Morgunblaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2021 Á síðustu árum hefur orðið næsta algengt að fréttir berist um að konur setji bresti í eða brjóti gler- hjúpinn sem þvælst hefur fyrir því að kraftar kvenna nýtist til fulls í forystusveit. - - - Og breytir engu þótt því sé sleg- ið upp hversu stutt síðustu tvær atrenn- ur stóðu. - - - Nýlega var því fagnað að Magdalena And- ersson varð for- sætisráðherra Sví- þjóðar, fyrst kvenna. Þeirri frétt var fagnað víða. Ýmsir urðu því hissa þegar ný frétt barst sjö klukku- stundum síðar, að Andersson væri nú þegar orðin fyrrverandi for- sætisráðherra! - - - Ástæðan var sú að Græningja- flokkurinn sleit sig úr ríkis- stjórnarsamstarfi vegna óánægju með hvernig mikilvægt áhugamál þeirra fór í þinginu. - - - Um líkt leyti bárust fréttir um að Harris varaforseti Bandaríkj- anna hefði orðið forseti fyrst kvenna og það í 81 mínútu þegar forsetavald Bidens var flutt til henn- ar er forsetinn lá deyfður vegna ristilspeglunar. Andstæðingar beggja höfðu þetta í flimtingum, og sögðu Biden ekki hafa verið meira sofandi en vant væri. - - - En auðvitað vissu þeir að þótt Harris hefði fengið forseta- valdsheimildir í afleysingu varð hún ekki forseti. Á Íslandi gegna hand- hafar forsetavalds oft tilteknum verkefnum í fjarveru forseta, en þeir sem gegnt hafa forsetaembætti hér eru áfram aðeins sex. Magdalena Andersson Dýrðin stóð stutt STAKSTEINAR Kamala Harris Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Foreldrar barna í Austurbæjarskóla vilja að um- ferðaröryggi við Hverfisgötu verði tryggt. Vilja þeir fá gangbrautarljós við Vitastíg eða Frakka- stíg. Erindi foreldrafélags skólans var tekið fyrir á síðasta fundi íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Foreldrarnir segja að á götunni sé stöðug og hröð umferð bíla, strætisvagna, hjóla og raf- magnshlaupahjóla í báðar áttir. Það geti því verið varasamt fyrir börnin að fara yfir götuna. Að auki telja þeir umferðina á Hverfisgötu alla jafna vera yfir hámarkshraða, sem er 30 km. Mikill fjöldi barna í Austurbæjarskóla sæki Tónmenntaskóla Reykjavíkur við Lindargötu og þurfi að komast yfir Hverfisgötuna. Þar séu gang- brautir en engin ljós. Einnig sé fjölmennt íbúða- hverfi fyrir neðan Hverfisgötuna og þar búi börn sem sækja Austurbæjarskóla. Íbúaráð Miðborgar og Hlíða hefur óskað eftir upplýsingum frá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar um það hvort og þá hvaða umferðar- öryggisaðgerðir séu fyrirhugaðar við Hverfisgöt- una. Jafnframt verði framkvæmdar hraðamæling- ar við götuna. sisi@mbl.is Vilja auka öryggi á Hverfisgötu - Foreldrar skólabarna hafa lýst yfir áhyggjum Morgunblaðið/Eggert Hverfisgatan Vilja hraðamælingar á götunni. Baðinnréttingar Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Tímabundin opnunartími vegna Covid–19 Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15 Eyþór Einarsson grasafræðingur lést þriðjudaginn 24. nóv- ember, 92 ára að aldri. Hann fæddist í Nes- kaupstað 8. febrúar 1929 og var sonur Gísl- ínu Ingibjargar Har- aldsdóttur húsmóður og Einars Einarssonar sjómanns. Eyþór lauk stúdents- prófi frá Mennta- skólanum á Akureyri 1949, cand.phil. frá Há- skóla Íslands 1950 og mag.scient.-prófi í nátt- úrufræði frá háskólanum í Kaup- mannahöfn 1958. Að námi loknu fluttist hann aftur heim til Íslands og hóf störf sem deildarstjóri grasa- fræðideildar Náttúrufræðistofnunar Íslands frá 1. janúar 1959 og var for- stöðumaður stofnunarinnar í sam- tals 14 ár. Hann starfaði alla sína starfsævi hjá Náttúrufræðistofnun Íslands til starfsloka 1999. Eyþór vann við rannsóknir á æð- plöntum, plöntulandafræði og gróð- urfari Íslands frá árinu 1955. Hann lagði grunn að rannsóknum sem hóf- ust 1961 á landnámi plantna og framvindu gróðurs í jökulskerjum í Vatnajökli. Auk þess fékkst hann við rannsóknir á sviði nátt- úruverndar einkum varðandi hugsanlegar breytingar á gróð- urfari af völdum verk- legra framkvæmda. Eyþór sat í nátt- úruverndarráði í 31 ár og var formaður þess 1978-1990, var varafor- maður stjórnar raun- vísindadeildar Vís- indasjóðs 1974-1978 og formaður 1978-1986. Hann var formaður Félags íslenskra nátt- úrufræðinga 1960- 1962, formaður Hins íslenska nátt- úrufræðifélags 1964-1966 og 1976- 1980. Eyþór var fulltrúi Íslands í náttúruverndarnefnd Evrópuráðs- ins 1963-1993 og formaður 1985- 1986. Hann var kjörinn félagi New York Academy of Sciences 1982, fé- lagi Vísindafélags Íslendinga 1987 og kjörinn heiðursfélagi Hins ís- lenska náttúrufræðifélags 1993. Eyþór kvæntist Svandísi Ólafs- dóttur kennara (1929-2013) 18. nóv- ember 1951. Þau eignuðust fjórar dætur, Margréti, Ingibjörgu, Sigríði Ólöfu og Þóreyju. Útför Eyþórs fer fram frá Há- teigskirkju 1. desember. Andlát Eyþór Einarsson grasafræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.