Morgunblaðið - 20.12.2021, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2021
Verið velkomin
í sjónmælingu
Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200
Opið virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14
25
ára
1996-2021
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Fyrir fólk sem vill hasla sér völl í
vísindum eru sterkar fyrirmyndir
nauðsynlegar. Slíkar á ég margar,
meðal annars í hópi míns frábæra
samstarfsfólks sem hefur kennt mér
margt. Eitt af því er til dæmis að
framtíðarsýn og stefna þarf að vera
skýr og þeir fiska jafnan sem róa,“
segir Erna Sif Arnardóttir, lektor
við verk- og tölvunarfræðideildir
Háskólans í Reykjavík og, forstöðu-
maður Svefnseturs við þann skóla
og Háskólakona ársins 2021.
Í síðustu viku heiðraði Félags há-
skólakvenna Ernu Sif fyrir störf sín,
en árvisst er að félagið veiti einni
konu sem hefur háskólagráðu slíka
viðurkenningu. Leitað var til rekt-
ora allra háskóla á Íslandi um álit
þeirra á því hvaða konur landsins
stæðu fremstar á sínu fagsviði og
ættu tilefningu skilið. Væru framúr-
skarandi, brautryðjandi á sínu
fagsviði og fyrirmyndir fyrir aðrar
háskólakonur. Margar ábendingar
bárust, en niðurstaðan varð sú að
nú skyldi heiðra Ernu Sif.
Svefnbyltingin fékk
stóran styrk
„Markmið fólks í vísindum og
rannsóknarstarfi þurfa að vera skýr
svo árangur náist. Sjálf hafði ég
alltaf mikla trú á að svefnrann-
sóknir væru spennandi og gætu
skilað miklu. Sú hefur líka verið
raunin,“ segir Erna Sif. Hún út-
skrifaðist með B.S.-gráðu í sam-
eindalíffræði frá HÍ árið 2005,
meistaragráðu í líf- og læknavís-
indum árið 2007 og varði doktors-
verkefni árið 2013. Í krafti mennt-
unar sinnar hefur hún verið leiðandi
vísindamaður á sviði svefnrann-
sókna hér á landi, svo sem í há-
skólum og við Landspítalann og
verið klínískur ráðgjafi hjá fyrir-
tækinu Nox Medical. Hefur jafn-
framt fengið ýmsar viðurkenningar
fyrir störf sín, bæði innanlands og
utan.
Á síðasta ári setti Erna á fót
þverfaglegt svefnrannsóknasetur
við Háskólann í Reykjavík og stýrir
því. Erna Sif leiðir jafnframt rann-
sókna- og þróunarverkefnið Svefn-
byltingin sem hlaut 2,5 milljarða
króna styrk frá rammaáætlun ESB
í fyrra, sem er einn hæsti styrkur
sem veittur hefur verið til vísinda-
rannsókna hérlendis. Mat kunnugra
er að framlag Ernu Sifjar skipti
verulegu máli, enda hafa niður-
stöður rannsókna hennar hafa birst
víða og margir vitnað til þeirra.
Svefninn er dularfullur
„Svefnrannsóknir voru um margt
framandi þegar ég ákvað að helga
mig þeim. Kannski eðlilega því
svefninn er í eðli sínu dularfullur.
En í dag er samt svo komið að Ís-
land hefur náð forystu í vísinda-
starfi og þróun á þessu sviði. Hér er
til dæmis þróaður ýmis tækjabún-
aður sem notaður er til mælinga á
svefni, til dæmis af rannsóknar-
stofnunum og háskólum. Í háskóla-
námi hefur fjöldi fólks líka kynnt
sér þessi efni, svo sem í meistara-
og doktorsnámi. Allt kemur þetta til
meðal annars af því stefnan er skýr
og sterk trú á viðfangsefnið er til
staðar,“ segir Erna Sif Arnardóttir,
háskólakona ársins 2021.
Markmiðin í
starfi séu skýr
- Erna Sif valin háskólakona ársins
Ljósmynd: OzzoPhotography
Vísindi Frá vinstri talið eru á myndinni Guðmunda Smáradóttir, Erna Sif
Arnardóttir Háskólakona ársins 2021, Ásta Dís Óladóttir formaður Félags
háskólakvenna, Vilborg Einarsdóttir og Katrín Kristjana Hjartardóttir.
Unnið er um þessar mundir að
ýmsum verkefnum á vegum
Reykjavíkurborgar við uppbygg-
ingu aðstöðu íþróttafélaga. Hluti
nýrrar hverfismiðstöðvar í Úlfars-
árdal var tekin í notkun fyrir rúmri
viku, það er sundlaug og bókasafn.
Síðasti áfanginn er þó eftir, það er
íþróttamiðstöð Fram.
Í þeirri aðstöðu sem Fram fær er
fjölnota íþróttahús þar sem hægt er
að koma fyrir tveimur handknatt-
leiksvöllum í fullri stærð, með
áfastri áhorfendaaðstöðu fyrir aðal-
leikvang. Í húsinu verða tólf bún-
ingsklefar og þrír litlir íþróttasalir.
Félags- og þjónustuaðstaða fyrir
starfsfólk auk margs annars verður
í húsnu, sem áformað er að verði
fullbúið í byrjun næsta sumars.
Nýr aðalleikvangur Fram full-
nægir öllum kröfum til keppni í
efstu deild í knattspyrnu. Gert er
ráð fyrir því að völlurinn verði
tilbúinn í byrjun sumars 2022.
Grassvæði verður sunnan aðalleik-
vangs; samtals um 12.000 fermetrar
og rúmar tvo knattspyrnuvelli í
fullri stærð. Gert er ráð fyrir að
þessi aðstaða verði fullbúin næsta
vor, samkvæmt upplýsingum frá
Steinþóri Einarssyni, skrifstofu-
stjóra hjá ÍTR.
Í Mjódd er nú verið að að reisa
íþróttahús á svæði ÍR, sem er við
hlið fjölnotahúss sem tekið var í
notkun í fyrra. Húsið væntanlega
er um 4.220 fermetrar. Í sal þess
verður m.a. hægt að keppa í hand-
bolta og körfubolta með 800 áhorf-
endur í stúkusætum. Af öðrum
verkefnum borgarinnar í íþrótta-
málum má tiltaka endurnýjun á
gervigrasi á keppnisvelli Þróttar í
Laugardal, auk þess sem verið er
að útbúa á svæðinu tvo æfingavelli
til æfinga. Þá er verið endurnýja
gervigras á KR-vellinum og heild-
stætt eru skipulagsmál á svæðinu í
skoðun með tilliti til uppbyggingar í
framtíðinni. sbs@mbl.is
Framkvæmt fyrir Fram
og ÍR-hús er í byggingu
- Íþróttaaðstaða byggð og bætt - Gervigrasið endurnýjað
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Mjóddin Framkvæmdir við hið nýja íþróttahús ÍR er komnar vel áleiðis.
Tugum dauðra lunda hefur skolað
upp á strandlengju Orkneyja, eyja-
klasa norðan við Katanes, hérað á
norðurodda Skotlands, síðustu daga.
Sérfræðingar vinna nú að því að
rannsaka hver orsökin kann að vera
en talið er ólíklegt að um sé að ræða
fuglaflensu.
Nokkra lunda hefur skolað upp á
strandlengjuna við lífsmark og þeim
veitt meðferð hjá dýralæknum og
þeir rannsakaðir. Í samtali við
Morgunblaðið segir Erpur Hansen
líffræðingur, að sérfræðingar telji
líklegast að þessi lundadauði sé
vegna stormasamrar veðráttu.
„Það sem gerist í svona stormum
er að það náttúrulega verða miklar
öldur úti á hafi, og það sem að gerist
í litlum fiskum og krabbadýrum sem
eru ofarlega í sjónum, eða uppi við
yfirborð, er að þeir lækka sig úr
öldurótinni, sem getur náð svolítið
langt niður, og þá ná margir af þess-
um fuglum ekki lengur í fæðuna.
Þeir eyða það mikilli orku, eins og
aðrir svartfuglar, að þeir eru bara
dauðir eftir nokkra daga og eru enga
stund að klára fituforðann. Lundinn
að sumarlagi er að éta um hálfa lík-
amsþyngd sína á dag, þannig að það
má nú ekki mikið út af bera.“
Hann segir fuglana í Orkneyjum
þó ekki vera þá sömu og dvelji hér á
landi. rebekka@mbl.is
Rannsaka orsök lundadauða
- Telja stormasamt veðurfar vera líklegustu ástæðuna
Morgunblaðið/Eggert
Lundar Fjölmörgum dauðum lundum
hefur skolað á land í Orkneyjum.