Morgunblaðið - 26.11.2021, Qupperneq 63
hins vegar gera bragarbót og
halda áfram að hrista úr öllum
hornum í minningu Einars Elías-
sonar og nýta tækifærin þegar
þau bjóðast. Blessuð sé minning
Einars.
Jón Sigurðsson.
Kveðja frá
Flugklúbbi Selfoss
Það er komið að leiðarlokum,
Einar Pálmar Elíasson, félagi
okkar, hefur nú tekið sitt síðasta
flugtak. Einar P. Elíasson, eða
Einar El eins og hann var oftast
kallaður, var einn af stofnendum
Flugklúbbs Selfoss. Árið 1973 hóf
hann flugnám hjá Flugskóla
Helga Jónssonar í Reykjavík og
fór þá strax að svipast um eftir
svæði fyrir flugvöll við eða á Sel-
fossi og var svæðið þar sem Sel-
fossflugvöllur er í dag þar á með-
al. Einar hélt
einkaflugmannsréttindum sínum
fram á síðari ár og flaug mest
einkaflugvél sinni TF-PJE vítt og
breitt um landið.
Nokkur aðdragandi var að því
að flugklúbbur Selfoss yrði stofn-
aður, en eftir að land var fengið
úr óskiptu landi Sandvíkurtorf-
unnar svokölluðu var gerður lóð-
arleigusamningur við bændurna í
Sandvík og hófust fljótt fram-
kvæmdir við flugvallargerð. Það
var svo í ágúst 1974 sem vígsla
flugvallarins fór fram og var það
Einar sem tók vígslulendinguna á
vélinni TF-FHB Cessna 150.
Flugklúbbur Selfoss var stofn-
aður í maí 1974. Einar sat í stjórn
klúbbsins til margra ára og var
formaður hans um tíma. Það er
ómetanlegt starf sem frumkvöðl-
ar Flugklúbbs Selfoss unnu á
þessum árum og næstu ár á eftir.
Einar var einnig mikill áhuga-
maður um byggingar og skipu-
lagsmál og setti um tíma mark
sitt á þá umræðu á Selfossi. Einn-
ig lagði Einar mikið af mörkum til
atvinnulífsins á Selfossi; stofnaði
árið 1968 fyrirtækið Steypuiðj-
una og var rekstur þess á sínum
tíma nokkuð umfangsmikill og
svo síðar fyrirtækið Set sem er
mjög umsvifamikið og synir hans
reka í dag.
Einar kom upp safni sem teng-
ist veru hersveitar Breta á Kald-
aðarnesi í Flóa í flugskýli sínu á
Selfossflugvelli, safnið hefur
fengið mikla athygli enda mikið
og gott verk verið unnið til að
halda sögunni á lofti.
Þó að líkaminn hafi verið orð-
inn þreyttur var hugur hans enn á
fullu við að skipuleggja og fram-
kvæma á flugvallarsvæðinu alveg
fram á síðasta dag. Um leið og við
félagar í Flugklúbbi Selfoss
þökkum Einari samfylgdina
sendum við eftirlifandi ættingjum
innilegar samúðarkveðjur.
F.h. stjórnar Flugklúbbs Sel-
foss,
Guðjón Kjartansson
formaður.
Fyrstu kynni okkar Einars
voru þegar ég var patti. Hann var
þá með steypuröraframleiðslu á
sínum snærum og mig vantaði
efni í dúfnakofann. Ég gekk á
hans fund og falaðist eftir steypu
í eina fötu. Hann tók því ljúf-
mannlega og var spurull út í verk-
efnið. En þannig var Einar, hann
setti sig inn í málefni annarra og
hvatti til dáða. En leiðir okkar
Einars áttu eftir að liggja saman
síðar á lífsleiðinni í hinum ýmsu
aðstæðum.
Á unglingsárum dvaldi undir-
ritaður langdvölum ásamt fleir-
um í bílskúrnum hjá Einari og
fjölskyldu á Engjaveginum við
músíktilraunir. Þegar litið er í
baksýnisspegilinn má undrast þá
þolinmæði sem okkur var sýnd
því gæðin voru trúlega ekki í sam-
ræmi við hávaðann. En að mestu
var þetta umborið og oft hef ég
hugsað til þessara stunda.
Við Einar áttum sameiginlegt
áhugamál sem var flugið. Það
leiddi okkur saman á níunda ára-
tug síðustu aldar. Þar naut Einar
sín, athafnasemi hans og fram-
kvæmdagleði fékk að blómstra.
Alltaf var eitthvað ógert og enda-
laus voru verkefnin. Í árdaga
flugsins á Selfossi þurfti að koma
á koppinn flugvelli og var Einar
einn af þeim hvatamönnum. Í
tengslum við flugið, síðar á æv-
inni lét hann draum sinn rætast
þegar hann stofnaði flugminja-
safn við Selfossflugvöll. Hann var
ötull við að finna fágæta muni og
safnið er ómetanleg heimild um
horfna tíð á sviði flugmála og her-
setu á svæðinu.
Einar var framtakssamur og
óhræddur við að vera frum-
kvöðull. Hann var öflugur iðnrek-
andi nánast allt sitt líf. Hann
stofnaði Röraverksmiðjuna SET
á Selfossi og þar lágu leiðir okkar
saman um síðustu aldamót er
undirritaður hóf störf hjá fyrir-
tækinu. Þar lágu skrifstofur okk-
ar saman og um margt var rætt.
Farið var að hægjast um hjá hon-
um þar sem næsta kynslóð var
komin að rekstri fyrirtækisins.
Hann gat þá hugað að áhugamál-
unum sem voru fjölbreytt. Frjó-
semi hugans var óstöðvandi og
nýjar hugmyndir fæddust ört.
Við áttum býsna gott samstarf
sem var gefandi og innihaldsríkt.
Að leiðarlokum kveð ég Einar
með þakklæti í huga og votta að-
standendum samúð.
Almar Sigurðsson.
Vísindin efla alla dáð,
orkuna styrkja, viljann hvessa,
vonina glæða, hugann hressa,
farsældum vefja lýð og láð.
(Jónas Hallgrímsson)
Einari Elíassyni og syni hans
Bergsteini, feðgunum í SET,
kynntist ég fyrir allmörgum ár-
um á Selfossi. Ég dáðist að þess-
um mönnum sakir atorku þeirra
og athafnaþrár. Af fádæma dugn-
aði tókst þeim að stofna og reka
stórt og öflugt fyrirtæki til fram-
leiðslu á vatnsrörum úr plasti,
sem þeir seldu víða um heim og
voru annálaðir fyrir vandaða
vöru. Oftast voru þeir nefndir
feðgarnir í SET og nutu virðingar
fyrir dugnað og frumkvöðlastarf.
Í fyrirtækinu hafa starfað tæp-
lega 100 manns og það hefur ver-
ið með útibú í Reykjavík, Þýska-
landi og Danmörku. SET hefur
verið mikil lyftistöng í samfélag-
inu á Selfossi og má m.a. geta
þess að velta þess hefur numið
um og yfir þremur milljörðum
króna á ári hin síðari ár. Upphaf
fyrirtækisins má rekja til þess
tíma þegar mikill skortur var á
hvers konar byggingarefni hér á
landi. Þá byrjaði Einar að fram-
leiða steypurör, sem seldust vel.
Þar með hófst frumkvöðlastarf,
sem lítið lát hefur orðið á hin síð-
ari ár. Hann hlýddi kalli, sem nú
er orðið hávært, um dugandi og
framsýna athafnamenn. Hann
hefur staðið framarlega í þeirra
hópi og verkefnin má telja í tug-
um.
Einar var byggingameistari,
hann lærði flug og á fyrir bragðið
mörg handtök í þeim miklu lag-
færingum og breytingum sem
gerðar hafa verið á flugvellinum á
Selfossi. Þá átti hann verulegan
þátt í stofnun og uppbyggingu
stríðsminjasafns við flugstöðvar-
húsið á Selfossi. Hann kom víðar
við og má víða greina verk handa
hans í margvíslegum framfara-
málum.
Um Einar og störf hans má
brúka mörg orð. Hann var ein-
staklega kappsamur og ötull.
Hann gat verið ákafur til verka,
ef mikið lá við, stundum svo
mörgum þótti nóg um. En það eru
frumkvöðlar af hans tagi sem eru
þjóð sinni svo verðmætir og mik-
ilvægir.
Síðustu árin glímdi hann við
erfiðan sjúkdóm, sem lagði hann
að velli eftir harða baráttu.
Ég kveð Einar með alúð og
virðingu, þess fullviss að við starfi
hans tekur hæfur sonur, sem
lærði verklag föður síns og mun
skila því með sóma og sann.
Árni Gunnarsson.
MINNINGAR 63
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2021
✝
Sólveig Hulda
Zophoníasdótt-
ir fæddist á Akur-
eyri 8. júlí 1932.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu Lög-
mannshlíð 13. nóv-
ember 2021.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Zophonías Magnús
Jónasson, f. 12.
september 1896, d.
2. apríl 1983 og Guðbjörg Jóns-
dóttir, f. 4. ágúst 1901, d. 16.
desember 1983. Systkini Sól-
veigar Huldu voru Anna Krist-
ín, f. 12. júní 1922, d. 1922,
Anna Kristín Jóna, f. 5. ágúst
1923, d. 29. maí 2018, Marinó, f.
3. desember 1933, d. 7. apríl
1988, drengur, f. 12. júní 1938,
d. 23. júní 1938, Guðrún, f. 5.
janúar 1941, Jón, f. 9. maí 1943.
Sólveig Hulda giftist Guð-
mundi Bjarnari Stefánssyni, f.
7. júlí 1932, þann 12. júní 1953.
og Helgi Heiðar Jóhannesson.
5) Ingi Bjarnar, f. 18. janúar
1958, kvæntur Elísabetu
Bjarnason, f. 8. apríl 1953, d.
15. ágúst 2020, synir þeirra eru
Bjarki Ingason, Baldur Ingason
og Eyþór Ingason. Dætur
hennar eru Brynja Bjarnason
og Erna Jónsdóttir. 6) Guð-
mundur Bjarnar, f. 19. sept-
ember 1962, kvæntur Sigrúnu
Eydísi Jónsdóttur, f. 16. apríl
1960, synir þeirra eru Jón Þór
Guðmundsson, Guðni Bjarnar
Guðmundsson, Andri Guð-
mundsson og Heimir Guð-
mundsson. Barnabarnabörn
Sólveigar Huldu eru 43 og
barnabarnabarnabörn eru fjög-
ur.
Sólveig Hulda lærði hár-
greiðslu í Iðnskólanum á Ak-
ureyri en starfaði einungis við
það í hjáverkum eftir nám.
Hún starfaði um árabil hjá
KEA og barnaheimilinu Pálm-
holti en var að mestu heima-
vinnandi enda fyrir stóru heim-
ili að sjá. Á síðari árum var
hún félagi í reglu Oddfellow á
Akureyri.
Útför Sólveigar Huldu fer
fram frá Akureyrarkirkju í
dag, 26. nóvember 2021, kl. 13.
Börn þeirra eru: 1)
Guðbjörg Bjarnar,
f. 12. júní 1951,
börn hennar eru
Guðmundur Egill
Erlendsson, Helga
Valey Erlends-
dóttir, Anna
Louise Ásgeirs-
dóttir og Sólveig
Bjarnar Andersen.
2) Stefán Bjarnar,
f. 8. júlí 1954,
kvæntur Birnu Guðmunds-
dóttur, f. 31. desember 1955, d.
30. maí 2016, dætur þeirra eru
Anna Hólm Stefánsdóttir og
Íris Dögg Stefánsdóttir, d.
2018. 3) Soffía, f. 15. júlí 1955,
gift Reyni Sigurðssyni, f. 25.
júní 1958, dóttir hennar er Sól-
veig Hulda Valgeirsdóttir og
sonur þeirra er Sigurður Reyn-
isson. 4) Sólveig Bjarnar, f. 9.
október 1956, gift Jóhannesi
Kárasyni, f. 15. jan. 1956, synir
þeirra eru Kári Jóhannesson
Í dag kveðjum við ömmu, ein-
staka konu með hjarta úr gulli.
Amma var kona sem vildi allt
fyrir alla gera og bjó yfir enda-
lausri þolinmæði og góð-
mennsku. Hún var laghent með
eindæmum og var iðulega með
eitthvert prjóna- eða heklverkið
í höndunum. Peysur, sokkar,
bangsar, tuskur og hvaðeina
galdraði hún fram og færði af-
komendum með bros á vör. Við
þökkum fyrir allar góðu stund-
irnar, hvíl í friði.
Kári, Vera Kristín,
Helgi Heiðar og Elva Dögg.
Elsku langamma.
Þú varst okkur amma svo undur góð
og eftirlést okkur dýran sjóð,
með bænum og blessun þinni.
Í barnsins hjarta var sæði sáð,
er síðan blómgast af Drottins náð,
sá ávöxtur geymist inni.
Við allt viljum þakka amma mín,
indælu og blíðu faðmlög þín,
þú vafðir oss vina armi.
Hjá vanga þínum var frið að fá
þá féllu tárin af votri brá,
við brostum hjá þínum barmi.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
Leiddu svo ömmu góði guð
í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo amma sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt.
Það harma þig allir heima.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Þín barnabarnabörn,
Kristján Logi, Jóhannes
Þór, Róbert Bragi,
María Sól og Karen Emilía.
Elsku amma, þú veist að ég
er ekki mikil minningargreina-
manneskja en ákvað þó að
henda í nokkrar línur þér til
heiðurs. Að hafa átt ömmu í 46
ár er mér ótrúlega mikilvægt og
var ég svo heppin að fá að vera
mikið hjá þér og afa og á ég
endalausar minningar um margt
sem við höfum brallað saman.
Þú varst einstök manneskja sem
ég hef alla tíð litið upp til og
mun ég reyna að tileinka mér
þína kosti. Þú virtist alltaf hafa
allan heimsins tíma fyrir fólkið
þitt og aldrei fann maður að
maður hitti illa á. Stelpurnar
mínar voru líka einstaklega
heppnar að eiga langömmu og
af þér lærðu þær mikið sem þær
munu taka með sér út í lífið. Þú
varst einstaklega þolinmóð,
sama hvað var í gangi. Mikið
var spjallað, spilað, prjónað,
lykkjur raktar upp, heklað,
borðaður ís og súkkulaði og
þess bara notið að vera saman.
Takk amma fyrir allt sem þú
hefur gefið mér og mínum – ég
vona svo innilega að þú hafir
það gott hvar sem þú svo sem
ert, síðustu ár voru þér frekar
einangrandi og þú sem varst svo
mikil félagsvera. Sjáumst
seinna elsku amma.
Þín nafna,
Sólveig Hulda.
Elsku langamma okkar. Við
kölluðum þig þó alltaf bara
ömmu frekar en langömmu, þér
þótti svo vænt um það. Við
minnumst einstakrar konu sem
kenndi okkur svo margt sem
mun fylgja okkur út lífið. Amma
tók manni alltaf opnum örmum
og aldrei var dauð stund. Enda-
laust var spilað og þá einna
helst Svarti-Pétur, rommý, hæ
gosi og svo má ekki gleyma
mastermind. Einhvers staðar
eru stigin í rommý eflaust
ennþá til þar sem þú passaðir
vel upp á þau.
Það var alltaf svo gaman hjá
ömmu og afa í Grænó og áttum
við margar stundir þar saman.
Við biðum alltaf spennar eftir
laugardagsgrautnum og var það
amma sem kenndi okkur að
grjónagrautur með rúsínum
væri langbestur, það voru þó
ekki allar systurnar voru sam-
mála því. Það kom oftar en ekki
fyrir að þegar við systurnar fór-
um frá ykkur þurftuð þið afi að
fylla á skálina sem kandísinn
var geymdur í. Við vitum þó
ekki enn hvað varð um hann í öll
þau skipti sem hann hvarf.
Uppáhaldstíminn okkar sam-
an var þegar þið afi bjugguð á
neðri hæðinni í Álfabyggðinni á
meðan nýja íbúðin ykkar í Myll-
unni var ekki orðin klár. Það var
ekkert betra en að koma heim
úr skólanum og kíkja beint inn
til ömmu og afa. Eins fórum við
aldrei að sofa án þess að hlaupa
fyrst niður og knúsa ykkur góða
nótt. Því var mikil sorg þegar
kom að því að þið flyttuð í Myll-
una og í raun var erfiðast að
breyta úr amma og afi í Grænó í
amma og afi í Myllunni, en það
kom þó fljótt og fundum við að
ykkur leið vel á nýja heimilinu.
Elsku fallega amma, við
söknum þín svo að það er erfitt
að koma því í orð. Við lofum að
passa afa fyrir þig þar til þið
hittist aftur.
Megi Guð gefa þér góða nótt.
Þínar ömmustelpur,
Guðrún Björk, Kolbrún
María og Eyrún Arna.
Elsku amma, það virðist sem
Lykla-Pétur hafi fundið lyklana
sína fyrir rest. Þrátt fyrir að
það sé sárt að þú sért farin og
að ég muni sakna þín mikið þá
er þakklæti mér ofarlega í huga
á þessari stundu. Ég er þakk-
látur fyrir að þú hafir verið
amma mín, ég var alltaf velkom-
inn til þín og hafðir þú alltaf
tíma fyrir mig og í raun hvern
sem þurfti á þér að halda. Þú
kenndir mér einnig margar lexí-
ur, mun fleiri en ég get talið upp
í þessari minningargrein en mig
langar samt að koma inn á þær
nokkrar. Þú kenndir mér að
vera alltaf góður við náungann
sem og sennilega öll þau spil
sem ég kann enn þann dag í
dag. Samhliða því kenndir þú
mér að vera ekki tapsár, sem
krafðist þolinmæði af þinni
hálfu. Í kjölfarið kenndir þú
mér að þolinmæðin þrautir
vinnur allar - fyrst þér tókst að
kenna mér að vera ekki tapsár.
Ég er einnig mjög þakklátur
fyrir fjölskyldugrautinn sem var
vikulegur dagskrárliður og ekki
má gleyma ópalinu sem við
krakkarnir fengum alltaf eftir
matinn. Þegar ég var yngri
fannst mér ekkert eðlilegra en
að það væri alltaf grautur hjá
ömmu og afa á laugardögum en
eftir því sem ég varð eldri áttaði
ég mig á því hversu heppinn ég
var í raun og veru. Ég verð æv-
inlega þakklátur fyrir að hafa
átt ykkur að sem ömmu mína og
afa. Þetta er stórt skarð að fylla
í, en ég vona innilega að ég
muni reynast barnabörnum
mínum eins góður afi og þú hef-
ur reynst mér sem amma.
Hvíldu í friði elsku amma mín,
ég hlakka til að segja þér frá öll-
um mínum ævintýrum þegar ég
hitti þig næst.
Sigurður Reynisson.
Sólveig Hulda
Zophoníasdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
EGGERT KR. JÓHANNESSON,
lést föstudaginn 5. nóvember á
hjúkrunarheimilinu Mörk.
Útför hefur farið fram en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Alzheimersamtökin.
Gabriele Jóhannesson
Jóhannes Eggertsson
Steinunn Björk Eggertsdóttir
Svava María Eggertsdóttir
Bryndís Erla Eggertsdóttir Gísli Geir Harðarson
Jacqueline Vargas
Maurice Zschirp Gerður Pálmadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
INGVAR DANÍEL EIRÍKSSON
mjólkurbílstjóri,
lést á dvalarheimilinu Lundi á Hellu
sunnudaginn 21. nóvember.
Útförin fer fram frá Selfosskirkju miðvikudaginn
1. desember klukkan 14.
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu geta einungis nánustu
aðstandendur verið viðstaddir. Streymt verður frá útförinni á
www.selfosskirkja.is.
Eygló Jóna Gunnarsdóttir
Eiríkur Ágúst Ingvarsson Ásthildur Óskarsdóttir
Jón Helgi Ingvarsson Ásthildur B. Sigþórsdóttir
Lísa Björg Ingvarsdóttir Sveinn Valtýr Sveinsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku hjartans faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
FRIÐRIK SIGURJÓNSSON,
Norðurgötu 40, Akureyri,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri
19. nóvember. Útför hans fer fram
frá Akureyrarkirkju föstudaginn 3. desember klukkan 13.
Starfsfólki á SAK færum við hugheilar þakkir fyrir góða þjónustu
og hlýhug í hans garð.
Vegna sóttvarna þurfa kirkjugestir að sýna fram á neikvætt
Covid-hraðpróf við inngöngu, ekki eldra en 48 klst.
Heimapróf eru ekki tekin gild.
Streymt verður frá útförinni á Facebook-síðunni Jarðarfarir í
Akureyrarkirkju – Beinar útsendingar.
Kristján Viktor Kristjánsson Laufey Ingadóttir
Jóhanna María Friðriksdóttir Gunnar Vigfússon
Heiðbjört Ida Friðriksdóttir Jón Sigtryggsson
barnabörn og langafabörn