Morgunblaðið - 25.10.2021, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 25.10.2021, Qupperneq 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. OKTÓBER 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ S . F. C H R O N I C L E B B C T I M E O U T 84% SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Frábær ný mynd fyrir alla fjölskylduna með íslensku tali. L ögreglan er gjarnan skrefi á eftir glæpa- mönnum, jafnt í raun- heimi sem hugarheimi skálda, og það skref getur verið þyngra en tárum taki. Fritz Már Jörgensson fangar þetta vel í glæpasögunni Hjálp!, sem stendur vel undir nafni sem spennusaga. Séra Fritz hefur nú sent frá sér sjö glæpasögur og er því sjálfsagt víða heimilisgestur. Skrif hans eru í þægilegri kant- inum; hann dreg- ur fram það góða og leggur áherslu á kær- leikann. En tvær hliðar eru á öllu og þótt trúin sé góð ræður hún ekki alltaf við breyskleika, hvað þá ásetningsbrot af versta tagi. Höfundur lætur samt á þetta reyna og þótt færa þurfi fórnir sigrar réttlætið að lokum. Að þessu sinni fást helstu per- sónur Fritz við mjög alvarlega net- glæpi. Þær eru flestar kunnar úr fyrri bókum og því kemur fátt nýtt fram í fari þeirra. Valur Ólafsson, lögregluþjónn númer 344, heldur samt áfram að vekja athygli og er sérlega eftirminnilegur, enda leit- un að slíkum manni – eða hvað? Vinnan göfgar manninn, sam- kvæmt gömlu spakmæli, en öllu má ofgera, og löng fjarvera frá fjöl- skyldu og vinum getur haft áhrif til hins verra. Heilræði höfundar er að gefa ástvinum tíma og bendir sér- staklega á að Addi finni alltaf tíma til þess að hitta Dóru sína en þegar mikið sé að gera í vinnunni komist ekkert annað að hjá Jónasi. Það kunni ekki góðri lukku að stýra. Þetta er falleg hugsun og þörf ábending, en hefur í sjálfu sér lítið að gera með framgang sögunnar. Fléttan er ágætlega hugsuð og hraðinn mikill, enda er lögreglan í kapphlaupi við tímann. Hún veit hvert viðfangsefnið er, fylgist með atburðarásinni úr fjarlægð og get- ur lengi vel ekkert aðhafst. Sú sviðsmynd er í raun meira en nóg fyrir margan harðjaxlinn og fær blóðið til að renna. Sagan rennur vel, en sem fyrr er of mikið um endurtekið efni. Óþarfi er að taka oft fram að margir séu í fríi og sama á við um þörf fólksins til þess að njóta sólarinnar. Ef ekki í júlí, hvenær þá? Eins getur verið nóg af hinu góða að lesa um hvað þessi og hinn sé góður maður, ekki síst þegar í ljós kemur skömmu síð- ar að viðkomandi er heldur betur tvöfaldur í roðinu. Engu að síður er öllum hollt að vera minntur á mun- inn á réttu og röngu og það gerir Fritz ágætlega. Fritz Már „Fléttan er ágætlega hugsuð og hraðinn mikill, enda er lögreglan í kapphlaupi við tímann.“ Í kapphlaupi við tímann Glæpasaga Hjálp! bbbnn Eftir Fritz Má Jörgensson. Ugla 2021. Kilja. 256 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Undir lok níunda áratugar síðustu aldar leyndist á Húsavík viss pönk- og tilraunartónlistarsena. Þar var ein lykilhljómsveitin kassagítar- dúettinn Down & Out, stofnaður af tveimur Húsvíkingum, Ármanni Guðmundssyni og Þorgeiri Tryggvasyni. Þremur áratugum síð- ar tóku þeir félagar upp þráðinn og síðastliðinn föstudag kom út á streymisveitum fyrsta breiðskífa þessa dúetts sem ber titilinn Þættir af einkennilegum mönnum. „Þetta var alltaf bara svona kassagítardúett og við sömdum ægi- lega mikið af lögum og vorum svolít- ið að leika okkur að því að taka þau upp. Það var svolítið af fólki á Húsa- vík á þessum tíma sem myndaði alls konar hljómsveitir í mismunandi kombinasjónum og hélt árlega upp- skerutónleika og við, Down & Out, vorum einn af föstu punktunum í þessari senu. Þetta eru voðalega skrítin lög, mjög mikil óreiða í gangi. Við tókum þetta upp á spólur og áttum þetta. Svo lagðist þetta nú í dvala,“ segir Þorgeir um sögu hljómsveitarinnar. Flipp og grínagtugheit Löngu síðar, fyrir um fimmtán ár- um, verður níu manna hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir til en þar eru þeir Þorgeir og Ármann meðlimir. „Þar hafar eitt og eitt lag úr þessum sarpi ratað inn á plötur. Svo ákváðum við núna fyrir nokkru að prófa að koma þessu í einhvern útgáfuhæfan bún- ing. Við erum elstu mennirnir í Hálf- vitunum og við kölluðum á þann yngsta, Baldur Ragnarsson, sem er að hasla sér völl sem upptökumaður og pródúsent, og hann féllst á að gera tilraun með okkur.“ Þorgeir segir að lagatextarnir beri þess merki að vera skrifaðir af mönnum sem eru að skríða upp úr menntaskóla. „Það eru þarna orða- leikir, flipp og grínagtugheit. Við höfðum svolítið gaman af því setja saman kvæði. Við höfum stundum verið að reyna að semja lög í þessum stíl en við höfum ekki alveg fundið út hvernig við gerðum þetta þarna í gamla daga. Við höfum samið fullt af lögum síðan en það er einhvern veg- inn allt af öðru tagi.“ Verkaskipting Down & Out er svolítið á reiki. „Við syngjum dálítið mikið saman í einhverju sem með góðum vilja mætti kalla röddun en það er nú yfirleitt eitthvað mjög sér- kennilegt. Við sömdum þetta mikið saman sitjandi hvor með sinn kassa- gítarinn svo grunnurinn að öllum lögunum er kassagítarinn. En svo bjuggum við til í kringum það ein- hvern klassískan hljómsveitarbún- ing með bassa og trommum. Við snertum báðir á flestu og svo feng- um við liðsauka, Baldur upptöku- maður spilar mjög mikið og við ákváðum að allir hinir Hálfvitarnir væru í gestahlutverki einhvers stað- ar á plötunni.“ Steypa saman stílum Þorgeir segist hafa gert margar tilraunir til þess að lýsa tónlistinni. „Þetta er svolítið eins og tveir menn, sem vita ekkert hvað þeir eru að gera en eru búnir að hlusta aðeins of mikið á Spilverk þjóðanna, hafi kom- ið saman og reynt að gera eitthvað. Það heyrist sjálfsagt í sumu af því sem við gerum að við vorum svolítið að hlusta á Tom Waits, svona seinni partinn af ferli hans. Við erum að steypa saman stílum sem passa ekk- ert saman þannig að þetta hljómar eins og við höfum líka hlustað á Frank Zappa sem við höfðum ekki gert. Við erum eins og seinfær brokkhljómsveit,“ segir Þorgeir. Útkoman er orðin aðgengileg á tónlistarveitunni Spotify en verður einnig fáanleg á vínil og kassettum áður en langt um líður. „Það var nú hugsað sem smá svona „homage“ til fortíðarinnar. Við vorum svona kass- ettuband. En það er einhver smá kassettusena skilst okkur. Og það ætla einhverjir að eignast þetta á kassettum. Þetta eru svona safn- gripir svolítið. Þegar við fáum vínilinn, sem mér skilst að verði ekki alveg strax, mun- um við reyna að efna til einhverra útgáfutónleika og reyna að finna út hvernig við getum endurskapað þessa nýju búninga laganna á tón- leikum. Við erum ekki hljómsveit fyrirhyggjunnar þannig að við vitum ekki hvernig við ætlum að gera það.“ „Við erum eins og sein- fær brokkhljómsveit“ - Dúettinn Down & Out gefur út sína fyrstu plötu Ljósmynd/María Björt Ármannsdóttir Kassagítardúett „Svolítið eins og tveir menn sem vita ekkert hvað þeir eru að gera en eru búnir að hlusta aðeins of mikið á Spilverk þjóðanna.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.