Morgunblaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 80
80 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2021 Þ ú færð aldrei sigrað þinn fæðingarhrepp, / stjúpmóð- urauga hans vakir yfir þér alla stund. / Með meinfýsn- um skilningi tekur hann ósigrum / þínum, afrekum þínum með sjálf- sögðu stolti.“ Þetta er úr ljóðinu Þú ert svona stór úr Þorpinu eftir Jón úr Vör. Ólaf- ur Ragnar Grímsson var lítill þegar hann fluttist að vestan, frá Þingeyri fremur en Ísafirði. En hann varð stór í Reykjavík. Og heimaslóðirnar fylgdu honum að Bessastöðum og Sámsstöðum þeg- ar „hallar í síðasta hluta ævinnar“ (86). Ég veit ekki nema betur megi sjá feril hans í ljóðinu en flestra annarra samtímamanna. Með báðum formerkjum og ævinlega í ökkla eða eyra; raust hans hefur verið hávær síðan 1970. Ósigrarnir sárir, sigrarnir stærri, formennska í Alþýðu- bandalagi, ráðherradómur og forseta- kjör, trekk í trekk eins og sagt var. Á Ísafirði voru kratar allsráðandi, vinstrið næstum allt á einum hesti. Þetta vildi Ólafur Ragnar færa upp á landið (10, 19-20). Hann var í þremur flokkum með þetta „leiðarstef“ (19) en árangurslaust. Nú járna fjórir flokkar sinn fótinn hver á hestinum, einn að vísu úti á hlaði þessi misseri. Líklega er markmið hans í þessum efnum enn á fertugu dýpi – ef það var þá mark- mið umfram eigin persónu, segja efa- semdarmenn. Ólafur Ragnar er einbirni og fór þriggja ára til afa síns og ömmu á Þingeyri vegna berklaveiki móður sinnar sem dvaldist langdvölum á Víf- ilsstöðum og Kristnesi. Á Þingeyri var hann sex ár og síðar oft um sumur. Grímur Kristgeirsson (1897-1971) rakari var 18 árum eldri en Svanhild- ur Ólafsdóttir (1914-1966) kona hans; Grímur átti tvö alsystkin en alls eign- aðist Kristgeir 18 börn; fjölskyldan var flókin (37). Brugðið er upp eft- irminnilegri mynd af Hjalta Krist- geirssyni (104-107). Lífið er aldrei ein- falt þegar pólitík og trú renna saman. Grímur rakari fluttist suður þegar drengurinn var 10 ára og þá samein- aðist fjölskyldan. Ólafur þekkti naum- ast móður sína. Þetta var stundum „ögrandi vandi“ (111) og lesandi skynjar vel fjarlægðina milli mæðg- inanna. Strákurinn flýði oft í bæk- urnar. Uppvaxtarárum er lýst við leiki og störf með vaxandi aldri; bækurnar mikilvægar, félagarnir, útvarpið í senn gleðigjafi og menntandi; allir þorpsbúar á Þingeyri áttu þátt í upp- eldi stráksins eins og tíðkaðist í kaup- túnum landsins. Afi og amma trúuð. Ólafur Ragnar var einfari öðrum þræði og er enn (115). Hann settist í Miðbæjarskóla í Reykjavík, hafði hlaupið yfir bekk fyr- ir vestan og varð ekki efstur í Miðbæj- arskólanum, ári yngri en félagarnir. „Úrslitin nokkuð undrunarefni; vissan um að vera á toppnum hafði fylgt mér að vestan“ (137). Síðan lá leiðin í landspróf í Vonarstræti til þess að komast í MR. „Innganga í MR var lykill að áhrifastöðu í framtíðinni. Það var mikið í húfi“ (132): „Í rúm hundr- að ár höfðu flestir leiðtogar landsins lokið prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík“ (144). Ellefu ára gamall sagði hann vini sínum að markmiðið væri að verða yngsti forsætisráðherra landsins (137)! Það heppnaðist ekki en Ólafur Ragnar sat þó forseta lengst í embætti! 20 ár. Hann stóð fyrir upp- reisn á fyrsta ári í MR gegn inspector scholae, tapaði, en lærdómurinn var þessi: „Að taka forystu varð sjálfgefið og eðlislægt“ (168). Hann rótaðist áfram: „Dugnaðurinn hefur löngum verið mér tvíeggjað sverð. Skilað góð- um verkum en líka öfund og and- stöðu“ (187). Ólafur Ragnar stamaði í æsku en náði stjórn á því með æfingu (41). Þjálfun í fundarsköpum og ræðu- mennsku fékk hann víða, í „krafti barnastúkunnar, skátastarfsins og fé- lagslífs skólanna [formaður Framtíð- arinnar einn vetur í MR] var ég næsta fullnuma þegar ég gekk inn á völl bar- áttunnar um völdin á Alþingi og í rík- isstjórn“ (118). En Ólafuŕ Ragnar þakkar mælskuna líka erfðum úr föð- urætt, frá Grími og Kristgeiri: „Ég hlaut svo þessa gáfu þeirra; fágaði við kennslu og á Alþingi. Í forsetatíð varð ýmsum tíðrætt um blaðalausar ræður mínar. Þótti einstakt; aðrir lásu bara texta“ (39). Kínverskir túlkar fórnuðu höndum. Grímur hvatti son sinn til dáða. Eft- ir honum er haft: „Strákurinn á eftir að sigra íhaldið!“ (87) „Í síðustu heim- sókn minni til pabba á spítalann kom þessi hvatning: „Segðu forystunni [í Framsókn] að þú ætlir inn á Alþingi; hvað sem það kostar!“ Hann dó um nóttina“ (93). Kjarninn í bókinni eru uppvaxtar- árin en sprotar teygja sig meira og minna upp úr flestum köflum til sam- tímans. Brugðið upp myndum af fólki fyrir vestan og syðra, andstæðingum og samherjum, ættingjum og vinum. Víða blasir við, bæði í frásögninn og milli lína hver klettur Guðrún Katrín var honum og ráðgjafi. Á köflum breytist Ólafur Ragnar í „við Búbba“. Ólafur Ragnar skrifar að jafnaði stuttar setningar, stíllinn verður fyrir vikið hraður og verður best lýst með dæmi. Guðmundur Karl Pétursson læknir gerði aðgerð á móður drengs- ins við berklunum: „Hann þróaði að- ferð sem nefnd var höggning. Rif voru tekin úr sjúklingum. Átti að draga úr sjúkdómnum og létta öndun. Svæfing var ekki notuð. Hinir berklaveiku vak- andi meðan rifin voru tekin. Níu úr mömmu. Morfín í stórum skömmtum“ (30). Iðulega er sleppt frumlagi eða umsögn svo gripin séu upp hugtök úr setningafræði. Neyðarlegar eru sögur af sam- skiptum Ólafs Ragnars og Davíðs Oddssonar þegar þeir fjandvinir sátu sinn í hvoru embætti forseta og for- sætisráðherra og Ólafur Davíðsson skólabróðir forseta var ráðuneyt- isstjóri og sendiboði (201). Gaman verður að fá sjónarhorn Davíðs! Mikill bálkur mynda fylgir þessari sögu, margar bráðskemmtilegar, en betur hefði þurft að vanda til mynda- texta, nafngreina fleiri menn sem hefði verið í lófa lagið. Eysteinn Jóns- son skipaði Guðlaug Rósinkranz þjóð- leikhússtjóra en ekki Hriflu-Jónas (218); ólíklegt er að Jónas hafi andað ofan í hálsmálið hjá Eysteini þegar hér var komið þótt vissulega væri Rósinkranz afar handgenginn Jónasi. Vikið er að tímaritinu Birtingi sem var boðberi nýrra tíma. Það var ekki einungis innihaldið, útlit og umbrot var nýtt í augum lesenda og ættað úr smiðju Harðar Ágústssonar (220). Rætur eru ekki einungis æsku- minningar fyrrverandi forseta, litaðar blikandi fjarlægð, heldur einkum staðfesting á metnaði og vottur um markvissa sókn til valda og áhrifa. Í þeirri atlögu tíðkuðust hin breiðu spjótin á báða bóga og ekki greri alltaf um heilt. Ekkert hefur hingað til bug- að leiftrandi sjálfstraust Ólafs Ragn- ars Grímssonar. Vissulega verður hann aldrei alþjóðareign, ef svo má segja. Ég held líka hann sækist ekki eftir því. Enginn frýði honum vits en meira var hann grunaður um græsku í hita baráttunnar, svo færð séu til nútímamáls gömul ummæli um valda- mann. Veldur hver á heldur Morgunblaðið/Árni Sæberg Í ræturnar Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrum forseti Íslands, á gangi með hund sinn í fyrra. Rætur eru ekki einungis æskuminningar fyrrverandi forseta, litaðar blikandi fjarlægð, heldur einkum staðfesting á metnaði og vottur um markvissa sókn til valda og áhrifa, skrifar gagnrýnandi meðal annars í rýni sinni um nýjustu bók Ólafs Ragnars. Æviminningar Rætur. Á æskuslóðum minninga og mótunar bbbbn Eftir Ólaf Ragnar Grímsson. Innbundin, 241 bls., myndir, skrár. Mál og menning, 2021. SÖLVI SVEINSSON BÆKUR Ilmur er ný litalína Slippfélagsins hönnuð í samstarfi við Sæju innanhúshönnuð. Línan er innblásin af jarðlitum, dempaðir tónar með gulum og rauðum undirtónum. Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga slippfelagid.is slippfelagid.is/ilmur Hör Leir Truffla Börkur Myrra Krydd Lyng Kandís Lakkrís Innblástur og nýir litir á slippfelagid.is Enski kvikmynda- leikstjórinn Rid- ley Scott kennir snjallsímum um laka aðsókn að kvikmynd hans The Last Duel eða öllu heldur unga fólkinu í dag sem alið sé upp við að horfa á snjallsíma. Scott lét þessi ummæli falla í hlað- varpsþætti Marc Maron, WTF, sem varð aðgengilegur á mánudaginn var. Kvikmynd Scott hefur skilað 27 milljónum dollara í miðasölu en kost- aði 100 milljónir að framleiða. „Ég held að þegar öllu er á botninn hvolft snúist þetta um að við erum með áhorfendur sem hafa alist upp við þessa fjandans snjallsíma,“ sagði Scott við Maron í þættinum. Sagði hann þennan tiltekna hóp aldamóta- kynslóðina sem „vildi ekki læra neitt nema það kæmi frá snjallsímanum“. Aldamótakynslóðin er ekki sú eina sem fékk á baukinn í spjallinu því Scott lét kvikmyndagagnrýnendur líka hafa það óþvegið og sagðist ekki hafa lesið gagnrýni frá því rýnir rakkaði niður Blade Runner árið 1982. Kennir snjallsímum um laka aðsókn Ridley Scott Með kveðju frá Íslandi, á ensku From Iceland With Love, er heiti sýningar Magdalenu Margrétar Kjartansdóttur sem opnuð var 6. nóvember í BAG – Banco das Artes Galeria, í Municipio Leiria í Portú- gal. Í kjölfar þátttöku Magdalenu árið 2019 í Münsterland Festival-listahátíðinni í Þýskalandi bauðst henni að sýna í BAG, að því er fram kemur í tilkynningu. Magdalena er fædd 1944 í Reykjavík og lauk námi frá grafík- deild Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Verk hennar á sýningunni, nítján stórar tré-og dúkristur, fjalla um reynsluheim kvenna sem hún tjáir á kröftugan hátt, að því er fram kemur í tilkynningu. Sýningin í BAG galleríinu í Leiria stendur yfir til 30. janúar á næsta ári. Grafík Verk eftir Magdalenu Margréti. Magdalena sýnir í BAG í Leiria
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.