Morgunblaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 60
Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Fyrirlesarinn Bergsveinn Ólafsson, eða Beggi Ólafs eins og hann er jafnan kallaður, er maðurinn á bak við hlaðvarpið 24/7 en hann segist hafa byrjað með hlaðvarpið vegna þess að hann hafði þörf til að tjá sig og læra af áhugaverðu fólki. Hefur hann fengið margt áhugavert fólk í viðtal til sín en í síðustu þremur þáttum fékk hann til sín Davíð Tómas, körfuboltadómara og fyrrverandi rappara, Andra Snæ rithöfund og grínistann Sveppa. „Tilgangur 24/7 er að spyrja spurninga sem gefur okk- ur innsýn í hvernig áhugavert fólk horfir á heiminn og þeirra lærdóm í lífinu svo að við getum lært af þeim og hagnýtt þá vitneskju í okkar eigið líf,“ segir Beggi. K100 fékk hann til að deila sínum uppáhalds- hlaðvörpum. Making Sense „Sam Harris er taugavísindamaður og heimspekingur og hann er með áhuga- verðar pælingar um lífið og tilveruna. Ræðir oft mikil hitamál sem eru í gangi í heiminum hverju sinni og fær áhuga- verða sérfræðinga í heimsókn sem maður getur lært af.“ The Happiness lab „Dr Laurie Santos kennir vinsælasta áfanga í sögu Yale, vísindi vellíðunar. Í hlaðvarpinu tengir hún vísindi, heim- speki og sögur um hamingju á áhuga- verðan máta.“ The Jordan B. Peterson Podcast „Jordan er frægasti og áhrifamesti sál- fræðingur nútímans. Hann stendur ekki á skoðunum sínum og talar um mik- ilvæg og krefjandi málefni frá mörgum sjónarhornum. Skilaboðin frá honum til að bæta líf fólks eru aðdáunarverð.“ Dare to Lead „Brené Brown er drottningin sem kenndi okkur berskjöldun og hugrekki. Í hlaðvarpinu spjallar hún við leiðtoga, og aðra sérfræðinga, um þeirra rann- sóknir og sögur sem hafa hjálpað þeim og fyrirtækjum í að ná árangri.“ The Tim Ferris Show „Dett inn á milli í Tim Ferris sem hefur lært inn á þá sem ná árangri frá ýmsum hliðum. Hefur einstaka nálgun með spurningum sínum í hlaðvarpinu.“ Vill læra af áhuga- verðu fólki Beggi Ólafsson fyrirlesari heldur úti hlaðvarpinu 24/7 en hann hefur sjálfur fjölbreyttan smekk á hlað- vörpum. Hann deilir sínum fimm uppáhaldshlaðvörpum hér. Áhugaverð hlaðvörp frá Begga Ólafs MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2021 www.gilbert.is J S W AT CH CO .REYK JAV K Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Helga Haraldsdóttir ákvað að taka mikla áhættu þegar hún sagði upp starfi sínu sem yfirkokkur á Mat og drykk til að fylgja draumi sínum. „Það var bara eitt markmið og það var að stofna íslenska sælgæt- isgerð,“ sagði Helga í samtali við Síðdegisþáttinn á K100. Það hefur hún svo sannarlega gert, ásamt sam- starfskonu sinni Wiolu Tarasek, en þær stofnuðu sælgætisgerðina Kandís á dögunum. Wiola er með gráðu í jurtavísindum, en þær stöll- ur handgera nú alíslenskt sælgæti með bragðefnum úr íslenskum jurt- um. Þær eru nú að gefa út þrjár teg- undir af íslenskum brjóstsykri en meðal annars er einn brjóstsykurinn með birki- og eplabragði og annar með hvannar- og sólberjabragði. „Bara rétt að byrja“ „Við erum bara rétt að byrja núna. Við erum tilbúnar með þessa vöru, þrjár tegundir og erum með aðstoð Samtaka smáframleiðenda matvæla, sem eru félagasamtök. Við erum núna komin í sex stærstu Krónuverslanirnar,“ sagði Helga. „Þetta var mikil áhætta og stress sem fylgir því. En það líka knýr mann áfram. Ef maður ætlar út í það verður bara bara að fara „all in“,“ sagði Helga og bætir við að hana hafi alltaf langað að gera eitthvað sjálf. „Svo fæddist þessi hugmynd með samstarfskonunni minni,“ sagði Helga. Lína Langsokkur innblásturinn Sagði Helga að hún hefði verið innblásin af ákveðnu atriði í leiknu Línu Langsokks-myndunum sem hún sá sem barn, þar sem þremenn- ingarnir í myndunum fara inn í sæl- gætisverslun. „Og bara litadýrðin og krakkarnir stóðu þarna þrír slefandi yfir þessu. Ég man bara hvernig tilfinningin var að horfa á þetta,“ útskýrði Helga. „Mig langaði að skapa eitthvað svoleiðis,“ bætti hún við en hún segir það vera framtíðarmarkmið að opna sælgætisbúð og -gerð. „Akkúrat núna erum við að fram- leiða og við erum með þessar þrjár tegundir af brjóstsykri,“ sagði hún. Helga sagði frá því að þær Wiola hefðu farið til Danmerkur og heim- sótt þar brjóstsykursgerð sem hefur verið starfrækt frá 1890 og að þar hafi þær lært „helling“. „Þar vorum við að hitta systkini sem voru af þriðju kynslóð að fram- leiða brjóstsykur,“ sagði hún. Sérútbúin brjóstsykursvél Í framhaldi hafi þær fengið franskt fyrirtæki til að handsmíða ákveðna handknúna brjóstsykursvél sem þær nota til að framleiða brjóst- sykurinn. „Þetta er sjúklega spennandi og ég er ofboðslega stolt af þessu, hvernig þetta kemur út. Það hefur mikil vinna farið í þetta,“ sagði Helga. „Pínu óraunverulegt“ „Þetta er pínu óraunverulegt akk- úrat núna. Að vera í þessari stöðu og geta haldið á þessu. Eftir alla þessa vinnu og alla þessa vöruþróun,“ lýsti Helga sem segir brjóstsykurinn að- eins vera það fyrsta sem komi frá Kandís. Á döfinni sé að framleiða sér- stakar karamellur og hefðbundinn kandís, steinsykur, sem margir Ís- lendingar ættu að þekkja. Þá sagði Helga að hún mælti með því að para brjóstsykurinn saman með víni. „Ég myndi algjörlega mæla með birki og epla með hvítvínsglasi. All- an daginn. En hvönnin og sólberið er meira rauðvínið,“ sagði hún kímin. Láta litríka drauminn rætast Helga Haraldsdóttir og Wiola Tarasek ákváðu að elta drauma sína og segja upp starfi sínu sem kokk- ar til að stofna íslensku sælgætisgerðina Kandís en þær eru að sögn Helgu bara rétt að byrja. Helga ræddi um þetta í Síðdegisþættinum á dögunum. Kandís Helga og Wiola hafa nú framleitt þrjár tegundir af íslenskum brjóst- sykri en þær eru með íslensk bragðefni, meðal annars úr hvönn og birki. Helga Haraldsdóttir Wiola Tarasek
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.