Morgunblaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 62
62 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2021
Sálm. 10.14
biblian.is
Þú gefur gaum að
mæðu og böli og
tekur það í hönd
þér. Hinn bágstaddi
felur þér málefni
sitt, þér sem hjálpar
munaðarlausum.
✝
Einar Pálmar
Elíasson fædd-
ist í Vestmanna-
eyjum 20. júlí 1935.
Hann lést 15. nóv-
ember 2021 á Heil-
brigðisstofnun Suð-
urlands. Foreldrar
hans voru Guðfinna
Einarsdóttir, f.
22.7. 1906, d. 16.10.
1999, og Elías Sig-
fússon, f. 17.3.
1900, d. 7.5. 1997. Bróðir Einars
er Sigfús Þór Elíasson, f. 31.1.
1944.
Hálfsystkini Einars eru, sonur
Guðfinnu, Sigurbergur Há-
varðsson, f. 12.11. 1927, d. 30.8.
2015, og börn Elíasar, Erna
Kristín Elíasdóttir, f. 21.3. 1926,
d. 17.4. 2020, og Sigfús Ágúst
Elíasson, f. 29.9. 1927, d. 4.11.
1948.
Einar kvæntist Sigríði Berg-
steinsdóttur, f. 12.4. 1941, frá
Laugarvatni 19.07. 1959. Þau
hófu búskap á Selfossi 1959, en
þau skildu árið 1986. Börn Ein-
ars og Sigríðar eru 1) Berg-
steinn Einarsson, f. 16.9. 1960,
maki Hafdís Kristjánsdóttir, f.
17.4. 1959. Börn þeirra eru; Sig-
ríður Edda, f. 1980, Brynjar, f.
1985, og Kristján, f. 1992. 2)
Guðfinna Elín Einarsdóttir, f.
14.3. 1963, d. 29.12. 2013, maki
Einar Jónsson, f. 28.1. 1958, d.
1.8. 2020. Börn Þeirra eru Elías
Örn, f. 1982, Þórunn, f. 1988, og
kvöðla á Selfossi í atvinnulífi og
flugmálum. Hann hóf eigin
rekstur við byggingastarfsemi
árið 1964 og framleiðslu stein-
steyptra röra árið 1968. Áratug
síðar stofnaði hann fyrirtækið
Set ehf. sem í dag er meðal
helstu iðnfyrirtækja landsins,
framleiðandi á foreinangruðum
fjarvarmarörum og fleiri vörum
fyrir veitukerfi. Á yngri árum
tók Einar þátt í stjórnmálastarfi
innan Alþýðuflokksins, einkum á
sveitarstjórnarstigi og var virk-
ur félagi í Varðbergi, félagi um
vestræna samvinnu í upphafi
sjöunda áratugarins.
Einar hóf flugnám hjá Flug-
skóla Helga Jónssonar árið 1973
og varð forgöngumaður að
stofnun Flugklúbbs Selfoss og
byggingu Selfossflugvallar árið
1974. Hann var mikill áhuga-
maður um byggingar og skipu-
lagsmál og setti um tíma mark
sitt á þá umræðu á Selfossi.
Hann var virkur félagi í Rót-
arýklúbbi Selfoss. Einar kom á
síðustu tveimur áratugum upp
merkilegu safni muna sem með-
al annars tengjast flugsögunni,
ekki síst starfsemi herflugvall-
arins í Kaldaðarnesi í seinni
heimsstyrjöldinni.
Útför Einars fer fram frá Sel-
fosskirkju í dag, 26. nóvember
2021, kl. 14.
Sýna þarf fram á neikvætt
hraðpróf við komu í kirkju sam-
kvæmt sóttvarnalögum.
Streymt verður frá athöfninni
á slóðinni (stytt slóð):
www.tinyurl.com/3nf4ppya
og
www.selfosskirkja.is
Hlekk á streymi má finna á:
www.mbl.is/andlat
Bertha Ágústa, f.
1990. Hálfbróðir
þeirra systkina
samfeðra er Jón
Þorkell, f. 1976. 3)
Örn Einarsson, f.
16.2. 1966, maki
Steinunn Fjóla Sig-
urðardóttir, f. 7.7.
1973. Börn þeirra
eru Kristín Rut, f.
1996, og Pálmar, f.
2002. Sonur Arnar
af fyrra sambandi er Björgvin
Heiðar, f. 1986. 4) Sigrún Helga
Einarsdóttir, f. 25.5. 1970, maki
Sverrir Einarsson, f. 3.3. 1967.
Börn þeirra eru Einar, f. 1992,
Þór, f. 1997, og Sif, f. 2008.
Barnabörnin eru tólf og barna-
barnabörnin eru fjórtán. Sam-
býliskona Einars í tæpa tvo ára-
tugi var Anna Pálsdóttir, f. 20.5.
1947.
Heimilið að Hásteinsvegi 15 í
Vestmannaeyjum, sem Elías fað-
ir Einars hóf byggingu á árin áð-
ur en Guðrún fyrri kona hans
féll frá, varð æskuheimilið með
foreldrum, þremur hálfsystkin-
um og yngri bróður.
Einar fór ungur að árum í
sveit í Mýrdal. Hann vann ýmis
störf í Vestmannaeyjum á yngri
árum og nokkur sumur við end-
urbyggingu Héraðsskólans að
Laugarvatni. Hann hóf nám í
húsasmíði hjá Kaupfélagi Árnes-
inga 1959 og útskrifaðist 1964.
Einar varð meðal helstu frum-
Komið er að kveðjustund. Góð-
ur afi og vinur er fallinn frá.
Það var alltaf nóg um að vera í
kringum afa og þannig vildi hann
hafa það. Ef eitt verkefni klárað-
ist tók ekki langan tíma að finna
það næsta. Eftir farsælt starf í
fjölskyldufyrirtækinu sneri hann
sér að nýjum viðfangsefnum.
Eitt af stærri verkefnunum
var safnið sem hann kom upp í
flugskýlinu. Það verkefni vatt svo
hratt upp á sig að það þurfti að
byggja við skýlið í tvígang. Með
tímanum varð safnið þekktara og
heimsóknir hópa urðu tíðari. Það
er mér minnisstætt hvernig hann
tók á móti gestum með ávarpi
sem endaði yfirleitt með svo gróf-
um brandara að sumir gestanna
tóku andköf, en aðrir höfðu gam-
an af. Safnið varð smátt og smátt
félagsmiðstöð gamalla vina og
kunningja sem nutu þess að vera
saman og að hafa eitthvað fyrir
stafni.
Flugferðir okkar eru mér of-
arlega í huga. Þá sérstaklega
ferðir okkar til Vestmannaeyja
en þar hafði afi mikla reynslu af
flugi og kenndi mér allar bestu
aðflugsleiðirnar með tilliti til
vinda. Heimþráin til Eyja hafði
upphaflega dregið hann í flugná-
mið og þangað sótti hann reglu-
lega. Þessum ferðum okkar
fylgdu margar skemmtilegar frá-
sagnir sem við rifjuðum reglulega
upp og festum við margar þeirra
á hljóðupptöku fyrir skömmu.
Af þessum frásögnum að
dæma hafa atvik í æsku, þá sér-
staklega bróðurmissir, mótað
þann mann sem afi hafði að
geyma mun meira en hann þorði
að viðurkenna.
Afi hafði gaman af brasinu á
mér og var aldrei langt undan
þegar staðið var í framkvæmdum
af einhverju tagi. Hann fylgdist
með og kom gjarnan með góðar
ábendingar um hvernig gera
mætti hlutina betur. Hann kenndi
mér að halda áfram, gefast ekki
upp og að taka gagnrýnisraddir
ekki of nærri mér. Það hefði hann
sjálfur viljað tileinka sér fyrr.
Með tímanum fór parkinson-
sjúkdómurinn að bíta hraðar og
þurfti hann þá á aðstoð að halda
við daglegar þarfir. Það var ekki
til umræðu að fara inn á stofnun
eða dvalarheimili. Hann lét frek-
ar gamlan draum rætast og inn-
réttaði raðhús næst flugskýlinu
svo hann gæti gengið þangað yfir
hvenær sem er. Með ótrúlegum
dugnaði, og þrjóskuna í fartesk-
inu, tókst honum að búa heima
mun lengur en við mátti búast.
Það var ekkert sem gat heft
framkvæmdaviljann og sköpun-
arkraftinn og voru síðustu árin
nýtt í að mála myndir og önnur
áhugamál og verkefni heima fyr-
ir.
Fyrir vináttu okkar er ég afar
þakklátur og þá sérstaklega fyrir
að hafa smitast af flugáhuganum
sem mótaði líf okkar beggja.
Þetta sameiginlega áhugamál
varð til þess að við tengdumst
sterkum og órjúfanlegum vina-
böndum.
Ég mun sakna þess að heyra
afa segja: „Góða ferð – farðu var-
lega,“ sama hvert förinni var heit-
ið. Því kveð ég hann nú með sömu
orðum:
Góða ferð – farðu varlega afi
minn.
Kristján Bergsteinsson.
Dugnaður, áræði, þrjóska og
vinnusemi eru allt orð sem koma í
hugann þegar ég minnist Einars
stóra bróður míns. Á Hásteins-
veginum í Eyjum þar sem við ól-
umst upp var það oft hlutskipti
Einars að sjá um mig, níu árum
yngri. Margar af mínum fyrstu og
bestu minningum tengjast því
Einari sem lék og spilaði við mig,
dró á sleða, las fyrir og svæfði
meðan foreldrar okkar voru í
vinnu, oft langt fram eftir kvöldi á
vetrarvertíðum. Einar fór
snemma að vinna eins og gekk og
gerðist í Eyjum um miðja síðustu
öld. Hann eignaðist sinn fyrsta
bíl, gamlan herjeppa, strax við
bílprófsaldur. Móður okkar, sem
var af kreppukynslóðinni, fannst
eyðslusemin voðaleg og notaði
matmálstíma til að predika ráð-
deild yfir sonunum. Mér fannst
bíllinn aftur á móti ekkert smá
flottur, enda fáir einkabílar þar
1952 og því síður í eigu táninga,
og ekki ónýtt fyrir átta ára peyja
að fá að rúnta með stóra bróður.
Einar var vinmargur og þegar ár-
in liðu var litli bróðir oft ósáttur
við að vera ýtt út úr herberginu
þegar Bölli, Guðni eða Gaui á
Kirkjubæ og fleiri komu í spjall
og hátt var spilað á fóninn.
Um tvítugt var Einar að mestu
fluttur frá Eyjum. Fyrst var það
sumarvinna á Laugarvatni, síðan
mjólkurbílaakstur uns hann hóf
nám í trésmíði hjá KÁ. Einar
stefndi strax hátt og hóf eigin
rekstur strax að smíðanámi
loknu. Faðir okkar, alvanur húsa-
smíði, var honum í byrjun til
halds og trausts og ég, ungling-
urinn, vann hjá honum tvö sumur
og bjó þá hjá honum og Siggu.
Reksturinn gekk brösuglega og
Einari neitað um lánsfé og lóðir í
bænum, enda tilheyrði hann ekki
„maddömunni“ sem öllu réð á
Selfossi á þessum árum. Hann
sneri sér þá að steinrörasteypu
og uppsteypu súrheysturna.
Frumkvöðullinn Einar gerði sér
fljótt grein fyrir að steinrör væru
ekki framtíðin og stofnaði plast-
röraverksmiðjuna Set, sem er nú
orðið stórfyrirtæki með verk-
smiðjur á Selfossi og í Þýskalandi
og vörudreifingu í mörgum lönd-
um. Einar var sannur krati eins
og verkalýðsleiðtoginn faðir hans
í Eyjum, og tók um tíma virkan
þátt í bæjarpólitíkinni á Selfossi.
Eftir að Alþýðuflokkurinn gekk
inn Samfylkinguna, sem Einari
hugnaðist lítið, skipti hann sér lít-
ið af stjórnmálum.
Í miðjum öldugangi lífsins lauk
Einar einkaflugmannsprófi og
fest kaup á lítilli flugvél. Hann
þekkti illa orðið ómögulegt, og
þar sem ekki var flugvöllur á Sel-
fossi byggði hann bara flugbraut
á mel fyrir sunnan bæinn. Hann
naut þess að fljúga vítt og breitt
um landið, og ótal sinnum var
skroppið til Eyja og oftar var mér
boðið með en ég gat þegið. En
gott var að eiga hann að þegar er-
lenda gesti bar að garði, en útsýn-
isflug í boði stóra bróður gerði
alltaf lukku. Einnig kom Einar
upp viðamiklu safni, einkum með
munum sem tengdust herflug-
vellinum í Kaldaðarnesi. Þar er
einnig upprunalegur herjeppi,
svipaður fyrsta bíl Einars, nema
ekki með Egilshúsi eins og sá
fyrri. Safnið ber handlagni og
skipulagshæfileikum Einars
glöggt merki, en eftir hann liggur
líka fjöldi listrænna ljósmynda,
teikninga og málverka.
Við Lóa sendum fjölskyldunni
samúðarkveðjur.
Sigfús Þór Elíasson.
Þegar Einar, vinur minn í
meira en 60 ár, er allur vil ég
minnast hans með nokkrum
þakkarorðum.
Þegar ég var til heimilis hjá
tengdaforeldrum mínum í Vest-
mannaeyjum sumarið 1957 var
vinskapur milli foreldra Einars
og tengdaforeldra minna, enda
nágrannar á Hásteinsveginum.
Við Einar byrjuðum búskap um
svipað leyti á Selfossi, laust fyrir
1960. Þá bað hann mig að hjálpa
sér að innrétta tveggja herbergja
íbúð í nýju húsi við Eyraveg, sem
þau hjón hann og Sigríður fengu
leigt með því að innrétta sjálf.
Síðan byggðu þau fljótlega ein-
býlishús við Engjaveg. Einar
hafði lært húsasmíði og vann
sjálfstætt við húsbyggingar
fyrstu árin en stofnaði fljótlega
fyrirtæki sitt í röraframleiðslu
sem óx jafnt og þétt og er í dag
stórfyrirtækið Set undir stjórn
sona hans Bergsteins og Arnar
sem tóku við þegar aldur færðist
yfir Einar.
Þegar ég fór í sveitarstjórn á
Selfossi vorið 1974 fyrir Alþýðu-
bandalagið leituðu þeir strax
samstarfs við mig Einar og Stein-
grímur Ingvarsson sem þá var
fulltrúi Alþýðuflokksins í sveitar-
stjórn. Einar var í forystu fyrir
Alþýðuflokkinn. Þetta samstarf
okkar var alla tíð gott og síðan
varð Samfylkingin til um alda-
mótin 2000. Það munaði um Einar
hvar sem hann lét til sín taka.
Þeir Einar og Jón Guðbrandsson
dýralæknir voru frumkvöðlar að
gerð Selfossflugvallar ásamt Jóni
I. Guðmundssyni yfirlögreglu-
þjóni. Þegar Samfylkingin keypti
samkomusalinn á Eyravegi 15
leitaði ég til Einars um stuðning,
sem varð til þess að Set gaf borð
og stóla fyrir 70 manns í salinn.
Það var myndarlegt framlag. Um
tíma áttu þeir Einar og Jón I.
Guðmundsson saman flugvélina
TF P.J.E. sem gamansamir menn
sögðu að þýddi „Perluvinir Jón og
Einar“.
Líklega er Einar þekktastur
fyrir flugsögu- og stríðsminjasafn
sitt sem hann byggði yfir rúmgóð
húsakynni við Selfossflugvöll.
Þetta er í raun fjölbreytt safn,
þarna eru líka fornbílar og stórt
mannamyndasafn en myndirnar
hefir Einar tekið sjálfur. Þarna
var hann öllum stundum síðustu
árin. Safnið er vel þekkt og mikið
sótt af ferðafólki.
Ég heimsótti Einar að jafnaði
einu sinni í mánuði og átti með
honum skemmtilegar viðræðu-
stundir. Að síðustu sótti parkin-
sonveikin hart að Einari og felldi
hann að lokum. Góður drengur er
genginn. Ég þakka fyrir löng og
góð vinakynni.
Við hjónin færum hans nán-
ustu innilegar samúðarkveðjur.
Sigurjón Erlingsson.
Einar Elíasson kom ungur frá
Vestmannaeyjum hingað á Sel-
foss með saltið í skegginu, at-
hafnaþrá í blóðinu og jafnaðar-
mennsku í hjartanu. Drengur
sem alinn var upp í Vestmanna-
eyjum og vissi ungur hvað vinna
var og lærði að vertíð og aflahrota
gáfu engum grið og skildu eftir
peninga og kraft í samfélaginu. Í
sextíu ár hefur Selfoss notið elju
og krafta Einars. Hingað flutti
hann 1959 og fimm árum síðar
var hann kominn með eigið bygg-
ingafyrirtæki, byggði íbúðarhús
og votheysturna um allar sveitir.
Steypuiðjan óx í höndum hans og
varð frumburður að stofnun SET
h/f sem í dag er stórveldi í iðnaði á
Íslandi og starfar jafnframt í
Þýskalandi og Danmörku með
útibúi í Reykjavík. Nú stýra synir
Einars og Sigríðar Bergsteins-
dóttur þessu stórveldi. Hér á Sel-
fossi var Einar einn helsti frum-
kvöðull í atvinnulífi bæjarins og í
flugmálum.
Einari fylgdi hressandi and-
blær og kraftur og hann var
óhræddur að mæta samkeppni og
nýjum straumum í samfélaginu.
Oft kom ég til þeirra Set-feðga og
hlustaði á ræður þeirra um al-
þjóðlega samkeppni og viljann til
að standast slíkar aðstæður. Í
áratugi hefur SET starfað í virku
samkeppnisumhverfi, starfað við
hátt tæknistig framleiðni og
gæðavitund. Þarna voru og eru
þeir feðgar hoknir af reynslu. Það
var fróðlegt fyrir mig sem land-
búnaðarráðherra að hlusta á
þeirra lífsbaráttu og jafnaðar-
mannarök. Oft vorum við stjórn-
málamennirnir einnar ræðu virði
þar sem iðnaðinum og samkeppn-
isaðstæðum við útlönd voru sett-
ar þröngar skorður og vitlaust
gefið í gengi og vöxtum.
Ísland er grænasta land í heimi
og orkan frá fallvötnum og nýting
jarðhitans gefa okkur einstakt
forskot í umræðunni. Þar kom
Einar að með foreinangruðum
fjarvarmarörum og hitaveitu-
lögnum víða um land. Einar Elí-
asson sá oft aðstæðurnar með
öðrum gleraugum en samferða-
mennirnir og þorði að boða nýja
og breytta tíma. Hann mætti ekki
erfiðleikum með uppgjöf eða böl-
móði, Vestmanneyingurinn kunni
að stýra skipi sínu þegar gaf á
bátinn. Þá sótti hann á ný mið og
náði aflahrotu og öðrum tækifær-
um fyrir sig og samfélagið. Set er
burðarfyrirtæki og langstærsta
og umsvifamesta iðnfyrirtæki
okkar Sunnlendinga, þannig að
athafnaþrá eyjadrengsins ber að
þakka af alhug við leiðarlok. Ein-
ar var sögu- og menningarmaður.
Þegar synir hans tóku að stýra
fyrirtækinu sneri hann sér að
öðru. Flugið var alla tíð hans hug-
sjón og áhugamál enda byggðu
hann og félagarnir í Flugklúbbi
Selfoss flugvöll og voru með mikil
umsvif í jaðri bæjarins. Í tvo ára-
tugi hefur Einar svo byggt upp
stórmerkilegt flugsafn við flug-
völlinn sem meðal annars tengist
starfsemi herflugvallarins sem
Bretar starfræktu í Kaldaðar-
nesi. Jafnframt er þar brot af at-
hafnasögu Selfoss, bílaflota og
myndum af mörgum þeim sem
svip sinn settu á héraðið.
Fyrir nokkrum árum kom ég
til Einars í nýreist hús við flug-
völlinn, það var hugur og kraftur
sem geislaði af kappanum, en
hann sagðist nú vera að hefja
aðra glímu við vágest og það yrði
örugglega hörð viðureign. Park-
insonssjúkdómurinn sigraði hetj-
una og lagði Einar Elíasson að
velli. Nú hefur hann sest upp í
flugvélina sína og svífur þöndum
vængjum yfir Vestmannaeyjar og
hnitar kveðju yfir æskuslóðir og
hraðar svo för sinni til nýrra
heimkynna í ríki Sumarlandsins.
Hann markaði spor og skilur eftir
sig dugandi afkomendur. Verkin
lofa merkin um framtaksmanninn
Einar Elíasson.
Guðni Ágústsson.
Ég starfaði í Steypuiðjunni
sumarið sem Vestmannaeyjar
gusu. Frændi minn Garðar
Gestsson hafði fengið þar vinnu
og því fór ég til Einars og var ráð-
inn á staðnum, því mikið var að
gera við að steypa klóakrör fyrir
viðlagasjóðshús sem reist voru
víða um land. Sumarið einkennd-
ist af mikilli vinnu sem nú væri
sjálfsagt skilgreind sem vinnu-
þrælkun ungmenna. Þetta var
skemmtilegt sumar, mikið fjör og
Einar hafði gott lag á okkur
strákunum og hafði gaman af
ýmsum uppátækjum og stráka-
pörum okkar. Eftir á að hyggja
skapaðist þarna menning þar sem
vinna og kappleikur runnu saman
í eitt. Samskipti Einars og okkar
strákanna einkenndust af þeirri
staðreynd að hann leit á okkur
sem jafningja sem þýddi að hann
ætlaðist til þess sama af okkur og
sjálfum sér. Víl og vol fékk lítinn
hljómgrunn en umræður um
vinnutilhögun og aðferðir fóru
fram á jafningjagrunni þar sem
framlagið skipti meira máli en sá
sem setti það fram. Seinna meir
rann upp fyrir mér hve mikið ég
lærði á þessum tíma. Til dæmis
nauðsyn þess að hrista úr hornum
sementspokanna. Það fóru nefni-
lega tveir pokar í hræruna og ef
ekki var hrist úr hornunum urðu
um það bil fimm prósent eftir, og
það var nokkurn veginn sá gróði
sem klóakrörin skiluðu. Mitt ævi-
starf varð svo seinna meir fyrir-
tækjarekstur og sú regla að
hrista úr öllum hornum hefur
dugað mér betur en flóknar
stjórnunarkenningar sem settar
eru fram í þykkum bókum. Í
stærri fyrirtækjum eru bara fleiri
horn, en prinsippið það sama.
Nú í sumar var ég ásamt Berg-
steini syni Einars við veiðar úti á
landi. Einar var þá staddur í
hvíldarinnlögn í nágrenninu enda
orðinn heilsutæpur. Við töluðum
um hve gaman það væri að heim-
sækja hann, en einhvern veginn
varð ekki af því. Þarna klikkaði
ég á reglu Einars Elíassonar um
að hrista úr öllum hornum strax
og núna er það of seint. Ég mun
Einar Pálmar
Elíasson
HINSTA KVEÐJA
Líklega munum við best
síðustu sólargeislana sem skinu
síðustu faðmlögin
sem við áttum
og síðustu sorgina
sem fylgdi okkur veginn
og með það allt í fanginu
getum við
hæglega,
örugglega
tekið flugið
á næsta áfangastað
(Andrá – Anna S. Björnsdóttir)
Hvíl í friði. Takk fyrir
allt og allt.
Sjøfn Har.