Morgunblaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 58
Ómar Garðarsson Vestmannaeyjum Gísli Matthías Auðunsson, mat- reiðslumeistari er Eyjamaður, kominn af sjómönnum en fann sig ekki á sjónum. Byrjaði í uppvaskinu hjá Úlfari á Þremur frökkum, skrallaði kartöflur og skolaði græn- metið hjá Sigurði frænda sínum Gíslasyni í Turninum. Lærði þar matreiðslu og var strax sem nemi kominn með mikla ábyrgð. Hefur rekið veitingastaðinn Slippinn í Vestmannaeyjum ásamt fjölskyldu sinni í tíu sumur af ástríðu og dugn- aði sem hefur skilað honum í fremstu röð veitingastaða á Íslandi og víðar. Um langaafa hans, Binna í Gröf, margfaldan aflakóng í Eyjum, orti Ási í Bæ; og Binni hann sótti í sjáv- ardjúp 60.000 tonn. Langafabarnið rær á önnur mið en hefur Gísli Matthías vakið athygli stærstu fjöl- miðlum heims og er hvergi nærri hættur. Nýlega kom út hjá Phaidon út- gáfunni bókin, Slippurinn: Recipes and stories from Iceland sem gefin er út í 30 löndum. Ekki hefðbundin matreiðslubók því sögð er sagan á bak við réttina og hugmyndafræð- inni sem byggir á að nýta það hrá- efni sem hendi er næst hverju sinni. Kemur margt á óvart. Umhverf- ismál móta matseðilinn en hugsunin er að allir geti notið, þeir sem fá sér súpu og salat og þeir sem gera sér ferð til Íslands til að mæta á Slipp- inn í Vestmannaeyjum. Það á að vera upplifun að koma á Slippinn og markmiðið að fólk upplifi stað og stund, finni að það sé í Vest- mannaeyjum í gegnum mat og drykki. Það sem hendi er næst Gísli Matthías segir ekki eft- irsóknarvert að sækja mat yfir haf og lönd heldur nýta það sem hendi er næst. „Það er mikil vitund- arvakning með hlýnun jarðar, að fara vel með jörðina okkar og nýta hráefni í nær umhverfi. Færri milliliðir, sanngjarnara verð fyrir framleiðandann. Já, það er ekki skynsamlegt að flytja inn jurtir er- lendis frá, sér- staklega á sumrin þegar við getum tínt þær úti í náttúrunni. Án alls eiturs og aukaefna. Að nýta ekki það sem hendi er næst er sóun og skortur á hug- myndaflugi sem skiptir svo miklu máli í nútímamatargerð.“ Slippurinn hefur fengið gæðastimpil sem Gísli þakkar ekki síst starfsfólkinu. „Það hafa um 200 manns starfað hjá okkur, bæði Íslendingar og útlendingar. Fólk frá þekktum Michelin-stöðum í leit að nýrri reynslu. Við bjóðum þeim allt aðra upplifun. Dagurinn byrj- ar á að ná í jurtir, ber eða þara sem við notum. Fara á markaðinn, ná í fisk sem við fáum í heilu sem er ólíkt því sem þetta fólk þekkir.“ Gísli Matthías segir þau stöðugt læra meira á náttúruna og hvernig árstíðirnar virka. „Skipta má hverju sumri í margar árstíðir. Fyrst koma pínulitlar hundasúrur, hvönn og kerfill. Í lok maí kemur túnfífillinn inn og í júl- ílok er náttúran í blóma nema ber- in. Þetta snýst líka um að hugsa fram i tímann og þurrka jurtir, eins og blóðberg sem við geymum á milli ára.“ Fjársjóðir náttúrunnar „Málið er hvað viltu?“ segir Gísli þegar hann er spurður hvaða jurtir gætu hentað með helgarsteikinni. Hann nefnir fjörukál, sem líkist piparrót, blálilju, stundum kallaða ostrulauf, sem er sölt og líkist ostr- um, skarfakál sem bjargaði þjóðinni frá skyrbjúg, beltisþara og þang- skegg sem með réttri meðhöndlun bragðast eins svartar truflur. „Það lærði ég af vini mínum, Leif Sören- sen í Færeyjum,“ segir Gísli og heldur áfram að þylja upp þarateg- undir eins og söl, marínkjarna og blöðruþang sem hægt er að nota eins og capers með t.d. bökuðum fiski. Á landi segir Gísli blóðbergið vera drottningu allra jurta á Ís- landi. „Bragðmikið og skemmtilegt. Líka hundasúrur, ólafssúrur, vall- humall, mjaðjurt og hægt að halda áfram endalaust.“ Fyrsta bók Phaidon-útgáfunnar um norræna matargerð fjallaði um hinn margverðlaunaða veitingastað, Noma í Kaupmannahöfn. Hún kom út árið 2010 og var Gísli Matthías strax staðráðinn í að komast þar inn. Þegar önnur bókin, The Nordic Cookbook kom út var hún kynnt um allan heim. Var Gísli Matthías einn fimm norrænna matreiðslumanna sem tók þátt í kynningunni. „Ég fór til Texas og nýtti tækifærið og hafði matseðilinn eins íslenskan og hægt var. Bauð upp á taðreykta bleikju, loðnuhrogn héðan, heileldaða lambahausa borna fram með ís- lenskum pönnukökum. Reykta súr- mjólk, pikklaðan rabarbara og að sjálfsögðu skyr og ábresti. Ákvað að fara alla leið,“ segir Gísli Matt- hías sem náði athygli fólks hjá Phaidon-bókaútgáfunni. Gísli segir það mikið ævintýri að gera bókina en það hafi líka orðið til þess að hann þurfti að staðreyna margt af því sem hann er að gera. Tilfinningin ein dugði ekki. „Maður kemst ekki upp með að skrifa það sem maður heldur,“ segir Gísli Matthías en meðhöfundur hans er Nicholas Gill og myndir tóku Gunn- ar Freyr Gunnarsson og Karl Pet- ersson. Eftir langt og strangt ferli er bókin komin út, falleg og hin glæsi- legasta, rúmlega 250 síður í stóru broti og fallega myndskreytt. Hún var kynnt í London fyrr í haust þar sem Gísli Matthías eldaði. Var góð mæting og voru gestir ánægðir með matinn. Í síðustu viku var það New Yok þar sem sagan endurtók sig. Bókin, Slippurinn og Gísli Matthías hafa vakið athygli fjölmiðla eins og BBC food þar sem að talað er um að veitingastaðurinn sé að end- urhanna íslenska matargerð. Einn- ig hafa birst greinar í New York Times, Wallstreet Jorunal, Saveur, Forbes, Vouge, National Geograp- hic og Conde Nast. Getum gert betur „Það sérstaka er að nota hráefni sem er okkur svo hversdagslegt eins og skyr og kleinur svo ég nefni eitthvað. Það heillar svo hvað mat- urinn er góður. Að fá viðurkenn- ingu frá fólki sem er að dæma bestu veitingastaði í heimi er mjög hvetj- andi. Ég er ekki að segja að Slipp- urinn sé besti veitingastaður í heimi,“ segir Gísli Matthías hóg- vær. – Kannski? skýtur blaðamaður inn í. „Já, kannski,“ segir hann og hlær. „Margt sem við getum gert betur sem gerir þetta spennandi.“ Slippurinn Recipes and stories from Iceland er ekki bara upp- skriftabók. „Hún kemur til skila hugsuninni á bak við það sem við erum að gera. Upplifuninni af því að koma á Slippinn í Vest- mannaeyjum, neyta matar og fá sér drykki. Vera í Eyjum og upplifa ís- lenska matargerð á frumlegan hátt. Lúxusinn er ekki að borða rán- dýran mat fluttan yfir hálfan hnött- inn heldur að borða eitthvað sem þú getur ekki borðað annars staðar.“ Hann segir þetta eina keðju, hrá- efnið, meðferð þess, eldun, fram- reiðsla og það andrúmsloft sem um- gerðin skapar. Starfsfólkið skipti máli og þurfi að gera vel við það. „Það er mikil vinna að fara alla leið en okkur langar að ganga lengra og vera sjálfbærari með hráefni og nýta það betur. Við höfum gert það með fiskinn, nýtum allt, m.a.s. roðið og beinin. Horfum líka til veit- ingastaða sem eru að gera frábæra hluti í þessum málum.“ Gísli Matthías segir að á hverju kvöldi fái þau inn fólk sem eingöngu komi til Vestmannaeyja til að borða á Slippnum. „Það eru líka mörg dæmi þess að fólk komi til landsins til að borða í Vestmannaeyjum sem er mikil viðurkenning fyrir okkur öll sem störfum í þessum geira.“ Nýta það sem hendi er næst Bók um Slippinn í Vestmannaeyjum hefur verið gef- in út í 30 löndum. Ekki bara matur – líka upplifun í gegnum mat og drykki. Að vinna matinn frá grunni heillar fólk. Umfjöllun í stærstu fjölmiðlum erlendis. Fiskhausar Meðal vinsælustu rétta Slippsins frá upphafi eru grillaðir þorskhausar sem ekki var hægt að fá í New York. Komu laxahausar í staðinn. Andaregg Hægeldað andaregg með lamba x.o., grenikremi og ígulkerj- um var á borðum í New York. Eftirréttur Skyrdessert með rabar- barakrapi, grenisírópi, hundasúrum og lakkríssaltsmarengs. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2021
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.