Morgunblaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 72
VIÐTAL Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Jólaóratórían er miðlægt glæsiverk í sögu þeirrar kirkjutónlistar sem tengist jólum. Fyrir þá sem þekkja er þetta kannski hápunkturinn á þeirri jólamúsík sem til er,“ segir Hörður Áskelsson organisti og stjórnandi um tónleika þar sem flutt verður Jólaóratórían eftir Johann Sebastian Bach. Tónleikarnir verða haldnir í Eldborgarsal Hörpu á sunnudag, 28. október, kl. 17. Flytjendur eru Mótettukórinn, Alþjóðlega barokksveitin í Reykja- vík og einsöngvararnir Herdís Anna Jónasdóttir sópran, Alex Potter kontratenór, Benjamin Glaubitz ten- ór og Jóhann Kristinsson bassi. Konsertmeistari er finnski fiðluleik- arinn Tuomo Suni en Hörður stjórn- ar. Jólaóratórían verður flutt í tilefni af fertugasta starfsári Mótettukórs- ins og Listvinafélagsins í Reykjavík sem er jafnframt 40 ára starfs- afmæli Harðar á Íslandi. Verkið, sem segir söguna af fæðingu Jesú, á sér langa sögu hér á landi og hefur notið mikilla vinsælda. Í sérstöku öndvegi „Það voru frumkvöðlar á undan mér sem fluttu þetta verk, Pólýfón- kórinn og Kór Langholtskirkju, þannig að Jólaóratórían heyrðist nokkuð reglulega. Það var yfirleitt í kirkjum nema að Pólýfónkórinn flutti hana margoft í Háskólabíói í dymbilvikunni. Ég var búinn að vera organisti og stjórnandi í Hallgríms- kirkju í 12 ár þegar ég flutti hana fyrst, það var gríðarlega spennandi. Ég hafði áður spilað með í hljóm- sveit þar sem Jólaóratórían var á dagskrá. Orgelið gegnir mikilvægu hlutverki, það fylgir guðspjalla- manninum í gegnum allt verkið, svo ég hafði kynnst verkinu þeim megin frá. Svo telst mér til að ég hafi flutt þetta sjö sinnum. Þetta verk hefur verið í sérstöku öndvegi og það eru engar óra- tóríur sem ég hef flutt oftar en þessa.“ Að þessu sinni verða fluttar fyrstu fjórar kantöturnar af sex. „Venjulega láta menn sér nægja að flytja fyrstu þrjár, það eru kantötur sem eiga við fyrsta, annan og þriðja í jólum. Á þessum tíma héldu menn hátíðarmessur á stóru hátíðunum þrjá daga í röð. En við flytjum fyrstu fjórar. Svo er framtíð- arhugmynd að flytja á næstu eða þarnæstu jólum aðrar kantötur, kannski fyrstu þrjár og síðustu eða næstsíðustu. Það höfum við líka gert. Ég hef upplifað það að hlusta á þær allar sex og það var mjög flott en löng seta.“ Mótettukórinn er fullur tilhlökk- unar að flytja þetta verk nú í annað sinn í Hörpu en kórinn flutti allar sex kantöturnar í nývígðri Hörpu á 30 ára afmæli sínu árið 2012. „Við höfðum fengið þá reynslu fyrir tíu árum tæpum að flytja órató- ríuna í Hörpu. Það var stórt fyrir- tæki. Við vorum svo vön Hallgríms- kirkju þannig þetta var mjög spenn- andi og svo var húsið nýtt. Þegar það kom til tals að gera þetta verk aftur þá pöntuðum við Hörpu. Þetta hafði fengið gríðarlega góðar undir- tektir þar og það er í bígerð, eftir að kórarnir fóru úr Hallgrímskirkju, að gera samstarfssamning við Hörpu. Það er í kortunum að við tengjumst Hörpu meira með einhverjum hætti. Þetta er ekki komið á hreint en það er mikill vilji fyrir þessu og okkur hefur verið mjög vel tekið í þessu húsi. Hljómburðurinn í Hörpu er mjög skýr og húsið er alveg frábært. En það er öðruvísi en Hallgríms- kirkja með sinn mikla og fallega eft- irhljóm.“ Af fullum krafti Flytjendur Jólaóratóríunnar eru tæplega 90 í heildina: 50 manna kór, 29 hljóðfæraleikarar, fjórir ein- söngvarar og stjórnandi. Það krefst skipulags. „Það er allt svo tauga- veiklað út af þessum blessaða far- aldri. Við þurfum sérstaklega að raða okkur upp á sviðinu með tilliti til sóttvarna. En það er búið að sam- þykkja það og við fáum góðan stuðn- ing til þess að leysa þetta.“ Hörður segir æfingarnar ekki hafa gengið eins auðveldlega og venjulega. „Við höfum þurft að fella niður æfingar. En við byrjuðum snemma að æfa og það er töluverð kunnátta í hópnum frá síðasta flutn- ingu á þessu verki, þótt það séu um fimm ár síðan. Kórinn kemur af full- um krafti inn í þetta.“ Stór hluti flytjenda kemur erlend- is frá og því mikið lán að það virðist ætla að takast að stefna þessu fólki saman. Hörður segir að vonast sé til að það fjölgi í hópi Íslendinga sem eru sérhæfðir í barokkflutningi. Það hafi orðið framfarir hér á landi und- anfarin ár og fjölgað í hópnum en ekki nægilega til þess að hægt sé að manna svona stóra barokkhljóm- sveit. Rúmlega tuttugu erlendir sér- fræðingar í barokkhljóðfæraleik koma því til landsins til að taka þátt í flutningnum. „Þeir eru hluti af Alþjóðlegu barrokksveitinni okkar, sem við stofnuðum og hefur fylgt okkur í yfir 20 ár og komið misoft á hverju ári og flutt með okkur marg- ar magnaðar óratóríur frá barokk- tímanum. Hún kennir sig núna við Reykjavík eftir að við fórum úr Hall- grímskirkju. Þetta er mikið sama fólkið, þótt það verði auðvitað alltaf mannabreytingar. Þetta er fyrsta flokks fólk, sérfræðingar í upp- runafluttningi og það hefur verið okkar gæfa að geta fengið þau svona oft hingað. Margt af þessu fólki er sjálfstætt starfandi og ferðast um allan heim. Það er reynslumikið og við græðum mikið á því.“ Alþjóðlega barokksveitin flytur Jólaóratóríu Bachs í fimmta sinn undir stjórn Harðar. „Það er gaman að þau eru svo miklir vinir, allt þetta fólk. Kjarninn kynntist í námi í Den Haag þar sem dóttir okkar lærði og hún kom okkur í samband við þetta fólk á sínum tíma. Þeim finnst svo ótrúlega gaman að koma saman. Þetta er alltaf eins og dásamlegt ættarmót þegar þau koma saman. Það er tilhlökkun að hittast og vera með svona frábærum flytjendum,“ segir stjórnandinn. „Þetta er bara ævintýri. Við erum farin að trúa því að þetta gangi upp. Við höfum verið áhyggjufull og þetta er flóknara en flest sem maður gerir. Ef það kemur ekki eitthvað þeim mun verra upp á þá verða þessir tón- leikar.“ Áskorun felst í aðstöðuleysi Hörður og kórarnir hans tveir, Mótettukórinn og Schola cantorum, kvöddu Hallgrímskirkju eftir ára- tuga starf í því húsi í kjölfar deilna við sóknarnefnd. Þótt samningur við Hörpu sé í kortunum segir stjórn- andinn að framtíðin sé nokkuð óljós. „Við erum með svolítinn hala á eftir okkur af viðburðum og stórum verk- efnum sem hafa frestast vegna Covid. Við erum búin að leggja niður drög að óskaverkefnum á næstu ár- um á ýmsum stöðum og það er spennandi. En maður saknar nátt- úrulega staðarins sem maður vann á í 39 ár. Ég upplifði ótrúlega hluti gerast í Hallgrímskirkju. Ég byrjaði að starfa þar áður en hún var full- byggð þannig ég upplifði vígslu kirkjunnar og vígslu stóra orgelsins. Svo hafði ég yfirumsjón með öllum tónlistarflutningi. Það sem er erf- iðast og maður þarf að venjast er að vera upp á aðra kominn með æfinga- aðstöðu og tónleikastaði. Það er flókið og það felst í því áskorun en það er svolítið gaman að fara víðar, ég neita því ekki.“ Hörður stefnir að því að halda tvenna jólatónleika, eina með Mót- ettukórnum og aðra með Schola can- torum. Hann segir þó að það ríki enn svolítil óvissa vegna ástandsins en þó sé búið að bóka jólatónleika Schola cantorum 15. desember í Kristskirkju, Landakoti og hefð- bundna jólatónleika Mótettukórsins, þar sem einsöngur og orgelið koma við sögu, 19. desember í Fríkirkj- unni. Þeir verði haldnir „ef Guð og veiran leyfir“. „Maður lifir svolítið einn dag í einu, það er ekkert annað í boði. Þetta er mjög spennandi. Það eru margir sem ætla að koma og það er eftirvænting í loftinu.“ Hópurinn „Þetta er mjög spennandi. Það eru margir sem ætla að koma og það er eftirvænting í loftinu,“ segir Hörður um tónleikana sem fram undan eru. „Þetta er bara ævintýri“ - Hin glæsilega Jólaóratóría Bachs flutt í Hörpu - Mótettukórinn, Alþjóðlega barokksveitin í Reykjavík ásamt einsöngvurum - Hörður Áskelsson segir hópinn hlakka til að koma saman Hörður Áskelsson 72 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2021 LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.