Morgunblaðið - 25.10.2021, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 25.10.2021, Qupperneq 32
Listahátíðin List án landamæra mun fara fram dagana 26. október til 7. nóvember 2021. Á metnaðarfullri dag- skrá hátíðarinnar er lögð áhersla á list fatlaðs fólks. Tilgangur hátíðarinnar er að auka menningarlegt jafn- rétti og fjölbreytni með því að skapa faglegan vettvang og tækifæri fyrir fatlaða listamenn. Listamaður hátíð- arinnar árið 2021 er Steinar Svan Birgisson sem hefur frá blautu barnsbeini fengist við fjölbreytt listform enda er sagður búa í honum ótæmandi sköpunar- kraftur. Dagskrá hátíðarinnar má finna á listin.is. List fatlaðs fólks gert hátt undir höfði á List án landamæra ég get til þess að reyna að hafa já- kvæð áhrif á aðra. Það er líka mjög skemmtilegt.“ Hlaupið er um Ávaxtadalinn í Norður-Ítalíu í Tor Dés Geants. Það er skráð 330 km hlaup en Halldóra segir að það sé í raun 350 km með 30.000 m samanlagðri hækkun. Ljúka verði hlaupinu á innan við 150 klukkustundum eða sex dögum og sex klukkustundum. Halldóra hafði ekki aðstoðarmann á svæðinu en fékk stuðning í síma og á netinu að heiman frá Stefáni Braga Bjarna- syni og Elísabetu Margeirsdóttur. „Þau fylgdust með stöðunni og héldu mér við efnið, hann vakti mig þegar ég lagði mig og ýtti mér áfram,“ seg- ir hún. „Það er ekki til eftirbreytni að sofa eins lítið og ég gerði og það er erfitt að vera nánast sem ein í heiminum svona lengi, enda var ég farin að sjá álfa, fólk og hús í stein- um á leiðinni.“ Þrír aðrir Íslendingar hafa náð á leiðarenda í þessu fjallahlaupi. Þau eru Elísabet Margeirsdóttir, Stefán Bragi Bjarnason og Birgir Sævars- son. Að þessu sinni hófu 712 manns keppni og 431 komst í mark. Hall- dóra var í 9. sæti í 50-59 ára aldurs- flokki kvenna, í 40. sæti í hópi allra kvenna og í 377. sæti þegar á heild- ina er litið. „Ég er með áreynsluastma og átti ekki von á að ljúka keppni, því í hvert sinn sem ég fór yfir 2.100 metra hæð fékk ég hæðarveiki og astmakast. Ég þurfti því að gæta þess að fara ekki of hratt upp sem gerði það að verkum að ég varð að gefa í á niðurleið í keppni við tím- ann.“ Hlaupalífið heldur áfram og margt er á döfinni hjá Halldóru, en hún heldur úti síðu á netinu (hall- dora.is) þar sem hún greinir nánar frá hlaupinu og öðrum viðburðum. „Það er velferðarmál að hreyfa sig og þar tala ég af eigin reynslu.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé byrjaði markvisst að hlaupa fyrir áratug og náði hápunktinum á dögunum, þegar hún tók þátt í 350 km fjallahlaupinu Tor Dés Geants á Ítalíu. Hún kynnti sér svæðið í Ölp- unum í æfingaferð í ágúst og hljóp þá alls 210 km og þar af síðasta hlut- ann í keppnishlaupinu. „Sá undir- búningur hafði mikið að segja,“ segir Halldóra, sem var rúma sex daga að ná takmarkinu, hljóp samtals í 145 klukkustundir og 55 mínútur og svaf í rúmlega níu klukkustundir í heild- ina. Laugavegshlaupið 2011 var frum- raun Halldóru í keppni. „Árið áður byrjaði ég að hlaupa í hlaupahópn- um Bíddu aðeins með Bibbu, Bryn- dísi Baldursdóttur, sem tók fyrst ís- lenskra kvenna þátt í Ironman, og síðan hefur eitt leitt af öðru.“ Hall- dóra hefur til dæmis fimm sinnum keppt í Ironman, tvisvar hlaupið 100 mílna hlaup, einu sinni verið með í 200 km áfangahlaupi, sem tók sex daga, þrisvar hlaupið 100 km hlaup í Hong Kong og fimm sinnum verið með í Laugavegshlaupinu. „Mér telst til að ég hafi hlaupið 100 kíló- metra hlaup eða lengri samtals tíu sinnum.“ Var sófakartafla Kyrrsetufólk veigrar sér oft við að standa upp og hreyfa sig, en Hall- dóra hvetur alla til þess að láta á það reyna. „Ég var algjör sófakartafla, hafði mest gengið á milli nokkurra ljósastaura, en þegar ég byrjaði að vinna í Glitni, nú Íslandsbanka, 2008, fór ég að reyna að hlaupa,“ rifjar hún upp. Stjórnendur bankans hvöttu starfsfólkið til þess að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og styrkja gott málefni að eigin vali. „Ég gekk meira en hljóp hálft mara- þon á rúmum þremur klukkutímum og var mjög glöð með það, þótt tím- inn væri ekki góður og ég í engu formi. En hlaupabakterían var byrj- uð að hreiðra um sig og eftir fyrsta Laugavegshlaupið hefur nær allur frítími farið í æfingar og keppni.“ Auk þess að æfa og keppa hefur Halldóra þjálfað aðra og þannig miðlað af reynslu sinni. „Ég heill- aðist af hlaupunum og geri það sem Mesta afrek Halldóru - Hljóp 350 km fjallahlaup á Ítalíu á rúmum sex dögum Ljósmynd/getpica.com Búin Halldóra kemur í mark eftir 145 klukkustundir og 55 mínútur. 2021 MIÐASALAHAFIN! 18.DESEMBERÍHÖLLINNI FJARÐARKAUPOGGÓA KYNNA Í SAMVINNU VIÐCOCA-COLA EYÞÓRINGI · GISSURPÁLL HÖGNI · JÓHANNAGUÐRÚN MARGRÉTRÁN · STEFANÍASVAVARS SVALA · SVERRIRBERGMANN JÓLASTJARNAN ·SIGURVEGARI Í JÓLALAGAKEPPNI RÁSAR 2 FIT JÓLAGESTIR WWW.JÓLAGESTIR.IS MÁNUDAGUR 25. OKTÓBER 298. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Valsmenn héldu áfram sigurgöngu sinni í úrvalsdeild karla í handknattleik í gærkvöld þegar þeir fóru létt með KA á Akureyri eftir að hafa náð ellefu marka for- ystu strax í fyrri hálfleiknum. Valsmenn eru með tíu stig eftir fyrstu fimm leikina. Haukar og Fram unnu einnig sína leiki í gærkvöld. » 26 Valsmenn ekki í vanda með KA ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.