Morgunblaðið - 10.11.2021, Síða 20

Morgunblaðið - 10.11.2021, Síða 20
20 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 2021 120 OG 200 LJÓSA INNI- OG ÚTISERÍUR Við Fellsmúla | Reykjavík | Sími: 585 2888 | rafmark.is Kíktu á nýju vefverslunina okkar rafmark.is 40 ÁRA Gísli er Keflvíkingur, fæddur þar og uppalinn. Hann er með BSc.- gráðu í orkuverkfræði frá Háskóla Ís- lands og MSc.-gráðu frá Háskólanum í Álaborg. Gísli er orkuverkfræðingur hjá Verkfræðistofu Suðurnesja. „Akkúrat núna vinn ég við eftirlit á 20.000 fermetra viðbyggingu í Leifs- stöð. Áhugamálin eru fjölskyldan og fótbolti.“ FJÖLSKYLDA Sambýliskona Gísla er Stefanía Júlíusdóttir, f. 1989, viðskipta- stjóri hjá Isavia. Börn þeirra eru Sindri Snær, f. 2014, Berglind Eva, f. 2018, og strákur, sem fæddist í gær. Foreldrar Gísla eru Lárus Ólafur Lárusson, f. 1947, fv. sjómaður, og Ingibjörg Magnúsdóttir, f. 1947, vann hjá Verka- lýðsfélagi Keflavíkur og nágrennis. Gísli Lárusson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þar sem þú ert alltaf nærgætinn gæti það valdið vissum aðilum sársauka ef þú ætlar að vera hispurslaus. Reyndu að sýna þolinmæði og gott fordæmi. 20. apríl - 20. maí + Naut Þetta er ekki verri dagur en hver annar til að reyna eitthvað nýtt í eldhúsinu. Gefðu þér góðan tíma og leyfðu þínum innri manni að ráða ferðinni. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þig langar til að flýja hversdags- leikann í dag. Farðu á námskeið sem gagnast þér í vinnunni eða örva huga þinn. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þú þarft að hafa hlutina á hreinu áð- ur en þú tekur ákvörðun í veigamiklum mál- um. Skipulag getur aukið sjálfsöryggi þitt. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú gætir komist að mikilvægum upp- lýsingum í dag sem geta nýst þér vel í starfi. Líklega tengist það einhverju sem þú hefur lengi velt fyrir þér. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Gefðu þér tíma til að skoða þær breytingar sem eru að verða í lífi þínu. Þú kaupir eitthvað sem þig hefur lengi dreymt um en aldrei látið verða af. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þú munt njóta aukinnar athygli á næstu vikum. Þótt þér sé sýndur ýmis sómi skaltu varast að láta velgengnina stíga þér til höf- uðs. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Í dag er gott að leggja grunninn að verkum eða áætlunum. Forðastu allar venjur hins daglega lífs og gerðu eitthvað óvenjulegt. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Það er ekki hægt að gera svo að öllum líki og því skaltu halda þínu striki ótrauður. Leyfðu hlutunum að rúlla meira af sjálfu sér. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Láttu ekki smámuni vefjast svo fyrir þér að þú getir ekki sinnt því sem máli skiptir. Komdu böndum á peningamálin og fáðu rétta mynd af ástandinu. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þótt gott sé að hafa hlutina skipulagða og á hreinu getur verið spenn- andi að fara í óvissuferð við og við. Brettu upp ermarnar og gakktu glaður til verks. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú hefur í mörg horn að líta og vafa- samt hvort þú kemst yfir allt það sem þú þarft að klára. Hugur þinn er skarpur og at- hugull og ekkert fer framhjá þér. leiðsögumaður á eigin vegum. „Um 1980 fór ég að vinna með maka mínum við kvikmyndagerð, m.a. var ég aðstoðarframkvæmdastjóri við Snorra Sturluson, RÚV 1980, Jón Odd og Jón Bjarna, Norðan átta hf. 1981 og Á hjara veraldar; Kristín Jóhannesdóttir 1982. Að auki vann ég við bókhald og handritsskriftir fyrir ýmis kvikmyndaverkefni.“ Auður hefur alla tíð verið mjög virk í félagsmálum og stjórnmálafélögum og þar gekk mér vel alveg þar til ég missti heilsuna árið 1998.“ Auður var aðalféhirðir ÚÍ fram að sameiningu bankanna, í ársbyrjun 1990, var deildarstjóri í þjónustudeild Íslands- banka frá 1990 og síðan við útibúa- þjónustu hans til 1993 og var þjón- ustustjóri Íslandsbanka í Hafnarfirði 1994-2000. Auður var leiðsögumaður fyrir erlenda ferðamenn á Akureyri, einkum af skemmtiferðaskipum, 2009-2017 á vegum SBA og var líka A uður Auður Eir Guð- mundsdóttir er fædd 10. nóvember 1951 á Miklu- braut 1 í Reykjavík og ólst þar upp fram á fjórða aldursár hjá Helgu móður- ömmu sinni. „Árið 1955 komu foreldrar mínir frá námi og fluttust þá út á Seltjarn- arnes og bjó ég þar fram til ársins 1990. Ég var þó alltaf mjög nákomin Helgu ömmu minni og má segja að hún hafi alið mig upp til jafns við for- eldra mína. Seltjarnarnesið var á þessum árum mjög strjálbyggt og í raun sveit. Rétt fyrir ofan Útgarð var stórbýlið Nes þar sem Skúli Thor- arensen rak stórt kúabú. Tvær af dætrum bústjórans voru miklar vin- konur mínar og ég því heimagangur í Nesi frá 1960 til 1966 og tók þar þátt í öllum verkum sem við máttum koma nálægt. Í næstu húsum fyrir sunnan mig voru nágrannar okkar með kind- ur og hænur, stórt trésmíðaverkstæði og stórir kartöflugarðar voru á öllum lóðum enda þær stærri en nú. Mest fékk ég að kynnast sveitinni annars vegar á Grund í Skorradal þar sem við amma mín komum á hverju sumri til stuttra heimsókna og dvala og síðan á hverju sumri á Æsustöðum í Eyjafirði þar sem ömmubróðir minn var bóndi, líka stuttar dvalir frá 1955 til 1967.“ Auður tók landspróf í Gaggó Vest, Vonarstræti og varð stúdent 1971 frá MR. Um miðjan síðasta áratug tók Auður diplómanám í viðskipta- og rekstrarfræðum við Endurmenntun HÍ og lauk því með góðri 1. einkunn. Síðan hóf hún nám á eigin vegum í leiðsögn 2008 hjá endurmenntun og var í fyrsta hópi háskólamenntaðra leiðsögumanna sem útskrifaðist 2010, líka með góða 1. einkunn. Árin 1995 til 1997 stundaði hún nám í ítölsku hjá Paolo Turchi og lauk sex áföngum með 1. verðlaunum. Á fyrsta áratugn- um tók hún síðan nokkra áfanga í frönsku við endurmenntun HA. Eftir námið 1971 hóf Auður störf hjá Útvegsbanka Íslands. „Á þessu tímabili hóf ég tvisvar nám hjá HÍ en hætti eftir fyrsta misseri. En bankinn menntaði mig upp í framtíðarstarfs- mann, eins og það var kallað. „Megin- starfsferill minn var hjá bankanum allt fram til ársins 2011. Hún sat í stjórn Heimdallar 1969-70, var for- maður Æskulýðsráðs Seltjarnarness 1977-81, sat í varastjórn og stjórn Sambands íslenskra bankamanna 1987-95 og var þar ritari, var fulltrúi SÍB í samstarfsnefnd um Reiknistofu bankanna og sat í ýmsum fleiri nefnd- um. Auður sat í stjórn Norðurlands- deildar Gigtarfélags Íslands á ár- unum 2005-2011. Hún var einu sinni í framboði til bæjarstjórnar á Seltjarn- arnesi 1978. „Ég hef tekið þátt í ein- um gönguhóp 1992-1997, Göngum aftur, og síðan erum við hjónin hluti af svarthvítafélagi gamalla sjón- varpsmanna.“ Ritstörf Auðar hafa verið töluverð, að mestu leyti tengd kennslu í Banka- mannaskólanum og síðar við fræðslu starfsmanna Íslandsbanka 1986- 1998. Viðurkenningar hafa flestar verið tengdar því starfi sem og starfi Auðar sem aðalféhirðir ÚÍ. „Helstu áhugamál mín hafa verið í gegnum tíðina mikil fræðsluþörf, bókalestur með megináherslu á sögu, landafræði, félagsmál og tungumál. Þar með fylgir áhugi á ferðalögum og alls konar fræðsla tengd áfanga- Auður Eir Guðmundsdóttir, leiðsögumaður og fyrrverandi bankamaður – 70 ára Fermingarveisla Reykvíski hluti fjölskyldunnar í fermingarveislu barnabarns að norðan árið 2019. Alltaf haft mikla fræðsluþörf Hjónin Helgi og Auður stödd á Benidorm á Spáni árið 2018. Systkinin Þórdís, Auður, Helga og Guðmundur árið 2012. Til hamingju með daginn Njarðvík Eyvör Maren Árnadóttir fæddist 8. desember 2020 kl. 00.35 á Landspítalanum. Hún vó 4.030 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Ásdís Ólafsdóttir og Árni Þór Ármannsson. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.