Morgunblaðið - 26.11.2021, Side 42

Morgunblaðið - 26.11.2021, Side 42
42 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2021 Heldur hefur dregið úr því að bílum sé skilað til úrvinnslu á þessu ári miðað við árin þrjú á undan. Kúfur var í úreldingu bifreiða 2017 til 2020 og var flestum bílum skilað til förgunar árið 2019 þegar þeir voru 11.635. Fjöldinn fór einnig yfir ell- efu þúsund 2018 og var tæplega ell- efu þúsund í fyrra. Stærsta stökkið var milli 2016, þegar rúmlega sex þúsund bílum var skilað til úr- vinnslu, og 2017 þegar fjöldinn jókst um nálægt þremur þúsundum og fór í tæplega 9.500. Til loka september var búið að úrelda 7.290 bíla í ár og gæti fjöld- inn í ár orðið um tíu þúsund bílar, en sveiflur geta verið milli mánaða á skilum. Ef litið er á einstaka mán- uði þá var flestum bílum komið til úrvinnslu í mars og júní í ár, yfir 900 hvorn mánuð. Árin 2010 og 2011 var tæplega þrjú þúsund bíl- um skilað hvort ár. Aldur bíla sem skilað er til úr- vinnslu er á svipuðu róli og síðustu ár, en aldurinn hefur hækkað með hverju árinu. Meðalbíllinn sem fargað hefur verið í ár hefur verið 17,6 ára og úreldingaraldurinn aldrei verið hærri samkvæmt yfir- liti frá 2007. Í fyrra var hann 17,5 ár og fór lægst í 13,7 ár 2008. Úrvinnslugjald vegna bifreiða er greitt tvisvar á ári, 900 krónur í hvort skipti, samtals 1.800 krónur á ári. Við förgun er greitt skilagjald upp á 20 þúsund krónur og hefur það verið óbreytt í tæp sjö ár. Skila- gjaldið hækkar í 30 þúsund krónur eftir rúmt ár eða 1. janúar 2023. aij@mbl.is Dregið hefur úr skilum bifreiða í förgun síðustu ár 20 19 18 17 16 15 14 13 12 11 10 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20 '21 12 11 10 9 8 7 6 5 4 3 2 1 0 2008 til 2021 M eð al al du r Fjöldi ökutækja sem fóru til förgunar 8.338 5.077 2.990 2.802 3.973 4.463 5.245 6.063 6.527 9.483 11.39211.635 10.931 7.290 Heildarfjöldi Fjöldi í jan.-sept. Meðalaldur (ár) Heimild: Úrvinnslusjóður 8 .6 7 6 8 .8 5 7 8 .2 2 3 7. 2 9 0 13,7 17,5 17,6 - Aldur bíla til úrvinnslu hefur farið hækkandi Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Vinsældir nýorkubíla hafa farið vax- andi hérlendis síðustu misseri. Nú er svo komið að tengiltvinnbílar eru stærsti einstaki flokkur nýskráðra bíla og rafbílar koma þar á eftir. Samanlagt hafa í ár verið skráðir fleiri raf-, tvinn- og hybrid-bílar heldur en þeir sem ganga fyrir bensíni og díselolíu og munar þar talsverðu. Margt kemur til og má nefna aukna trú á rafhlöðum ný- orkubílanna, hugarfarsbreytingu al- mennings og síðast en ekki síst að stjórnvöld hafa ýtt undir kaup á slíkum bílum með því að slá af gjöld- um og álögum. Gerbreyting tvö síðustu ár Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra bifreiðaeig- enda, segir að síðustu tvö árin hafi orðið gerbreyting við kaup fólks á bifreiðum. Ef fram haldi sem horfi muni áform stjórnvalda um að banna sprengihreyfilsbíla frá 2030 gerast á náttúrulegan hátt. Þá gefi hröð þróun á rafbílum vonir um að framleiðslukostnaður þeirra verði kom- inn á svipaðan stað og við fram- leiðslu á hefð- bundnum sprengihreyfils- bílum eftir um 5-6 ár. Þá verði ekki þörf á eft- irgjöf hins opin- bera. Hann segir að eftirgjöf á vörugjöldum og virðis- aukaskatti hérlendis hafi haft mikið að segja. Þannig leggist vörugjöld ekki á almenna rafbíla, sem séu ekki með neinn CO2-útblástur. Hið sama eigi að nokkru leyti við um tengil- tvinnbíla. Þessir bílar fái einnig eft- irgjöf af virðisaukaskatti. Endingardrýgri rafhlöður „Ótti við drægni og þjónustu raf- bílanna hefur verið þröskuldur fyrir marga neytendur,“ segir Runólfur. „Staðan hefur verið sambærileg við það sem var fyrir tæpum 90 árum þegar FÍB var stofnað. Þá var eitt helsta baráttumálið að hægt væri að fá eldsneyti í öllum landsfjórðung- um. Þetta er sama staða og er núna; spurning um áhyggjulaust aðgengi að orku. Í þeim efnum hefur verið ákveðin og jákvæð uppbygging, en töluvert meira þarf að gera svo hægt sé að ganga að raforkunni vísri.“ Runólfur segir að nánast allir bílaframleiðendur horfi á raforku sem meginorkugjafa til framtíðar. Miklir fjármunir fari í þróun og ný- sköpun og á næstu árum muni raf- hlöður verða endingardrýgri og létt- ari heldur en nú sé. Þegar hafi orðið mikil breyting og rafbílar séu orðnir langdrægari heldur en fyrstu rafbíl- arnir sem komu á markað. Þá hafi rafhlöður enst mun betur en menn hafi áætlað. „Almennt held ég að fólk sé orðið meðvitaðra um orkuskipti í sam- göngum á landi,“ segir Runólfur. „Norðmenn standa fremst hvað varðar rafbílavæðingu, en við stönd- um okkur vel og erum í öðru sæti. Í Noregi byrjaði rafbíllinn sem annar bíll á heimili, en nú er rafbíllinn í stöðugt fleiri tilvikum orðinn fyrsti bíll heimilis. Þá endurnýjar fólk raf- bíl með rafbíl og treystir sér til ferðalaga á rafbíl.“ Nýskráningum hefur fjölgað Á meðfylgjandi grafi má sjá þró- un í orkugjöfum við nýskráningar bifreiða hér á landi síðasta áratug- inn. Þar sést glöggt hve mikið dísel- og bensínbílar hafa gefið eftir. Þar er líka að finna upplýsingar um fjölda nýskráninga. Þar sker árið 2017 sig úr með tæplega 24 þúsund nýskráningar, en það ár voru bílaleigubílar um 40% af nýskráðum bílum. 2016 og 2018 voru nýskráningar einnig yfir 20 þúsund. Nýskráningum fækkaði síðan verulega 2019 og hélst sá sam- dráttur áfram í fyrra, en í ár hafa fleiri bílar verið skráðir en á sama tíma á síðasta ári. Nýorkubílarnir komnir á fulla ferð - Íslendingar í fremstu röð í orkuskiptum bílaflotans - Aðgerðir stjórnvalda, viðhorfsbreyting og aukin trú á rafhlöðum - Spurning um áhyggjulaust aðgengi að orku eins og í árdaga FÍB fyrir 90 árum Orkugjafar nýskráðra fólksbíla 2018 til 2021* Nýskráningar fólksbíla 2001-2021, þúsundir 25 20 15 10 5 0 9 8 7 6 5 4 3 2 1 0 '01 '02 '03 '04 '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20 '21 8,4 8,0 11,5 14,5 22,8 19,8 18,7 10,5 2,5 3,4 5,5 8,4 8,1 10,5 15,3 20,8 25,9 21,2 13,6 10,6 14,0 Bensín Dísel Hybrid Rafmagn Tengiltvinn Annað Hlutfall rafmagnsbíla** af heildarfjölda nýskráninga 2016-2021* 80% 60% 40% 20% 0% 2016 2017 2018 2019 2020 2021 *Það sem af er ári 2021 Heimild: Samgöngustofa 9% 16% 22% 30% 58% 72% **Alls fjöldi hreinna rafmagnsbíla auk tengiltvinn og hybrid sem% af heildBensín 16% Dísel 13% Hybrid 17% Rafmagn 25% Tengiltvinn 30% Annað 0,1% 8 .4 0 8 8 .4 0 8 5 .3 8 1 5 .3 8 1 2 .3 3 3 2 .3 3 3 2 .1 8 4 2 .1 8 4 7. 9 77 7. 9 77 4 .0 4 6 4 .0 4 6 2 .1 2 0 2 .1 2 0 1. 78 6 1. 78 6 1. 0 2 3 1. 0 2 3 1. 10 2 1. 10 2 1. 2 2 2 1. 2 2 2 2 .3 2 8 2 .3 2 8 78 4 78 4 1. 0 9 0 1. 0 9 0 2 .5 5 1 2 .5 5 1 3 .4 8 9 3 .4 8 9 2 .8 6 8 2 .8 6 8 1. 9 5 9 1. 9 5 9 2 .3 6 0 2 .3 6 0 4 .2 0 0 4 .2 0 0 16 3 16 3 6 0 6 0 3 8 3 8 8 8 Alls 13.995 Orkugjafar nýskráðra fólksbíla 2021, það sem af er ári 2018 2019 2020 2021 *Það sem af er ári 2021 Heimild: Samgöngustofa Runólfur Ólafsson Morgunblaðið/Sigurður Bogi Umferð Bifreiðum sem nýta rafmagn hefur fjölgað mjög í bílaflotanum. N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARST með og án rafmagns lyftibú Komið og skoðið úrvalið ÓLUM naði Atvinna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.