Sending Birnir Snær er að ganga
til liðs við Íslandsmeistara Víkings.
Íslendingaliðið Bayern München
fer vel af stað í D-riðlinum í riðla-
keppni Meistaradeildar kvenna í
knattspyrnu.
Bayern vann í gær 4:0 stórsigur
gegn sænska liðinu Häcken og er
Bayern með 4 stig. Lyon burstaði
Benfica 5:0 og franska liðið er í
efsta sæti með 6 stig.
Glódís Perla Viggósdóttir lék all-
an leikinn í vörn Bayern og Karól-
ína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn á
sem varamaður á 82. mínútu. Diljá
Ýr Zomers kom inn á sem varamað-
ur hjá Häcken á 85. mínútu.
Þrjár íslenskar
á vellinum
Morgunblaðið/Eggert
Bayern Karólína Lea Vilhjálms-
dóttir og Glódís Perla Viggósdóttir.
Philipp Lahm var fyrirliði þýska landsliðsins í knattspyrnu þegar það varð
heimsmeistari árið 2014 og lék með Bayern München í fimmtán ár. Hann er
mótsstjóri Evrópumóts karla sem fram fer í Þýskalandi árið 2024. Pistlar
hans, „Mitt sjónarhorn“, birtast reglulega í Morgunblaðinu og/eða mbl.is.
Þeir eru skrifaðir í samvinnu við Oliver Fritsch, íþróttaritstjóra þýska net-
miðilsins Zeit Online, og birtast í fjölmiðlum nokkurra Evrópulanda. Í átt-
unda pistli sínum í dag fjallar Lahm um hugmyndir Gianni Infantino, forseta
Fifa, og ráðgjafa hans Arsène Wenger, fyrrverandi stjóra Arsenal, um að
halda heimsmeistaramótið í knattspyrnu á tveggja ára fresti.
Pistlar frá Philipp Lahm