Morgunblaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2021 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is A ð hafa eitthvað fyrir stafni skiptir öllu máli fyrir fólk í þessari stöðu, fyrir fanga, enda er alltaf mjög góð að- sókn í að starfa fyrir fangaverk,“ segir Auður Margrét Guðmundsdóttir, verk- efnastjóri í fangelsinu á Hólmsheiði, en fangar í öllum fangelsum landsins hanna og framleiða fjölbreyttar vörur sem seldar eru á vefsíðunni fanga- verk.is. „Verkefnið fór af stað fyrir tveim- ur árum en heimasíðan og vefverslunin fangaverk.is var opnuð í vor. Innan fangelsanna er orkumikið fólk og mjög skapandi, svo vinnustaðurinn hentar einstaklega vel, það er verið að smíða, steypa, hekla, sauma og mála. Við vilj- um ýta undir sköpunarkraftinn hjá þeim og leyfum þeim að fljóta sjálf í þessu og koma með hugmyndir. Þessi hópur er ótrúlega listrænn og vandað er til verka. Við leggjum upp úr að vera umhverfisvæn og græn, þau sem vinna hjá fanga- verki nota efnivið sem fellur til innan fangelsisins, til dæmis umbúðir ut- an af matvælum sem hægt er að nota til að steypa vörur í.“ Auður segir að fangar fram- leiði mikið af hverskonar jólavörum. „Á Sogni eru smíðaðir standar fyrir hangilæri, þeir eru búnir til úr vörubrettum, það er góð endurnýting. Á Litla-Hrauni eru kertastjakar smíð- aðir úr járni, en þeir hafa verið mjög vinsælir. Við lásum söguna um gömlu jólasveinana þrettán í fyrra og gerðum alla jólasveinana okkar hérna.“ Fanga- verk er ekki rekið í hagnaðarskyni heldur er ágóðinn notaður til að kaupa efnivið fyrir næstu verkefni. Fangaverk vekur sköpunarkraft Fangar á Íslandi hanna og framleiða fjölbreyttar vörur sem hægt er að nálgast á fangaverk.is. Jólakötturinn Flottur kertastjaki til að láta ljós loga yfir dimmasta tíma. Auður Margrét Guðmundsdóttir Hangilæris- standur Hentar vel fyrir jólin. Barnabuxur Litríkar með stroffi í mitti og um ökkla, afar notalegar. Músarhúfa Hekluð og gleðjandi og trefill í stíl. Blómapottur Jóla- legur blómapottur og bretti úr beyki. Skógræktarfélag Reykjavíkur stendur fyrir jólamarkaði við Elliðavatnsbæinn í Heiðmörk allar helgar á aðventunni og fyrsti opn- unardagurinn er á morgun, laugar- daginn 27. nóvember. Mikið er lagt upp úr ljúfri og notalegri stemn- ingu og að fólk njóti útiveru á svæð- inu. Á markaði dagsins í dag verður sitthvað spennandi á dagskrá. Skrautið á jólamarkaðstrénu verð- ur afhjúpað en það hefur Védís Jónsdóttir hönnuður unnið úr gömlum óseljanlegum lopapeysum úr fataflokkun Rauða krossins. Sönghópur úr Norðlingaskóla tek- ur lagið og rithöfundarnir Þór- arinn Leifsson og Sigrún Eldjárn lesa úr nýútkomnum bókum sínum yfir varðeldi. Jólatrjáasala og handverksmarkaður Jólatrjáasala félagsins er á sínum stað og handverksmarkaður með spennandi varningi. Þannig getur fólk notið útiveru í skóginum, valið jólatré, keypt einstakar gjafir á handverksmarkaðnum og fengið sér hressingu. Fyrir hvert selt jólatré sem er höggvið eru í staðinn 50 gróðursett. Á síðasta ári var 70 ára afmæli Heiðmerkur fagnað. Á þessum tíma hefur tekist að skapa bæði einstakt útivistarsvæði og nytjaskóg. Öll trén á markaðnum við Elliðavatn eru íslensk og mun vistvænni en innflutt tré. Kolefnisspor þeirra er margfalt minna en influttra trjáa og þau eru ræktuð án skordýraeit- urs, segir í tilkynningu frá Skóg- ræktarfélagi Reykjavíkur. Morgunblaðið/Ómar Gleði Ýmsir fallegir munir fást á markaðinum við Elliðavatn, þar sem jafn- vel er brugðið á leik og lagið tekið undir fjörlegu gítarspilverki söngvarans. Notaleg stemning ríkir í skóginum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Jólasveinn Ýmsir óvæntir í skóg- inum og hafa jafnvel góðgæti í poka. Hátíðarstemning í Heiðmörk allar aðventuhelgarnar • Gistiheimili, sex fullbúin herbergi • Veitingasalur ásamt fullbúnu eldhúsi • Stórt tjaldsvæði ogmjög góð grill- og eldunaraðstaða sem og hreinlætisaðstaða • Fallegur skógarreitur til útivistar • Stór hlaða innréttuð sem veisluaðstaða • Hesthús ásamt beitarhaga • 88m2 íbúð fyrir leigutaka á staðnum Einstakt tækifæri - Gistiheimili við þjóðveg 1 til leigu Húnavatnshreppur hunavatnshreppur.is Húsnæðið er laust frá ogmeð 1. janúar 2022. Senda skal umsókn fyrir 6. desember nk. á netfangið einar@hunavatnshreppur.is. Nánari upplýsingar: Einar Krisján Jónsson sveitarstjóri í síma 455 0010 og 842 5800. Áskilinn er réttur til að taka hvaða umsókn sem er eða hafna öllum. Félagsheimilið Húnaver ásamt öllu sem því tilheyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.