Morgunblaðið - 26.11.2021, Side 10

Morgunblaðið - 26.11.2021, Side 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2021 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Þjóðkirkjan hefur glímt við alvarleg- an fjárhagsvanda og er nú gert ráð fyrir að halli verði á rekstri kirkj- unnar upp á um 170 milljónir króna á næsta ári. Grípa á til niðurskurðar sem nemur um 285 milljónum króna. „Mikilvægt er að allir söfnuðir átti sig á stöðu mála. Um sársaukafullar aðgerðir er að ræða sem kirkjufólk horfist í augu við um þessar mund- ir,“ segir í umfjöllun um þessi mál á vef kirkjunnar en fjárhagsáætlun þjóðkirkjunnar fyrir næsta ár var samþykkt á kirkjuþingi, sem fór fram fyrr í þessari viku. Um var að ræða framhald á störf- um kirkjuþingsins sem frestað var í október sl. en þar voru fjármál þjóð- kirkjunnar til umræðu og fjárhags- áætlun upphaflega lögð fram en sér- stakri fjárhagsnefnd var falið að fara yfir málið. Lagði hún ýmsar breyt- ingar og tillögur um hagræðingu fyr- ir þingið sem kom saman í þessari viku og voru þær samþykktar. Í upphaflegri fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir rekstrarhalla upp á 465 milljónir. Fram kemur í nefnd- aráliti fjárhagsnefndarinnar að ekki hafi tekist að ná fram jöfnuði gjalda og tekna í meðförum nefndarinnar, „en með margvíslegum og oft sárs- aukafullum niðurskurði tókst að ná rekstrahallanum niður í 175 milljón- ir. Fjárhagsnefnd bendir á að afar brýnt er að ná jafnvægi í fjármálum þjóðkirkjunnar og telur óhjákvæmi- legt að því markmiði verði náð á næstu tveimur árum,“ segir í nefnd- arálitinu. Eru allir þeir sem koma að starfi kirkjunnar hvattir til að gæta ýtrasta aðhalds í fjármálum og leita allra leiða til hagræðingar. Þá á að endurskoða allt starfsmannahald kirkjunnar og leita hagræðingar enda nemi launagreiðslur um það bil 77% af heildartekjum kirkjunnar. Fækka stöðugildum Ljóst sé vegna fjárhagsstöðunnar að á næsta ári verði að leita allra leiða til að fækka stöðugildum starfs- manna þjóðkirkjunnar. „Fjárhags- nefnd bendir á, að til þess að fjár- magna þann hallarekstur sem fyrirsjánlegur er á næsta ári þarf að eiga sér stað áframhaldandi hagræð- ing á fasteignasviðinu og jafnframt einhver sala eigna,“ segir í áliti nefndarinnar um fjárhagsáætlunina. Unnið hefur verið að endurskipu- lagningu á rekstri þjóðkirkjunnar og kom fram fyrr á þessu ári að halli á rekstri kirkjunnar nam 654 milljón- um á árinu 2020. Nú er gert ráð fyrir að á yfirstandandi ári verði hallinn um 91 milljón kr. og 175 millj. kr. á því næsta eins og fyrr segir. Telja fulltrúar þjóðkirkjunnar mjög brýnt að fá leiðréttingu á sóknargjöldum til að styrkja sóknir landsins. Skoða skiptingu prestakalla Lagt var fyrir þingið nefndarálit og breytingartillaga við tillögu sem lá fyrir um stofnun starfshóps til að skilgreina þörf fyrir presta og djákna vegna vígðrar grunnþjónustu þjóðkirkjunnar á landsvísu. Fóru fram miklar umræður um málið en fjárhagsnefndin taldi brýnt að skoð- un á þjónustuþörf í grunnþjónustu kirkjunnar verði unnin eins hratt og framast sé unnt. Var samþykkt á þinginu að stofn- aður verði starfshópur er skilgreini þörfina fyrir þjónustu djákna, presta, prófasta og vígslubiskupa. Skila á skýrslu til kirkjuþings á næsta ári og því næst á að endur- skoða skiptingu landsins í starfsein- ingar, prófastsdæmi, prestaköll og/ eða samstarfssvæði. Samskipta- og ímyndarstefna Meðal mála sem afgreidd voru á þinginu í vikunni var tillaga um stefnumótun í samskipta-, ímyndar- og kynningarmálum þjóðkirkjunnar. Pétur G. Markan biskupsritari segir að í framhaldi af þessari samþykkt verði nú haldið í þessa vegferð. „Fyrsta skref er að undirbúa við- mikla könnun þar sem fjölbreytt trúarþörf Íslendinga, væntingar til þjóðkirkjunnar og hvernig þjónustu kirkjunnar fólk kann að kjósa sér verður meðal annars mæld og könn- uð,“ segir hann. Allt sé þetta til þess gert að mæta þjóðinni á þeim stað sem hún er á og laga starfið að þörf- um þjóðarinnar en ekki öfugt. Pétur segir að um afar spennandi verkefni sé að ræða sem lýsi þeim tímamótum sem þjóðkirkjan sé á og þeirri björtu framtíð sem blasi við henni undir forystu biskups Íslands. Morgunblaðið/Rax Óvissa Fjárhagsvandi þjóðkirkjunnar er mikill. Talsmenn hennar segja brýnt að fá leiðréttingu á sóknargjöldum. Gripið til 285 milljóna króna niðurskurðar - 170 milljóna kr. halli á rekstri þjóðkirkjunnar á næsta ári Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fulltrúar Kirkjuþing hófst í október og önnur þinglota var í þessari viku. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sveitarstjórinn í Skagafirði telur að Umhverfisstofnun hafi lítið tillit tekið til athugasemda sveitarfé- lagsins við útgáfu tilmæla til N1 um hreinsun mengunar frá bensíntanki fyrirtækisins á Hofsósi. Aðgerðir samkvæmt fyrirmælum Umhverfis- stofnunar taka að minnsta kosti tvö til þrjú ár, til viðbótar þeim tveimur árum sem liðin eru frá umhverfis- slysinu. Sveitarfélagið vill að meira sé hreinsað í upphafi til þess að að- gerðirnar taki skemmri tíma og hafi minna rask í för með sér fyrir íbúana. Sveitarfélagið krafðist þess að hið mengaða svæði yrði hreinsað í heild og allur mengaður jarðvegur fjarlægður. Í fyrirmælum Umhverf- isstofnunar sem grundvallast á úr- bótaáætlun ráðgjafa N1 er kveðið á um að skurðir verði grafnir til að lofta út og aðeins fjarlægður jarð- vegur þar sem mengun er yfir við- miðunarmörkum. Fólk komist fyrr heim Sigfús Ingi Sigfússon sveitar- stjóri óttast að með þeim aðgerðum sem ákveðnar hafa verið verði rask á svæðinu um langan tíma og fólk sem hafi þurft að yfirgefa hús vegna mengunar þurfi að bíða leng- ur en ella með að komast heim til sín og hefja aftur rekstur veitinga- staðar. Í svari Umhverfisstofnunar við athugasemdum sveitarfélagsins kemur fram að mælingar á svæðinu hafi gefið til kynna að mengunar verði fyrst og fremst vart í formi gass. Telur stofnunin því skynsam- legt að styðjast við mælingar sem sýna gasmengun jafnóðum og graf- ið er. Þar sem gasmengunar verði vart verði jarðvegurinn rannsakað- ur nánar og síðan meðhöndlaður í samræmi við niðurstöður þess. Fram kemur í svarinu að jarð- rask sé bundið við upphaf fram- kvæmda en tímalengd þeirra fari eftir því hversu mikið þurfi að grafa upp. Bent er á að í áætlun N1 sé gert ráð fyrir að hreinsunaraðgerð- ir sem felast í loftun svæðisins geti tekið allt að þrjú ár. Tekur stofn- unin fram að þau skilyrði hafi verið sett að loftunaraðgerðum verði ekki hætt fyrr en eftir í fyrsta lagi tvö ár. Hreinsun gæti tekið 2-3 ár - Sveitarstjórn vildi meiri uppgröft Morgunblaðið/Björn Jóhann Hofsós Áframhaldandi rask verður í götunni við verslun KS. Bæjarráð Seltjarnarness samþykkti á fundi sínum í gær að taka tilboði Húsasmíði ehf. um byggingu nýs sambýlis í bænum. Fyrirtækið átti lægsta tilboð í verkið, 292,5 milljónir króna. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á rúmar 303 milljónir króna. Átta tilboð bárust í verkið. Sam- þykkt bæjarráðs er með fyrirvara um að tilboðið uppfylli alla skilmála útboðsins og er bæjarverkfræðingi falin afgreiðslu málsins. Sérverk ehf. bauð tæpar 295 milljónir í verkið sem var næstlægsta tilboðið. Hæsta boðið var frá Spöng ehf., 424 millj- ónir króna. Sambýlið mun rísa við Kirkju- braut. Eins og Morgunblaðið hefur áður greint frá er þessi uppbygging unnin með Ás styrktarfélagi og horft til sambærilegrar uppbyggingar í Garðabæ. Í dag rekur Seltjarnar- nesbær sambýli fyrir fjóra fatlaða íbúa við Sæbraut. Nýtt sambýli við Kirkjubraut 20 rúmar sex ein- staklinga og á að taka við af því. hdm@mbl.is Morgunblaðið/Hari Seltjarnarnes Nýtt sambýli fyrir sex íbúa mun rísa á Kirkjubraut. Samið um smíði sam- býlis á Seltjarnarnesi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.