Morgunblaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 68
68 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2021 Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is 2012 2021 HJÁ OKKUR FÁST VARAHLUTIR Í AMERÍSKA BÍLA st’ al og Stál og stansar 60 ÁRA Bernd fæddist ná- lægt Köln í Þýskalandi og ólst þar upp og gekk í skóla fyrir hæfileikarík börn í tónlist. „Ég hafði alltaf mikinn áhuga á brúðuleikhúsi, en tónlistin var alltaf í fyrsta sæti.“ Snemma fékk Bernd mikinn áhuga á að ferðast um heiminn og hann kom til Íslands árið 1982 á leið sinni til Alaska, þangað sem hann ætlaði að flytjast búferl- um. „En ég kom aftur til Íslands því náttúra landsins og menningin heillaði mig og ég get ekki ímyndað mér að búa annars staðar í dag.“ Á Íslandi ákvað Bernd að einbeita sér að brúðuleikhúsinu því þar sameinast svo margt í listinni sem hann hann hefur áhuga á. „Þetta er mín leið til að tjá mig og mitt framlag til samfélagsins. Ég tel mig ákaflega heppinn mann að hafa uppfyllt æskudraum minn og geta ferðast um allan heiminn.“ Bernd segir það mikil forréttindi að geta kynnst mismunandi menningarheimum í starfinu. „Stærsta gjöfin er von- in, því ég finn í gegnum störf mín með mismunandi þjóðum að við getum gert svo óskaplega margt ef við viljum. Brúðuleikhúsið er tungumál og myndmál sem allir geta skilið með sínum hætti. Við höfum verið að ferðast með sýningu sem heitir Umbreyting, sem er verk án orða og því kjörið til sýninga á alþjóð- legum vettvangi. Ég finn það líka svo vel að þótt við lítum öðruvísi út eða búum við mismunandi menningu, þá erum við öll svo lík innst inni. Við erum öll að leita að kærleikanum.“ Þegar sýningarhald féll niður í Covid ákvað Bernd að byrja á verkefni sem hann hafði haft í huga lengi. „Ég hef verið að kenna net- námskeiðið The Art of the Wooden Puppet og þar er ég með nemendur frá yfir 100 löndum og er kominn með 5 manns í vinnu.“ FJÖLSKYLDA Eiginkona Bernds er Hildur Magnea Jónsdóttir heilsuráð- gjafi, f. 17.7. 1967. Börn þeirra eru: Elín Auðbjörg Pétursdóttir, f. 9.5. 1988, Ronja Elín Ogrodnik, f. 27.8. 1990, Viggó Pétur Pétursson, f. 29.9. 1991, og Be- orn Marvin Ogrodnik, f. 2.12. 1993. Barnabörnin þrjú eru: Alba Aríana Matt- hews, f. 12.7. 2017, Emilía Sól Elínardóttir, f. 10.12. 2019, og Eldon Björn Viggósson, f. 23.3. 2021. Foreldrar Bernd eru Johann Wilhelm Ogrodnik, f. 2.9. 1924, d. 17.8. 2017, og Margret Ogrodnik, f. 17.9. 1927, d. 11.11. 2019. Bræður: Ulrich Ogrodnik, f. 1.1. 1956, og Jürgen Ogrodnik, f. 23.3. 1959. Bernd Ogrodnik Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Einhverjir draugar úr fortíðinni eru að gera þér lífið leitt. Hafðu það hugfast, þegar þú hjálpar fólki, að sá sem er í sanni örlátur, gefur fólki það sem það þarfnast. 20. apríl - 20. maí + Naut Þú virðist hafa talað einhvers staðar af þér og verður því að taka afleiðingum orða þinna. Sumt er bara svona og við því er ekkert að gera. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Forðastu eins og heitan eldinn að láta einkamálin hafa áhrif á starf þitt því þetta tvennt á ekki að fara saman. Nöldur og neikvæðni drepa allt framtak. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þú hefur óvenjumikla þörf fyrir að skipuleggja þig. Ráðstefnur, fundir og sam- ræður við aðra einkennast af hressleika, bjartsýni og jákvæðni. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Gættu þess að einblína ekki á eitt at- riði þegar þú reynir að finna málum þínum lausn. Búðu þig undir að laðast sterklega að einhverjum sem er alger andstæða þín. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Hægðu á þér. Gakktu glaður til verks og láttu ekki nokkurn mann sjá ann- að en að þú njótir vinnunnar. 23. sept. - 22. okt. k Vog Hlustaðu á þinn innri mann og leyfðu honum að ráða, enda þótt þér finnist ým- islegt athugavert við ráðagerðir hans. Vertu raunsær. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Reyndu að halda þig á jörðinni og líta á aðra sem jafningja. Þú ert búinn að vera að glíma við stórt verkefni í langan tíma og nú er bara að leggja að því loka- hönd. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Lífið er endalaus lærdómur. Trúðu á þig og ekki hika við að koma með uppástungur og hvetja aðra til dáða. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Hættu að sýna gagnrýninni manneskju þolinmæði, ekki síst ef viðkom- andi manneskja ert þú. Varastu að láta aðra teyma þig á asnaeyrunum. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Ekki láta skapið hlaupa með þig í gönur. Þegar um sameiginleg mál er að ræða þýðir ekkert fyrir þig að ætla að stjórna öllu. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þegar þú nálgast málin úr óvæntri átt, eins og þú gerir oft, þá máttu reikna með því að þurfa að útskýra þinn málstað. starf, samið forvarnaefni í for- varnadeild LSS. „Það var ákveðið að innleiða svokallað brunavarnaá- tak í grunnskóla landsins og koma á samstarfi við grunnskólana og slökkviliðin í landinu. Það tókst það vel til að þetta átak hefur haldist allar götur síðan og verið mjög skemmtilegt.“ Þegar talsvert var liðið á tímabil Guðmundar hjá slökkviliðinu skildu hjónin. Eftir að hann kynntist seinni eiginkonu sinni keyptu þau sérhæð í Laugardalnum árið 1988 og þar tengdist hann aftur Þrótti í gegnum foreldrastarf þeirra hjóna. „Ég var fenginn til að vinna að því að setja af stað unglingamót í Laugardalnum með fleira góðu fólki eftir heimsókn á mót á Ak- ureyri 2001. Það varð úr að við fór- um sem fararstjórar með hóp ungra drengja á Watford Football Festival, til að taka þátt í mótinu, og síðar á Tivoli Cup í Danmörku, til að kanna hvernig staðið væri að svona viðburðum. Við stofnuðum Rey Cup árið 2002 og ég var þar fyrsti mótsstjórinn og í kjölfarið er ég ráðinn sem framkvæmdastjóri bæði Þróttar og Rey Cup árið 2003. Nú var fjárhagshlutinn ansi þungur og í gegnum samstarf við ráðinn í eitt stöðugildi, bæði sem formaður og framkvæmdastjóri fé- lagsins. Ég hafði brennandi áhuga á málefninu og fannst gífurlega gaman að þróa þetta starf með góðu fólki og ég fór víða um landið og kynntist mörgum.“ Það var fleira á borði Guðmundar en bar- átta fyrir réttindum og kjörum, því farið var á fullt í öflugt forvarna- G uðmundur Vignir Ósk- arsson fæddist 26.11. 1951 á Leifsgötu 7 í Reykjavík en bjó á Lóugötu 2 frá 2 til 6 ára. „Þegar ég var 5 ára vélaði ég mömmu til að fá að fara einn út á róluvöll, en lenti í mjög slæmu bíl- slysi og það leit út fyrir að ég myndi missa annan fótinn. En fyrir harðfylgni mömmu og Snorra Hall- grímssonar skurðlæknis, var mér tjaslað saman og aðgerðin tókst það vel að ég hélt löppinni og gat spilað fótbolta upp í 5 flokk.“ Þegar Guðmundur var 6 ára fluttist fjöl- skyldan á Bústaðaveg þar sem for- eldrar hans voru að byggja hús í Langagerði sem þau fluttu í þegar hann var 11 ára. Guðmundur byrjaði sem lærling- ur í pípulögnum árið 1968 og lauk sveinsprófi 1971. „Þá var mikið byggingarátak í Breiðholtinu og maður vann í lagnavinnu bæði í blokkum, skólum og húsum og mik- ið að gera.“ Guðmundur fékk meistararéttindi árið 1973 og stofn- aði þá fyrirtækið Húshitun sf. með Svavari bróður sínum og öðrum vini. Þá var Guðmundur komin með eiginkonu, byggði stigagang með gömlum vinum í Fífuseli sem fjöl- skyldur þeirra fluttu síðan í. „Það var mikil samstaða og vinátta hjá okkur sem hefur haldist allar götur síðan. Seinna byggðum við hjónin einbýlishús í Klyfjaselinu.“ Eftir mikla vinnutörn í pípulögn- um ákvað Guðmundur að taka sér hlé og fór í afleysingar hjá Slökkvi- liðinu 1976 og var fljótt fastráðinn. Þar átti hann eftir að starfa næstu 16 árin og þar hófst líka félags- málaáhuginn. Ákveðið var að sam- eina tvö fagfélög sem voru án samningsréttar og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna (LSS) varð til á grundvelli nýrra samningsréttarlaga og var Guðmundur fyrsti formaður fag- stéttarfélagsins og stofnfundur þess var haldinn í Munaðarnesi 1992. Það gerðist ekki átakalaust og það tók tvö ár að vinna þennan rétt og var fyrsti kjarasamningur undirritaður 1994. „Þarna er ég kominn á fullt í félagsmálin og var borgina varð að samkomulagi að fá Íþróttafélag Ármanns í Laugardal- inn sem eftir það skartaði 16 íþróttadeildum og stofnað rekstr- arfélagið Laugarból, þar sem ég varð framkvæmdastjóri. Síðar var ákveðið að aðskilja rekstur félag- anna. Sumarið 2007 var ég ráðinn til Reykjavíkurborgar á fram- kvæmdasvið sem verkefnastjóri samræmdrar vinnu gegn veggja- kroti sem var í miklu óefni á þess- um tíma. Samhliða því átti ég í samskiptum við vegglistamenn eins og í Hljómalindargarðinum. Síðan fékk ég margvísleg miðborgarverk- efni og ég minnist með hlýhug verkefnisins Jólaborgin Reykjavík, en þá var ég hluti af hópi sem sá um skreytingar fyrir jólin í borg- inni, m.a. uppsetningu jólabjallanna sem síðan hafa glatt augu og hjörtu borgarbúa. Árið 2011 þá tók Guðmundur við stöðu verkefnastjóra leyfisveitinga borgarlands hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar sem tók til framkvæmda og við- burða og keppnishalds í borginni á miklum umbreytingatímum, m.a. í kjölfar nýs aðalskipulags 2013 og átaks við að gæða miðborgina lífi. Frá 2016 kenndi Guðmundur í opn- um Háskóla HR með Vegagerðinni í réttindanámi um vinnusvæða- merkingar og öryggisáætlanir „Ég hef alltaf verið félagslyndur maður og hef haft mjög gaman af störfum mínum í gegnum tíðina auk þess að hafa mikinn áhuga á þjóðmálum, heillaðist af stjórnar- skrárferlinu á sínum tíma og bauð mig fram og fékk þar það skemmti- lega númer 7913.“ Guðmundur hef- ur verið virkur í fleiri félagsmálum og má þar nefna stjórn BSRB og stjórn Brunamálastofnunar. Guðmundur og kona hans, Arna Hólmfríður, eru útivistarfólk og stunda auk þess golf og vatnaveiði. „Við toppuðum það þegar við fór- um á Hornstrandir í fimm daga í fyrra. Svo hef ég gaman af tónlist og er gamall bílskúrsrokkari, en við náðum því í hljómsveitinni Axla- bandinu að spila á efri hæðinni í Glaumbæ, sem yljar í minning- unni.“ Guðmundur Vignir Óskarsson fyrsti formaður Landssambandsslökkviliðs- og sjúkraflutninga 2021 Arna Hólmfríður og Guðmundur Vignir með börnum og mökum. Þakklátur fyrir góða samvinnu alla tíð Hjónin Guðmundur og Arna Hólm- fríður á Hornströndum í fyrra. Til hamingju með daginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.