Morgunblaðið - 25.10.2021, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 25.10.2021, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. OKTÓBER 2021 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. GÓÐUR TÍMI Í GOLF! WWW.UU.IS HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 GOLF@UU.IS KOMDU MEÐ Í LENGRI GOLFFERÐIR TIL ALICANTE Úrval Útsýn kynnir sértilboð á golfferðum til Alicante núna í nóvember og desember að fyrirmynd ferða sem hafa verið að slá í gegn í Skandinavíu. Innifalið er flug til Alicante og 2-4 vikna dvöl á okkar sívinsæla El Plantio golfsvæði með ótakmörkuðu golfi allan tíman. Á El Plantio Golf Resort er18 holu championship skógarvöllur sem er skemmtileg áskorun fyrir kylfinga af öllum getustigum. GOLF TILBOÐ Í NÓV. & DES. 15 DAGA FERÐ 09. - 23. NÓVEMBER VERÐ FRÁ 189.900 KR. Á MANN M.V. 4 FULLORÐNA 22 DAGA FERÐ 16. NÓV. - 07. DES. VERÐ FRÁ 239.900 KR. Á MANN M.V. 4 FULLORÐNA 29 DAGA FERÐ 16. NÓV. - 14. DES. VERÐ FRÁ 249.900 KR. Á MANN M.V. 4 FULLORÐNA Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is Hætt er við að umræða frá hendi for- svarsmanna hagsmunasamtaka fyr- irtækja um komandi verðhækkanir greiði veginn fyrir óþarfa verðlags- hækkunum, að mati Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseft- irlitsins. Hann dregur ekki í efa að erf- iðar aðstæður kunni að skapast vegna hækkandi hrávöruverðs, erfiðleika í aðfangakeðjunni og vöruskorts. Fyrirtæki hafi engu að síður fleiri aðferðir til að bregðast við slík- um ytri aðstæðum en að hækka vöru- verð, til dæmis að grípa til hagræð- ingar, en hags- munasamtökin þurfi einnig að minnast á slík úrræði í umræðu sinni. Samkeppniseftirlitið sendi frá sér tilkynningu á föstudag þar sem for- svarsmenn hagsmunasamtaka fyrir- tækja voru varaðir við þátttöku í fjöl- miðlaumfjöllun um hækkandi verðlag. Í framhaldinu sendu Samtök atvinnu- lífsins (SA) og Viðskiptaráð Íslands (VÍ) frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau gagnrýndu Samkeppnis- eftirlitið fyrir að ganga gegn upplýstri samfélagslegri umræðu og héldu því fram að ekkert í samkeppnislögum bannaði þátttöku þeirra í slíkri um- ræðu. Páll segir yfirlýsingu Samkeppnis- eftirlitsins ekki þrengja að tjáningar- frelsi samtakanna með nokkrum hætti heldur lúti ábendingin að því með hvaða hætti þau taka þátt í um- ræðunni þegar verðlag er annars veg- ar. „Samkvæmt tólftu grein sam- keppnislaga er samtökum fyrirtækja óheimilt að ákveða samkeppnishömlur eða hvetja til hindrana,“ segir Páll. Því verði hagsmunasamtök að fara gæti- lega þegar þau tjá sig um verð, svo þau gefi ekki í skyn eða boði hækkandi verðlag. „Þetta tengist umræðunni um fákeppni en það þarf lítið til að um- ræða af þessu tagi geti haft óheppileg áhrif fyrir neytendur.“ Páll undirstrikar þó að Samkeppn- iseftirlitið sé ekki að leggja mat á hvort farið hafi verið á svig við lögin hingað til, heldur fyrst og fremst að minna samtökin á að gæta að sér. „Það er ekki vanþörf á, en viðbrögðin gefa til kynna að þau séu ekki nógu vel að sér í þessum reglum.“ Fleiri leiðir færar en verðhækkun Morgunblaðið/Eggert Verðhækkanir Fyrst kunna fyrir- tæki að líta til innri hagræðingar. Páll Gunnar Pálsson - Verði að gæta þess að gefa ekki í skyn eða boða hækkandi verðlag Hólmfríður María Ragnhildardóttir hmr@mbl.is Fyrsta hvítlauksuppskeran, sem ræktuð er á stórum skala hérlendis, fékk sérdeilis góðar viðtökur lands- manna og seldist hvítlaukurinn upp á sólarhring í lok september þegar hann kom í búðir. Íslendingar þurfa nú að bíða í heilt ár eftir næstu upp- skeru sem mun vonandi verða að minnsta kosti þrisvar til fimm sinn- um stærri en sú síðasta. „Það var bara áhlaup á Hagkaup og hvítlaukurinn seldist upp á 24 tím- um. Þannig að þetta var þvílík vel- gengni en það hefði mátt vera betri uppskera,“ segir Hörður Bender, hvítlauksbóndi á Efri-Úlfsstöðum í Austur-Landeyjum. Hann hefur ásamt konu sinni Þórunni Jónsdóttur og fimm börnum unnið hörðum hönd- um að uppskerunni undanfarið ár. Hægur vöxtur og mikið bragð Aðspurður kveðst Hörður hafa fundið fyrir miklum undirtektum meðal landsmanna sem voru hæst- ánægðir með hvítlaukinn enda býður íslenska veðráttan upp á afar hægan vöxt sem skilar sterku bragði. „Það er fullt af fólki búið að deila þessu á samfélagsmiðlum. Þetta er rosalega góður hvítlaukur, það vant- ar ekki. Það er mikið bragð af hon- um.“ Segir Hörður nú næstu skref felast í að finna út hvernig skuli standa að ræktuninni þannig að hún skili meiri afköstum. Uppskeran í ár nam einu tonni en búist var við helmingi meira. Vonar Hörður nú að næsta sumar muni skila meiri árangri. „Ég setti niður þrisvar sinnum meira af þessari tegund sem var að virka, þannig að ég ætti að fá alla- vega svona þrjú til fimm tonn. Svo er bara spurning hvernig hinar þrjár tegundirnar koma út,“ segir Hörður. Ljósmynd/Íris Þorsteinsdóttir Uppskera Hvítlaukurinn vex afar hægt og er fyrir vikið bragðmikill. Hvítlaukurinn seld- ist upp á sólarhring - Uppskáru tonn en vilja meira Rebekka Líf Ingadóttir rebekka@mbl.is Kynjakvóti hefur formlega verið tek- inn upp hjá Verzlunarskóla Íslands til þess að sporna við því að innritað sé hærra hlutfall en sextíu prósent af einu kyni. Guðrún Inga Sívertsen, skólastjóri Verzlunarskólans, segir að um sextíu prósent umsókna hafi verið frá stúlkum á síðastliðnum ár- um og um fjörutíu prósent frá strákum. „Þegar við horfum til lokanáms- mats úr grunnskóla hjá nemendum og vörpum einkunnum í stig þá eru stúlkur aðeins hærri en drengir og yrðu þær því um 70 prósent við inn- ritun en drengir 30 prósent,“ segir Guðrún Inga í samtali við Morgun- blaðið. Hún segir ákvörðunina tekna til þess að hægt sé að tryggja jafn- vægi og heilbrigði í skólasamfélaginu. Sé jafnréttissjónarmið „Bæði stúlkur og drengir leggja hart að sér til komast inn í skólann og þetta eru allt afburðanámsmenn, þannig að það er ekki eins og við séum að segja nei við stúlkur sem eru með A í öllu og taka inn stráka sem eru með B og C,“ segir Guðrún, spurð hvort hún telji kvótann ósann- gjarnan gagnvart þeim stelpum sem leggja hart að sér til þess að komast inn í skólann. „Þetta er í rauninni bara jafnréttissjónarmið.“ Spurð hvort hún telji rétt að tala um kynjakvóta þar sem aðeins er tal- að um tvö kyn segir Guðrún Inga að það sé ekki alveg nákvæmt því regl- an kveði á um að ekki skuli innrita fleiri en 60 prósent af einu kyni. Jafnt hlutfall sé heppilegast „Hlutföll kynja eru allt önnur hjá okkur,“ segir Elísabet Siemsen, rektor Menntaskólans í Reykjavík. Hún segir skólann þess vegna ekki hafa þurft að velta kynjakvóta fyrir sér og bætir við að hlutföll skólans í dag séu þannig að stúlkur séu um 55 prósent og strákar 45 prósent. „Það er auðvitað alveg ljóst að það er heppilegast að hlutfallið sé sem jafnast, bara upp á eðlilegt félagslíf og svoleiðis.“ „Við höfum ekki haft áhyggjur af þessu hjá okkur í MH,“ segir Steinn Jóhannsson, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð. „Við höfum horft raunverulega bara á hvern einstak- ling fyrir sig, án þess að horfa á kyn- ið.“ Hann segir að ákvörðun Verzl- unarskólans veki athygli og muni eflaust koma af stað einhverri um- ræðu í sumum framhaldsskólum. Það verði þó bara að sjá hvert tíminn leiðir hvað varðar skólann, þetta hafi ekkert verið til umræðu þar. „Við erum með talsvert fleiri stúlk- ur en stráka en við höfum ekki velt al- varlega fyrir okkur kynjakvóta,“ seg- ir Kristinn Þorsteinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Hann segist þó ekki ætla að útiloka möguleikann á kvóta þar sem skólinn sé á svipuðu bili og Verzlunar- skólinn hvað varðar hlutföll. „Síðasta innritun var reyndar verri en það, þá var þetta þrjátíu prósent og sjötíu prósent, þannig að þetta er eitthvað sem við þurfum að hafa augun á.“ Kristinn segir það ákveðna aðferð að taka upp kynjakvóta til þess að leysa vandann, en það þurfi þó að velta fyrir sér sanngirninni fyrir þær stúlkur sem hafa lagt hart að sér en komast ekki í skólann sem þær sækja um sökum kynjakvóta. Aðrir skólar skoða ekki kynjakvóta - Verzlunarskólinn tekur upp kynjakvóta - Stúlkur 70% við innritun - Ákvörðunin veki eflaust umræðu í öðrum skólum Morgunblaðið/Eggert Kynjakvóti Guðrún segir ákvörðunina tekna til að tryggja jafnvægi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.