Morgunblaðið - 26.11.2021, Síða 64

Morgunblaðið - 26.11.2021, Síða 64
64 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2021 ✝ Sturla Þórð- arson fæddist í Reykjavík 22. mars 1944. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni hinn 14. nóvember 2021. Foreldrar Sturlu voru hjónin Þórður Benediktsson lög- regluþjónn, f. 20. júlí 1912, d. 27. janúar 1998, og Guðný Sigurðardóttir, rithöf- undur og húsfreyja, f. 22. ágúst 1915, d. 20. mars 1978. Bróðir Sturlu er Benedikt lögfræð- ingur, f. 14. maí 1945. Sturla kvæntist 25. sept- ember 1971 Ástu Garð- arsdóttur viðskiptafræðingi, f. 21. nóvember 1946. Foreldrar hennar voru Garðar Pálsson skipherra og Lilja Jónsdóttir húsfreyja. Börn Sturlu og Ástu: 1. Lilja Sturludóttir lögfræðingur, f. 20. júlí 1970, d. 22. júní 2017. 2. Kjartan Sturluson viðskipta- fræðingur, f. 27. desember 1975. Kona hans er Kristín Gunnarsdóttir viðskiptafræð- arvinnu, í slökkviliðinu á Reykjavíkurflugvelli, hjá Sindra, Lögmönnum í Tryggva- götu og kenndi auk þess á meiraprófsnámskeiðum. Frá árinu 1971 starfaði hann hjá lögreglustjóraembættinu í Reykjavík þar til að hann fór á eftirlaun. Sturla hafði yndi af ýmsum verklegum framkvæmdum og hafði alltaf næg smíðaverkefni í kollinum. Hestamennska fylgdi honum alveg frá barns- aldri og frá fermingaraldri var hann með hesta í Reykjavík. Síðar byggði hann sér hesthús í Faxabóli í Víðidal um það leyti sem hann hóf háskólanám. Þau hjónin festu kaup á sumarbú- staðalandi árið 1974 og byggðu þar bústað. Þar var fjölskyldan með hesta á sumrin og stund- aði skógrækt. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu Sturla og Ásta í Norðurmýrinni en fluttu fljótlega í Árbæinn þar sem þau byggðu sér framtíðarheimili. Útför Sturlu verður gerð frá Háteigskirkju í dag, 26. nóv- ember 2021, kl. 13. Í ljósi aðstæðna þurfa kirkju- gestir að sýna fram á neikvætt Covid-hraðpróf við inngöngu, ekki eldra en 48 klst. gamalt. ingur. Dætur þeirra eru Kára og Freyja, stjúpdóttir Kjartans er Val- gerður Gríma Sig- urjónsdóttir. 3. Halldór Sturluson myndlistarmaður, f. 11. ágúst 1982. Kona hans er Heba Eir Jónasdóttir Kjeld dansari. Son- ur Halldórs er Gylfi Maron og sonur þeirra Hebu er Hringur. Sturla ólst upp á Snorra- brautinni til 10 ára aldurs en flutti þá í Vesturbæinn. Hann gekk í Gagnfræðaskólann við Hringbraut, þá Hagaskóla og tók landspróf frá Gagnfræða- skólanum við Vonarstræti. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1964. Síðar lauk hann kandí- datsprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands, í maí 1971. Sem ungur drengur var Sturla í sveit á Kjarlaksstöðum á Fellsströnd. Síðar vann hann ýmis störf með skóla og á sumrin eins og í bygging- Það er ekki erfitt fyrir mig að lýsa tengdaföður mínum, Sturlu Þórðarsyni, en aldrei hef ég kynnst jafn hjartahlýjum, ein- lægum og ljúfum manni. Smit- andi hlátur, ómótstæðilegt bros en fyrst og fremst einstakir per- sónutöfrar og nærvera sem hlýj- aði öllum sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að upplifa. Það var FEgill fljótlega ljóst að í honum ætti ég vin og þrátt fyrir töluverðan aldursmun þá virtumst við geta talað saman um allt milli himins og jarðar. Við tvö áttum okkar góðu kaffihúsaferðir og ófáar samverustundir í hinum ólíkleg- ustu erindagjörðum en sameig- inlegur áhugi okkar á misgóðum rómantískum gamanmyndum er í sérstöku uppáhaldi. Stulli hafði þann einstaka hæfileika að geta sett sig í hvaða spor sem er og þess vegna var alltaf hægt að leita til hans. Undantekningar- laust mætti maður skilningi og rólegheitum þar sem farið var yfir hlutina í góðu tómi. Hann var mikill hestamaður og deildi þeim lífsstíl og áhugamáli með strákunum sínum en ljóð voru honum einnig mjög kær og hann var ekki nema fimm ára gamall þegar hann hafði lært Fáka eftir Einar Benediktsson frá upphafi til enda. Það bar alls ekki mikið á hans eigin kveðskap en hér er eitt eftir hann sem Dóra mínum þykir svo vænt um. Margt nú býr í brjósti mér, bágt á ég í sinni. Hann afa ég með harmi kveð, hinstu kveðju minni. Harður ertu himnafaðir, hann að taka burt frá mér. Viltu halda hann guð minn góður, í garði himins vel hjá þér. Alltaf mun hann afi búa, innst í mínum hugarrann. Og því mun ég örugg trúa, að ég síðar hitti hann. (Sturla Þórðarson) Það er mér svo dýrmætt að hafa fengið að vera undir vernd- arvæng Stulla í öll þessi ár, frá fyrsta degi gekk maður í hans ljúfa faðm og var nánast ekki sleppt þaðan. Faðmlög af öðru kalíberi og þrátt fyrir að finna fyrir því hvað honum þótti vænt um þig í faðmlaginu, þá passaði hann alltaf að segja manni það líka. Orð fá ekki lýst hvað ég sakna þess að hafa þig ekki hjá okkur öllum, faðma afastrákana þína og biðja um aukaknús í hvert einasta skipti. Fyrir þig og okkar vináttu er ég ævinlega þakklát. Elska þig. Þín Heba. Þú komst inn í líf mitt eins og hinn svalasti kúreki, með ham- arinn í annarri og risaknúsið í hinni. Þú tókst mér frá fyrsta degi af þinni alkunnu hlýju og faðm- aðir mig inn í nýjar og hlýrri breiddargráður. Völu, sem þá var bara fjögurra ára þegar ör- lagadísin loksins leiddi okkur Kjartan saman, tókstu um leið sem þínu eigin barnabarni og kallaði hún þig afa sinn frá fyrsta degi. Hún varð moldrík á einu bretti af ömmu og afa í Lækjarási. Þótt það hafi verið hamagangur í kringum hvít- hærða töffarann okkar, naglar, skrúfur, verkefnalistar og te- húshugmyndir sem þurfti að ræða í þaula þá var alltaf örstutt leið að endalausum faðmlögum og knúsum, svo ekki sé talað um öll aukaknúsin. Ekki var hægt að gera þér meiri grikk en að geyma faðmlagið of lengi eftir að komið var inn um dyrnar. Þegar þú hittir Káru nýfædda í fyrsta sinn sastu stjarfur í lengri tíma með hönd undir kinn við vögguna hennar þar sem hún lá. Þessi mynd af þér, þar sem þú starðir dolfallinn á hana, er mér svo minnisstæð því þú heyrðir hvorki umhverfishljóð eða fæðingarblaðrið í okkur á þessum tímapunkti. Þú sást bara litlu afastelpuna þína og þar var þessi mikli kærleiks- strengur festur niður í kviku sem einkenndi líka samband þitt við litlu afleggjarana sem á eftir komu. Kúrekinn okkar með hattinn minn, hann fór þér sko vel. Það fór þér líka vel að þylja upp endalausa ljóðabálka sem ég vissi ekki að væru til í þessu magni. En við þuldum líka sam- an upp Urð og grjót og svo stakkstu þér til sunds, tókst listilega dýfu eins og á Spáni þar sem við klöppuðum fyrir afa Stulla, afa sem kunni svo margt og gat allt. Þannig hjálpaðir þú okkur Kjartani óendanlega mik- ið í hreiðurgerð okkar í Hlíð- unum og við elskuðum að hafa þig í kringum okkur með ham- arinn þinn og verkvitið, fengum okkur svo steiktan fisk með miklum lauk að loknu góðu dagsverki. „Það verður ekki betur gert með þessum mann- skap,“ var svo sagt og glott við tönn. Þegar stóllinn á hjólunum varð óumflýjanlegur partur af þér fyrir fimm árum síðan þurfti hamagangurinn óneitan- lega að víkja en það gerði sko ekki hjartalagið, hlýjan, húmor- inn og kvæðasnilldin. Knús- meistarinn virkjaði þess í stað alla sína hægri hönd og bjó til ný knús og að sjálfsögðu auka- knús. Strákarnir ykkar Ástu og barnabörnin öll bera faðmlögin þín áfram og mun hlýjan þín lifa í gegnum okkur öll. Við munum knúsa hvert annað og auka- knúsa fyrir afa Stulla. Ég hefði óskað þess að fá að vera lengur með þér og í kring- um kúrekann sem þú varst í hnakknum en í stað þess að kenna svifaseinu örlagadísinni um mun ég þess í stað ylja mér við minningarnar af þeim tíma sem við þó fengum. Ég er betri manneskja með þig í hjarta mínu og ég mun skila þinni hlýju áfram til þeirra sem með okkur eru. Vala, Kára og Freyja eru ríkustu afleggjararnir. Faðmaðu nú loks Liljuna þína þéttingsfast með báðum hönd- um frá okkur öllum áður en þú stekkur af stað í einn langþráð- an reiðtúr á Litla-Brún. Það munu verða bjartir fagnaðar- fundir. Kristín Gunnarsdóttir. Góður drengur og kær vinur er fallinn frá. Sturlu kynntist ég í mennta- skóla en það var í lagadeildinni sem vinátta okkar hófst. Við unnum saman að raunhæfum verkefnum þegar ég var á land- inu en þrjú síðustu árin í náminu bjó ég erlendis vegna fram- haldsnáms Pál manns míns og þá var Sturla einn af þremur helztu tengiliðum mínum við lagadeildina, óþreytandi að senda mér gögn og upplýsingar sem komu mér að gagni. Sturla var vinur vina sinna, ljúfur, skemmtilegur, greiðvik- inn, einstaklega bókelskur og þá ekki sízt ljóðelskur. Hann hafði það sem kallað hefur verið lím- heili; það sem hann las festist í minni hans og gat hann t.d. þul- ið upp heilu ljóðabálkana án þess að þurfa að líta í bók. Ljóð Einars Ben kunni hann utan að sem og fleiri stórskálda í ljóða- gerð. Sturla var einstaklega hand- laginn og enda þótt hann hafi gert lögfræðina að lífsstarfi sínu stóð hugur hans alltaf til smíða- vinnu, enda lék allt slíkt í hönd- um hans. Hann byggði meira og minna einbýlishús þeirra Ástu í Lækjarási, sem og sumarhús þeirra við Apavatn. Þá lá hann ekki á liði sínu ef vini hans eða fjölskyldu vantaði aðstoð við einhver viðvik og fórum við Páll ekki varhluta af greiðasemi Sturlu. Hestamaður var Sturla mikill og átti hesta sem hann annaðist af ástríðu. Ég á minningar frá útreiðartúr þar sem ég sat gömlu Gránu, sem var stöð og erfið fyrir manneskju sem varla kunni að sitja hest, en þeim mun heimfúsari á bakaleið og hélt ég reyndar að þá væri mín síðasta stund upp runnin þegar hest- urinn bremsaði með látum við hesthúsið og ég rann af baki. Ég þáði ekki fleiri útreiðartúra með Sturlu en oft höfum við hlegið að þessari ferð. Vinátta okkar Ástu hófst á unglingsárunum og áttum við Páll margar góðar stundir með þeim hjónum, bæði á heimili þeirra eða í sumarbústaðnum við Apavatn sem og á heimili okkar. Þá má nefna ógleyman- legan hjólatúr sem Páll átti með Sturlu þvert yfir landið frá suðri til norðurs og sem oft var rifj- aður upp. Aðeins fáeinum dögum áður en Sturla varð fyrir því áfalli sem lamaði hálfan líkama hans og gerði hann nær ósjálfbjarga síðustu fimm ár ævinnar áttum við hjónin yndislega stund á heimili þeirra Ástu og nutum einstakrar gestrisni þeirra þá sem oftar. En skjótt skipast veður í lofti. Heilablóðfallið sem lagði Sturlu í rúmið náði þó ekki að taka frá honum heilbrigða hugs- un og mál og heldur ekki skop- skyn hans og hans einstakt geðslag og æðruleysi sem gerði honum kleift að takast á við það sem fram undan var. Síðustu ár- in dvaldi hann á Hjúkrunar- heimilinu Sóltúni þar sem hann naut góðrar umönnunar. Þótt líkaminn væri í fjötrum hélt Sturla áfram að gefa af sér, hann fór með ljóð fyrir heim- ilisfólk sem hafði unun af ljóðum og var móðir mín um tíma ein af þeim sem Sturla skemmti með ljóðaflutningi. Hafi hann heila þökk fyrir. Ásta var kletturinn í lífi hans alla tíð og kom það ekki sízt í ljós eftir að hann veiktist. Henn- ar harmur er sár, sem og son- anna og fjölskyldna þeirra. Þeim vottum við Páll okkar innileg- ustu samúð og biðjum Sturlu guðs blessunar í nýjum heim- kynnum. Sigríður Ólafsdóttir. Þegar ég frétti um andlát Sturlu Þórðarsonar lögfræðings kom upp í hugann minning frá löngu liðnu sumri. Ég var á leið frá Gunnarshólma niður í Víði- dal. Langt fram undan sá ég grilla í mann sem reið á móti mér og fór greitt á áberandi reisulegum hesti. Varð mér ljóst að þarna fór vinur minn Sturla Þórðarson á hesti sínum Þokka. Þegar við loks mættumst kom í ljós að Sturla var í harla góðu skapi og glaður yfir því hve vel þeir náðu saman, hann og Þokki, í þetta skipti. Á ýmsu hafði gengið við tamningu og þjálfun hestsins sem reyndist hafa við- kvæma lund líkt og Sturla sjálf- ur. Sturla hafði til að bera mikla náttúruhæfileika á sviði hesta- mennsku. Í þeim efnum bjó hann yfir mikilli næmni og hug- rekki. Munu margir minnast hans léttríðandi á viljugum og myndarlegum hrossum sínum í Víðidalnum. Sturla var glæsi- menni og annálað hreystimenni svo minnti á hetjur Íslendinga- sagna. Við Sturla störfuðum saman við embætti lögreglustjórans í Reykjavík í um 10 ára skeið frá 1997. Sem saksóknara við emb- ættið kom í minn hlut að fylgj- ast með störfum lögfræðinganna í lögfræðideild embættisins þar sem Sturla var sérfræðingur á sviði umferðarlagabrota. Sturla leysti þau mál er komu á hans borð vel af hendi og varð aldrei óeðlilegur dráttur á málsmeð- ferð hjá honum þótt oft væri málafjöldinn mikill. Bar það vott um skipulagshæfileika hans og stöðuga viðleitni af hans hálfu til að hafa gott yfirlit yfir stöðu hvers máls sem hann bar ábyrgð á. Í maí 2006 fór lög- fræðideildin í nokkurra daga kynnisferð til Kaupmannahafn- ar. Margt var þar skoðað og fræðst um hjá dönskum kolleg- um okkar. Einn af hápunktun- um var þó án efa þegar Sturla gerðist leiðsögumaður okkar um gömlu Kaupmannahöfn sem hann þekkti óvenjuvel. Var sem þar færi fræðimaður sem lengi hefði kynnt sér sögu borgarinn- ar. Ekki verður skilið við að minnast Sturlu án þess að nefna ótvíræða hæfileika hans við tré- smíðar. Þetta fór saman við óvenjulega hjálpsemi við ætt- ingja og vini og þykist ég vita að á mörgum heimilum megi finna afrakstur þessa. Segir mér svo hugur að Sturla hafi virkilega notið sín við smíðar og jafnvel fundist meira til þeirra koma en lögfræðinnar. Enn má nefna áhuga hans á lestri rita okkar öndvegishöfunda, einkum Hall- dórs Laxness og Einars Ben., en drjúgan hluta verka þeirra kunni Sturla utanbókar. Minnist ég þess að hafa verið staddur á samkomu í hjúkrunarheimilinu Sóltúni eftir að Sturla hóf dvöl sína þar. Var þá meðal skemmti- atriða að Sturla fór með kvæði eftir Einar og fórst það vel. Má segja að það hafi verið huggun harmi gegn að Sturla fékk hald- ið getu til að tjá sig í mæltu máli nánast fram á síðasta dag. Sturla Þórðarson hefur flutt sitt síðasta mál og farið í sinn hinsta reiðtúr. Góður drengur hefur kvatt. Now cracks a noble heart. Good night, sweet prince; And flights of angels sing thee to thy rest. (Ó ó, hér brestur hugumstórt hjarta. Góðar nætur, kóngsson, og syngi englar sálu þína í ró.) (Shakespeare) Egill Stephensen. Það var mín gæfa fyrir rúm- um 30 árum að lenda í hesthúsi með Stulla, þegar ég flutti til Reykjavíkur og vantaði pláss fyrir hestana mína. Stulli tók mig ungu stelpuna strax undir sinn verndarvæng og sýndi mér allar reiðleiðir út frá Víðidal, sem hann þekkti út og inn enda búinn að halda hesta í Reykjavík frá því hann var ungur maður. Stulli þekkti alla og allir þekktu hann svo innan skamms hafði ég kynnst fullt af fólki fyrir tilstilli hans. Oft var gestkvæmt á kaffi- stofunni enda Stulli mikill kvæða- og sögumaður og hafði gaman af að segja skemmtisög- ur sem stundum guldu sannleik- ans og hló manna hæst sínum dillandi hlátri. Þegar Stulli fór ríðandi hjá var eftir því tekið, því hann átti alla tíð harðviljuga og áberandi fallega gæðinga og reið gjarnan hratt og hafði oft einn til tvo hesta til reiðar. Þá var haft á orði hvort hann væri að sækja ljósmóður, en Stulla fannst ekki taka því að vera að einhverju drolli þegar ríða átti Elliðavatnshringinn eða upp í Hólmsheiði. Dugnaður, elja og þor einkenndi hann alla tíð og vílaði hann ekki fyrir sér að byggja einbýlishús, sumarbú- stað og hesthús svo fátt eitt sé nefnt, samhliða krefjandi vinnu, barnauppeldi og tímafreku áhugamáli sem hestamennskan er. Hann var líka einstaklega bóngóður og var iðulega að hjálpa vinum og fjölskyldu með alls konar viðvik og smíðar enda hagleikssmiður og úrræðagóður í öllum framkvæmdum. Ég var ein af þeim sem gátu alltaf leitað til hans og er það ómetanlegt. Bestu sælustundir Stulla voru í sumarbústaðnum með elsku Ástu sinni og krökkunum, og ekki var verra að hafa góða bók eða kvæðabók við höndina. Voru kvæði Einars Ben í sérstöku uppáhaldi hjá honum og hafði hann þá einstöku náðargáfu að kunna utan að ógrynni af kvæð- um og kvæðabálkum. Þær eru ógleymanlegar allar góðu stund- irnar á kaffistofunni þar sem cappuccino-kaffið var teygað í lítravís, heimsmálin rædd og farið með vísur. Elsku Ásta, Kjartan, Halldór og fjölskyldur, ég votta ykkur innilega samúð, söknuðurinn er mikill en minning um góðan dreng mun lifa áfram í hjarta okkar. Í morgunljómann er lagt af stað. Allt logar af dýrð, svo vítt sem er séð. Sléttan, hún opnast sem óskrifað blað, þar akur ei blettur, þar skyggir ei tréð. (Einar Benediktsson) Guðrún Oddsdóttir. Fallinn er frá góður vinur minn í 55 ár. Það er margs að minnast frá samverustundum okkar á langri lífsgöngu, en það sem stendur upp úr er traust vinátta alla tíð. Samverustundir okkar Önnu, fv. eiginkonu minnar, með þeim Ástu og Stulla, eins og við köll- uðum hann, voru margar og ávallt mjög ánægjulegar. Vin- átta okkar Sturlu var mjög mikil og í síðustu heimsókn minni til hans á hjúkrunarheimilið Sól- tún, þar sem hann dvaldi um árabil í afar góðri umönnun frá- bærs hjúkrunarfólks, var ljóst að hverju stefndi. Frásagnarsnilld Sturlu af helstu skáldjöfrum þjóðarinnar, m.a. Einari Benediktssyni, Hannesi Hafstein, Þorsteini Er- lingssyni og Bólu-Hjálmari, svo nokkrir séu nefndir, var einstök og hann gat þulið kvæði eftir þá allt til hins síðasta. Sturla var víðlesinn og afar fróður um sögu lands og þjóðar og líf og störf okkar helstu skálda og menn- ingarfrömuða þjóðarinnar. Það var mikið áfall fyrir fjöl- skyldu Sturlu og vini hans þegar hann veiktist snögglega fyrir Sturla Þórðarson Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birt- ingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. www.mbl.is/andlat Minningargreinar Sími · 567 9110 · utfarir@utfarir.is · www.utfarir.is Stofnað 1990 Traust fjölskyldufyrirtæki í áratugi Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.