Morgunblaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2021 virkjunin, Búrfellsvirkjun, er und- anþegin gjaldskyldu samkvæmt þessum samningi vegna þess að ríkið lagði öll vatnsréttindi og réttindi í Þjórsá við Búrfell auk réttinda til vatnsmiðlunar við Þórisvatn og fleira sem hluta af stofnframlagi inn í Landsvirkjun við stofnun fyrir- tækisins árið 1965. Er því talið að fullgreitt sé fyrir réttindin, miðað við upphaflega stærð Búrfellsvirkjunar, 210 MW, með þeim samningi. Kárahnjúkavirkjun viðmiðið Með samningnum sem kynntur var í haust skuldbindur Landsvirkjun sig til að greiða ríkinu 84 milljónir á ári fyrir vatns- og landsréttindi virkj- ananna á Þjórsársvæðinu í 65 ár, auk verðbóta, frá 1. janúar 2017 að telja, auk 1,5 milljarða króna eingreiðslu fyrir afnotin á þeim tíma sem liðinn er frá gildistöku þjóðlendulaganna. Gjaldið virðist ekki hátt fyrir þau miklu verðmæti sem virkjanirnar skapa Landsvirkjun. Upphæðin kem- ur ekki að himni ofan, hún byggir á ýmsum fordæmum en mest er litið til niðurstöðu matsnefndar og dóms Hæstaréttar um vatnsréttindi Kára- hnjúkavirkjunar þar sem Lands- virkjun var gert að greiða 1,4% af stofnkostnaði virkjunarinnar. Ríkið sjálft var meðal landeigenda og fékk drjúgan hlut fjárhæðarinnar. Einnig er litið til samninga um Blönduvirkj- un en þar var gjaldið ákvarðað á sama hátt en hlutfallið er hærra í Kárahnjúkum vegna þess að sú virkj- un er hagkvæmari. Niðurstaða mats- nefndar sem dómstólar staðfestu grundvallaðist á því að bæta tjón landeigenda en ekki að veita þeim hlutdeild í ávinningi orkufyrirtæk- isins. Þess ber að geta að landeig- endur við Jökulsá voru óánægðir með niðurstöðuna, töldu vatnsréttindin miklu meira virði. Þessa viðmiðun mun einnig vera að finna í samskiptum stjórnvalda við ESA vegna skoðunar stofnunarinnar á hugsanlegri ríkisaðstoð við orku- fyrirtækin. Eftirlitsstofnunin taldi í ákvörðun sinni að ríkinu bæri að breyta lögum þannig að orkufyr- irtækjum sem nýta náttúruauðlindir í opinberri eigu til rafmagnsfram- leiðslu verði gert að greiða markaðs- verð fyrir. Það væri nauðsynlegt til þess að ekki verði litið svo á að orku- fyrirtækin nytu ólögmætrar ríkisað- stoðar sem raskaði samkeppni á raf- orkumarkaði. Ekki eru vísbendingar í ákvörðuninni um hvert endurgjaldið skuli vera en í svörum þáverandi stjórnvalda til ESA var vakin athygli á fordæmum, meðal annars nið- urstöðu dómstóla varðandi Kára- hnjúkavirkjun og samninga sem Landsvirkjun hafi gert við aðra, bæði fyrr og síðar, og grundvallast á sömu viðmiðunum. Grunnur útreikninganna í samn- ingunum við Landsvirkjun í haust er stofnkostnaðarverð virkjana eins og það var í ársreikningum Landsvirkj- unar í lok árs 2018. Vitaskuld skiptir þessi grunnur miklu við útreikning á leiguverði til ríkisins. Í ársreikn- ingum fyrirtækisins kemur fram að frá kostnaðarverði aflstöðva eru dregnar afskriftir og virðisrýrnun. Virði þeirra er háð mati stjórnenda á væntum nýtingartíma. Síðan er litið á kostnað við hverja kílóvattstund, í hverri virkjun fyrir sig, og hlutfallið lækkað eða hækkað miðað við sömu tölur í Kárahnjúkavirkjun. Það þýðir að gjaldið fyrir hagkvæmari virkj- anirnar er hærra en þeirra sem ekki eru eins hagkvæmar. Endurgjald vegna nýtingar lands- réttinda tekur mið af niðurstöðum matsnefnda eignarnámsbóta og samninga um sambærileg réttindi, að því sagt er. Aðrir fá sömu samninga Landsvirkjun er ekki eina opin- bera fyrirtækið sem rekur virkjanir. Flest stærstu orkuöflunarfyrirtækin, auk Landsvirkjunar, eru í eigu ríkis eða sveitarfélaga, svo sem Orka nátt- úrunnar, Orkusalan/Rarik, Orkubú Vestfjarða og Norðurorka. Ein- hverjar virkjanir þeirra eru á landi ríkisins. Í fréttatilkynningu um samning forsætisráðuneytisins og Landsvirkj- unar er tekið fram að gert er ráð fyr- ir að öðrum orkufyrirtækjum, sem eru í sambærilegri stöðu og Lands- virkjun, það er að segja þar sem ósamið er við ríkið vegna eldri virkj- ana, verði boðnir hliðstæðir samn- ingar. Samið um mikil verðmæti - Landsvirkjun greiðir ríkinu tiltölulega lágt gjald fyrir afnot af þjóðlendum á Þjórsársvæðinu til rafmagnsframleiðslu - Athugasemdir ESA ýttu á - Fyrirtækið gerði fyrirvara um greiðsluskyldu vegna eldri virkjana sem það hafði fengið leyfi til að koma upp án skilyrða um greiðslu eftirgjalds Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Vatnsafl Vatnsfellsstöð er ein þeirra virkjana sem samið var um við ríkið. Hún nýtir fallið í veituskurðinum á milli Þórislóns og Krókslóns. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Landsvirkjun greiðir ríkinu 90 millj- ónir króna á ári fyrir afnot af þjóð- lendum til rafmagnsframleiðslu í sex vatnsaflsvirkjunum á Þjórsár- Tungnaársvæðinu og hluta afls í þeirri sjöundu. Uppsett afl sem samningurinn nær til er liðlega 800 megavött eða sem svarar til liðlega 40% af uppsettu afli allra vatnsafls- virkjana fyrirtækisins. Hluta þessara virkjanaréttinda hafði Alþingi veitt Landsvirkjun án nokkurra skilyrða um endurgjald en eigi að síður samd- ist svo um að greitt yrði af öllum virkjununum nema upphaflegu Búr- fellsvirkjun og miðast gjaldið mikið við niðurstöðu dómstóla um vatns- réttindi Kárahnjúkavirkjunar. Forsætisráðuneytið og Lands- virkjun kynntu í haust samning um endurgjald Landsvirkjunar fyrir nýt- ingu vatns- og landsréttinda í þjóð- lendum á Þjórsársvæðinu. Lands- virkjun hafði almennt ekki greitt fyrir þessi réttindi en fengið þau af- hent með sérlögum. Eftir að þjóðlendulögin fóru að virka hófst athugun á gjaldtöku rík- isins vegna nýtingar auðlinda innan þeirra. Lögin kveða á um að ráðherra sé heimilt að ákvarða eða semja um endurgjald fyrir nýtingu réttinda innan þeirra. Það var síðan ákvörðun Eftirlits- stofnunar Efta (ESA) frá 2016, um að það teldist ólögleg ríkisaðstoð til orkufyrirtækja að heimila þeim að nota orkuréttindi í opinberri eigu án endurgjalds, sem ýtti á frekari und- irbúning og samninga við Lands- virkjun. Sömdu þrátt fyrir réttindi Ýmis álitamál komu upp í samn- ingaviðræðum forsætisráðuneytisins og Landsvirkjunar, að því er fram kom í kynningu á samningnum. Það á ekki síst við um greiðsluskyldu í þeim tilvikum sem réttindi hafa verið falin Landsvirkjun með sérlögum. Landsvirkjun telur að réttindum vegna eldri virkjana á Þjórsársvæð- inu hafi verið ráðstafað ótímabundið til fyrirtækisins með lögum fyrir gild- istöku EES samningsins eða fyrir gildistöku þjóðlendulaga og því taki ákvörðun ESA ekki til þeirra, að því er fram kemur í forsendum samn- ingsins. Samningurinn var því gerður með einhliða fyrirvara um greiðslu- skyldu Landsvirkjunar. Þetta á við um Sigölduvirkjun, Hrauneyjafossvirkjun, Sultar- tangavirkjun og stækkun Búrfells- virkjunar. Geir Arnar Marelsson, forstöðumaður lögfræðisviðs Lands- virkjunar, svarar því ekki beint þegar leitað er álits hans á því hvort Lands- virkjun hefði getað staðið á rétti sín- um í þessu efni, segir aðeins að ákveðin óvissa hafi verið með gjald- töku en samkomulag hafi orðið um að greiða fyrir nýtinguna enda vilji hjá Landsvirkjun að skila arði til eigand- ans og greiða fyrir nýtingu auðlinda þjóðarinnar. Þessu til viðbótar má geta þess að haft var eftir Herði Arn- arsyni, forstjóra Landsvirkjunar, í kynningu að samningurinn staðfesti nýtingarrétt fyrirtækisins og sá fyr- irsjáanleiki sé því mikilvægur. Þessi álitamál eiga ekki við um nýrri virkjanirnar á svæðinu, Vatns- fells- og Búðarhálsvirkjanir, enda var samningurinn tvískiptur. Sér samn- ingur var um þessar tvær virkjanir. Þegar ráðherra veitti leyfi til að nýta réttindin, í samræmi við sérstök lög þar um, var tekið fram að síðar yrði fjallað um endurgjald fyrir þau og það myndi miðast við upphaf afnota. Sjö virkjanir eru á Þjórsár- Tungnaársvæðinu. Elsta og stærsta Vatnsréttindi virkjana 5 SJÁ SÍÐU 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.