Morgunblaðið - 26.11.2021, Page 70

Morgunblaðið - 26.11.2021, Page 70
70 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2021 Undankeppni HM kvenna A-RIÐILL: Svíþjóð – Finnland ................................... 2:1 Írland – Slóvakía ...................................... 1:1 _ Svíþjóð 12, Finnland 6, Slóvakía 4, Írland 4, Georgía 0. _ Spánn 9, Skotland 9, Úkraína 3, Ung- verjaland 3, Færeyjar 0. D-RIÐILL: Norður-Makedónía – Norður-Írland ... 0:11 _ England 12, Austurríki 10, Norður-Ír- land 10, Lúxemborg 3, Norður-Makedónía 3, Lettland 0. E-RIÐILL: Bosnía – Danmörk.................................... 0:3 Aserbaídsjan – Rússland......................... 0:4 _ Danmörk 15, Rússland 15, Svartfjalla- land 6, Malta 4, Bosnía 1, Aserbaídsjan 0. F-RIÐILL: Kósóvó – Pólland ...................................... 1:2 Belgía – Armenía.................................... 19:0 Albanía – Noregur.................................... 0:7 _ Noregur 13, Pólland 11, Belgía 10, Kó- sóvó 4, Albanía 4, Armenía 0. H-RIÐILL: Serbía – Búlgaría...................................... 3:0 Portúgal – Ísrael ...................................... 4:0 _ Portúgal 13, Þýskaland 12, Serbía 6, Tyrkland 4, Ísrael 0, Búlgaría 0. Evrópudeild karla E-RIÐILL: Galatasaray – Marseille........................... 4:2 Lokomotiv Moskva – Lazio ..................... 0:3 _ Galatasaray 11, Lazio 8, Marseille 4, Lo- komotiv Moskva 2. F-RIÐILL: Midtjylland – Braga ................................ 3:2 - Elías Rafn Ólafsson var varamarkvörður Midtjylland í leiknum. Rauða stjarnan – Ludogorets ................. 1:0 _ Rauða stjarnan 10, Braga 9, Midtjylland 8, Ludogorets 1. G-RIÐILL: Leverkusen – Celtic ................................. 3:2 Real Betis – Ferencváros ........................ 2:0 _ Leverkusen 13, Real Betis 10, Celtic 6, Ferencváros 0. H-RIÐILL: Dinamo Zagreb – Genk............................ 1:1 Rapid Vín – West Ham ............................ 0:2 _ West Ham 13, Dinamo Zagreb 7, Genk 5, Rapid Vín 3. _ Leikjum í A-D-riðlum var ekki lokið þeg- ar blaðið fór í prentun. Sambandsdeild Evrópu A-RIÐILL: HJK Helsinki – Alashkert....................... 1:0 B-RIÐILL: Flora Tallinn – Partizan Belgrad............ 1:0 E-RIÐILL: Maccabi Haifa – Union Berlín................. 0:1 Slavia Prag – Feyenoord ......................... 2:2 _ Feyenoord 11, Slavia Prag 7, Union Berl- ín 6, Maccabi Haifa 4. F-RIÐILL: Lincoln Red Imps – Köbenhavn............. 0:4 - Ísak B. Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson léku allan leikinn með Köben- havn, Ísak skoraði eitt mark og lagði upp tvö, en Andri Fannar Baldursson var ekki í hópnum. Slovan Bratislava – PAOK ..................... 0:0 - Sverrir Ingi Ingason var ekki í leik- mannahópi PAOK. _ Köbenhavn 12, Slovan Bratislava 8, PA- OK 8, Lincoln Red Imps 0. G-RIÐILL: Mura – Tottenham ................................... 2:1 Rennes – Vitesse ...................................... 3:3 _ Rennes 11, Vitesse 7, Tottenham 7, Mura 3. H-RIÐILL: Kairat Almaty – Basel ............................. 2:3 Qarabag – Omonia Nikósía...................... 2:2 _ Basel 11, Qarabag 11, Omonia 3, Kairat Almaty 1. _ Sex leikjum í A-D-riðlum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun, m.a. hjá Íslend- ingaliðunum AZ, CFR og Bodö/Glimt. 4.$--3795.$ Evrópubikar kvenna L-RIÐILL: Brno – Villeneuve ................................. 45:71 Haukar – Tarbes .................................. 41:79 _ Tarbes 10, Villeneuve 8, Brno 2, Haukar 0. Einni umferð ólokið. Undankeppni HM karla Hvíta-Rússland – Tyrkland................. 84:70 Ísrael – Pólland..................................... 69:61 Slóvakía – Belgía .................................. 57:83 Þýskaland – Eistland ........................... 66:69 Bretland – Grikkland ........................... 78:69 Serbía – Lettland.............................. 101:100 Svíþjóð – Finnland ............................... 72:62 NBA-deildin Cleveland – Phoenix......................... 115:120 Indiana – LA Lakers ............... (frl.) 116:124 Orlando – Charlottte.......................... 99:106 Boston – Brooklyn............................ 104:123 Houston – Chicago ........................... 118:113 Memphis – Toronto .......................... 113:126 Milwaukee – Detroit .......................... 114:93 Minnesota – Miami........................... 113:101 New Orleans – Washington............. 127:102 Oklahoma City – Utah ..................... 104:110 San Antonio – Atlanta ...................... 106:124 Golden State – Philadelphia .............. 116:96 Sacramento – Portland .................... 125:121 4"5'*2)0-# FÓTBOLTI Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Ísland vann óvæntan en verðskuld- aðan sigur á Japan, 2:0, í vináttu- landsleik kvenna í Almere í Hol- landi í gærkvöld. Heimsmeistararnir fyrrverandi sem höfðu unnið Ísland í öllum þremur leikjum þjóðanna til þessa í leiknum voru mun meira með bolt- ann í leiknum en sköpuðu sér sjald- an opin færi gegn þéttu íslensku liði sem síðan átti fullt af góðum sókn- um, hélt boltanum vel þegar færi gafst og skapaði sér hættulegri færi í leiknum. Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sitt fimmta mark í tólf landsleikjum strax á 14. mínútu. Hún óð þá upp hægri kantinn og inn í vítateiginn og skaut föstu skoti undir japanska markvörðinn og í hornið fjær. Agla María Albertsdóttir var nærri því að bæta við marki skömmu síðar þegar hún skaut í þverslá japanska marksins af stuttu færi. Eftir talsverða pressu Japan í seinni hálfleik bætti Ísland við marki á 70. mínútu. Sveindís Jane slapp inní vítateiginn hægra megin og að endamörkum, renndi bolt- anum inn í markteiginn þar sem Berglind Björg Þorvaldsdóttir var mætt og skoraði, 2:0. Áttunda mark Berglindar í 56 landsleikjum. Sannfærandi leikur hjá Sif Þorsteinn Halldórsson tefldi fram hinni þrautreyndu Sif Atladóttur sem hægri bakverði og miðað við frammistöðuna í gærkvöld gerir hún sterkt tilkall til sætis í byrj- unarliðinu. Hún átti sannfærandi leik í nýrri stöðu þar sem margir hafa verið prófaðir undanfarin ár. Natasha Anasi kom inn í vörnina seint í leiknum og spilaði sinn þriðja landsleik og ljóst að hún eykur breiddina í liðinu enn frekar. Lið Íslands: (4-3-3) Mark: Cecilía Rán Rúnarsdóttir. Vörn: Sif Atla- dóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir (Natasha Anasi 79.), Elísa Viðarsdóttir. Miðja: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir (Dagný Brynjarsdóttir 46.), Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Karitas Tóm- asdóttir 63.) Sókn: Sveindís Jane Jónsdóttir (Hallbera Guðný Gísla- dóttir 86.), Svava Rós Guðmunds- dóttir (Berglind Björg Þorvalds- dóttir 63.), Agla María Albertsdóttir (Selma Sól Magn- úsdóttir 63.). Íslensku landsliðskonurnar halda nú til Kýpur þar sem þær leika á þriðjudaginn sinn fjórða leik í undankeppni HM í kýpversku borg- inni Larnaca. Sögulegur sigur á Japan - Sveindís Jane og Berglind skoruðu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hættuleg Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði fyrra mark Íslands í sigur- leiknum gegn Japan í gærkvöld og lagði upp seinna markið. Selfyssingar unnu öruggan sigur á Gróttu, 32:23, í úrvalsdeild karla í handbolta á Selfossi í gærkvöld og komu sér með því í betri stöðu í neðri helmingi deildarinnar. Guðmundur Hólmar Helgason skoraði sjö mörk fyrir Selfoss sem var yfir í hálfleik, 16:12, og Villius Rasimas var með 41 prósents mark- vörslu hjá liðinu en hann varði 14 skot. Þá gerði Ragnar Jóhannsson fimm mörk. Hjá Seltirningum var Andri Þór Helgason markahæstur með sjö mörk og Ólafur Brim Stef- ánsson skoraði þrjú. Níu marka sigur Selfyssinga Morgunblaðið/Árni Sæberg Sjö Guðmundur Hólmar Helgason var markahæstur Selfyssinga. Guðrún Brá Björgvinsdóttir fór ekki vel af stað á lokamóti Evrópu- mótaraðarinnar í golfi en fyrsti hringurinn var leikinn á Los Nar- anjos-golfvellinum í Andalúsíu á Suður-Spáni í gær. Guðrún lék hann á 79 höggum, sjö höggum yfir pari vallarins, og er í 68.-69. sæti af 72 keppendum sem fengu keppnis- rétt á lokamótinu. Manon De Roey frá Belgíu, Anne-Lise Caudal frá Frakklandi og Fatima Fernández frá Spáni eru efstar eftir hringinn sem þær léku á 69 höggum, þremur undir pari vallarins. Slæm byrjun Guðrúnar á Spáni Ljósmynd/GSÍ Spánn Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék á sjö höggum yfir pari. Haukakonur töpuðu sínum fimmta leik af jafnmörgum í riðlakeppni Evrópubikars kvenna í körfuknatt- leik þegar franska liðið Tarbes vann þær örugglega á Ásvöllum, 79:41, í gærkvöld. Frakkarnir náðu afgerandi for- ystu í fyrsta leikhluta en staðan var 24:8 að honum loknum. Haukar sóttu í sig veðrið í öðrum leikhluta og staðan var 36:23 í hálfleik. Eftir þriðja leikhluta stóð 52:32 og í þeim síðasta breikkaði bilið enn frekar. Haukar léku áfram án Helenu Sverrisdóttur sem er frá keppni vegna meiðsla. Haiden Palmer skoraði 14 stig fyrir Hauka, Briana Gray 8, Bríet Sif Hinriksdóttir 8, Lovísa Henningsdóttir 7, Sólrún Gísladóttir 3 og Tinna Alexand- ersdóttir 1. Gray tók 10 fráköst í leiknum og Lovísa 9. Lokaleikur Haukakvenna í keppninni fer fram næsta miðviku- dag þegar þær sækja Brno heim til Tékklands. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ásvellir Lovísa Henningsdóttir reynir skot að körfu franska liðsins á Ás- völlum í gærkvöld en Clementine Samson reynir að stöðva hana. Frakkarnir of sterkir Thea Imani Sturludóttir átti stór- leik fyrir íslenska kvennalandsliðið í handknattleik þegar það tapaði 25:30 gegn B-liði Noregs á fjögurra liða móti í Cheb í Tékklandi í gær. Norska liðið leiddi 14:8 í hálfleik en íslenska liðinu tókst að minnka forskot Noregs í þrjú mörk um miðjan síðari hálfleikinn. Norð- menn voru hins vegar sterkari á lokamínútunum. Thea skoraði 8 mörk í leiknum, Sandra Erlingsdóttir 4, Hildigunn- ur Einarsdóttir 4, Andrea Jacobsen 2, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Rak- el Sara Elvarsdóttir 2, Harpa Valey Gylfadóttir 1, Sunna Jónsdóttir 1 og Ragnheiður Júlíusdóttir 1. Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði níu skot í marki íslenska liðsins og Hafdís Renötudóttir varði fjögur skot. Ísland mætir Sviss í dag í öðrum leik sínum á mótinu en lokaleikur liðsins verður gegn gestgjöfunum í Tékklandi. B-landslið Íslands mætti norska 21-árs landsliðinu í öðru fjögurra liða móti sem fer fram samhliða í Cheb. Norsku stúlkurnar sigruðu 25:20 eftir að hafa verið sex mörk- um yfir í hálfleik, 14:8. Sara Sif Helgadóttir var valin besti leikmaður Íslands en hún varði 12 skot og Saga Sif Gísladótt- ir þrjú. Mörk Íslands: Auður Ester Gests- dóttir 4, Sara Dögg Hjaltadóttir 3, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 3, Elín Rósa Magnúsdóttir 2, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 2, Birta Lind Jó- hannsdóttir 2, Díana Dögg Magnús- dóttir 1, Mariam Eradze 1, Berg- lind Þorsteinsdóttir 1, Harpa María Friðgeirsdóttir 1. Thea með átta mörk gegn Norðmönnum Ljósmynd/Óttar Geirsson Átta Thea Imani Sturludóttir varð markahæst í fyrsta leiknum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.