Morgunblaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 4
Já 42, nei 5 Tillaga meirihluta kjörbréfanefndar um að síðari talning gildi Já 4, nei 55 Breytingartillaga um að fyrri talning gildi Já 16, nei 42 Tillaga um að kosið verði aftur í Norðvesturkjördæmi Já 6, nei 53 Tillaga um að alþingiskosningarnar í heild verði ógiltar og kosið á ný FJÓRAR TILLÖGUR 4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2021 ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS JÓL OG ÁRAMÓT Á TENERIFE EÐA ALICANTE HÁTÍÐ SÓLAR OG FRIÐAR 23. DESEMEBER - 06. JANÚAR 22. DESEMEBER - 11. JANÚAR TENERIFE ALICANTE Tryggðu þér sæti út í sól um jólin fyrir alla fjölskylduna. Slappaðu af um hátíðarnar á hóteli fjarri öllu jólaamstri. Um jólin er um það bil 20° - 21° hiti á Alicante og Tenerife. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Brýnt er að fljótt verði leitt í ljós hvers vegna daufheyrst var við beiðni félagsmálastjóra Akureyrar um að aðbúnaður á barnaheimilinu í Richardshúsi á Hjalteyri, sem starf- rækt var á árunum 1972-1979, væri kannaður. Þetta segir í bókun bæj- arráðs Akureyrar sem fjallaði um málið á fundi sínu í gær. Að Akureyrarbæ snýr þetta mál þannig, að árið 1977 óskaði Jón Björnsson, þáverandi félagsmála- stjóri Akureyrar, formlega eftir því við Barnaverndarráð Íslands að starfsemi heimilisins yrði könnuð. Þeim ábendingum var ekki sinnt sem skyldi og í raun komið í veg fyrir að slík athugun færi fram. Af frásögnum fólks sem dvaldi í barnæsku á heimilinu má hins vegar ljóst vera að grunur félagsmála- stjóra Akureyrar um slæman aðbún- að í Richardshúsi var á rökum reist- ur. Tekið er fram að Akureyrarbær hafi ekki komið að rekstri barna- heimilisins á Hjalteyri enda þótt barnavernd sveitarfélagsins hafi sent þangað börn til dvalar til lengri eða skemmri tíma. Starfsemi barnaheimilis á Hjalt- eyri hefur verið víða til umfjöllunar síðustu daga, eða eftir að fólk sem þar dvaldist í æsku steig fram í þætti Stöðvar 2 og greindi frá harðræði sem það varð fyrir. Hjalteyri er í Hörgársveit og nú hefur sveitarfé- lagið óskað eftir því að ríkið rannsaki þessi mál. Rekistefna hefur hins veg- ar í stjórnkerfinu um á könnu hvaða ráðuneytis mál þetta sé. Hjá forsætisráðuneytinu hefur hins vegar verið upplýst að sam- kvæmt forsetaúrskurði sé það dóms- málaráðuneytis að sinna málum sem varði rannsókn á starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn. Starfið í Richards- húsi í rannsókn - Akureyrarbær bókar um Hjalteyri Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hjalteyri Starfsemi barnaheimilis þar fyrr á árum er í brennidepli. Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Kjörbréf allra þingmanna voru stað- fest á þingfundi í gærkvöldi með 42 at- kvæðum gegn 5 en 16 greiddu ekki at- kvæði. Nýir þingmenn undirrituðu því drengskaparheit í þinginu skömmu síðar en þessar málalyktir greiða þá einnig veginn fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar. Líklegt er að ríkisstjórn- in verði mynduð á allra næstu dögum. Telja ekki sýnt fram á að ann- markar hafi haft áhrif á úrslitin Tillaga Svandísar Svavarsdóttur og Þórunnar Sveinbjarnardóttur var felld með 42 atkvæðum gegn 16 en hún laut að því að kosningar í Norð- vesturkjördæmi teldust ógildar. Þá var tillaga Björns Levís Gunnarsson- ar, þess efnis að kosningar á landinu öllu teldust ógildar, felld með 53 at- kvæðum gegn 6, en fjórir greiddu ekki atkvæði. Þegar Katrín Jakobsdóttir forsæt- isráðherra gerði grein fyrir atkvæði sínu lagði hún áherslu á að ekki hefðu nægar líkur verið leiddar að því að annmarkar á talningu og vörslu kjör- gagna í Norðvesturkjördæmi hefðu haft áhrif á kosningarnar og komið í veg fyrir að vilji kjósenda kæmi fram. Ágreiningslaust væri þó að verulegir annmarkar hefðu verið á talningu at- kvæða og vörslu kjörgagna í Borgar- nesi. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir það hryggja sig að ávallt þegar upp kæmi „klúður“ væri ekkert aðhafst í málunum. „Það hryggir mig pínulítið að alltaf þegar það er eitthvert klúður þá er aldrei gert neitt í því. Það þarf að draga lærdóm af því og kannski gera betur næst. En það er hluti ástæðunn- ar fyrir því að það er alltaf verið að gera mistök aftur og aftur. Af því að það eru aldrei neinar afleiðingar,“ sagði Björn þegar hann greindi frá at- kvæði sínu en hann vildi að kosið yrði á nýjan leik í landinu öllu. Morgunblaðið/Eggert Umræður Diljá Mist Einarsdóttir, Sjálfstæðisflokki, og Katrín Jakobsdóttir, VG, hlýða á umræðuna á Alþingi í gær. Kjörbréf allra þing- manna samþykkt - Alþingiskosningarnar í september gildar Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Samningafólk á vinnumarkaði virð- ist ætla að koma vel undirbúið fyrir næstu viðræður um endurnýjun kjarasamninga ef marka má mikla aðsókn á náms- stefnur sem ríkis- sáttasemjari stendur fyrir um samningagerð. „Viðtökurnar eru frábærar og stað- festa niðurstöður úr könnun sem við gerðum meðal samninganefnd- arfólks um mikinn vilja til að taka þátt í fræðslustarfi í undirbúningi næstu samningalotu,“ segir Aðal- steinn Leifsson ríkissáttasemjari. Hver námsstefna, sem fyrirhugað er að halda allt til 9. nóvember á næsta ári, stendur yfir í þrjá daga og er markmiðið að efla færni samn- inganefndarfólks, auka fagmennsku við kjarasamningaborðið og stuðla að órofa samningaferli. Sett var á fót fræðsluráð ríkissáttasemjara með fulltrúum frá aðilum vinnumark- aðarins og hafa verið skipulagðar m.a. fimm þriggja daga námsstefnur um samningagerð um allt land. Áhuginn er greinilega mikill því 65 fulltrúar skráðu sig á fyrstu námsstefnuna. „Aðsóknin eru þann- ig að það eru öll sæti tekin á fyrstu námsstefnunni á Húsavík, hartnær fullt á síðustu námsstefnunni í Borg- arfirði og mikil aðsókn að hinum námsstefnunum á Ísafirði, Egils- stöðum og í Stykkishólmi,“ segir Að- alsteinn. „Ég geri ráð fyrir að það verði fullt hús fólks í samninga- nefndum bæði frá verkalýðshreyf- ingunni og launagreiðendum á öllum námsstefnunum,“ bætir hann við. Fram kom í könnun ríkis- sáttasemjara meðal þeirra sem sitja í samninganefndum að um 80% sögðust vilja bæta við þekkingu og færni sína í samningagerð fyrir næstu viðræðulotu. Um 40% þeirra sem tóku þátt í seinustu samninga- lotu sem hófst árið 2019 höfðu ekki áður verið í samninganefnd. Að sögn Aðalsteins hefur faraldur kórónuveirunnar haft áhrif á fyrir- ætlanir um námsstefnurnar og þurfti af þeim sökum að fresta fyrstu námsstefnunni fram til mán- aðamóta febrúar/mars á næsta ári „en við vonum að þá verði örv- unarskammtur í æðum og betri staða í viðureigninni við farald- urinn,“ segir hann. Morgunblaðið/Hari Lífskjarasamningar undirritaðir Í seinustu samningalotu frá apríl 2019 til septemberloka á þessu ári voru gerðir samtals 326 kjarasamningar. Mikil aðsókn að námsstefnum - Undirbúa sig fyrir næstu kjaralotu Aðalsteinn Leifsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.