Morgunblaðið - 20.12.2021, Síða 9

Morgunblaðið - 20.12.2021, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2021 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Grunnvísindi í þágu sjálfbærrar þróunar, gler og svo hand- færaveiðar og fiskeldi. Á nýju ári verður þetta þrennt í brennidepli á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og 2022 er alþjóðlegt ár þessara mál- efna. „Allt er þetta gert til að vekja athygli á atriðum sem eru þýðing- armikil og til þess að auka þekk- ingu, fræðslu og knýja fram breyt- ingar,“ segir Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Ís- landi, í samtali við Morgunblaðið. Félagið var stofnað í apríl 1948 og fyrstur manna í forystu þess var Ásgeir Ásgeirsson, seinna forseti Íslands. Félagið er hluti af heims- samtökum WFUNA (World Federa- tion of United Nations Associa- tions). Helsta hlutverk félagsins er að ýta undir sjálfbæra þróun með tilliti til heimsmarkmiða SÞ, vera leiðandi í öflugri upplýsingagjöf um SÞ og undirstofnanir þeirra og fjalla um mikilvægi þróunarsam- vinnu. Áherslumál tengd heimsmarkmiðum Á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna var Alþjóðlegt ár flóttafólks 1959 og síðan þá hafa fjölmörg mál- efnið verið sett í sviðsljósið ár hvert. „Aðildarríkin leggja til áherslumál og allsherjarþingið kemur þeim á framfæri. Þemu árs- ins eru svo tengd heimsmarkmið- unum um sjálfbæra þróun. Raunar er allt starf samtakanna og aðild- arríkja þeirra nátengt núgildandi heimsmarkmiðum sem sett voru fram árið 2015. Almenn vitund um markmiðin þessi er góð á Íslandi. Við sjáum æ fleiri taka upp þau upp í starfi sínu auk þess sem þau eru áberandi í sáttmálanum sem starf nýrrar ríkisstjórnar byggist á,“ segir Vala Karen. Síðustu árin hefur oft verið rætt um mikilvægi þess að vísindin sé ekki gengisfelld. Þar hefur sér- staklega verið fjallað um afneitun á fullyrðingum um hlýnun andrúms- loftsins, sem tengist mikilvægi sjálfbærrar þróunar. Tiltekið er að grunnvísindi séu undirstaða fram- fara í lyfjageiranum, iðnaði, orku- áætlunum, fyrir umhverfið, sam- skipti og menningu. „Með grunnvísindum, þekk- ingu og tækni þarf að svara þörfum mannkyns með því að veita aðgengi að upplýsingum. Bæta með því heilsu og velferð allra. Allt er þetta samhangandi. Við þurfum grunn- vísindi fyrir skynsama nýskapandi hugsun svo efla megi sjálfbær sam- félög um allan heim,“ segir Vala Karen. Hamla súrnun sjávar Um handfæraveiðar og fisk- eldi, sem verða í brennidepli á nýju ári, segir í kynningu að mikilvægt sé að viðurkenna raunverulegt framlag sjálfbærra fiskveiða til matvælaöryggis, næringar og inn- komu. Fiskveiðar og -eldi geti dreg- ið úr fátækt núverandi og fram- tíðar kynslóða, samanber að 14. liður í gildandi heimsmarkmiðum er líf í vatni. „Inn í þetta spila margir hlutir en milljónir manna um allan heim reiða sig á og hafa lífsviðurværi af veiðum. Handfæraveiðar skipa þarna mikilvægan sess vegna þess hve sjálfbærar þær geta verið og atvinnuskapandi í til dæmis þróun- arríkjum. Ísland er að gera margt flott í þessum efnum. En draga þarf úr og koma í veg fyrir mengun og súrnun sjávar og tryggja aðgengi og sanngirni að mörkuðum,“ segir Vala Karen. „Að vernda og nýta hafið og auðlindir þess á sjálfbæran hátt kallar þannig eftir að við hlúum enn frekar að vistkerfum. Komum jafnframt á skilvirkara eftirliti þar sem tekið er fyrir ofveiði, ólögleg- ar veiðar og skaðlegar veiði- aðferðir. Þetta er þema sem mun vera mjög í forgrunni á næsta ári og væntanlega lengur, enda er verndun hafsins eitthvað sem hef- ur áhrif á alla jarðarbúa.“ Búa að þekkingu Margir segja að fiskveiðar Ís- lendinga séu flestu tilliti sjálf- bærar, þegar litið er til starfshátta og áherslna. Um fiskeldi í sjó gildir hið sama að einhverju marki, nema hvað fóðurframleiðslan hafi mikil kolefnisáhrif. Þessar staðhæfingar eru þó jafnan umdeildar. „Í fiskveiðum eru bátar og skip enn mjög háð jarðefnaelds- neyti. Því er áhugavert að sjá á næstu árum þá þróun sem þarf að eiga sér stað svo kolefnishlutleysi Íslands náist árið 2040. Íslendingar búa þó yfir mikilli þekkingu á sviði fiskveiða og þeirri sérfræðiþekk- ingu komum við á framfæri fyrir aðrar þjóðir meðal annars með starfi Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (GRÓ-FTP) sem hefur verið starfræktur á Ís- landi frá 1998, þaðan sem miðlað er þekkingu á sviði sjávarútvegs og fiskveiða til nemenda sem koma úr þróunarríkjunum. Starf skólans hefur sannað gildi sitt marg- faldlega.“ Og svo alþjóðlegt ár glersins. Gler eru úr ýmsum steinefnum sem eru brædd saman. Mannkynið hef- ur notað gler síðan á steinöld og í dag þekkjum við sennilega best rúðugler og svo gler til dæmis drykkjaflöskur og krukkur. Gler, sem er endurvinnanlegt, hefur og mun áfram hafa mikilvægt hlut- verk. Frekari rannsóknir á efninu eru þó sagðar nauðsyn, sem gæti opnað á mörg tækifæri til vöruþró- unar. Á mörgum sviðum sparar gler orku. Sérstaklega á slíkt við um rúðugler. Einnig létt trefjagler sem notað er í bifreiðum og flug- vélum, sem dregur úr þyngd far- artækja og þar með eldsneyt- isnotkun. Menntun og mannréttindi „Heimsmarkmiðin um sjálf- bæra þróun eru öll mikilvæg og tengjast þvert á samfélagið. Flestir þekkja nú orðið vel til þessara markmiða en samþætting þeirra inn í atvinnulífið er stærsta verk- efnið um þessar mundir. Loftlags- málin hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu og þau varða okkur öll. Þó verður ekki staðar numið. Sameiginlegt verkefna ríkja heims er að vinna áfram gegn hlýnun jarðar, minnka ójöfnuð og auka jafnrétti. Einnig að tryggja aðgengi að menntun, gæta að mannréttindi séu virt í hvívetna og útrýma fá- tækt og hungri, svo fátt eitt sé nefnt af mikilvægum málum. Bar- áttunni fyrir betri veröld líkur aldr- ei,“ segir Vala Karen að síðustu. Sjálfbærar veiðar, vísindi og gler áherslumál Sameinuðu þjóðanna 2022 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Samfélag Sameiginlegt verkefna ríkja heims er að vinna áfram gegn hlýnun jarðar, minnka ójöfnuð og auka jafn- rétti,“ segir Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, um áherslumálin. Sjálfbær samfélög um allan heiminn Morgunblaðið/Sigurður Bogi Viðfangsefni Á skaki við Snæfellnes. Sjálfbærar handfæraveiðar verða í brennidepli á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna á nýju ári. Einnig gler, en listaverk úr því eru áberandi á nýjum útsýnisstað í háhýsi á Manhattan í New York. AFP - Vala Karen Viðarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, er fædd árið 1988 á Ísafirði. Hún er menntað- ur mannfræðingur frá HÍ og hef- ur nokkurra ára reynslu af al- þjóðastarfi og mannúðarmálum. - Vann hjá UNICEF á Íslandi 2016-2018 sem sérfræðingur í fjáröflun og starfaði fyrir sam- tökin í Slóvakíu árið 2019. Vala Karen situr í framkvæmdanefnd WOMEN POWER sem eru fé- lagasamtök sem vinna heild- stætt að valdeflingu kvenna. Hver er hún? Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170Verið velkomin Vinsælu velúrgallarnir fyrir konur á öllum aldri Einnig stakar svartar velúrbuxur Margir litir • Stærðir S-4XL Jólagjöf ársins 2021

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.