Morgunblaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2021 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um lyf fyrir menn lagði til í gær að bóluefnið Comirnaty frá Pfi- zer/BioNTech yrði samþykkt til notk- unar hjá 5-11 ára börnum. Nú þegar er leyft að bólusetja 12 ára og eldri með efninu. Lyfjastofnun segir að það sé í höndum sóttvarnayfirvalda hvort boðið verður upp á bólusetningar þessa aldursflokks barna hér á landi. Börn sem eru 5-11 ára fá 1⁄3 af þeim skammti sem 12 ára og eldri er gef- inn. Þrjár vikur eiga að líða á milli bólusetninga eins og hjá þeim eldri. Rannsókn á virkni bóluefnisins hjá 2.000 börnum 5-11 ára sýndi að það er 90,7% virkt í vörn gegn einkennum Covid-19. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hefur heimilað notkun lyfjanna Ronapreve og Regkirona sem meðferð við Covid-19 á Evrópska efnahagssvæðinu. Þetta kemur fram á vef Lyfjastofnunar. Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlækn- ir ónæmisfræðideildar Landspítal- ans, segir þessi lyf vera sambærileg og að þau hafi verið notuð hér með undanþágu um nokkurn tíma. Auk þeirra hefur Remdisivir verið notað gegn Covid-sjúkdómnum. Hann segir að ekki megi gleyma því að bóluefnin gegn sjúkdómnum séu einnig lyf. „Það góða við þessi tvö lyf, Rona- preve og Regkirona, er að þeim sem fá þau innan 5-7 daga frá því að ein- kenni byrja farnast umtalsvert betur en hinum. Það er margfalt minni hætta á alvarlegum einkennum og innlögnum á spítala og gjörgæslu,“ sagði Björn. Lyfin virðast hins vegar ekki hjálpa ef sjúklingurinn er kom- inn með alvarleg einkenni. Lyfin þarf að gefa í æð og því eru þau alltaf gefin á spítala. Annar ókost- ur er að þessi lyf eru mjög dýr og hamlar það notkun þeirra. Þau eru einungis notuð í undantekningar- tilfellum hjá þeim sem þykja vera í verulegri hættu á að fá alvarlegan sjúkdóm án lyfjanna. „Ég tel að það mætti nota þessi lyf meira til að minnka líkurnar á lengri innlögn en það myndi kosta óhemjumikla pen- inga,“ sagði Björn. Víða er unnið að þróun nýrra lyfja gegn Covid-19. Björn kvaðst bíða spenntur eftir nýju bóluefni sem Pfi- zer hefur þróað gegn Delta-afbrigði nýju kórónuveirunnar. „Bóluefnið er enn í umsóknarferli. Hugsanlega mun það hafa meiri áhrif gegn stofnum veirunnar sem koma í framhaldinu af Delta-afbrigðinu. Þau bóluefni sem við höfum notað voru flest þróuð gegn upphaflega stofninum og sum að hluta til gegn Alfa-stofninum. Svo eru komnir Beta-, Gamma- og Delta- stofnar. Við erum komin nokkuð langt frá upphaflega stofninum. Þess vegna er alveg makalaust að þessi bóluefni skuli yfirhöfuð virka gegn Delta- stofninum. Það er líklega megin- ástæðan fyrir því að það þarf þennan örvunarskammt,“ sagði Björn. Bólusetja má 5-11 ára börn í Evrópu - Virkni bóluefnisins frá Pfizer/BioNTech er sambærileg hjá 5-11 ára og hjá 12 ára og eldri - Tvö ný lyf gegn Covid-19-sjúkdómnum hafa verið leyfð innan EES - Mikil áhrif á fyrstu stigum sjúkdómsins Morgunblaðið/Hari Kórónuveirufaraldur Bólusetningar og önnur lyf hamla gegn veikindunum. SVARTUR FÖSTUDAGUR 30% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM ALLA HELGINA KÓÐI Í VEFVERSLUN: SVARTUR LINDESIGN.IS Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tti ng a á sl ík u. At h. að ve rð ge tu rb re ys tá n fy rir va ra . 595 1000 Flug & hótel frá 49.350 19.950 Flug önnur leið Flugsæti grænum Austurvelli í Reykjavík. Ljósin á trénu verða kveikt á sunnudaginn, fyrsta sunnudag í aðventu, en ekki verður um sérstaka athöfn að ræða vegna samkomutakmarkana. Byrjað var í gær að skreyta jólatréð, Oslóartréð svonefnda, sem sett hefur verið upp á hvann- Morgunblaðið/Eggert Jólatréð á Austurvelli skreytt Læknir, sem grunaður er um að hafa borið ábyrgð á sex ótímabær- um andlátum á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, hefur verið starfandi á Landspítalanum á grundvelli tak- markaðs lækningaleyfis, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Land- spítalinn er eina stofnunin sem veitt getur lækninum slíka endur- hæfingu í von um að fá lækninga- leyfið aftur. Stjórnendur Landspítalans fund- uðu með landlækni í gær um nýj- ustu upplýsingar sem fram hafa komið í máli læknisins en hvorki Landspítalinn né embætti land- læknis hafa greint frá því hvað kom fram á fundinum eða hvert fram- hald málsins verður. Ásamt lækninum hafa tveir aðrir starfsmenn HSS verið kærðir til lögreglu vegna sama máls. Sætir rann- sókn en starfar enn - Endurhæfing á LSH Banaslys varð á níunda tímanum í gærmorgun á gatnamótum Gnoð- arvogs og Skeiðarvogs í Reykja- vík. Varð kona sem var gangandi vegfarandi fyrir strætisvagni. Dimmt og blautt var á slysstað. Öllum farþegum vagnsins ásamt vagnstjóra var boðin áfalla- hjálp. Í skriflegu svari Strætó bs. við fyrirspurn mbl.is segir að póstur hafi verið sendur á alla starfsmenn félagsins og þeim boðið að koma saman og ræða málin. Þá segir að Strætó muni reyna eftir bestu getu að aðstoða yfir- völd við rannsókn á tildrögum slyssins. Lýsti Strætó því yfir að hugur starfsmanna væri hjá konunni og aðstandendum hennar. Þá voru einnig allir farþegar sem í vagninum voru í gærmorg- un hvattir til þess að þiggja áfallahjálp. Gangandi vegfarandi lést í slysi - Bílstjóra og farþeg- um boðin áfallahjálp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.