Morgunblaðið - 26.11.2021, Side 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2021
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
A
ð hafa eitthvað fyrir stafni
skiptir öllu máli fyrir fólk í
þessari stöðu, fyrir fanga,
enda er alltaf mjög góð að-
sókn í að starfa fyrir fangaverk,“ segir
Auður Margrét Guðmundsdóttir, verk-
efnastjóri í fangelsinu á Hólmsheiði, en
fangar í öllum fangelsum landsins
hanna og framleiða fjölbreyttar vörur
sem seldar eru á vefsíðunni fanga-
verk.is.
„Verkefnið fór af stað fyrir tveim-
ur árum en heimasíðan og vefverslunin
fangaverk.is var opnuð í vor. Innan
fangelsanna er orkumikið fólk og mjög
skapandi, svo vinnustaðurinn hentar
einstaklega vel, það er verið að smíða,
steypa, hekla, sauma og mála. Við vilj-
um ýta undir sköpunarkraftinn hjá
þeim og leyfum þeim að fljóta sjálf í
þessu og koma með hugmyndir. Þessi
hópur er ótrúlega listrænn og vandað
er til verka. Við
leggjum upp úr að
vera umhverfisvæn
og græn, þau sem
vinna hjá fanga-
verki nota efnivið
sem fellur til innan
fangelsisins, til
dæmis umbúðir ut-
an af matvælum
sem hægt er að
nota til að steypa
vörur í.“ Auður segir að fangar fram-
leiði mikið af hverskonar jólavörum.
„Á Sogni eru smíðaðir standar
fyrir hangilæri, þeir eru búnir til úr
vörubrettum, það er góð endurnýting.
Á Litla-Hrauni eru kertastjakar smíð-
aðir úr járni, en þeir hafa verið mjög
vinsælir. Við lásum söguna um gömlu
jólasveinana þrettán í fyrra og gerðum
alla jólasveinana okkar hérna.“ Fanga-
verk er ekki rekið í hagnaðarskyni
heldur er ágóðinn notaður til að kaupa
efnivið fyrir næstu verkefni.
Fangaverk vekur
sköpunarkraft
Fangar á Íslandi hanna og framleiða fjölbreyttar
vörur sem hægt er að nálgast á fangaverk.is.
Jólakötturinn Flottur
kertastjaki til að láta ljós
loga yfir dimmasta tíma.
Auður Margrét
Guðmundsdóttir
Hangilæris-
standur Hentar
vel fyrir jólin.
Barnabuxur Litríkar með stroffi í
mitti og um ökkla, afar notalegar.
Músarhúfa Hekluð og
gleðjandi og trefill í stíl.
Blómapottur Jóla-
legur blómapottur
og bretti úr beyki.
Skógræktarfélag Reykjavíkur
stendur fyrir jólamarkaði við
Elliðavatnsbæinn í Heiðmörk allar
helgar á aðventunni og fyrsti opn-
unardagurinn er á morgun, laugar-
daginn 27. nóvember. Mikið er lagt
upp úr ljúfri og notalegri stemn-
ingu og að fólk njóti útiveru á svæð-
inu.
Á markaði dagsins í dag verður
sitthvað spennandi á dagskrá.
Skrautið á jólamarkaðstrénu verð-
ur afhjúpað en það hefur Védís
Jónsdóttir hönnuður unnið úr
gömlum óseljanlegum lopapeysum
úr fataflokkun Rauða krossins.
Sönghópur úr Norðlingaskóla tek-
ur lagið og rithöfundarnir Þór-
arinn Leifsson og Sigrún Eldjárn
lesa úr nýútkomnum bókum sínum
yfir varðeldi.
Jólatrjáasala og
handverksmarkaður
Jólatrjáasala félagsins er á sínum
stað og handverksmarkaður með
spennandi varningi. Þannig getur
fólk notið útiveru í skóginum, valið
jólatré, keypt einstakar gjafir á
handverksmarkaðnum og fengið
sér hressingu. Fyrir hvert selt
jólatré sem er höggvið eru í staðinn
50 gróðursett.
Á síðasta ári var 70 ára afmæli
Heiðmerkur fagnað. Á þessum tíma
hefur tekist að skapa bæði einstakt
útivistarsvæði og nytjaskóg. Öll
trén á markaðnum við Elliðavatn
eru íslensk og mun vistvænni en
innflutt tré. Kolefnisspor þeirra er
margfalt minna en influttra trjáa
og þau eru ræktuð án skordýraeit-
urs, segir í tilkynningu frá Skóg-
ræktarfélagi Reykjavíkur.
Morgunblaðið/Ómar
Gleði Ýmsir fallegir munir fást á markaðinum við Elliðavatn, þar sem jafn-
vel er brugðið á leik og lagið tekið undir fjörlegu gítarspilverki söngvarans.
Notaleg stemning
ríkir í skóginum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Jólasveinn Ýmsir óvæntir í skóg-
inum og hafa jafnvel góðgæti í poka.
Hátíðarstemning í Heiðmörk allar aðventuhelgarnar
• Gistiheimili, sex fullbúin herbergi
• Veitingasalur ásamt fullbúnu eldhúsi
• Stórt tjaldsvæði ogmjög góð grill- og
eldunaraðstaða sem og hreinlætisaðstaða
• Fallegur skógarreitur til útivistar
• Stór hlaða innréttuð sem veisluaðstaða
• Hesthús ásamt beitarhaga
• 88m2 íbúð fyrir leigutaka á staðnum
Einstakt tækifæri
- Gistiheimili við þjóðveg 1 til leigu
Húnavatnshreppur
hunavatnshreppur.is
Húsnæðið er laust frá ogmeð 1. janúar 2022.
Senda skal umsókn fyrir 6. desember nk.
á netfangið einar@hunavatnshreppur.is.
Nánari upplýsingar:
Einar Krisján Jónsson sveitarstjóri í síma 455 0010
og 842 5800. Áskilinn er réttur til að taka hvaða
umsókn sem er eða hafna öllum.
Félagsheimilið Húnaver ásamt öllu sem því tilheyrir