Morgunblaðið - 10.11.2021, Side 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 2021
Elsku amma
okkar.
Það er erfitt að
hugsa um að þú sért farin. Þú
varst svo skemmtileg og vildir að
öllum liði vel. Þú tókst alltaf svo
vel á móti okkur, passaðir að við
fengjum alltaf Lucky Charms
þegar við komum í heimsókn og
ís eftir hverja máltíð. Takk fyrir
að koma og horfa á alla fótbolta-
leikina, fyrir að leika við okkur
og leyfa okkur allt. Þú varst
besta amma í heiminum.
Kristín Sólveig
Eiríksdóttir
✝
Kristín Sól-
veig Eiríks-
dóttir fæddist 18.
ágúst 1964. Hún
lést 30. október
2021.
Útförin fór
fram 8. nóvember
2021.
Við elskum þig og
eigum alltaf eftir að
sakna þín.
Helgi Hafsteinn,
Kamilla Kristín og
Árni Hafberg.
Elsku Didda okk-
ar.
Lífið er skrýtið án
þín. Þú varst svo ein-
stök og áttir engan
þinn líka. Það var
alltaf svo mikið líf og fjör í kring-
um þig. Hreinskilni þín var hress-
andi og töffaraskapurinn aðdáun-
arverður. Kærleikurinn til þinna
var svo áberandi og það var alltaf
hægt að leita til þín. Þú varst ynd-
isleg tengdamamma og dásamleg
amma. Þú munt alltaf eiga stað í
hjörtum okkar og við verðum
duglegar að halda minningu þinni
á lofti fyrir barnabörnin þín sem
elskuðu þig svo heitt. Við munum
sakna þín sárt, elsku Didda.
Takk fyrir allt. Þínar tengda-
dætur,
Margrét (Magga), Silja og
Stefanía (Steffí).
Elsku Didda, þín verður sárt
saknað. Ég kynntist þér fyrir
u.þ.b. 30 árum og við höfum brall-
að ýmislegt skemmtilegt saman,
m.a. farið utan, í Hveragerði og
spilað kínaskák. Ég gæti talið
upp óendanlega marga jákvæða
hluti og rifjað upp skemmtilegar
stundir sem við áttum saman. Í
mínum huga varst þú alltaf glöð,
dugleg, hjartahlý, skemmtileg,
traust og gafst aldrei upp. Megi
allar góðu minningarnar um þig
styrkja fjölskyldu þína á þessum
erfiðu tímum.
Ó hve sárt ég sakna þín
sem lýstir mér inn í ljóðaheim
og lífs mér sagðir sögur
um landið okkar ljúfa
og lífsins leyndarmál.
(Haraldur Haraldsson)
Þín vinkona,
Ásta.
Rað- og smáauglýsingar
Fundir/Mannfagnaðir
Aðalskipulag
Hvalfjarðarsveitar 2020-2032
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur samþykkt að
skipulagstillaga Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar
2020-2032 verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30.
gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagstillagan
samanstendur af forsenduhefti, umhverfisskýrslu,
greinargerð, skipulagsuppdrætti fyrir þéttbýlin
Krossland og Melahverfi ásamt sveitarfélagsupp-
drætti.
Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 tekur
við af Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020.
Í nýja aðalskipulaginu er stuðlað að hagkvæmri
þróun byggðar á svæðinu, m.a. með því að skapa
sem best skilyrði fyrir atvinnuuppbyggingu og
blómlegt mannlíf til að gera búsetu á svæðinu
eftirsóknarverða. Áfram verður stuðlað að öflugum
landbúnaði, áframhaldandi fjölbreyttri iðnaðarstarf-
semi og fjölbreyttum atvinnutækifærum s.s. við
ferðaþjónustu, skógrækt, umhverfisvernd og
heilsueflandi starfsemi.
Skipulagsgögn eru aðgengileg á heimasíðu sveit-
arfélagsins; https://www.hvalfjardarsveit.is/
Aðalskipulagið er enn á vinnslustigi, en nú gefst
íbúum og öðrum hagsmunaaðilum kostur á að
koma með ábendingar og athugasemdir áður en
tillaga fer í formlegt auglýsingaferli.
Frestur til að skila inn ábendingum rennur út þriðju-
daginn 30. nóvember 2021 og skal skilað skriflega
á netfangið adalskipulag@hvalfjardarsveit.is eða
með bréfpósti stílað á skipulags- og umhverfisfull-
trúa Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranesi.
Kynningafundur verður auglýstur síðar.
Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Hvalfjarðarsveitar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Smíðastofa með leiðbeinandi kl. 9-14. Opin vinnustofa
kl. 9-12. Stóladans með Þóreyju kl. 10. Bónusbíllinn, fer frá Árskógum
6-8 kl. 12.55. Pílukast kl. 13. Dansleikfimi kl. 13.45. Hádegismatur kl.
11.30-12.30. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni, allir velkomnir.
Sími 411-2600.
Boðinn Leikfimi Qigong kl. 10.30. Handavinnustofa opin frá kl. 12.30-
15. Leshópur Boðans kl. 15. Sundlaugin er opin frá kl. 13.30-16.
Breiðholtskirkja Félagsstarf eldri borgara ,,Maður er manns gaman”
er kl. 13.15. Byrjum stundina kl. 12 með kyrrðar- og fyrirbænastund
og eftir hana er súpa og brauð. Í lok eldri borgara starfsins er svo kaffi
og meðlæti. Allir hjartanlega velkomnir.
Bústaðakirkja Opið hús frá kl. 13-16. Í dag kemur Halldóra með
Avon vörurnar og verður með kynningu ásamt öðru skemmtilegu
sem hún er með. Prestur verður með hugleiðingu og bæn, kaffið
góða frá Sigurbjörgu á sínum stað. Spilað og handavinna eins og
vant er. Hlökkum til að sjá ykkur.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Qigong kl. 7-8. Kaffisopi og spjall
kl. 8.30-11. Ljóðahópur Soffíu kl. 10-12. Spaugarar og spellarar Fellur
niður kl. 10.30-11.30. Línudans kl. 10-11. Hádegismatur kl. 11.30-12.30.
Spagettí bolonese með salati, hvítlauksbrauði og parmesan.Tíramísú.
Salatbar kl. 11.30-12.15. Kaplar og spil kl. 13.30.Tálgun með Valdóri kl.
13-15.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30.
Garðabær Pool-hópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi
kl. 10. Skák í Jónshúsi kl. 10.30. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13.
Brids og tvímenningur í Jónshúsi kl. 12.30–15.30. Stólajóga kl. 11 í
Kirkjuhvoli. Gler kl. 13 í Smiðju Kirkjuhvoli, Vatnsleikfimi Sjálandi kl.
15 / 15.40 og 16.20. Zumba Gold kl. 16.30.
Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8.30, heitt á könn-
unni. Memm fjölskyldustund, í fríi þessa viku. Döff félag heyrnar-
lausra frá kl. 12.30. Félagsvist frá kl. 13. Öllum velkomin.
Gjábakki Kl. 8.30 til 11.30, opin handavinnustofa og verkstæði. Kl. 10
til 11.15. Botsía, opinn tími. Kl. 12-14.30 postulínsmálun á verkstæði.
Kl. 13-15 bingó í aðalsal. Kl. 16-18 námskeið, Nafnlausi leikhópurinn.
Guðríðarkirkja. Félagsstarf eldri borgara í dag, miðvikudaginn 10.
nóvember kl. 12. Helgistund í kirkjunni og söngur, súpa og brauð hjá
okkur, verð 1000 kr. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir kemur og fjallar um
drauma og merkingu þeirra. Hlökkum til að sjá ykkur.
Gullsmári 13 Myndlist kl. 9. Botsía kl. 10. Postulínsmálun kl. 13.
Kvennabrids kl. 13.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi milli
kl. 9-11. Ganga með Evu kl. 10-11. Allir velkomnir. Útskurður með
leiðbeinanda kl. 9-12 500 kr. skiptið.
Hraunsel Billjard kl. 8-16. Stóla jóga kl. 10. Línudans kl. 11. Bingó kl.
13. Handverk kl. 13. Gaflarakórinn kl. 16.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps-
leikfimi kl. 9.45. Dansleikfimi kl. 10. Framhaldssaga kl. 10.30. Handa-
vinna, opin vinnustofa kl. 13-16. Brids kl. 13. Styttri ganga kl. 13.30.
Hádegismatur kl. 11.30–12.30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður.
Korpúlfar Glerlistanámskeið með Fríðu kl. 9 í Borgum. MORGUN-
LEIKFIMI kl. 9.45 í Borgum. Gönguhópar Korpúlfa leggja af stað kl. 10
frá Borgum og inni í Egilshöll, þrír styrkleikahópar og kaffispjall á
eftir. KorpúlfaKeila í Egilshöll kl. 10. KorpúlfaBingó í Borgum kl. 13,
allir velkomnir, 250 kr. spjaldið. Qigong með Þóru Halldórsdóttur kl.
16.30 í Borgum. Njótum saman og höfum gaman.
Seltjarnarnes Kaffikrókur alla morgna kl. 9. Leir Skólabraut kl. 9.
Botsía Skólabraut kl. 10. Billjard Selinu kl. 10. Kyrrðarstund í kirkjunni
kl. 12.Timburmenn Valhúsaskóla kl. 13. Glernámskeið í samráði við
leiðbeinanda. Handavinna, samvera og kaffi í salnum á Skólabraut kl.
13. Á morgun fimmtudag verður BINGÓ í golfskálanum kl. 14. Akstur
fyrir þá sem vilja frá Skólabraut frá kl. 13.30. Allir velkomnir.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur
fyrir veturinn og
tek að mér ýmis
smærri verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
með
morgun-
"&$#!%
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
Elskuleg eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
HRAFNHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á
Patreksfirði fimmtudaginn 4. nóvember
í faðmi fjölskyldu sinnar.
Útför fer fram frá Patreksfjarðarkirkju 13. nóvember
klukkan 14. Streymt á slóðinni bit.ly/patreksfjardarkirkja
Sæmundur Hólm Jóhannsson
Björg Sæmundsdóttir Brynjar Finnsson
Guðmundur J. Sæmundsson Eygló Hreiðarsdóttir
Fríða Eyrún Sæmundsdóttir Matthías Ágústsson
Jenný Kristín Sæmundsd. Erlendur Gíslason
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær sambýliskona mín, systir
og stjúpdóttir,
INGIBJÖRG JÓNASDÓTTIR
kennari,
Assens, Óðinsvéum,
lést laugardaginn 23. október
á sjúkrahúsinu í Óðinsvéum.
Indriði Sigurðsson
Grímur Þ. Jónasson
Jónína Herborg Jónsdóttir
Jón Atli Jónasson
Jónas Oddur Jónasson
Herborg Drífa Jónasdóttir
Pétur Jökull Jónasson
Margrét Johnson
Elísabet Johnson
Vala Ósk Arnardóttir
Hrönn Indriðadóttir
Indriði Örn Hrannarsson Leo
Sigurður Hrannarsson Leo
Elskuleg móður-
systir hefur kvatt
þessa jarðvist að-
eins 65 ára gömul. Fyrst man ég
eftir Önnu á Hamraendum í
Breiðuvík þegar við kíktum í
heimsókn til afa og Dísu ömmu.
Þá var hún stundum að sýna mér
gullin sín, kuðunga, skeljar og
servíettur. Við áttum það sam-
eiginlegt að leika ekki mikið með
dúkkur en dúkkulísur hentuðu
betur. Teiknuðum sjálfar föt og
lituðum til að hengja á dúkkulís-
urnar. Annars vorum við báðar
Anna Þórdís
Olgeirsdóttir
✝
Anna Þórdís
Olgeirsdóttir
fæddist 19. sept-
ember 1956. Hún
lést 19. október
2021.
Útför hennar fór
fram 2. nóvember
2021.
frekar hlédrægar
og kynntumst ekki
að ráði fyrr en Anna
kom og dvaldi vetr-
arlangt hjá okkur í
Staðarsveitinni. Þá
var ákveðið að hún
lyki grunnskóla-
göngunni á Lýsu-
hóli í stað þess að
fara í heimavistina í
Laugargerði. Anna
var meyja í stjörnu-
merki og það kom því ekki á
óvart hversu nákvæm og vand-
virk hún var í verkum sínum. Ég
man sérstaklega eftir því hvernig
hún braut saman sokka, fyrst
einn lagður niður og strokið yfir
hann, síðan hinn ofan á og strokið
yfir hann, síðan voru framleistar
lagðir til hálfs upp að fitinni og að
lokum var fit annars sokksins
opnuð og sokkunum smellt hvor-
um inn í annan, allt slétt og fínt.
Alltaf þegar ég brýt saman sokka
verður mér hugsað til þessa og
hve natin og flink hún var í öllu
handverki sínu. Á tímabili áttum
við báðar heima í Reykjavík og
áttum þá margar góðar stundir.
Ljósið í lífi hennar var þegar hún
eignaðist dóttur, hana Kristínu
Margréti. Anna var óskaplega
stolt af henni og það með réttu.
Þegar barnabörnin þrjú bættust
í hópinn ljómaði Anna, ömmu-
gullin hennar voru henni alltaf
efst í huga og þó sérstaklega eftir
að veikindin urðu þess valdandi
að hún varð að færa dvöl sína yfir
á Hjúkrunarheimilið Höfða á
Akranesi, en Anna hafði flutt á
Akranes þegar foreldrar hennar
brugðu búi og keyptu stórt hús
þar. Anna átti íbúð í kjallaranum
og leit þá eftir foreldrum sínum
eins og þurfti. Lífið hennar var
ekki alltaf auðvelt og mín trú er
að hún hafi ekki notið sannmælis
né skilnings þegar MS-veikindin
byrjuðu að segja til sín, hvorki
hjá læknum né öðrum því hún
fékk ekki greiningu fyrr en eftir
margra ára eða áratuga þrautir.
Og örugglega oft verið ranglega
dæmd af þeim sem ekki skilja
ósýnileg veikindi sem valda
verkjum, orkuleysi og þreytu.
Anna var einstaklega ljúfur og
hlýr karakter, hafði skemmtileg-
an húmor og brosið hennar lýsti
upp allt í kring, hún vildi ekki
kvarta, aðrir gengu fyrir og hún
vann sín störf við heimilishjálp
og umönnun eins lengi og hún
gat. Anna var dýravinur og elsk-
aði ketti. Þegar hún bjó á Akra-
nesi hlúði hún að öllum villikött-
um sem leituðu til hennar, þeir
áttu henni líf sitt að þakka. Ég
var svo lánsöm að kíkja í heim-
sókn til hennar um miðjan sept-
ember. Þá gátum við gantast og
hlegið saman en augljóst var að
mjög var af henni dregið enda
orðin rúmföst og lítið um að vera.
Elsku Anna, fallega brosið þitt
mun alltaf fylgja þér í minning-
unni. Hjartans samúð til ættingja
og vina.
María Lóa.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr
minningargreinum til birt-
ingar í öðrum miðlum nema
að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Minningargreinar