Morgunblaðið - 26.11.2021, Side 84
S
V
A
R
T
U
R
FÖ
S
TU
D
A
G
U
R
Ú
T
N
Ó
V
EM
B
ER
–
FR
Á
B
Æ
R
V
ER
Ð
!
Allt fyrir góðan svefn
og betri heilsu
FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 330. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Tryggvi Snær Hlinason, miðherji íslenska karlalands-
liðsins í körfuknattleik, mætir sjaldan leikmönnum sem
eru stærri en hann. Í kvöld þarf hann hins vegar að
glíma við hinn 221 sentimetra háa Matt Haarms þegar
Ísland mætir Hollandi í undankeppni heimsmeistara-
mótsins í Almere. »71
Tryggvi í slag við stóran Hollending
ÍÞRÓTTIR MENNING
Leikhópurinn Lotta sýnir Ævintýri í jólaskógi frá 27.
nóvember til 29. desember í Guðmundarlundi. Sýningin
er utandyra og því þurfa gestir ekki að fara í hraðpróf.
Aðeins 25 gestir komast á hverja sýningu og má sjá
sýningartíma og dagsetningar á tix.is. Ævintýrið var
fyrst sýnt í fyrra og í því hitta áhorfendur þau Grýlu,
Leppalúða, jólasveinana og tröllasystkini þeirra. Sýn-
ingar hefjast á tíu mínútna fresti og byrja þegar tekur
að skyggja. Gestir fara í hópum um skóginn með vasa-
ljós og hitta þar fyrir kynjaverur. Eftir stutta göngu er
komið að sviði þar sem flutt er lítil jólasaga.
Ævintýri í jólaskógi á aðventunni
Þegar hann hafi tekið bílpróf 1957
hafi hann þurft að skila hreinu saka-
vottorði. Þegar hann hafi sótt um
það í sakaskrá, sem þá var, hafi hann
sagt til nafns. Afgreiðslumaðurinn
hafi sagt að hann gæti ekki gefið út
vottorð með nafninu Guðmundur Þ
án staðfestingar á því fyrir hvaða
nafn þornið stæði. „Ég vissi ekki
hvað ég átti að gera en datt þá í hug
að fara upp á Þjóðskjalasafn og tala
við séra Jón Guðnason, starfsmann
safnsins, sem hafði verið prestur í
Strandasýslu og skrifað bókina Ævi-
skrár Strandamanna. Hann vottaði
að ég héti Guðmundur Þ og ég fram-
vísaði vottorðinu í sakaskrá. Þar
hitti ég á sama mann og áður, hann
vildi ekki viðurkenna þetta og skrif-
aði Guðmundur Þorn í sakavott-
orðið. Í ökuskírteinið var skrifað
Guðmundur Þ Jónsson og þornið
hefur aldrei verið neitt mál eftir
þetta.“
Hann gerir hlé á máli sínu í ör-
skamma stund en heldur svo áfram:
„Ekkert mál nema hvað ég hef þurft
að nota Th í staðinn fyrir þornið í
vegabréfinu, því þornið gildir ekki í
útlöndum, og eins get ég ekki notað
Þ í netfanginu.“ Hins vegar hafi
þornið komið sér vel. „Æði margir
hafa heitið Guðmundur Jónsson á
minni leið og þornið hefur því að-
greint mig frá þeim.“
Guðmundur Þ Jónsson stundaði
nám í verkalýðsmálaskóla í Moskvu í
tvö ár. „Sem krakki var ég yfirleitt
kallaður Gummi og í þessum póli-
tíska skóla gekk ég alltaf undir nafn-
inu Jonsson. Þar reyndi aldrei á
þornið.“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Millistafir í nöfnum fólks standa
gjarnan fyrir annað nafn og til dæm-
is heitir Guðmundur Þ. Guðmunds-
son, landsliðsþjálfari í handbolta,
Guðmundur Þórður. Guðmundur Þ
Jónsson, fyrrverandi verkalýðsfor-
ingi, borgarfulltrúi og varaþingmað-
ur, heitir hins vegar Guðmundur Þ,
þar sem bókstafurinn Þ stendur að-
eins fyrir það sem hann er: Þorn.
Foreldrar Guðmundar voru Ben-
onía Bjarnveig Friðriksdóttir og Jón
Magnússon í Árneshreppi á Strönd-
um. Guðmundur segir að margir hafi
heitið Guðmundur í sveitinni og víð-
ar, þegar hann fæddist á Gjögri
1939. Guðmundur Guðmundsson,
skólastjóri í Finnbogastaðaskóla,
hafi tekið upp millistafinn Þ til að-
greiningar frá öðrum en móðir hans
hafi heitið Þuríður.
Draumur og sakavottorð
Á meðgöngunni hafi móður hans
dreymt Guðmund Þ og ráðið draum-
inn svo að hann hafi verið að vitja
nafnsins. „Því ákvað hún að ég
myndi heita Guðmundur Þ,“ út-
skýrir hann. Fyrir skírnina hafi
móðir hans sagt sr. Þorsteini
Björnssyni, síðar fríkirkjupresti, að
sonurinn ætti að heita í höfuðið á
Guðmundi Þ. „Prestur skildi málið
þannig að ég ætti bara að heita Guð-
mundur, eins og hún sagði mér,“
rifjar Guðmundur Þ upp. Þegar
presturinn hafi spurt í athöfninni
hvað barnið ætti að heita hafi móðir
hans sagt Guðmundur Þorn. Hik
hafi komið á sr. Þorstein en síðan
hafi hann látið sig hafa það. „Eftir
athöfnina sagði hann, að sögn móður
minnar, að það væri á mörkunum að
skíra með einum bókstaf, en hann
hefur staðið vandræðalaust síðan,
því fæstir hafa spurt fyrir hvað
þornið standi. Ég skrifa aldrei punkt
fyrir aftan þornið því þetta er ekki
skammstöfun.“ Hann bætir við að í
manntalinu, þar sem fermingin sé
skráð, sé x í sviga við þornið og neð-
anmáls standi: „Samkvæmt eigin
sögn og kirkjubók Árnespresta-
kalls.“ „Þetta hefur þótt dálítið
skrýtið,“ segir hann.
Engan ama hefur Guðmundur
haft af þorninu en hann rifjar upp
eitt skemmtilegt atvik vegna þess.
Þornið eitt og sér
- Þ er ekki skammstöfun í nafni Guðmundar Þ Jónssonar
Morgunblaðið/Unnur Karen
Þorn Guðmundur Þ Jónsson, fyrrverandi verkalýðsforingi með meiru.