Morgunblaðið - 15.10.2021, Side 25

Morgunblaðið - 15.10.2021, Side 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2021 SÖFNUNARÁTAK Á RAFTÆKJUM í október Í tilefni af alþjóðlegu átaki í söfnun raftækja 14. október Við hvetjum landsmenn til að skila inn raftækjum, ljósaperum og rafhlöðum til endurvinnslu á næsta gámasvæði. Lestu meira um átakið á: www.gamafelagid.is HÚN HAFÐI SIÐAÐ HANN VEL TIL – EN ÞAÐ KOSTAÐI MIKIÐ AF SÆTINDUM. „VINSAMLEGAST FARÐU ÚR SKÓNUM. ÉG VAR AÐ DREYFA HREINUM DAGBLAÐAPAPPÍR.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... oft einfalt að tjá. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG VAR AÐ GRAMSA Í RUSLAGÁMUNUM Í MORGUN… OG FESTI HAUSINN Á MÉR Í TÚNFISKDÓS BARA EF ÉG GÆTI TOPPAÐU ÞAÐ SJÁÐU! SEKKUR AF PENINGUM! VIÐÆTTUM AÐ FINNA EIGANDANN! JÁ, ÞAÐ ER RÉTT HJÁ ÞÉR! HANN GÆTI ÁTT MEIRA! Tangófélags Reykjavíkur, en ég hef tekið þátt í starfinu þar sem plötu- snúður og við Sigga höfum verið ákafir tangódansarar í um sjö ár. Ég hef, með öðrum störfum, ætíð haldið áfram að stunda myndlist, hef aldrei náð að hætta í henni. Ég rek nú um þessar mundir eigin mynd- listarvinnustofu úti á Granda þar sem ég býð gestum reglulega í opið hús.“ Myndir Hlyns og verk, teikn- ingar, málverk, ljósmyndir og vídeó- verk, hafa verið sýnd víða, í Tékk- landi, Danmörku, Argentínu, auk þátttöku hans í fjölda sýninga hér heima. Listasafn Íslands og Lista- safn Reykjavíkur eiga bæði verk eftir Hlyn. Fjölskylda Eiginkona Hlyns er Sigríður D. Þorvaldsdóttir, f. 30.4. 1960, aðjúnkt í íslensku við Háskóla Íslands. Þau eru búsett við Skólavörðuholt í Reykjavík. Foreldrar Sigríðar voru hjónin Þorvaldur Kristmundsson arkitekt, f. 8.9. 1922, d. 11.1. 2011, og Sólveig Gísladóttir hjúkrunarkona, f. 5.11. 1922, d. 4.4. 2007. Fyrri kona Hlyns er Hervör Alma Árnadóttir, f. 7.7. 1963, lektor í félagsráðgjöf við HÍ. Börn Hlyns og Ölmu eru 1) Hrund, f. 20.12. 1990, upptökustjóri, búsett í Reykjavík. Maki: Sverrir Sigfússon kvikmyndagerðarmaður; 2) Ívar, f. 5.9. 1997, myndlistarnem- andi, búsettur í Reykjavík. Maki: Birna Karlsdóttir, f. 10.4. 2000, nem- andi í samtímadansi. Systkini Hlyns eru: Linda Björk Helgadóttir, f. 25.5. 1964, læknir í Ósló, og Ástþór Helgason, f. 1.2. 1975, gullsmiður í Reykjavík. Foreldrar Hlyns eru hjónin Sig- fús Helgi Scheving Karlsson, f. 30.4. 1940, alþjóðamarkaðsfræðingur og Ásdís Munda Ástþórsdóttir, f. 20.12. 1941, fyrrv. verslunarkona. Þau eru búsett í Kópavogi. Hlynur Helgason Anna Ásdís Johnsen húsfreyja í Vestmannaeyjum Gísli Jóhannsson Johnsen stórkaupmaður í Vestmannaeyjum Sigríður Jóhanna Gísladóttir húsfreyja í Vestmannaeyjum Ástþór Matthíasson lögfræðingur í Vestmannaeyjum Ásdís Munda Ástþórsdóttir fv. verslunarkona, bús. í Kópavogi Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík. Matthías Þórðarson útgerðarmaður og rithöfundur í Reykjavík Sesselja Sigurðardóttir Scheving húsfreyja í Vestmannaeyjum Sigfús Scheving stýrimaður í Vestmannaeyjum Guðrún Sigríður Scheving Sigfúsdóttir verkakona í Vestmannaeyjum Karl Óskar Jón Björnsson bakarameistari í Vestmannaeyjum Sigríður Jónsdóttir bústýra í Reykjavík Björn Jónsson bakarameistari í Reykjavík Ætt Hlyns Helgasonar Sigfús Helgi Scheving Karlsson alþjóðamarkaðsfræðingur, bús. í Kópavogi Þetta er gátan mikla, – Eyjólfur Ó. Eyjólfsson yrkir á Boðnar- miði: Þá frægu svo mikils ég met og margan á goðstallinn set en mest þó þann snjalla sem ærði hér alla og engin man lengur hvað hét. Ármann Þorgrímsson spáir í veðrið; Skuggar lengjast, lækkar sól lægðir yfir fara verður lítið vetrar skjól veðrin harðna bara. Ólafur Stefánsson skrifar og kall- ar „Vellíðunarhormón“: „Skáld er ég ei,“ sagði Jónas, og Steinn tók það upp eftir honum. Svo er líka sagt að margur sé skáld þótt hann yrki ekki. Hvað sem um það er, þá fær margur maðurinn eitthvað út úr því að reyna að forma hugsanir sínar svo úr verði eitthvað annað en dag- legt mál. Margur kallaður, auðvit- að. Það er heilmikið hormónaflæði, hrifning og fullnægja bæði, er kveðirðu ljóð, – kannski’ ekki góð, en nothæf á næstlægu svæði. Anton Helgi Jónsson yrkir limr- una „Geimferðalimra dagsins í boði kafteinsins Kirk“. Hún er undir mynd af fjórmenningum og yfir- skriftin er „Vandræði í könnunar- leiðangri“: Jú, flest virðist Kringlunni flott í og framboðið verslunum gott í en blankheit mig hrjá ég biðja þig má að bíma mig upp, kæri Scotty. Mér þykir þetta góð limra, þótt ég kannist ekki við né skilji orða- sambandið „að bíma upp“. Guðmundur Stefánsson skrifar: „Hlustaði (1995) um stund á ræður á Búnaðarþingi, sem þá mun hafa staðið í viku. Ræðumaður einn sagði að „þann akur þyrfti að kemba“. Þá varð þetta til“: Hér er ekki í vinnu vægð, verkin áfram ganga. Akur kembdur, ullin plægð eina viku stranga. Um kaldlyndan karl og önugan orti ung stúlka, H.J.: Þána myndi þankinn minn, þótt hann væri freðinn, yndi ég ástarylinn þinn, yndislegi Héðinn! Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Gátan mikla og vellíðunarhormón

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.