Morgunblaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2021
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar
Evrópu um lyf fyrir menn lagði til í
gær að bóluefnið Comirnaty frá Pfi-
zer/BioNTech yrði samþykkt til notk-
unar hjá 5-11 ára börnum. Nú þegar
er leyft að bólusetja 12 ára og eldri
með efninu. Lyfjastofnun segir að það
sé í höndum sóttvarnayfirvalda hvort
boðið verður upp á bólusetningar
þessa aldursflokks barna hér á landi.
Börn sem eru 5-11 ára fá 1⁄3 af þeim
skammti sem 12 ára og eldri er gef-
inn. Þrjár vikur eiga að líða á milli
bólusetninga eins og hjá þeim eldri.
Rannsókn á virkni bóluefnisins hjá
2.000 börnum 5-11 ára sýndi að það er
90,7% virkt í vörn gegn einkennum
Covid-19.
Framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins hefur heimilað notkun
lyfjanna Ronapreve og Regkirona
sem meðferð við Covid-19 á Evrópska
efnahagssvæðinu. Þetta kemur fram
á vef Lyfjastofnunar.
Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlækn-
ir ónæmisfræðideildar Landspítal-
ans, segir þessi lyf vera sambærileg
og að þau hafi verið notuð hér með
undanþágu um nokkurn tíma. Auk
þeirra hefur Remdisivir verið notað
gegn Covid-sjúkdómnum. Hann segir
að ekki megi gleyma því að bóluefnin
gegn sjúkdómnum séu einnig lyf.
„Það góða við þessi tvö lyf, Rona-
preve og Regkirona, er að þeim sem
fá þau innan 5-7 daga frá því að ein-
kenni byrja farnast umtalsvert betur
en hinum. Það er margfalt minni
hætta á alvarlegum einkennum og
innlögnum á spítala og gjörgæslu,“
sagði Björn. Lyfin virðast hins vegar
ekki hjálpa ef sjúklingurinn er kom-
inn með alvarleg einkenni.
Lyfin þarf að gefa í æð og því eru
þau alltaf gefin á spítala. Annar ókost-
ur er að þessi lyf eru mjög dýr og
hamlar það notkun þeirra. Þau eru
einungis notuð í undantekningar-
tilfellum hjá þeim sem þykja vera í
verulegri hættu á að fá alvarlegan
sjúkdóm án lyfjanna. „Ég tel að það
mætti nota þessi lyf meira til að
minnka líkurnar á lengri innlögn en
það myndi kosta óhemjumikla pen-
inga,“ sagði Björn.
Víða er unnið að þróun nýrra lyfja
gegn Covid-19. Björn kvaðst bíða
spenntur eftir nýju bóluefni sem Pfi-
zer hefur þróað gegn Delta-afbrigði
nýju kórónuveirunnar. „Bóluefnið er
enn í umsóknarferli. Hugsanlega mun
það hafa meiri áhrif gegn stofnum
veirunnar sem koma í framhaldinu af
Delta-afbrigðinu. Þau bóluefni sem
við höfum notað voru flest þróuð gegn
upphaflega stofninum og sum að
hluta til gegn Alfa-stofninum. Svo eru
komnir Beta-, Gamma- og Delta-
stofnar. Við erum komin nokkuð langt
frá upphaflega stofninum. Þess vegna
er alveg makalaust að þessi bóluefni
skuli yfirhöfuð virka gegn Delta-
stofninum. Það er líklega megin-
ástæðan fyrir því að það þarf þennan
örvunarskammt,“ sagði Björn.
Bólusetja má 5-11 ára börn í Evrópu
- Virkni bóluefnisins frá Pfizer/BioNTech er sambærileg hjá 5-11 ára og hjá 12 ára og eldri - Tvö ný
lyf gegn Covid-19-sjúkdómnum hafa verið leyfð innan EES - Mikil áhrif á fyrstu stigum sjúkdómsins
Morgunblaðið/Hari
Kórónuveirufaraldur Bólusetningar og önnur lyf hamla gegn veikindunum.
SVARTUR
FÖSTUDAGUR
30%
AFSLÁTTUR AF ÖLLUM
VÖRUM ALLA HELGINA
KÓÐI Í VEFVERSLUN:
SVARTUR
LINDESIGN.IS
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
ng
a
á
sl
ík
u.
At
h.
að
ve
rð
ge
tu
rb
re
ys
tá
n
fy
rir
va
ra
.
595 1000
Flug & hótel frá
49.350
19.950
Flug önnur leið
Flugsæti
grænum Austurvelli í Reykjavík. Ljósin á trénu
verða kveikt á sunnudaginn, fyrsta sunnudag í
aðventu, en ekki verður um sérstaka athöfn að
ræða vegna samkomutakmarkana.
Byrjað var í gær að skreyta jólatréð, Oslóartréð
svonefnda, sem sett hefur verið upp á hvann-
Morgunblaðið/Eggert
Jólatréð á Austurvelli skreytt
Læknir, sem grunaður er um að
hafa borið ábyrgð á sex ótímabær-
um andlátum á Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja, hefur verið starfandi á
Landspítalanum á grundvelli tak-
markaðs lækningaleyfis, samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins. Land-
spítalinn er eina stofnunin sem
veitt getur lækninum slíka endur-
hæfingu í von um að fá lækninga-
leyfið aftur.
Stjórnendur Landspítalans fund-
uðu með landlækni í gær um nýj-
ustu upplýsingar sem fram hafa
komið í máli læknisins en hvorki
Landspítalinn né embætti land-
læknis hafa greint frá því hvað kom
fram á fundinum eða hvert fram-
hald málsins verður.
Ásamt lækninum hafa tveir aðrir
starfsmenn HSS verið kærðir til
lögreglu vegna sama máls.
Sætir rann-
sókn en
starfar enn
- Endurhæfing á LSH
Banaslys varð á níunda tímanum í
gærmorgun á gatnamótum Gnoð-
arvogs og Skeiðarvogs í Reykja-
vík. Varð kona sem var gangandi
vegfarandi fyrir strætisvagni.
Dimmt og blautt var á slysstað.
Öllum farþegum vagnsins
ásamt vagnstjóra var boðin áfalla-
hjálp. Í skriflegu svari Strætó bs.
við fyrirspurn mbl.is segir að
póstur hafi verið sendur á alla
starfsmenn félagsins og þeim
boðið að koma saman og ræða
málin.
Þá segir að Strætó muni reyna
eftir bestu getu að aðstoða yfir-
völd við rannsókn á tildrögum
slyssins.
Lýsti Strætó því yfir að hugur
starfsmanna væri hjá konunni og
aðstandendum hennar.
Þá voru einnig allir farþegar
sem í vagninum voru í gærmorg-
un hvattir til þess að þiggja
áfallahjálp.
Gangandi
vegfarandi
lést í slysi
- Bílstjóra og farþeg-
um boðin áfallahjálp