Morgunblaðið - 26.11.2021, Page 4

Morgunblaðið - 26.11.2021, Page 4
Já 42, nei 5 Tillaga meirihluta kjörbréfanefndar um að síðari talning gildi Já 4, nei 55 Breytingartillaga um að fyrri talning gildi Já 16, nei 42 Tillaga um að kosið verði aftur í Norðvesturkjördæmi Já 6, nei 53 Tillaga um að alþingiskosningarnar í heild verði ógiltar og kosið á ný FJÓRAR TILLÖGUR 4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2021 ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS JÓL OG ÁRAMÓT Á TENERIFE EÐA ALICANTE HÁTÍÐ SÓLAR OG FRIÐAR 23. DESEMEBER - 06. JANÚAR 22. DESEMEBER - 11. JANÚAR TENERIFE ALICANTE Tryggðu þér sæti út í sól um jólin fyrir alla fjölskylduna. Slappaðu af um hátíðarnar á hóteli fjarri öllu jólaamstri. Um jólin er um það bil 20° - 21° hiti á Alicante og Tenerife. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Brýnt er að fljótt verði leitt í ljós hvers vegna daufheyrst var við beiðni félagsmálastjóra Akureyrar um að aðbúnaður á barnaheimilinu í Richardshúsi á Hjalteyri, sem starf- rækt var á árunum 1972-1979, væri kannaður. Þetta segir í bókun bæj- arráðs Akureyrar sem fjallaði um málið á fundi sínu í gær. Að Akureyrarbæ snýr þetta mál þannig, að árið 1977 óskaði Jón Björnsson, þáverandi félagsmála- stjóri Akureyrar, formlega eftir því við Barnaverndarráð Íslands að starfsemi heimilisins yrði könnuð. Þeim ábendingum var ekki sinnt sem skyldi og í raun komið í veg fyrir að slík athugun færi fram. Af frásögnum fólks sem dvaldi í barnæsku á heimilinu má hins vegar ljóst vera að grunur félagsmála- stjóra Akureyrar um slæman aðbún- að í Richardshúsi var á rökum reist- ur. Tekið er fram að Akureyrarbær hafi ekki komið að rekstri barna- heimilisins á Hjalteyri enda þótt barnavernd sveitarfélagsins hafi sent þangað börn til dvalar til lengri eða skemmri tíma. Starfsemi barnaheimilis á Hjalt- eyri hefur verið víða til umfjöllunar síðustu daga, eða eftir að fólk sem þar dvaldist í æsku steig fram í þætti Stöðvar 2 og greindi frá harðræði sem það varð fyrir. Hjalteyri er í Hörgársveit og nú hefur sveitarfé- lagið óskað eftir því að ríkið rannsaki þessi mál. Rekistefna hefur hins veg- ar í stjórnkerfinu um á könnu hvaða ráðuneytis mál þetta sé. Hjá forsætisráðuneytinu hefur hins vegar verið upplýst að sam- kvæmt forsetaúrskurði sé það dóms- málaráðuneytis að sinna málum sem varði rannsókn á starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn. Starfið í Richards- húsi í rannsókn - Akureyrarbær bókar um Hjalteyri Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hjalteyri Starfsemi barnaheimilis þar fyrr á árum er í brennidepli. Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Kjörbréf allra þingmanna voru stað- fest á þingfundi í gærkvöldi með 42 at- kvæðum gegn 5 en 16 greiddu ekki at- kvæði. Nýir þingmenn undirrituðu því drengskaparheit í þinginu skömmu síðar en þessar málalyktir greiða þá einnig veginn fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar. Líklegt er að ríkisstjórn- in verði mynduð á allra næstu dögum. Telja ekki sýnt fram á að ann- markar hafi haft áhrif á úrslitin Tillaga Svandísar Svavarsdóttur og Þórunnar Sveinbjarnardóttur var felld með 42 atkvæðum gegn 16 en hún laut að því að kosningar í Norð- vesturkjördæmi teldust ógildar. Þá var tillaga Björns Levís Gunnarsson- ar, þess efnis að kosningar á landinu öllu teldust ógildar, felld með 53 at- kvæðum gegn 6, en fjórir greiddu ekki atkvæði. Þegar Katrín Jakobsdóttir forsæt- isráðherra gerði grein fyrir atkvæði sínu lagði hún áherslu á að ekki hefðu nægar líkur verið leiddar að því að annmarkar á talningu og vörslu kjör- gagna í Norðvesturkjördæmi hefðu haft áhrif á kosningarnar og komið í veg fyrir að vilji kjósenda kæmi fram. Ágreiningslaust væri þó að verulegir annmarkar hefðu verið á talningu at- kvæða og vörslu kjörgagna í Borgar- nesi. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir það hryggja sig að ávallt þegar upp kæmi „klúður“ væri ekkert aðhafst í málunum. „Það hryggir mig pínulítið að alltaf þegar það er eitthvert klúður þá er aldrei gert neitt í því. Það þarf að draga lærdóm af því og kannski gera betur næst. En það er hluti ástæðunn- ar fyrir því að það er alltaf verið að gera mistök aftur og aftur. Af því að það eru aldrei neinar afleiðingar,“ sagði Björn þegar hann greindi frá at- kvæði sínu en hann vildi að kosið yrði á nýjan leik í landinu öllu. Morgunblaðið/Eggert Umræður Diljá Mist Einarsdóttir, Sjálfstæðisflokki, og Katrín Jakobsdóttir, VG, hlýða á umræðuna á Alþingi í gær. Kjörbréf allra þing- manna samþykkt - Alþingiskosningarnar í september gildar Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Samningafólk á vinnumarkaði virð- ist ætla að koma vel undirbúið fyrir næstu viðræður um endurnýjun kjarasamninga ef marka má mikla aðsókn á náms- stefnur sem ríkis- sáttasemjari stendur fyrir um samningagerð. „Viðtökurnar eru frábærar og stað- festa niðurstöður úr könnun sem við gerðum meðal samninganefnd- arfólks um mikinn vilja til að taka þátt í fræðslustarfi í undirbúningi næstu samningalotu,“ segir Aðal- steinn Leifsson ríkissáttasemjari. Hver námsstefna, sem fyrirhugað er að halda allt til 9. nóvember á næsta ári, stendur yfir í þrjá daga og er markmiðið að efla færni samn- inganefndarfólks, auka fagmennsku við kjarasamningaborðið og stuðla að órofa samningaferli. Sett var á fót fræðsluráð ríkissáttasemjara með fulltrúum frá aðilum vinnumark- aðarins og hafa verið skipulagðar m.a. fimm þriggja daga námsstefnur um samningagerð um allt land. Áhuginn er greinilega mikill því 65 fulltrúar skráðu sig á fyrstu námsstefnuna. „Aðsóknin eru þann- ig að það eru öll sæti tekin á fyrstu námsstefnunni á Húsavík, hartnær fullt á síðustu námsstefnunni í Borg- arfirði og mikil aðsókn að hinum námsstefnunum á Ísafirði, Egils- stöðum og í Stykkishólmi,“ segir Að- alsteinn. „Ég geri ráð fyrir að það verði fullt hús fólks í samninga- nefndum bæði frá verkalýðshreyf- ingunni og launagreiðendum á öllum námsstefnunum,“ bætir hann við. Fram kom í könnun ríkis- sáttasemjara meðal þeirra sem sitja í samninganefndum að um 80% sögðust vilja bæta við þekkingu og færni sína í samningagerð fyrir næstu viðræðulotu. Um 40% þeirra sem tóku þátt í seinustu samninga- lotu sem hófst árið 2019 höfðu ekki áður verið í samninganefnd. Að sögn Aðalsteins hefur faraldur kórónuveirunnar haft áhrif á fyrir- ætlanir um námsstefnurnar og þurfti af þeim sökum að fresta fyrstu námsstefnunni fram til mán- aðamóta febrúar/mars á næsta ári „en við vonum að þá verði örv- unarskammtur í æðum og betri staða í viðureigninni við farald- urinn,“ segir hann. Morgunblaðið/Hari Lífskjarasamningar undirritaðir Í seinustu samningalotu frá apríl 2019 til septemberloka á þessu ári voru gerðir samtals 326 kjarasamningar. Mikil aðsókn að námsstefnum - Undirbúa sig fyrir næstu kjaralotu Aðalsteinn Leifsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.