Morgunblaðið - 10.11.2021, Blaðsíða 25
MENNING 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
NÝJASTA MARVEL STÓRMYNDIN
ER KOMIN Í BÍÓ
GEMMA
CHAN
RICHARD
MADDEN
KUMAIL
NANJIANI
LIA
McHUGH
BRIAN TYREE
HENRY
LAUREN
RIDLOFF
BARRY
KEOGHAN
DON
LEE
WITH KIT
HARINGTON
WITH SALMA
HAYEK
AND ANGELINA
JOLIE
O B S E R V E R E N T E R TA I N M E N T
Concertgebouw-hljómsveitin kemur
fram í Eldborg Hörpu í kvöld kl. 19.30
undir stjórn Klaus Mäkelä. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Hörpu eru
tónleikarnir hápunktur í dagskrá í til-
efni af 10 ára afmæli Hörpu. „Á efnis-
skrá tónleikanna eru tvær af stór-
brotnustu sinfóníum tónbók-
menntanna, sem tefla fram sterkum
andstæðum og gefa áhrifaríka sögu-
lega og listræna mynd af gullöld sin-
fónískrar tónlistar. Hin epíska sjötta
sinfónía Dímítríjs Shostakovitsj
ögraði sóvéskum gagnrýnendum árið
1939. Hún er full af togstreitu, spennu
og öfgafullum tilfinningum. Hin trega-
fulla sjötta sinfónía Tsjajkovskíjs, með
undirtitilinn „Pathétique“, var hinsta
kveðja höfundar til lífsins og er af
mörgum talin einn af hápunktum
sinfónískrar tjáningar,“ segir í til-
kynnningu frá Hörpu.
Þar kemur fram að Concert-
gebouw-hljómsveitin sé ein allra besta
sinfóníuhljómsveit heims. „Hljóm-
sveitin þykir skara fram úr fyrir silki-
mjúkan hljóm, mikla dýnamíska
breidd og gífurlega fjölbreytta nálgun
í túlkun.“ Hljómsveitin var stofnuð ár-
ið 1888 og á heimili sitt í tónlistarhús-
inu Concertgebouw í Amsterdam.
„Mörg þekktustu tónskáld sögunnar
hafa stjórnað flutningi hljómsveit-
arinnar á sínum verkum, þar á meðal
Richard Strauss, Gustav Mahler og
Igor Stravinsky. Hljómsveitin leikur
um 80 tónleika í sínum heimasal á ári
en leggur auk þess áherslu á tónlistar-
flutning í bestu tónleikasölum heims.“
Hljómsveitarstjóri kvöldsins er
Klaus Mäkelä. Hann er aðeins 25 ára
gamall „en er nú þegar einn eftir-
sóttasti hljómsveitarstjóri heims.
Hann hefur starfað sem aðal-
hljómsveitarstjóri Fílharmóníu-
hljómsveitarinnar í Osló frá 2020 og
verður auk þess aðalhljómsveitar-
stjóri Orchestre de Paris frá haustinu
2022. Klaus Mäkelä stjórnar reglulega
bestu sinfóníuhljómsveitum heims,
þar á meðal Concertgebouw-
hljómsveitinni.“ Samkvæmt núgild-
andi reglugerð um sóttvarnir þurfa
allir tónleikagestir að sýna neikvæða
niðurstöðu úr hraðprófi við komu á
viðburði og bera grímu meðan á við-
burðinum stendur.
Best Concertgebouw-hljómsveitin leggur áherslu á tónlistarflutning í bestu tónleikasölum heims.
Concertgebouw-
hljómsveitin í Hörpu
- Klaus Mäkelä stjórnar Shostakovitsj og Tsjajkovskíj
M
argir spennusagnahöf-
undar víða um veröld
hafa fjallað um mansal í
bókum sínum og tekist
misjafnlega að ná utan um viðbjóðinn
og ástæður hans, eins og gengur.
Lilja Sigurðardóttir er með íslenskan
vinkil á vandamálinu í Náhvítri jörð
og getur brosað framan í heiminn að
loknu góðu verki.
Að sumu leyti er Náhvít jörð sjálf-
stætt framhald af tveimur spennu-
sögum Lilju, Helkaldri sól, sem kom
út 2019, og Blóðrauðum sjó frá því í
fyrra. Áróra er enn að leita að systur
sinni, vinnan hefur forgang hjá
Daníel, Áróra hrífst af honum og
hann hefur taugar til hennar en sam-
skiptin eru gjarnan skemmtilega mis-
skilin. Lady Gúgúlú er á sínum stað,
tengsl Helenu við Söru eru í föstum
skorðum, hún er umhyggjusöm, þeg-
ar hún vill svo við hafa en föst fyrir og
ákveðin þegar á þarf að halda. Gömul
kynni rifjast upp en mynd helstu per-
sóna verður samt stöðugt skýrari og
þær gefa æ meira af sér.
Sagan er spennandi. Lilja skrifar
vel þéttan og úthugsaðan texta. Skýr-
ingar hennar á
umhverfi og líðan
eru á stundum
hreint afbragð
samanber byrjun
sögunnar. Ljóð-
rænar myndlík-
ingar segja sína
sögu og engum
dylst munurinn á
frænkunum
Elínu, sem malar eins og köttur, og
Áróru, sem urrar eins og rándýr.
Samræðurnar eru líka eðlilegar og
grípandi í heilsteyptri frásögn.
Húmorinn og íronían gera sitt
gagn, draga úr viðbjóðnum og dreifa
þannig huganum. Skotið á aðallækn-
inn í golfi er hárbeitt og hamborgara-
árátta Daníels vísar á veikan blett. Á
þessum vettvangi hefur Áróru verið
líkt við Lisbeth Salander og ljóst að á
Teslunni er hún komin fram úr Stellu
Blómkvist á silfurfáknum, svo enn ein
kvenhetjan sé nefnd í þessu sam-
hengi. Sergei á Yaris á heldur ekkert
í hana, en Ari á Benz á hugsanlega
framtíð fyrir sér. Meiri spurning er
um fyrrverandi tengdamóður Daníels
á Range Rover.
Ljóst er að Lilja er á góðri siglingu
og í því sambandi kemur sund-
sprettur Lárentínusar í köldu vatni
um miðjan vetur spánskt fyrir sjónir.
Það flokkast samt frekar sem yfir-
sjón en vel ígrunduð aðgerð og þegar
á heildina er litið er Náhvít jörð ekki
aðeins góð spennusaga heldur gott
innlegg í mikilvæga umræðu um
græðgi, glæpi og fordóma.
Íronía „Húmorinn og íronían gera sitt gagn, draga úr viðbjóðnum og dreifa
þannig huganum,“ segir í dómi um nýjustu glæpasögu Lilju Sigurðardóttur.
Græðgi, glæpir
og fordómar
Glæpasaga
Náhvít jörð bbbbn
Eftir Lilju Sigurðardóttur.
JPV útgáfa 2021. Innbundin, 313 bls.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR