Morgunblaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2021
uð um 1570, en í jarðabók sem var
gerð 1638-39 er dýrleika jarða getið í
fyrsta skipti, konungsbréf sem léns-
menn lásu yfirleitt upp á Alþingi, þar
sem fram komu fyrirskipanir kon-
ungs um ýmis málefni, dómabækur,
máldagabækur yfir eignir kirkj-
unnar, skjöl klaustranna og afrit
þeirra, ýmiss konar reikningar og
skjöl sem varða fjárhagsmálefni,“
segir Kristjana. Hún telur að eitt ein-
tak af 13. aldar lögbókinni Jónsbók,
að minnsta kosti, hafi legið á Bessa-
stöðum og segir að það séu varðveitt
ekki færri en 33 eintök af bókinni á
dönsku. Erindrekar konungs töldu
sig augljóslega þurfa að kynna sér
vel hinn forna rétt á Íslandi.
Reikningar varpa ljósi á söguna
„Þessi skjöl öll auk lénsreikning-
anna varpa ljósi á söguna og þá eru
lénsreikningarnir áhugaverðir,“ seg-
ir Kristjana. „Ég skrifa upp tvo
þeirra, einn frá 1590-91 þegar Ísland
var svokallað afgjaldslén og annan
frá 1647-48 og þá var landið svokallað
reikningslén. Sá reikningur er ít-
arlegri en þessi eldri. Reikningarnir
eru yfirlit yfir rekstur lénsins í heild
og sýna vel tekjur konungs af Gull-
bringusýslu, umboðsjörðum og
klaustrajörðum og hverjir bæirnir
eru. Þeir sýna sérstaklega rekstur
Gullbringusýslu, og búanna á Bessa-
stöðum, Viðeyjar og stundum Arn-
arstapa, t.d. mannslán, sýslugjalds-
menn, formenn konungs á skipum og
þannig upplýsingar um konungs-
útgerðina, laun vinnufólks, fæði,
tekjur af sakeyri, innistæðuskrá og
svo mætti lengi telja.“
Nýtist öðrum fræðimönnum
Kristjana segir að rannsókn henn-
ar geti nýst öðrum fræðimönnum.
„Skjalaskráin yfir skjöl lénsmanns á
Bessastöðum, sem fylgir bókinni, er
leiðarvísir fyrir aðra og í henni er
einnig getið annarra skjala sem varð-
veitt eru og varpa líka ljósi á söguna.
Og svo, eins og ég nefndi, skrifaði ég
upp tvo reikninga sem ég vona að
veki áhuga annarra á að skoða fleiri.
Skriftin virkar kannski í upphafi ekki
aðgengileg en það eru til leiðbein-
ingar og ef menn nenna er þetta ekki
neitt sérstakleg flókið,“ segir hún.
Sú spurning vaknar hvort lénið Ís-
land hafi haft verulega þýðingu fyrir
fjárhag Danakonungs og veldis hans
á 16. og 17. öld. Kristjana er ekki viss
um það. Ísland hafi verið meðallén að
umfangi í lénsveldi konungs, sum lén
hans hafi verið stærri og önnur
minni. „Tekjur konungs af landinu
voru 3.200 ríkisdalir fastir þegar lén-
ið var afgjaldslén. Þá tóku lénsmenn
landið á leigu og borguðu þessa upp-
hæð en hvað þeir fengu í sinn vasa er
óljósara, t.d. tekjur af búunum, tíund
og fleira. Tekjurnar voru meiri, um 6
til 7 þúsund ríkisdalir, þegar landið
var reikningslén. En þá fékk fulltrúi
konungs kaup og skilaði öllu öðru til
konungs. Eitt lítið herskip sem var
byggt kringum 1639 kostaði t.d. um
6.000 ríkisdali,“ segir Kristjana.
Ísland ekkert öðruvísi lén
Var einhver munur á stjórnsýslu
Danakonungs á Íslandi og framkomu
lénsmanna hans við landsmenn hér
og annars staðar í ríkinu? „Ég geri
ráð fyrir að hún hafi verið mjög svip-
uð,“ segir Kristjana. „Ísland var ekk-
ert öðruvísi en önnur lén konungs.
Lénsmennirnir voru einkum að-
alsmenn, flestir danskir en líka
norskir og þýskir. Þeir skiptu um lén,
fóru í önnur lén og þá ekkert endi-
lega stærri eða betri en Ísland.“
Í bókinni rekur Kristjana dæmi
um spillingu, m.a. mútuþægni léns-
mannanna, sem hér voru. Hún
kveðst telja að slíkt hafi einnig við-
gengist í öðrum lénum konungs og að
Ísland hafi ekki haft sérstöðu að
þessu leyti.
Ný sýn á sögu 16. og 17. aldar
- Í ritinu Lénið Ísland birtir Kristjana Kristinsdóttir lektor niðurstöður rannsókna sinna á skjölum
fulltrúa Danakonungs hér á landi - Náma upplýsinga um samfélagið á Íslandi fyrir 400 til 500 árum
Morgunblaðið/Eggert
Sagnfræði Dr. Kristjana Kristinsdóttir, lektor og skjalavörður, með eina af skjalabókum lénsmanna konungs á Bessastöðum. Frumheimildir um störf
þeirra hafa um margar aldir verið sundraðar í söfnum hér og í Danmörku og ekki fyrr en nú að þær eru skoðaðar út frá uppruna og samhengi.
Lénið Ísland Doktorsrit Kristjönu
er nær 700 síður að lengd.
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Óhætt er að segja að nýútkomið rit
Kristjönu Kristinsdóttur Lénið Ís-
land sætir tíðindum í íslenskri sagn-
fræði. Þetta er stórvirki, byggt á
margra ára rannsóknum hennar á
svonefndum lénsreikningum frá 16.
og 17. öld og öðrum gögnum úr
skjalasafni lénsmanna Danakonungs
á Bessastöðum. Að stofni til er um að
ræða doktorsritgerð sem hún varði
við Háskóla Íslands í janúar á þessu
ári. Kristjana er menntuð í sagnfræði
og skjalfræði og starfar sem lektor í
skjalfræði við Háskólann og er jafn-
framt sérfræðingur við Þjóð-
skjalasafnið.
„Tildrög verksins eru að ég fór að
skoða lénsreikninga frá árunum 1588
til 1662 sem eru varðveittir á Þjóð-
skjalasafni. Skriftin á þeim er
kannski ekki mjög auðveld en ég
hafði áhuga á sögu 16. og 17. aldar og
þá eiginlega á stjórnsýslusögu og
tengslum hennar við myndun skjala
og þá skjalasafna,“ segir Kristjana.
Hún segir að þetta tímabil hafi ekki
verið mikið rannsakað en hún vonist
til þess að starf sitt auðveldi öðrum
að skoða þennan tíma frekar.
Stjórnsýsla og lénsreikningar
Í ritinu er fjallað um þróun stjórn-
sýslu á Íslandi og verkefni léns-
manna konungs á tímabilinu, um
innihald lénsreikninga og endur-
skoðun þeirra hjá embættismönnum
konungs í Kaupmannahöfn, og
myndun skjalasafns Bessastaða.
„Mín leið til að skoða þetta efni var
að spyrja: Hverjir voru lénsmenn á
Íslandi? Hvað felst í heimildinni léns-
reikningur? Hvernig mótast og
þróast stjónrsýsla konungs? Hvaða
skjöl urðu til á þessu tímabili við
stjórn og rekstur lénsins Ísland?“
segir Kristjana.
Skjölin sem urðu til við störf léns-
manna á Íslandi eru helst jarðabæk-
ur yfir jarðir konungs, sú elsta skrif-
BLACK/CYBER
HELGI 26.-29.11
SPORTÍS
SPORTIS.IS // SKEIFAN 11 // 108 RVK //S.520-1000
ALLT AÐ
40% AFSLÁTTUR