Morgunblaðið - 26.11.2021, Side 50

Morgunblaðið - 26.11.2021, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Á vef Við- skiptablaðs- ins var í gær sagt frá viðtali úr bókinni 300 stærstu við Eggert Þór Kristófersson, forstjóra Festar. Þar lýsir hann samskiptum fyrirtækisins við Samkeppn- iseftirlitið, en eftir að N1 keypti Krónuna og fleiri verslanir, lenti fyrirtækið, eins og ýmis önnur hafa gert, í miklum vanda við að uppfylla skilyrði eftirlitsins, sem mörg hver hafa verið ill- skiljanleg, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Eggert Þór segir frá því að átján mánuðir hafi farið í við- ræður við Samkeppniseftirlitið, og bætir við: „Okkur fannst allt- af mjög skrítið að olíufélag, sem var að kaupa matvörubúð, raf- tækjaverslun og vöruhótel, þyrfti að selja frá sér eignir. Hvorki Krónan né nokkurt ann- að af þessum fyrirtækjum voru í samkeppni við N1.“ Hann bendir á að á sama tíma hafi Hagar verið að kaupa Olís og að þar hafi einnig komið fram kröfur um sölu á bensín- stöðvum, sem væri stórskrýtið, enda Hagar ekki á sama mark- aði og Olís, ekki frekar en Krón- an væri á sama markaði og N1. „Samkeppniseftirlitið gat þarna sýnt vald sitt. Mér þykja þetta ekki eðlileg vinnubrögð,“ segir Eggert Þór. „Samkeppn- iseftirlitið er orðið ríki í ríkinu, sem ræður ansi miklu þegar kemur að þróun í atvinnulífinu. Þeir segja við mann á fundum að þeir ætli ekki að hafa áhrif á þróunina en þeir gera það samt og það er að mínu mati alls ekki þeirra hlutverk.“ Þessi afskipti Samkeppnis- eftirlitsins leiddu til að mynda af sér þá undarlegu fléttu að N1 var gert að selja bensínstöðvar til nýs aðila á markaðnum, eins og það var kallað, en þær stöðvar voru síðan seldar áfram til Skeljungs. Annað sem gerð- ist, og alræmt er orðið, er að selja þurfti verslun á Hellu til að samruninn yrði leyfður. Ekki var heil brú í þessu og varð salan afar erfið og var tvisvar látin ganga til baka, en gekk loks eftir þegar Festi lét verslun í Reykjavík fylgja með í kaupunum, enda var versl- un á Hellu „ekki ein og sér sölu- vara að mati kaupanda,“ segir Eggert Þór. Í viðtalinu kemur einnig fram að kostnaðurinn af þessu öllu saman sé kominn „vel yfir 200 milljónir króna,“ bæði vegna tafa en mestur þó vegna „óháða kunnáttumannsins“ sem skip- aður var til að hafa yfirumsjón með framkvæmd skilyrða Sam- keppniseftirlitsins. Sá kostn- aður er ekki að baki, því að „óháði kunnáttumaðurinn“ var skipaður til fimm ára og lýkur því störfum eftir tvö ár þó að bú- ið sé að uppfylla öll skilyrðin, að sögn Eggerts Þórs. Eftir það sem Festi og ýmis önnur fyrirtæki hafa gengið í gegnum í samskiptum sínum við Samkeppniseftirlitið er augljóst að endurskoða þarf starfsemi þess. Líklega þarf það að gerast með lagabreytingum, en líka með viðhorfsbreytingum. Það getur ekki verið tilgangurinn með starfsemi Samkeppniseft- irlitsins að flækjast fyrir starf- semi fyrirtækja og hlaða upp óþörfum kostnaði. Eigi slíkt eft- irlit að halda áfram starfsemi þarf það að vera skilvirkt og sinna því sem máli getur skipt fyrir samkeppnina, ekki að flytja bensínstöðvar á milli stórra aðila á markaði eða hlutast til um starfsemi versl- unarinnar á Hellu. Samkeppnis- eftirlitið hefur farið offari} Ófagrar lýsingar Reykjavíkurborg gæti verið stór hluti af lausninni en er stór hluti vandans, segir Ing- ólfur Bender, aðal- hagfræðingur Samtaka iðn- aðarins, í grein í ViðskiptaMogganum í vikunni þar sem hann fjallar um íbúða- skort og verðbólgu. Hann bendir á að ört hækkandi íbúðaverð þrýstir upp verð- bólgu og þar með vöxtum sem er bæði fyrirtækjum og heim- ilum dýrt. Talning Samtaka iðnaðarins sýnir að ekki hafa verið færri íbúðir í byggingu á höfuðborg- arsvæðinu í fimm ár en nú er og Ingólfur bendir á að meiri- hlutinn í borginni er með áætl- un um 10 þúsund íbúðir á sama tíma og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun telur að byggja þurfi 30 þúsund íbúðir á landinu. Fólksfjölg- unin sé langmest á höfuðborgarsvæð- inu og í nágrenni þess og þar vantar þess vegna mun meira af íbúðum en meiri- hlutinn í borginni áformar að leyfa á þéttingarreitum sínum. Kosningarnar í borginni næsta vor munu ekki síst snúast um framboð lóða og íbúða, eink- um íbúða á viðráðanlegu verði. Meirihlutinn hefur sýnt að hann gefur ekkert fyrir þau sjónar- mið að nauðsynlegt sé að byggja utan þéttingarsvæð- anna, að íbúðir eigi að bjóðast á hagstæðu verði og að borgin beri ábyrgð á verðbólgu og hækkandi vöxtum með þver- móðsku sinni. Meirihlutaflokk- arnir geta ekki búist við öðru en að kjósendur taki mið af þessu. Meirihlutinn í borg- inni hyggst áfram verja slæma stefnu} Hver vill kjósa lóðaskort? V ið þurfum öll að svara hvort það sé nóg að treysta því að niðurstöður kosninga séu réttar eða hvort það þurfi að vera hægt að sannreyna að svo sé. Að mínu mati mæla kosningalög og almenn skynsemi fyrir því að niðurstöður kosninganna eigi að vera sann- reynanlegar. Það þýðir að kjörgögn séu örugg frá því að kjósandi greiðir atkvæði þangað til niðurstöður kosninga eru staðfestar. Ef það væri nóg að treysta því að niðurstöður kosn- inga séu réttar væri alveg eins hægt að nota skoðanakannanir í staðinn. Fyrsta grein stjórnarskrár Íslands segir að hér sé lýðveldi með þingbundinni stjórn. Ástæðan fyrir því að við erum lýðveldi er að forseti og þingmenn eru þjóðkjörnir. Lýðræð- islegar kosningar eru grundvöllur þess valds sem Alþingi, ríkisstjórn og dómstólar beita. Lýðræðis- legar kosningar eru forsenda þess að við fylgjum valdboði löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds. Án lýð- ræðislegra kosninga eru skattar ofbeldi, lög marklaus og dómar eru geðþóttaákvarðanir. Þannig voru samfélög fyrri alda, þar sem fólk fór með vald sem var sagt koma frá æðri máttarvöldum. Í dag kemur valdið frá fjöldanum með atkvæðum í lýð- ræðislegum kosningum. Frá fólki sem veitir þingmönnum umboð til þess að beita ríkisvaldinu í þeirra þágu. Mikil- vægi lýðræðislegra kosninga í samfélagi okkar ætti því að vera augljóst öllum sem og mikilvægi þess að slíkar kosn- ingar séu hafnar yfir allan vafa. Í Stjórnskipunarrétti segir Gunnar G. Schram: „Sé ljóst að annmarkar við kosningar hafi getað ráðið úrslitum um niðurstöður þeirra skipti almennt engu máli hverjum er um að kenna eða hvort nokkur eigi sök á mis- fellunum heldur beri þá að ógilda kosn- inguna.“ Þá er bara spurningin hvernig við sönnum hvort annmarki hafi getað ráðið úrslitum. Þurfum við að sanna að orsakatengsl séu á milli galla og áhrifa á úrslit eða er sönnunar- byrðin öfug? Þurfum við að sanna að það sé enginn möguleiki á því að gallinn hafi haft áhrif á úrslitin? Vegna þess hversu mikil- vægar lýðræðislegar kosningar eru, þá hallast ég að því síðara. Lög og reglur sem við setjum til þess að verja öryggi kosninga snúast um að vilji kjósenda sé hafinn yfir vafa. Við eigum ekki að þurfa að treysta því að úrslit kosninga séu rétt, við eigum að geta sannreynt það. Staðreyndin er sú að það voru tilkynntar niðurstöður, lokatölur Norðvesturkjördæmis, að morgni sunnudagsins 26. september. Seinna sama dag komu svo nýjar lokatölur eftir að ljóst var að kjörgögn höfðu ekki verið örugglega geymd á milli fyrri lokatalna og seinni. Ekki hefur tekist að sannreyna hvort sá galli hafi orsakað þær breytingar eða ekki og eftir stöndum við með þann kaleik í höndunum að segja við þjóðina, við vitum ekki hvort atkvæðin ykkar skiluðu lýðræðislegri niðurstöðu. bjornlevi@althingi.is Björn Leví Gunnarsson Pistill Giskum á niðurstöður kosninga Höfundur er þingmaður Pírata. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Andrés Magnússon andres@mbl.is G rænsvik“ munu kosta breska skattgreiðendur um 50 milljarða sterlings- punda fram til ársins 2050 – jafnvirði nær 9 þúsunda milljarða króna – samkvæmt skýrslu al- þjóðlegs fyrirtækis á sviði fjár- málaráðgjafar. Í Bretlandi eru margvíslegar reglugerðir, styrkir, niðurgreiðslur og fjárfestingarverkefni í bígerð eða komin í gagnið á vegum hins opin- bera með það að markmiði að ýta undir loftslagsmarkmið næstu ára- tugi, en þar hefur verið mörkuð sú stefna að algerum kolefnisjöfnuði verði náð árið 2050. Það er ákaflega metnaðarfullt markmið, en ýmsir hafa orðið til þess að gagnrýna það fyrir að fórna alltof miklu fyrir óviss- an ávinning. Tækifæri fyrir svikahrappa Samkvæmt skýrslunni, sem unnin var af FTI, einu fremsta fjár- málaráðgjafarfyrirtæki heims, er viðbúið að glæpahópar notfæri sér þessi verkefni til þess að verða sér úti um auðfengið fé úr sjóðum hins opin- bera og féfletta neytendur, sem þurfa að fara eftir ótal nýjum reglugerðum um einangrun, varmadælur og aðra græntækni á heimilum. Fyrirtækið áætlar að um 5% af þeirri billjón sterlingspunda (175.000 milljarðar króna) sem stjórnvöld áætla að verja í þessu skyni fram til 2050 muni glatast vegna „græn- svika“. Að jafnaði megi gera ráð fyrir að árlega muni skattgreiðendur tapa jafnvirði liðlega 600 ma.kr. af þeim sökum. Í skýrslunni voru talin upp margvísleg svik sem þegar hefur komist upp um, þar sem glæpamenn notfærðu sér alls kyns tækifæri í boði hins opinbera. Það hefur hleypt af stokkunum alls kyns umhverfisverk- efnum, oft af nokkurri bjartsýni um hve margir vilji nýta sér þau, en fyrir vikið hefur ekki alltaf verið gætt nægilegrar varúðar gagnvart þeim sem þó sækja um og njóta góðs af. Hluti vandans er einnig sú tilhneig- ing í stjórnsýslunni að mæla aðgerðir í fjárútlátum fremur er eiginlegum árangri. Megnið mun að líkindum verða svikið út úr hinu opinbera, en ein- staklingar og fyrirtæki munu einnig verða fyrir barðinu á vökulum og kvikum fjársvikurum. Aukin svik í heimsfaraldri Þessir útreikningar FTI eru byggðir á áætlunum ríkisvaldsins sjálfs á fjársvikum í opinbera geir- anum, rannsóknum samtaka réttar- endurskoðenda (ACFE) og mats- nefndar fjársvika (FCMC) þar í landi. Að auki má búast við „stórfeng- legri og óþarfri sóun á fjármunum skattborgara“ og svikum, einstaklega stórum í sniðum, ef ekki verður gripið til öflugra varna til þess að draga úr áhættu á fjársvikum af því tagi. Því til áréttingar fylgdi með upptalning á margvíslegum svikum af þessum toga, sem þegar hefur komist upp um á undanförnum misserum. Þau bætast þá við nýlegar upp- ljóstranir um mikil svik í kringum ýmis opinber viðnámsverkefni í kór- ónukreppunni, en öllum sérfræð- ingum ber saman um að hinar raun- verulegu upphæðir, sem þannig hafa farið í súginn, séu mun hærri, en verði að líkindum aldrei ljósar. Það segir þó sitt um umfangið að bresk skattyfirvöld hafa sett á laggirnar sérstaka aðgerðadeild í því skyni að endurheimta eitthvað, en þar eru meira en þúsund tollverðir að störf- um. Að sögn Andrews Durants, að- alhöfundar skýrslu FTI, eru op- inberar áætlanir um umhverfis- vænar endurbætur heimila sérstaklega berskjaldaðar fyrir svikahröppum. Þeir hefðu komist á bragðið við örlæti stjórnvalda í heimsfaraldrinum, en nú væri búið að kynna fyrirætlanir um ennþá stórkostlegri fjárútlát úr ríkissjóði. Bent er á að eldri borgarar og sparifjáreigendur þurfi að vera sér- staklega á varðbergi gagnvart alls kyns gylliboðum um fjárfestingu í „grænum sjóðum“ og „grænum skuldabréfum“, sem bæru ríkulega og ríkisstudda ávöxtun, einmitt þeg- ar almennir vextir væru í lágmarki. Stjórnvöld ekki jafnsvartsýn Talsmenn breskra stjórnvalda taka undir að hætta á fjársvikum hafi aukist, segjast taka hana mjög alvar- lega og að þau muni ekki „líða glæpa- mönnum að fylla vasa sína á kostnað löghlýðinna borgara“. Á hinn bóginn draga þeir útreikninga FTI í efa og segja skýrsluhöfunda gera ráð fyrir að fjársvik verði ávallt við efri mörk opinberra viðmiða. Útreikningar óháðra sérfræðinga, sem ríkis- stjórnin hafi leitað til, bendi til þess að fjársvik geti orðið svo lág sem 0,5% heildarútgjalda vegna kolefnis- jöfnunar, fremur en þau 5% sem FTI nefnir. Áhyggjur í Bretlandi af „grænsvikum“ AFP Kolefnisjöfnun Boris Johnson hefur uppi metnaðarfull og kostnaðarsöm áform í loftslagsmálum, en svikahrappar vilja líka njóta veislunnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.