Morgunblaðið - 25.10.2021, Síða 10

Morgunblaðið - 25.10.2021, Síða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. OKTÓBER 2021 Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Dekton þolir mikinn hita. Það má setja heita potta og pönnur beint á steininn án þess að eiga það á hættu að skemma hann. Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum. Blettaþolið SýruþoliðHögg- og rispuþolið HÁTT HITAÞOL VIÐTAL Líney Sigurðardóttir Þórshöfn „Sumarvertíðin hefur gengið mjög vel, það hefur verið stutt stopp á mið- unum og síldin er stór og falleg,“ sagði Jón Axelsson, skipstjóri á Sig- urði VE-15, stuttu eftir að hann kom í höfn á Þórshöfn með 1.550 tonn af stórri og fallegri síld. Var það síðasta ferð hans til Þórshafnar í bili á þess- ari vertíð. Heldur meira þurfti að hafa fyrir makrílveiðunum í sumar, sigling á miðin var löng og makríllinn mjög dreifður og erfiður viðureignar, að sögn áhafnarinnar. Kolmunnaveiðar taka nú við hjá áhöfn Sigurðar, sem sigldi héðan til Vestmannaeyja þar sem skipt var um veiðarfæri. „Líklega verður þetta bara einn kolmunnatúr og síðan aftur á síld- veiðar í byrjun nóvember en þá er það íslenska síldin sem veiðist djúpt vestur af Reykjanesi,“ sagði Jón. Hann segir margt benda til þess að íslenski síldarstofninn sé að stækka og einnig er norsk-íslenska síldin í nokkuð lengri tíma hér við land en áður fyrr. Það styttist svo í loðnuvertíðina sem miklar væntingar eru bundnar við. „Við byrjum líklega loðnuveið- arnar djúpt út af Vestjörðum en á þeim árstíma hefur veðrið mikið að segja því allra veðra er von yfir vet- urinn. Vonandi verður komin loðna austan við Kolbeinsey eða á Gríms- eyjarsvæðið í lok nóvember,“ sagði Jón. Upplifað tímana tvenna Hann hefur alla starfsævi sína ver- ið á sjónum og býr yfir mikilli reynslu. Jón á að baki 21 ár hjá Ís- félagi Vestmannaeyja og hefur fylgst með breytingum og þróun í gegnum tíðina. Á Sigurði VE-15 eru tveir skipstjórar en á móti Jóni er Hörður Már Guðmundsson sem einnig er mikill reynslubolti. Miklar breytingar hafa átt sér stað í sjávarútvegi gegnum tíðina. „Skipin stækka og allur aðbúnaður hefur batnað. Sigurður VE-15 er útbúinn öllum fullkomnasta búnaði sem völ er á svo skipið fer mjög vel bæði með mannskapinn og aflann, einnig er stóraukinn tækni- og vél- búnaður að öllu leyti um borð,“ sagði Jón sem hefur upplifað tímana tvenna í uppsjávarveiðum, svo sem hrun loðnustofnsins oftar en einu sinni. Sífellt stærri skip kalla einnig á bætta hafnaraðstöðu í takt við þær breytingar sem eiga sér stað. Kláraði Járnmann á Ítalíu En lífið er ekki bara síld og sjó- mennska, Jón á sér ýmis áhugamál, sem flest tengjast útivist og hreyf- ingu. Á Þórshöfn má löngum sjá hon- um bregða fyrir á hlaupum meðan löndun stendur yfir en hann kláraði Ironman-keppni á Ítalíu í haust. Þangað fór hann ásamt Kristínu eig- inkonu sinni þar sem þau luku Iron- man 70,3 (½ Járnmanni) í september. Jón og áhafnir Vestmannaeyja- skipanna eyða einnig drjúgum tíma í íþróttamiðstöðinni á Þórshöfn meðan verið er að landa en löndun getur tek- ið allt upp í 2-3 sólarhringa, eftir stærð farmsins. „Á Þórshöfn er hægt að finna sér ýmislegt að gera, útivist eða veiðar en íþróttahúsið og sundlaugin ásamt stangveiði og skotveiði er líklega það vinsælasta hjá okkar mönnum,“ sagði Jón sem nú horfir bjartsýnn til næstu loðnuvertíðar eftir góða og gæfuríka sumarvertíð. Bjartsýnn um loðnu eftir gott sumar - Jón Axelsson, skipstjóri á Sigurði VE, alltaf unnið til sjós Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Reynsluboltar Jón Axelsson, skipstjóri á Sigurði VE-15, til vinstri, og Bjarki Kristjánsson yfirstýrimaður fá sér kaffisopa um borð og slaka á. Morgunblaðið/Birkir Ingason Þórshöfn Sigurður VE og gamli Júpíter, minna skipið, við bryggju. Hrundið hefur verið af stað í söfnuði Hallgrímskirkju í Reykjavík fjár- söfnun til stuðnings uppbyggingu nýrrar kirkju í Grímsey. Sem kunn- ugt er brann Miðgarðakirkja í sept- ember sl. og að undanförnu hafa margir heitið liðsinni sínu í því að reisa megi nýtt guðshús sem fyrst. „Kirkjur eru lífstákn hverrar byggðar,“ sagði sr. Sigurður Árni Þórðarson, sóknarprestur Hall- grímskirkju, í gærmorgun í predik- un við messu, sem var útvarpað á Rás 1. Í kirkjunni á Skólavörðuholt- inu í Reykjavík er hefð fyrir því að baukar gangi meðal messugesta og þannig er safnað peningum til vel- ferðarmála. Núna er Grímsey og bygging kirkju þar í deiglu. Auk messusamskota hefur sóknarnefnd Hallgrímskirkju ákveðið að leggja fjármuni úr styrktarsjóði sínum í Grímseyjarsöfnunina á móti því sem safnast við guðsþjónustur. „Oft hafa messusamskot í Hall- grímskirkju á ári verið fimm til sjö milljónir króna og nú bætist framlag við úr sjóðum kirkjunnar. Vonandi verður þetta eitthvað sem munar um,“ segir Sigurður Árni í samtali við Morgunblaðið. Í predikun sinni lét hann þess getið að Hallgríms- kirkja hefði að talsverðum hluta ver- ið byggð fyrir samskotafé. Þá hefðu margir sem starfi kirkjunnar tengj- ast í dag tengsl við eyjuna frægu á heimskautsbaug. „Kirkja er hverju samfélagi nauð- syn, ekki aðeins til að vera vettvang- ur um stóratburði lífsins, kveðja látna ástvini og félaga heldur eru kirkjur líka tákn um að nærsam- félagið lifir,“ sagði sr. Sigurður Árni í predikun sinni. sbs@mbl.is Grímseyjarsöfnun í Hallgrímskirkju - Samskot - Sókn- arnefndin bætir við - Kirkja er lífstákn Morgunblaðið/Sigurður Bogi Grímsey Endurreisn kirkju þar hefur víða verið heitið stuðningi. Theodór Kr. Þórðarson Borgarnesi „Hér í Borgarnesi er gott að vera með námskeið,“ segir Guðrún Pét- ursdóttir félagsfræðingur við frétta- ritara Morgunblaðsins en hún hefur haldið námskeið fyrir útlendinga á Hótel Borgarnesi frá því árið 2004. Eitt slíkt var haldið nýverið og fór kennslan fram á hótelinu og einnig í gamla Mjólkursamlaginu. Guðrún er eigandi og forstjóri ICI, Inter Cultural Ísland. Í fræðslu sinni leggur hún sérstaka áherslu á að vinna gegn fordómum og kynþáttahatri og uppfræða þátt- takendur um innflytjendamál og fjölmenningarleg samfélög. Hefur Guðrún sérhæft sig í fjölmenning- arlegri kennslu og samvinnunámi. Hún er höfundur bókanna „Fjöl- menningarleg kennsla“ (1999) og „Allir geta eitthvað – enginn getur allt“ (2003) og Diverse Society – Di- verse Classrooms (2018). Guðrún hefur haldið fjölda nám- skeiða bæði hérlendis og annars staðar í Evrópu auk þess að hafa tekið á móti fjölda evrópskra kenn- ara á námskeið hér á landi. Hún segir ICI leggja mikla áherslu á mikilvægi þess að vera í góðu sam- bandi við evrópskar stofnanir sem vinna að sambærilegum málefnum og ICI og hefur tekið þátt í mörg- um evrópskum samstarfsverk- efnum. ICI er m.a. í samstarfi við Rannsóknarmiðstöð Íslands (Rann- ís), Erasmus+, styrkjaáætlun ESB og fleiri aðila. „Það fer vel um okkur á Hótel Borgarnesi og í gamla Mjólkur- samlaginu, bærinn er lítill en hér er allt við höndina. Stutt að fara í alla þjónustu og frábær sundlaug og heitir pottar til að láta líða úr sér, bæði fyrir nemendur og kennara. Ég er reyndar sjálf ættuð úr Mýr- dal í Kolbeinsstaðahreppi og er nýbúin að flytja lögheimilið mitt þangað. Þannig að ég greiði út- svarið mitt til Borgarbyggðar í dag. Ég á góðar minningar um kaup- staðarferðir í Borgarnes þegar ég var lítil stelpa í sveitinni,“ segir Guðrún. Hópurinn sem var nú í Borgar- nesi kom frá Þýskalandi. Þátttak- endur eru allir í forsvari innflytj- endafélaga hinna ýmsu landa Afríku og hjá Guðrúnu lærðu þau að halda sjálf námskeið um fjölmenningu. „Það þarf ekkert að kenna þeim um fordóma, þar eru þau fullnuma, því miður,“ sagði Guðrún að lokum. Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson Borgarnes Þátttakendur á námskeiði um innflytjendamál ásamt Guðrúnu Pétursdóttur, félagsfræðingi og kennara, sem er önnur frá hægri í efri röð. Gott að halda nám- skeið í Borgarnesi - Lærðu að fræða innflytjendur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.