Morgunblaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2021
Á síðustu árum hefur orðið næsta
algengt að fréttir berist um að
konur setji bresti í eða brjóti gler-
hjúpinn sem þvælst hefur fyrir því
að kraftar kvenna nýtist til fulls í
forystusveit.
- - -
Og breytir engu
þótt því sé sleg-
ið upp hversu stutt
síðustu tvær atrenn-
ur stóðu.
- - -
Nýlega var því
fagnað að
Magdalena And-
ersson varð for-
sætisráðherra Sví-
þjóðar, fyrst
kvenna. Þeirri frétt
var fagnað víða.
Ýmsir urðu því hissa
þegar ný frétt barst sjö klukku-
stundum síðar, að Andersson væri
nú þegar orðin fyrrverandi for-
sætisráðherra!
- - -
Ástæðan var sú að Græningja-
flokkurinn sleit sig úr ríkis-
stjórnarsamstarfi vegna óánægju
með hvernig mikilvægt áhugamál
þeirra fór í þinginu.
- - -
Um líkt leyti bárust fréttir um að
Harris varaforseti Bandaríkj-
anna hefði orðið forseti fyrst
kvenna og það í 81 mínútu þegar
forsetavald Bidens var flutt til henn-
ar er forsetinn lá deyfður vegna
ristilspeglunar. Andstæðingar
beggja höfðu þetta í flimtingum, og
sögðu Biden ekki hafa verið meira
sofandi en vant væri.
- - -
En auðvitað vissu þeir að þótt
Harris hefði fengið forseta-
valdsheimildir í afleysingu varð hún
ekki forseti. Á Íslandi gegna hand-
hafar forsetavalds oft tilteknum
verkefnum í fjarveru forseta, en
þeir sem gegnt hafa forsetaembætti
hér eru áfram aðeins sex.
Magdalena
Andersson
Dýrðin stóð stutt
STAKSTEINAR
Kamala Harris
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Foreldrar barna í Austurbæjarskóla vilja að um-
ferðaröryggi við Hverfisgötu verði tryggt. Vilja
þeir fá gangbrautarljós við Vitastíg eða Frakka-
stíg. Erindi foreldrafélags skólans var tekið fyrir á
síðasta fundi íbúaráðs Miðborgar og Hlíða.
Foreldrarnir segja að á götunni sé stöðug og
hröð umferð bíla, strætisvagna, hjóla og raf-
magnshlaupahjóla í báðar áttir. Það geti því verið
varasamt fyrir börnin að fara yfir götuna. Að auki
telja þeir umferðina á Hverfisgötu alla jafna vera
yfir hámarkshraða, sem er 30 km.
Mikill fjöldi barna í Austurbæjarskóla sæki
Tónmenntaskóla Reykjavíkur við Lindargötu og
þurfi að komast yfir Hverfisgötuna. Þar séu gang-
brautir en engin ljós. Einnig sé fjölmennt íbúða-
hverfi fyrir neðan Hverfisgötuna og þar búi börn
sem sækja Austurbæjarskóla.
Íbúaráð Miðborgar og Hlíða hefur óskað eftir
upplýsingum frá umhverfis- og skipulagssviði
borgarinnar um það hvort og þá hvaða umferðar-
öryggisaðgerðir séu fyrirhugaðar við Hverfisgöt-
una. Jafnframt verði framkvæmdar hraðamæling-
ar við götuna. sisi@mbl.is
Vilja auka öryggi á Hverfisgötu
- Foreldrar skólabarna
hafa lýst yfir áhyggjum
Morgunblaðið/Eggert
Hverfisgatan Vilja hraðamælingar á götunni.
Baðinnréttingar
Fríform ehf.
Askalind 3,
201 Kópavogur.
562–1500
Friform.is.
2
0
0
0
—
2
0
2
0
Tímabundin opnunartími
vegna Covid–19
Mán. – Föst. 10–17
Laugardaga 11–15
Eyþór Einarsson
grasafræðingur lést
þriðjudaginn 24. nóv-
ember, 92 ára að aldri.
Hann fæddist í Nes-
kaupstað 8. febrúar
1929 og var sonur Gísl-
ínu Ingibjargar Har-
aldsdóttur húsmóður
og Einars Einarssonar
sjómanns.
Eyþór lauk stúdents-
prófi frá Mennta-
skólanum á Akureyri
1949, cand.phil. frá Há-
skóla Íslands 1950 og
mag.scient.-prófi í nátt-
úrufræði frá háskólanum í Kaup-
mannahöfn 1958. Að námi loknu
fluttist hann aftur heim til Íslands og
hóf störf sem deildarstjóri grasa-
fræðideildar Náttúrufræðistofnunar
Íslands frá 1. janúar 1959 og var for-
stöðumaður stofnunarinnar í sam-
tals 14 ár. Hann starfaði alla sína
starfsævi hjá Náttúrufræðistofnun
Íslands til starfsloka 1999.
Eyþór vann við rannsóknir á æð-
plöntum, plöntulandafræði og gróð-
urfari Íslands frá árinu 1955. Hann
lagði grunn að rannsóknum sem hóf-
ust 1961 á landnámi plantna og
framvindu gróðurs í jökulskerjum í
Vatnajökli. Auk þess fékkst hann við
rannsóknir á sviði nátt-
úruverndar einkum
varðandi hugsanlegar
breytingar á gróð-
urfari af völdum verk-
legra framkvæmda.
Eyþór sat í nátt-
úruverndarráði í 31 ár
og var formaður þess
1978-1990, var varafor-
maður stjórnar raun-
vísindadeildar Vís-
indasjóðs 1974-1978 og
formaður 1978-1986.
Hann var formaður
Félags íslenskra nátt-
úrufræðinga 1960-
1962, formaður Hins íslenska nátt-
úrufræðifélags 1964-1966 og 1976-
1980. Eyþór var fulltrúi Íslands í
náttúruverndarnefnd Evrópuráðs-
ins 1963-1993 og formaður 1985-
1986. Hann var kjörinn félagi New
York Academy of Sciences 1982, fé-
lagi Vísindafélags Íslendinga 1987
og kjörinn heiðursfélagi Hins ís-
lenska náttúrufræðifélags 1993.
Eyþór kvæntist Svandísi Ólafs-
dóttur kennara (1929-2013) 18. nóv-
ember 1951. Þau eignuðust fjórar
dætur, Margréti, Ingibjörgu, Sigríði
Ólöfu og Þóreyju.
Útför Eyþórs fer fram frá Há-
teigskirkju 1. desember.
Andlát
Eyþór Einarsson
grasafræðingur