Morgunblaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 73
MENNING 73
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2021
T
itill kvikmyndarinnar The
French Dispatch er nafn á
bandarísku dagblaði í
skáldaðri franskri borg á
20. öld. Arthur Howitzer Jr. (Bill
Murray), ritstjóri dagblaðsins The
French Dispatch, deyr skyndilega
úr hjartaáfalli. Samkvæmt óskum
hans skal útgáfa blaðsins tafarlaust
stöðvuð og í kjölfarið síðasta kveðju-
blaðið gefið út þar sem þrjár greinar
úr fyrri útgáfum blaðsins eru endur-
birtar ásamt minningargrein. Í
myndinni eru þessar þrjár sögur í
síðustu útgáfu The French Dispatch
lífgaðar við.
Kvikmyndinni hefur verið lýst
sem ástarbréfi til blaðamanna og er
hún innblásin af ást leikstjórans,
Wes Anderson, á tímaritinu The
New Yorker . Sum atriðin eru byggð
á raunverulegum persónum og
greinum úr tímaritinu. Fyrsta saga
myndarinnar segir frá geðveikum
listamanni, Moses Rosenthaler
(Benicio Del Toro), sem situr í
Ennui-fangelsinu fyrir morð þar
sem hann málar abstrakt nektar-
myndir af Simone (Léa Seydoux)
fangelsisforingja. Julie Cadazio
(Adrien Brody) listaverkasali er
strax heillaður af verkum hans og
sannfærir myndlistarunnendur um
að sýna þau. Fljótlega verða mál-
verk Rosenthaler stórverk innan
listaheimsins. Þessi saga er byggð á
„The Days of Duveen“, sex greinum
í The New Yorker um listaverkasal-
ann Lord Duveen.
Önnur saga myndarinnar fjallar
um hernámsmótmæli stúdenta í maí
árið 1968 og er innblásin af tvíþættri
grein Mavis Gallant „The Events in
May: A Paris Notebook“. Síðasta
sagan hefst á sjónvarpsviðtali þar
sem Roebuck Wright (Jeffrey
Wright) segir frá því þegar honum
var boðið í kvöldmat hjá lögreglu-
stjóra Ennui (Mathieu Amalric) þar
sem frægi lögregluþjónninn og
kokkurinn Lt. Nescaffies (Steve
Park) eldaði en nafn hans er fyndin
tilvísun í bæði skyndikaffið Nescafé
og franska kokkinn Escoffier.
The French Dispatch má líkja við
eina stóra myndfléttu eða teikni-
mynd. Hver saga er drifin áfram
með miklum hraða og margt á sér
stað á stuttum tíma en kvikmyndin
er ekki nógu einföld til þess að sá
stíll virki. Áhorfendum tekst ekki að
meðtaka það sem birtist þeim á
skjánum og þar sem litlum tíma er
eytt í hvert atriði verður persónu-
sköpunin mjög takmörkuð. And-
erson leggur þess í stað gríðarlega
áherslu á myndheildina (mise-en-
scène), framsetninguna í hverju
skoti fyrir sig og má líkja hverjum
ramma við listaverk þar sem öll
smáatriðin hafa hlotið merkingu.
Hægt er að færa rök fyrir því að
myndheildin, þ.e.a.s. allt sem sést
inn í myndarammanum, sé það sem
geri myndina. Anderson leyfir sér
þannig að leggja alfarið áherslu á út-
lit myndarinnar sem líkist oft setti í
leikriti þar sem engin áhersla er lögð
á raunsæi. Úr því verður til heillandi
tilbúin frönsk borg í allri sinni lita-
dýrð. Anderson leikur sér bæði með
hlutfallsstærð kvikmyndarinnar og
skiptist á að sýna hana í lit og svart-
hvítu. Breytingarnar frá svarthvítu
yfir í lit er hægt að skilja sem svo að
fortíðin elti einstaklinga nútíðar sem
er viðeigandi í þessu samhengi þar
sem Anderson er að færa greinar
fortíðar yfir á nútímaskjáinn. Breyt-
ingin á hlutfallsstærðinni, þ.e.a.s.
hæð og lengd ramma eins og það
birtist á skjánum, er hins vegar yfir-
leitt óskiljanleg nema í atriðinu þeg-
ar málverk listamannsins Rosen-
thaler er sýnt. Áður er
hlutfallsstærð skjásins þröng en
þegar freskan er sýnd stækkar hlut-
fallið þannig að freskan náist öll á
mynd. Í þessu atriði er breytingin á
hlutfallinu mikilvæg og gefur áhorf-
andanum hugmynd um hversu
þýðingarmikil freskan er.
Í The French Dispatch leggur
kvikmyndahöfundurinn, Wes And-
erson, meiri vinnu í kápuna heldur
en bókina sjálfa. Hann nýtir sér
kvikmyndaformið til fullnustu til að
skapa þá fallegu myndheild sem
birtist að skjánum. Þessi gríðarlega
áhersla á útlit myndarinnar bitnar á
söguþræðinum sem er óþarflega
flókinn og persónusköpuninni sem
er lítil sem engin þar sem litlum
tíma er eytt í hverja persónu. Í fyrri
myndum hans, eins og The Royal
Tenenbaums (2001) og The Grand
Budapest Hotel (2014), tekst And-
erson ekki á við sama vandamál en
þar er söguþráður og persónur ekki
síður áhugaverðar en leikmynd og
listrænt útlit myndarinnar. Fram-
setning The French Dispatch er
virkilega flott, eins og í flestum öðr-
um kvikmyndum hans, og maður
þarf ekki að þekkja vel til Anderson
til þess að vita að hvert smáatriði
hefur merkingu . Áhorfendum er
hins vegar ekki gefinn tími til þess
að rýna í flókna framsetninguna og
samhliða flóknum samræðum og
flókinni fléttu verður myndin yfir-
þyrmandi.
Best væri að lýsa The French
Dispatch á eftirfarandi hátt; myndin
er of einkennileg, meira segja fyrir
Wes Anderson-kvikmynd.
Anderson tapar sér
Kápa Anderson leggur meiri vinnu í kápuna heldur en bókina sjálfa í The French Dispatch, nýtir sér kvikmynda-
formið til fullnustu til þess að skapa þá fallegu myndheild sem birtist á skjánum, eins og gagnrýnandi kemst að orði.
Bíó Paradís og Háskólabíó
The French Dispatch / Síðasta
franska sendingin bbbnn
Leikstjórn: Wes Anderson. Handrit: Wes
Anderson. Aðalleikarar: Benicio Del
Toro, Adrien Brody, Tilda Swinton, Léa
Seydoux, Frances McDormand, Timot-
hée Chalamet, Lyna Khoudri, Jeffrey
Wright og5 Bill Murray. Þýskaland og
Bandaríkin, 2021. 108 mín.
JÓNA GRÉTA
HILMARSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
Hafdís Huld og Alisdair Wright
hlutu fyrir fáeinum dögum tvöfalda
platínuplötu fyrir plötuna Vöggu-
vísur sem kom út árið 2012. Hefur
platan notið vinsælda æ síðan og
hefur nú selst í yfir tuttugu þúsund
eintökum en í fyrra var hún mest
selda plata ársins. Hlýtur hún því
viðurkenningu fyrir, staðfesta af
Félagi hljómplötuframleiðenda.
Alda Music, sem gaf plötuna út,
óskar Hafdísi og Alisdair til ham-
ingju með áfangann og á meðfylgj-
andi mynd má sjá þau hampa hinni
tvöföldu platínuplötu.
Hlutu tvöfalda
platínuplötu
Platína Alisdair og Hafdís með platínu-
plötuna sem þau hlutu fyrir yfir 20 þúsund
seld eintök af Vögguvísum.
Hinn mikli smell-
ur kanadíska
tónlistarmanns-
ins The Weeknd,
Blinding Lights,
er nú orðinn vin-
sælasta lag allra
tíma á banda-
ríska vinsælda-
listanum Bill-
board. Hefur það
rutt smelli Chubby Checker, The
Twist, úr fyrsta sætinu en það lag
er frá árinu 1960.
Lag The Weeknd, sem er lista-
mannsnafn Abel Tesfaye, kom út í
nóvember fyrir tveimur árum og
var í 90 vikur samfleytt á lista
Billboard yfir vinsælustu lögin í
Bandaríkjunum. Billboard-listinn
er samantekt á mest spiluðu lög-
unum í útvarpi, smáskífusölu og
lagastreymi. Hefur listi Billboard
yfir 100 vinsælustu lögin verið tek-
inn saman í 63 ár, að því er fram
kemur í frétt á vef BBC.
Blinding Lights
vinsælla en Twist
The Weeknd
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
CHAN MADDEN NANJIANI McHUGH HENRY RIDLOFF
BARRY
KEOGHAN
DON
LEE
WITH KIT
HARINGTON
WITH SALMA
HAYEK
AND ANGELINA
JOLIE
O B S E R V E R E N T E R TA I N M E N T
94%
Frábær ný Fjölskyldumynd frá Disney
sýnd með Íslensku og Ensku tali