Morgunblaðið - 26.11.2021, Qupperneq 65
MINNINGAR 65
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2021
mörgum árum sem leiddi til
vistar á hjúkrunarheimilinu Sól-
túni þar sem hann dvaldi við af-
ar góða umönnun í mörg ár um-
vafinn fjölskyldu, vinum og
frábæru starfsfólki. Heimsóknir
til hans eru allar mjög eftir-
minnilegar. Hann hafði frá svo
mörgu að segja og frásagnarstíll
hans af mönnum og viðburðum
var einstakur.
Sturla var mikill hestamaður,
átti marga hesta og hlut í hest-
húsi í Víðidalnum með nokkrum
félögum sínum og naut vel amst-
ursins í hesthúsinu. Ég fór í
marga útreiðartúra með Sturlu
um næsta nágrenni borgarinnar
og í þeim ferðum kynntist ég
einnig viðamikilli þekkingu hans
á sögu og staðháttum umhverfis
á þeim svæðum sem við fórum
um hverju sinni.
Það má með sanni segja að
Sturla var engum líkur. Hann
verður öllum sem hann þekktu
afar minnisstæður, ekki síst frá-
sagnarsnilld hans um menn og
málefni fyrri tíma, sem var ein-
stök. Nú er þessi góði drengur
fallinn frá og við munum sakna
hans ávallt. Það er sjónarsviptir
að Sturlu en minningin um góð-
an dreng mun lifa og ég er
þakklátur fyrir að hafa átt hann
að nánum vini á langri lífsgöngu.
Við Guðrún sendum Ástu,
börnum þeirra hjóna og ástvin-
um okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Kær vinur okkar, Sturla
Þórðarson, er fallinn frá. Kynni
okkar hófust fyrir hartnær
hálfri öld og hafa verið óslitin
síðan. Frá þessum tíma er
margs að minnast.
Flestar minningar tengjast
hestum og ferðalögum með þeim
hjónum, bæði hér heima og er-
lendis. Ekki má gleyma sam-
verustundum í sveitinni.
Á hverju vori var fastur liður
að fara í sleppitúr. Var þá riðið
frá Faxabóli og stefnt að Seylu,
sumarbústað þeirra Ástu, oft
með viðkomu á Skeiðum. Einnig
fórum við nokkrar hestaferðir á
sumrin og riðum þá m.a. um
Landsveit, Heklubyggð, Þjórs-
árdal og víðar. Voru eiginkonur
okkar þá stundum með sem
trússarar.
Eftirminnilegasta sumarferð-
in var níu daga ferð í Dalina. Við
vorum fjórir saman sem lögðum
upp frá Guttormshaga í Holtum
og lukum ferðinni á Staðarfelli í
Dölum. Sturla hafði verið í sveit
á sínum yngri árum á Kjarlaks-
stöðum á Fellsströnd og var því
margfróður um héraðið. Þessi
ferð var oft rifjuð upp.
Sturla var með afbrigðum
laghentur maður. Þess nutum
við félagarnir í Faxabóli. Það
sem aflaga fór í hesthúsinu lag-
færði Sturla og ef því var að
skipta gerði hann einnig við
reiðtygi. Hann var einnig ágæt-
ur járningamaður. Við vinirnir í
húsinu vorum þiggjendur í þeim
efnum sem öðrum. Þótti okkur
þessi þjónusta hans sjálfsögð og
buðum honum aldrei borgun en
þökkuðum honum þó fyrir. Tók
hann þá gjarnan svo til orða að
sér þætti þetta heldur létt í vas-
ann.
Sturla var flinkur tamninga-
maður, samviskusamur og þol-
inmóður. Hann gangsetti hesta
og lagði áherslu á töltið. Á lull-
inu hafði hann mikla skömm en
þar var ég einmitt á heimavelli.
Þá list mína vildi hann ekki við-
urkenna.
Sturla eignaðist marga hesta
um ævina og þeir voru eins og
gengur misjafnir að gæðum.
Eitt áttu þeir þó flestir sameig-
inlegt að vera skapmiklir og
margir illir viðureignar. Þessa
hesta kunni hann að meta og
þeir hann.
Á kaffistofunni var oft glatt á
hjalla, mikið spjallað og jafnvel
rifist um bókmenntir og pólitík.
Hann var vel að sér í bókmennt-
um, ljóðum og sögum.
Einar Ben. var í miklu uppá-
haldi hjá honum og kunni hann
mörg kvæði hans utanbókar.
Eitt þeirra, Hvarf séra Odds á
Miklabæ, þuldi hann oft yfir
okkur með miklum tilþrifum.
Laxness mat hann mikils og var
Íslandsklukkan þar í fyrsta
sæti. Hann kunni Klukkuna
nánast utanbókar og vitnaði oft í
hana. Jón Hreggviðsson var
hans maður.
Á Íslendingaslóðum í Kaup-
mannahöfn var frábært að vera í
samfylgd Sturlu og nutum við
þess. Hann þekkti flesta þá staði
sem tengdust Íslandi og Íslend-
ingum. Þar var hann á heima-
velli og í essinu sínu. Þá var
gaman. Fórum við þá stundum á
knæpurölt og heimsóttum Hvít
og Skinnbrókina. Þessar stundir
með þeim hjónum eru okkur
ógleymanlegar.
Með þessum fátæklegu orð-
um viljum við Villa kveðja okkar
besta vin og velgerðamann. Þín
er sárt saknað.
Missirinn er þó mestur hjá
Ástu, Kjartani, Halldóri og fjöl-
skyldum þeirra.
Vottum við Villa, Siggi Óli og
Kristín þeim okkar dýpstu sam-
úð.
Gestur Þ. Sigurðsson,
Vilborg Ólafsdóttir.
Það voru mikil sorgartíðindi
þegar ég frétti það að Sturla
væri látinn.
Þar er farinn góður og mætur
maður. Ég bar mikla virðingu
fyrir Sturlu sem var alltaf fullur
af lífsorku og lífsvilja. Mér
fannst alltaf Stulli vera sannur
karlmaður, sterkur og hraustur,
tilbúinn til að takast á við hvaða
vandamál sem upp komu, hvort
sem það varðaði lögfræði eða
verklegar framkvæmdir. Hann
var léttur í lund og ekki
skemmdi fyrir að hann gat
endalaust þulið upp rímur og
kvæði.
Við Stulli kynntumst í gegn-
um eiginkonur okkar, þær voru
báðar miklar körfuboltakempur,
þó svo að við Stulli værum ekki
þar. Þegar ég minnist Sturlu er
það einkum tvennt sem stendur
upp úr.
Fyrst er að nefna ferð okkar
til Ítalíu. Ákveðið var að fara
með stúlknalið ÍR, sem Ásta og
Guðrún eiginkonur okkar voru
að þjálfa. Sturla hafði ekki mik-
inn áhuga á að koma með. Hann
hafði frekar áhuga á að fara á
hestum um Ísland, enda mikill
hestamaður. Einhvern veginn
tókst að telja Sturlu á að koma
með. Líklega á þeim forsendum
að það þyrfti bílstjóra til að
keyra liðið frá Lúxemborg til
Ítalíu. Þessi ferð varð okkur al-
veg ógleymanleg og uppspretta
þess að nú vildi Sturla alltaf fara
óumbeðinn til Ítalíu.
Annað sem ég vil minnast
Sturlu fyrir er hve hann var ein-
staklega hjálpsamur og áræðinn
þegar hann tók að sér að inn-
rétta stóra skrifstofuhæð fyrir
mig sem ég var að byggja. Þar
áttum við góðar stundir saman.
Það lék allt í höndunum á hon-
um og ekki vantaði kraftinn
þegar það átti við. Þarna var
hann í essinu sínu og ekki
gleymi ég því þegar hann sagði
við mig: „Elli minn, þú mátt al-
veg segja að ég sé lélegur lög-
fræðingur, en ef þú segir að ég
sé lélegur smiður þá lem ég
þig.“ Þetta fannst mér líkt
Sturlu. Hann náði mjög langt í
sínum lögfræðilegu störfum.
Annar frasi sem ég tileinka
Sturlu og hann notaði oft:
„Þetta verður ekki betra með
þessum mannskap.“ Þetta var
oft sagt þegar við vorum að
skoða vinnu annarra og gerðum
okkar athugasemdir. Það var
yndislegt að fá að kynnast og
vinna með manni eins og Sturlu.
Samúðarkveðjur til fjölskyld-
unnar.
Blessuð sé minningin um góð-
an mann.
Elías Gíslason
✝
Guðrún Jóna
Knútsdóttir
fæddist í Hafnar-
firði 31. ágúst 1946.
Hún lést á heimili
sínu, Sautjánda-
júnítorgi 1 í Garða-
bæ, 13. nóvember
2021.
Foreldrar henn-
ar voru Knútur
Gísli Friðrik Krist-
jánsson, f. 13.6.
1926, d. 22.6. 2005, og Hulda
Kristjánsdóttir, f. 24.12. 1926, d.
7.10. 2019. Systkini Guðrúnar
Jónu eru Ágúst, f. 16.12. 1947,
Kristján, f. 6.1. 1954, og Sigrún
Edda, f. 24.9. 1955.
Hinn 19. mars 1966 giftist
Guðrún Jóna eftirlifandi eig-
inmanni sínum, Rúnari Sigur-
–ömmu á Strandgötu 50 í Hafn-
arfirði þar sem nú er veitinga-
húsið Fjaran til húsa. Hún ólst
upp í Hafnarfirði og bjó þar uns
hún flutti ásamt Rúnari eig-
inmanni sínum í Garðabæ árið
2006.
Guðrún Jóna gekk í Lækjar-
skóla og útskrifaðist síðan sem
gagnfræðingur frá Flensborg.
Hún nam hárgreiðslu við Iðnskól-
ann í Hafnarfirði og hárgreiðslu-
stofu Kristínar Ingimundar-
dóttur.
Guðrún Jóna starfaði við síma-
vörslu og ritarastörf á St. Jósefs-
spítala í Hafnarfirði í um 30 ár.
Hún var félagi í Systrafélagi
Víðistaðasóknar og hafði unun af
að taka þátt í störfum og fé-
lagslífi félagsins.
Útför Guðrúnar Jónu verður
gerð frá Víðistaðakirkju í dag,
26. nóvember 2021, og hefst at-
höfnin klukkan 15. Streymi má
finna á:
www.sonik.is/jona
Hlekk á streymi má finna á:
www.mbl.is/andlat
steinssyni, f. 14.6.
1946. Börn Guð-
rúnar Jónu og Rún-
ars eru: 1) Knútur,
f. 20.12. 1966, giftur
Lindu Wessman, f.
23.7. 1966, og eiga
þau eina dóttur,
Söru Liang Wess-
man, f. 25.2. 2006. 2)
Dóttir, fædd and-
vana 1969. 3) Aðal-
steinn, f. 27.4. 1981,
giftur Bettinu Björgu Hougaard,
f. 10.8. 1980. Börn þeirra eru
Alma Rún, f. 26.1. 2017, og Elín
Ylfa, f. 18.1. 2018. Dætur Bettinu
eru Telma Ósk Sigurgeirsdóttir,
f. 10.6. 2005, og Milla Kristín Sig-
urgeirsdóttir, f. 21.6. 2009.
Guðrún Jóna fæddist á heimili
foreldra sinna og föðurafa og
Ég kynntist þér elsku Jóna
fyrir tæpum 30 árum þegar að ég
var að byrja að slá mér upp með
Knúti syni þínum.
Í minni annarri heimsókn til
hans á Reykjavíkurveginn fannst
þú upp ástæðu til að mæta þang-
að, væntanlega til að taka þessa
ungu konu út eða kannski var það
bara smá forvitni sem bankaði
upp á hjá þér. Mér er líka svo
minnisstætt þegar þú spurðir
mig: „Linda mín, hvernig var það
þegar þú fluttir til landsins frá
Danmörku?“ en þar hafði ég ver-
ið í námi í þrjú ár, „skráðir þú þig
aldrei inn í landið aftur?“ Þá kom
í ljós að þú varst nú alveg pínu
forvitinn og hafðir verið að reyna
að finna mig í þjóðskránni. En þá
vissir þú ekki, elsku Jóna, að ég
heiti tveimur nöfnum. Við hlóg-
um oft að þessu saman og ég
stríddi þér nú alveg á þessu.
Ég á margar góðar og
skemmtilegar minningar sem er
gott að hlýja sér við, þú varst sú
jákvæðasta manneskja sem hefur
komið inn í líf mitt, alltaf var allt
gott og þú kenndir mér að vera
jákvæð og takast á við svo marga
erfiða hluti á jákvæðan hátt. Við
áttum margar skemmtilegar
sumarbústaðarferðir saman og
mörg voru þau matarboðin og
mörg símtöl þar sem við gátum
talað og talað.
Þegar við eignuðumst Söru
okkar varst þú alltaf boðin og bú-
in að hjálpa okkur. Þú vildir ná
góðum tengslum við Söru og
lagðir þig alla fram við það, enda
áttuð þið alveg einstakt og fallegt
samband elsku Jóna. Þú vildir
alltaf allt fyrir okkur gera, það
var alveg sama hvað þú varst
beðin um, alltaf fékk maður já
með mikilli gleði yfir því að geta
hjálpað okkur. Ég gleymi aldrei
þegar við Knútur fórum í fyrsta
fríið okkar eftir að við eignuð-
umst Söru og þið Rúnar ætluðuð
að flytja heim til okkar í átta
daga, nema það að Rúnar varð
veikur og þurfti að fara á spítala
nokkrum dögum áður en við átt-
um að fara. Við vorum komin á
það að hætta við ferðina en þú
varst nú aldeilis ekki á því og það
var rætt við lækninn og við full-
vissuð um að öllu væri óhætt. Við
fórum í ferðina, nema Rúnar var
nánast allan tímann uppi á spítala
og þú sjálf, sem hafðir verið í að-
gerð á baki nokkrum mánuðum
áður, lést það nú ekki stoppa þig
og fórst út með hundinn okkar,
þú bara bast bandið á henni utan
um þig, þú sást um Söru, sást um
allt og lést okkur ekki vita af
neinu. Þegar við heyrðumst dag-
inn sem við áttum að koma heim
var það eina sem þú hafðir
áhyggjur af að það kom einhver
blettur á matarborðið eftir lím
sem þið Sara voruð að nota við
föndur. Þarna er þér svo rétt lýst
elsku Jóna mín, við vorum alltaf í
fyrsta sæti hjá þér. Ég kveð þig
með mikilli sorg og söknuði í
hjarta, einnig er ég glöð yfir því
að hafa fengið að kynnast ynd-
islegri konu sem vildi mér og
mínum alltaf svo vel.
Elsku hjartans Jóna mín, ég
vildi óska þess að ég hefði fengið
það tækifæri að knúsa þig áður
en þú fórst frá okkur, ég hélt að
ég ætti eftir að fá að snúast í
kringum þig á þínum efri árum.
Ég á eftir að sakna þín mikið
elsku besta Jóna mín.
Hvíl í friði og guð veri með þér.
Þín tengdadóttir,
Linda Wessman.
Elsku Jóna amma. Ég ætla að
byrja að þakka þér fyrir allt,
vegna þess að ég fékk ekki að
kveðja þig. Ég vil þakka þér fyrir
að vera með mér öll þessi ár. Þú
varst besta vinkona mín, fyrir-
myndin mín, ljósið mitt, drottn-
ingin mín og besta amma sem
maður getur hugsanlega ímynd-
að sér. Þegar ég hélt upp á af-
mælið mitt þá varst þú alltaf sú
fyrsta sem komst og ég varð allt-
af svo glöð að sjá ömmuna mína
og ég var alltaf spenntust að fá
gjafir frá þér og afa. Það var
margt sem við gerðum saman
sem ég vona að ég muni aldrei
gleyma, eins og tískusýningarnar
okkar með slæðunum þínum. Ég
man líka þegar við bökuðum og
ég fékk að velja alls konar hrá-
efni til að setja ofan í skálina og
stundum fór ég með það heim og
leyfði pabba og mömmu að
smakka. Mér fannst svo gaman
að fara í tölvuna hans afa og leita
að myndum til að lita. En uppá-
haldið mitt var að dansa með þér
við ABBA-lög, svo var skemmti-
legt að skoða myndböndin sem
þú tókst upp af mér og við rifj-
uðum upp góðu stundirnar sam-
an. Það var svo gaman að vita að í
hvert skipti sem ég kom heim til
ykkar að gista varst þú búin að
undirbúa eitthvað handa okkur
til að gera saman. Mér fannst svo
gaman að koma heim til ykkar og
við lékum okkur og uppáhalds-
leikurinn með þér og afa var þeg-
ar ég lék prinsessuna og þú
prinsinn og afi vonda kallinn og
þú varst að vernda mig frá vonda
kallinum, þessi minning mun
vera í uppáhaldinu hjá mér í lang-
an tíma. Ég myndi segja að þú
hafir haft svo góð áhrif á mig, til
dæmis ég hef aldrei séð þig pirr-
aða, aldrei heyrt þig blóta. Í
hvert skipti sem ég kom til þín þá
varst þú alltaf glöð, ljúf um-
hyggjusöm og alltaf jákvæð. Það
var líka svo gaman að föndra með
þér og mála. Ég get ekki sætt
mig við það að þú sért farin, ég
held að engan hafi grunað að þú
myndir fara frá okkur svona
fljótt, svo það er mjög erfitt að
trúa því. Ég veit að þú vissir ekki
hversu mikið mig langaði að taka
þig með mér í ísbíltúr þegar ég
myndi fá bílpróf. Þú veist ekki
hversu mikið mig langar að hafa
þig í brúðkaupinu mínu þegar ég
mun gifta mig, ég get lofað því
þegar ég mun gifta mig að það
mun vera laus stóll með nafninu
þínu, þannig getur þú komið og
verið með mér á þeim degi þótt
við sjáum þig ekki en ég veit að
þú munt vera þar, vegna þess þú
varst þannig manneskja að þú
varst alltaf til staðar. Ég vildi að
þú gætir séð mig verða að sterkri
konu. Það var alltaf svo gaman að
fá athugasemdir frá þér þegar
maður birti eitthvað á samfélags-
miðlunum, þar sem stóð: Sæt
saman, fallegust, prinsessan mín
og sæta sæta. Það verður erfitt
að vita að þú munt ekki verða
með okkur um jólin. Þessi ár
munu verða erfið án þín. Þegar
ég hugsa til baka þá man ég ekki
einu sinni hvað ég sagði síðast við
þig. Ég er mjög þakklát fyrir að
ég fékk að gista hjá þér og afa í
síðasta skipti. En ég veit þetta
mun ekki vera í síðasta skipti, ég
mun sjá þig í næsta lífi og í
draumunum mínum. Ég mun
sakna þín. Ást, alltaf og að eilífu,
við sjáumst seinna, Jóna amma.
Sara Wessman.
Í dag kveðjum við Jónu systur
mína en hún var elst okkar systk-
ina. Hún var ekki aðeins besta
systir sem maður getur hugsað
sér heldur einnig mín besta vin-
kona og er því söknuðurinn mjög
mikill að sjá á eftir henni. Það er
erfitt að hugsa sér lífið án henn-
ar. Við töluðum saman daglega ef
því varð viðkomið og oft voru
símtölin fleiri suma daga fyrir ut-
an spjallið á Messenger. Hún var
ljúf og góð og jákvæðasta mann-
eskja sem ég hef nokkurn tíma
kynnst. Hún var bóngóð og það
var alltaf gott að leita til hennar.
Hún vildi allt fyrir mann gera og
hún passaði Láru dóttur okkar
Janusar þegar hún var lítil.
Jóna greindist ung með liða-
gigt (iktsýki) en í þá daga voru
ekki til eins góð lyf og í dag. Þar
af leiðandi fékk hún miklar lið-
skemmdir og þurfti að gangast
undir margar aðgerðir vegna
þess. En hún kvartaði aldrei.
Hún hafði það gott og leið vel ef
hún var spurð. Hún naut einnig
lífsins, ferðaðist víða, hafði unun
af því að dansa, hreyfa sig og lesa
góðar bækur. Hún hafði einnig
gaman af saumaskap og fengu
Sara, Alma Rún og Elín Ylfa fal-
leg bútasaumsteppi frá ömmu
sinni.
Við systurnar ferðuðumst mik-
ið saman með fjölskyldum okkar
og foreldrum meðan þeirra naut.
Oft var Kristján bróðir og fjöl-
skylda með í för. Við fórum reglu-
lega í sumarbústaðinn sem faðir
okkar byggði við Þingvallavatn
og ferðir vestur að Hvallátrum
voru vinsælar en þar fæddist og
ólst Hulda móðir okkar upp í hópi
10 systkina. Systkini hennar
ásamt mökum byggðu þar mynd-
arlegt sumarhús sem heitir
Heimabær eins og gamli bærinn
hét. Þar fannst Jónu gott að vera.
Við systurnar höfum átt þar
margar ljúfar stundir, lágum
undir rofabörðunum í hvítum
sandinum meðan drengirnir okk-
ar léku sér í lækjarsprænu sem
rann þar hjá. Þar spjölluðum við
saman og nutum sólar og sam-
verunnar. Við fórum í gönguferð-
ir saman og svo skipti maturinn
alltaf miklu máli í þessum ferð-
um. Hádegis „brunchinn a la
mamma“ var sannkallað hlaðborð
og þar voru flatkökurnar góðu í
öndvegi sem Rúnar bakaði.
Fjölskyldan skipti systur mína
mjög miklu máli. Hún var alltaf
boðin og búin að aðstoða syni sína
og tengdadætur með barnabörn-
in sem hún elskaði afar heitt og
naut þess að vera í kringum þau.
Hún var svo stolt af stelpunum
sínum. Ef það vantaði pössun þá
gekk það fyrir öllu öðru. Jóna og
Rúnar voru samtaka í hlutverki
ömmunnar og afans. Þau voru
samhent og góðir félagar og nutu
nærveru hvort annars. Missir
Guðrún Jóna
Knútsdóttir
SJÁ SÍÐU 66
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
systir og mágkona,
KRISTÍN CAROL CHADWICK,
Fosstúni 21, Selfossi,
Hömrum í Grímsnesi,
lést mánudaginn 15. nóvember
á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Útförin fer fram frá Selfosskirkju fimmtudaginn 2. desember
klukkan 14. Vegna samkomutakmarkana verður streymt frá
athöfninni á slóðinni: https://selfosskirkja.is/
Hlynur Chadwick
Guðmundsson
Hafdís Óskarsdóttir
Hilmir Chadwick
Guðmundsson
Gunnar Kristinn Gunnarsson Agnes Heiður Magnúsdóttir
Auður Gunnarsdóttir Ingólfur Jónsson
og barnabörn
Oliver Hinrik Oliversson Regína Róbertsdóttir
Michael Chadwick
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og langalangafi,
JÓHANNES ÁRNASON,
Tjarnarflöt 9, Garðabæ,
lést á Vífilsstaðaspítala þriðjudaginn 23.
nóvember síðastliðinn. Útför hans fer fram
í Garðakirkju föstudaginn 3. desember klukkan 13.
Sveinjón Jóhannesson Árni Jóhannesson
Kristín A. Jóhannesdóttir Sigurður S. Pálsson
barnabörn og barnabarnabörn