Morgunblaðið - 20.12.2021, Page 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2021
✝
Guðjón Már
Jónsson fædd-
ist 19. maí 1936 í
Reykjavík, þar
sem hann ólst upp.
Hann lést á
sjúkrahúsi Vest-
mannaeyja 10.
desember 2021.
Foreldrar hans
voru Jón Ingiberg
Guðjónsson og
Kristín Guðbjörg
Guðmundsdóttir. Bróðir hans
var Guðmundur, sem er látinn.
Fyrri eiginkona Guðjóns
Más var Auður Anna Konráðs-
dóttir sem lést árið 2019 og
áttu þau dæturnar Laufeyju
Konný og Kristínu Jónu.
Seinni kona Guðjóns Más
var Erna Vilbergs Vilbergs-
dóttir og áttu þau soninn Jón
Ingiberg. Fyrir átti Erna börn-
in Vilberg Hauks-
son, sem lést árið
2000, og Önnu
Fanneyju Hauks-
dóttur.
Árið 2003 flutti
Guðjón Már til
Vestmannaeyja
þar sem hann bjó
til æviloka. Þar
eignaðist hann
góða sam-
ferðakonu, hana
Theódóru Óskarsdóttur, sem
lést árið 2014.
Guðjón Már átti einnig sex
barnabörn og fimm barna-
barnabörn.
Útför hans fer fram frá
Landakirkju í Vestmanna-
eyjum í dag, 20. desember
2021, klukkan 13.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
Elsku pabbi er farinn.
Hann fór með látum eins og
hann fæddist með látum, en hann
fæddist 19. maí 1936 í Reykjavík,
tveimur mánuðum fyrir tímann
og var fyrsta barnið á Íslandi í
súrefniskassa. Hann fæddist með
alvarlega heyrnarskerðingu sem
versnaði með árunum. Hann fékk
ekki heyrnartæki fyrr en hann
var orðinn fullorðinn. Og sem
barn lærði hann að lesa af vörum.
Þegar pabbi fór á eftirlaun
flutti hann til Eyja til mín og hann
talaði oft um það hve Eyjamenn
hefðu tekið honum vel þegar hann
kom hingað og hér eignaðist hann
fullt af góðum vinum og átti gott
líf.
Pabbi hafði alltaf verið hraust-
ur maður, en fyrir 17 árum fékk
hann alvarlegt hjartaáfall, þar
sem hann í raun dó en var endur-
lífgaður. Hann grínaðist oft með
það að vera ekki nema 17 ára þar
sem hann hefði þá byrjað nýtt líf.
Seinna átti hann í hinum ýmsu
veikindum og margoft vorum við
kölluð til, til að kveðja hann. Fyrir
tveimur mánuðum flutti hann á
Elló þar sem honum leið mjög vel.
Pabbi var mjög blíður maður
og var mikið fyrir knús og kossa
og þegar við systur vorum litlar
spurði hann okkur oft hver er
besti pabbi í heimi, sem mér
fannst nú bjánaleg spurning þar
sem ég átti nú bara einn pabba,
en auðvitað sögðum við alltaf að
hann væri besti pabbi í heimi.
Við systur vorum mikið á rúnt-
inum með honum í æsku, þar
sungum við hástöfum og reynd-
um að kenna honum ensku (sem
við kunnum auðvitað ekki þá) en
hann bað okkur síðan alltaf að
syngja uppáhaldslagið sitt, Lóan
er komin. Hann sagði mér svo
þegar ég var fullorðin að þetta
hefði nú ekkert verið uppáhalds-
lagið hans en honum fannst svo
gaman að heyra okkur syngja.
Hann var mikið fyrir tónlist þótt
hann væri svona heyrnarskertur,
elskaði alla tónlistarþætti sem
voru í sjónvarpinu og mátti helst
ekki missa af neinum Idol-þætti.
Þegar ég keypti mér nýjan bíl
árið 2017 fór hann með mér að
skoða bílinn og varð svo hrifinn af
honum og sagði: Ef ég væri 10 ár-
um yngri þá myndi ég kaupa mér
alveg eins bíl. En hann gerði sér
svo lítið fyrir ári seinna og keypti
bílinn. Það var hans fyrsti nýi bíll
úr kassanum og þá var hann 82
ára, hann var óskaplega stoltur af
bílnum sínum og rúntaði um alla
eyju, og tók eftir öllum fram-
kvæmdum og breytingum sem
áttu sér stað í bænum.
Pabbi var mjög duglegur að
hreyfa sig, fyrst þegar hann kom
til Eyja var hann hjólandi um all-
an bæ með hundinn sinn sér við
hlið. Síðan eftir hjartaáfallið fór
hann meira að ganga og undir það
síðasta þegar hann var að mestu
kominn í hjólastól út af jafnvæg-
isleysi, þá hljóp hann í stólnum út
um allt elliheimili og við sem vor-
um gangandi þurftum að hlaupa á
eftir honum, hann fór svo hratt.
Elsku pabbi, við Markús eigum
eftir að sakna þín mikið, það verð-
ur sérstaklega tómlegt um jólin
sem við vorum búin að plana að
eiga saman.
Elsku besti pabbi í heimi, hvíl í
friði.
Laufey Konný
Guðjónsdóttir.
Jæja þá hefur elsku pabbi
kvatt okkur í hinsta sinn. Hin síð-
ari ár höfum við alltaf sagt að
hann hljóti að eiga níu líf eins og
kötturinn því hann hefur fengið
ansi mörg áföll og lent í miklum
veikindum en alltaf staðið aftur
upp, brosandi!
Já pabbi hafði mjög létta lund
og alltaf stutt í brosið. Þó sagði
hann í síðustu veikindunum sín-
um að hann væri orðinn þreyttur
en hann náði sér svo á strik og átti
virkilega góða tvo mánuði á
Hraunbúðum áður en hann
kvaddi með stæl. Já ég segi með
stæl því pabbi elskaði athygli og
að fara í hjartastopp í matsalnum
á Hraunbúðum var akkúrat í hans
anda.
Ég ólst ekki upp hjá pabba
nema fyrstu fimm árin en þá
skildu hann og mamma en ég átti
samt alltaf bara einn pabba þótt
ég hafi eignast stjúppabba
seinna. Ég og pabbi vorum alltaf
sögð lík og ég veit að ég er svo
heppin að vera með þessa léttu
lund sem hann hafði og ég veit að
hún á eftir að koma sér vel. Síð-
ustu skiptin sem ég hef komið til
Íslands hafa verið vegna veikinda
pabba, veikinda mömmu og
seinna andláts hennar og nú hans.
Þetta er skrítinn tími og svo skrít-
ið að sitja í stofunni hjá Konný
systur og enginn pabbi kemur
galvaskur inn til að heilsa upp á
litlu stelpuna sína. En sögurnar
hans munum við margar og ein-
hverjar gátur sitja einnig í minn-
inu en pabbi hafði óskaplega gam-
an af að segja gátur og mundi
allar gátur sem hann hafði heyrt
um ævina, en ég er arfaslök að
leysa þær og hafði hann ansi gam-
an af að horfa upp á mig reyna að
finna út úr þeim og hló mikið þeg-
ar það tókst ekki.
Ég flutti til Noregs fyrir um 10
árum og pabbi sem einungis hafði
ferðast til útlanda tvisvar um æv-
ina fyrir þann tíma, kom tvisvar í
heimsókn til okkar og áttum við
virkilega góðar stundir saman,
hann var alltaf til í að djóka með
okkur og honum fannst ofsalega
gaman að fylgjast með því sem
Þráinn minn var að dunda sér við
í bílskúrnum, hvort sem það var
við smíðar eða að gera upp gamalt
mótorhjól. Hann var líka ofsalega
hrifinn af því hvað Norðmenn
hugsa vel um húsin sín og um-
hverfi og talaði oft um það. Fyrir
mig var mjög mikilvægt að pabbi
hafði komið í heimsókn til okkar
og séð lífið okkar þarna úti.
Ástrós Mirra saknar þín og
hefði svo gjarnan viljað koma til
að kveðja þig en í ljósi aðstæðna
var það ekki hægt núna. Sárt þyk-
ir okkur einnig að þú og Helge
unnusti Ástrósar náðuð ekki að
kynnast. En ég veit að þú átt eftir
að fylgjast með krökkunum og því
sem þau taka sér fyrir hendur í
lífinu.
Elsku pabbi minn, þín verður
sárt saknað en ég hendi fram
einni gátu til þín í lokin:
Hvaða skuld er ekki hægt að
borga með peningum? (Þakkar-
skuld)
Þín dóttir,
Kristín Jóna.
Nú verður grátið í Manchest-
er-borg þar sem einn dyggasti
stuðningsmaður Manchester
United hefur lagt skóna á hilluna.
Tengdafaðir minn var enginn
venjulegur maður, fastur fyrir,
harðduglegur gröfukall og for-
maður Dúfnaræktarfélags Ís-
lands í mörg ár. Ég vissi ekkert
um það að hann ræktaði keppn-
isdúfur, þegar ég kom í fjölskyld-
una, enda ég bara 17 ára og dóttir
hans hún Kristín vildi endilega
kynna mig fyrir pabba sínum og
þess vegna var brunað upp á
Skaga í blíðskaparveðri þar sem
hann bjó. Þar sem ég er að keyra
eftir leiðbeiningum frá kærust-
unni keyrum við inn eina götu og
þar sé ég mann úti í garði með
flautu sem hann blés í af fullum
krafti og sveiflaði afsöguðum
brúsa fram og aftur og til hliðar
og allt og ég segi við kærustuna:
Ji, sástu bjánann þarna úti í garði
með flautuna og brúsann og svo
hló ég mikið en hætti að hlæja
þegar mér var sagt að stoppa fyr-
ir utan þetta hús með þessum
garði. Þessi maður er þá tilvon-
andi tengdafaðir minn.
Þegar við komum inn var okk-
ur boðið í kaffi inni í eldhúsi og
sagðar allskonar skemmtilegar
sögur og við hlógum mikið.
Ástæðan fyrir flautunni og brús-
anum var sú að tengdó var með
dúfur í keppni og þær voru komn-
ar til baka en sátu bara og slöpp-
uðu af á húsþakinu, en tengdó
þurfti að dobla þær inn í dúfna-
kofann til að taka af þeim hring-
inn og setja í þartilgerða klukku
sem skrásetur tímann þegar dúf-
an kemur í dúfnakofann.
Þetta voru mín fyrstu kynni af
þessum flotta manni. Okkar leiðir
áttu eftir að liggja æði oft saman
og ég held að ég geti alveg sagt að
það var aldrei leiðinlegt í kringum
hann enda margar sögurnar og
kallinn svo rosalega minnugur á
nöfn og ættartengsl, hver er
frændi eða frænka hvers o.s.frv.
Það er þörf fyrir svona kalla í
okkar samfélagi þar sem einstak-
lingur getur reytt af sér skemmti-
sögurnar og lyft landanum upp og
haft gaman saman og það gat
hann svo sannarlega.
Hann gerði sér lítið fyrir, fyrir
nokkrum árum og skellti sér yfir
hafið og til okkar í heimsókn enda
ég búinn að draga dótturina til
Noregs. Það var skemmtileg
heimsókn, mikið hlegið og mikið
gaman saman.
Elsku Guðjón Már tengda-
pabbi. Þú hefur sloppið við þenn-
an dag nokkuð oft og stundum var
sagt að þú hefðir níu líf en ég held
að þú hafir farið núna af því að þú
varst tilbúinn, þetta var orðið gott
eins og þú orðaðir það við mig í
símann í eitt af þeim mörgu skipt-
um sem við spjölluðum saman.
Ég vil þakka þér fyrir kynnin
og öll þau næstum 40 ár sem ég
hef þekkt þig.
Ég veit að það verður tekið vel
á móti þér og það verður mikið
hlegið.
Við hin yljum okkur við góðar
og fallegar minningar um sérdeil-
is flottan pabba, tengdapabba, afa
og langafa. Skilaðu góðum kveðj-
um til þeirra sem við þekkjum í
sumarlandinu góða.
Þinn tengdasonur,
Þráinn Óskarsson.
Elsku afi minn, „maðurinn
með níu lífin“. Búinn að lenda í
ýmsum áföllum í gegnum tíðina
og alltaf komið sterkari til baka.
Við fjölskyldan eigum erfitt
með að trúa því að þú sért farinn
frá okkur.
Þú ert vanur að stíga upp úr
öllu sem dunið hefur á en þinn
tími var greinilega kominn núna.
Þegar afi var spurður nýlega
hversu gamall hann væri svaraði
hann að hann væri bara 17 ára
unglingur, en hann fór í hjarta-
stopp fyrir 17 árum sem hann
lifði af og sagði hann hafa verið
nýtt upphaf.
Afi var alltaf svo duglegur og
hugsaði vel um heilsuna sína.
Hann tók stundum hlutunum of
bókstaflega og ég man þegar
læknirinn sagði við hann: „Haltu
svo áfram að vera duglegur að
hreyfa þig,“ þá fór afi beint heim
og gekk margar ferðir á gangin-
um í fjölbýlinu. Hann var búinn
að mæla út hvað gangurinn var
langur og var með markmið að
labba nokkra kílómetra á hverj-
um degi, sem hann gerði.
Afi var mjög félagslyndur
maður og átti gott félagslíf, sér-
staklega á eldri árum eftir að
hann kynntist Teddu sinni. Hann
var mikill rútínukall og var hann
einn af þeim sem fór í kaffi til
Gústa á N1, til Harðar og Matta
og Ragga rakara og co. á morgn-
ana, og ekki má gleyma Íslands-
banka kl. 09 á föstudagsmorgn-
um. Þessir staðir og starfsfólkið á
þessum stöðum var mikilvægt í
hans lífi.
Þegar Covid skall á þurfti
hann því miður að draga úr eða
hætta þessum heimsóknum sem
var stór skellur fyrir hann.
Afi hafði gaman af því að
rúnta, enda gamall vörubílstjóri
og gröfukall. Ég er þakklát fyrir
að hafa getað tekið hann í loka-
bíltúrinn rétt áður en hann lést.
Afi skilaði sjálfur inn bílprófinu
sínu fyrir ári og þegar ég fór að
fara með hann á rúntinn þurfti ég
að passa mig að fara réttan hring
í bænum og keyra hægt fram hjá
réttum stöðum fyrir hann.
Hann var svakalega eftirtekt-
arsamur og tók eftir ýmsum smá-
atriðum í bænum.
Þegar ég hugsa til baka um
minningarnar frá því ég var
krakki er það fyrsta sem mér
dettur í hug Skuggi afi en ég kall-
aði hann það alltaf því hann átti
hund sem hét Skuggi sem fór
með honum allt. Einnig fannst
mér voða spennandi að afi væri
dúfukall. Við afi héldum með
sama fótboltaliðinu, Manchester
United, nema ég hafði ekki tærn-
ar þar sem hann var með hælana
í að vera dyggur stuðningsmað-
ur. Ég var þó ekki alveg sátt við
afa þegar hann sagðist halda með
Fram þegar ég var sjálf í íþrótt-
um og var auðvitað í ÍBV en hann
harður Framari.
Afi var alltaf duglegur að
hrósa mér og Alenu minni, stund-
um vandræðalega mikið. Mér
fannst afi oft fullvæminn og mik-
ill knúsari en kann mikið að meta
það í dag og sakna ég þess strax
að fá ekki knús frá þér elsku afi.
Þegar ég ræddi við Alenu um
þig var það fyrsta sem hún nefndi
hversu mikið þú knúsaðir hana,
eiginlega kramdir að hennar
sögn.
Við Alena elskum þig og sökn-
um þín mikið.
Þín dótturdóttir,
Sara Rún.
Nú ertu farinn elsku langafi,
Það var alltaf svo gaman að koma
til þín því þú varst alltaf svo
ánægður með mig og varst alltaf
svo duglegur að segja við okkur
hvað þér þætti vænt um okkur.
Þú kallaðir mig alltaf fótbolta-
hetjuna þína og ég veit að þú átt
eftir að fylgjast stoltur með öllum
leikjum hjá mér.
Ég hlakkaði svo til að hitta þig
og vera með þér um jólin, en þau
verða eitthvað skrýtin án þín.
Ég sakna þín og elska þig, þinn
Kastíel.
Guðjón Már
Jónsson✝
Georg Franz-
son (Georg
Michael Antonius
Wyrwich) fæddist
2. janúar 1930 í
Gutten Tag í Slésíu,
þá tilheyrandi
Þýskalandi. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnun Suður-
lands aðfararnótt
10. desember 2021.
Georg var sonur
hjónanna Franz Wyrwich, f. 4.
júní 1886, d. í seinni heimsstyrj-
öldinni og Mariu Stanko, f. 20.
nóvember 1892, d. 1976. Systk-
ini Georgs í aldursröð voru Jo-
sef, Gertrud Johanna, Eric, og
yngst er Hedy (Hedwig), sem
býr á suður Spáni.
Georg ólst upp í Gutten Tag í
Þýskalandi til 15 ára aldurs, en
þurfti að flýja heimaslóðir
vegna stríðsins. Georg missti
föður sinn og tvo bræður í stríð-
inu, en þau sem lifðu stríðið og
hörmungarnar af bjuggu í fjög-
ur ár í flóttamannabúðum í Uc-
lei í Þýskalandi. Georg kom
ásamt systur sinni Gertrud til Ís-
lands, sem vinnumenn á vegum
Bændasamtaka Íslands, með
fyrstu ferð Esjunnar árið 1949.
Georg var þegar ráðinn að
Syðri-Reykjum til Gríms Ög-
mundssonar áður en hann lagði
af stað til Íslands og stundaði
hann aðallega garðyrkjustörf
þar, en hann var byrjaður í
garðyrkjunámi í Þýskalandi áð-
ur en hann kom til Íslands, sem
hann svo síðar meir kláraði hér
fyrir tilstilli Óla Vals Hans-
sonar.
Georg giftist 1954 Brynju
Ólafíu Ragnarsdóttur, f. 29.9.
1934, d. 4.9. 1999. Fyrir átti
Brynja Jón Þór
Þórólfsson, f. 31.10.
1951, kvæntur Haf-
dísi Héðinsdóttur,
eiga þau þrjú börn,
en eitt barnanna
lést 1983. Georg
átti fyrir Erlu
Breiðfjörð, f. 15.6.
1953.
Börn Georgs og
Brynju eru: 1) Hjör-
dís María, f. 29.9.
1954, gift Gunnari Einarssyni,
eiga þau fjögur börn. 2) Ragn-
heiður Lilja, f. 29.1. 1956, gift
Sigurjóni Þórmundssyni, d.
2018, eiga þau þrjú börn, 3) Ei-
ríkur Már, f. 26.3. 1958, 4) Heið-
rún Björk, f. 29.10. 1960, gift
Ólafi H. Óskarssyni, eiga þau
fjögur börn, 5) Íris Brynja, f. 1.1.
1963, gift Steinari Halldórssyni,
eiga þau tvö börn, fyrir átti Íris
tvö börn og Steinar eitt barn.
Afkomendur Georgs og
Brynju eru nú 60.
Georg og Brynja hófu búskap
á Syðri-Reykjum í Bisk-
upstungum er þau tóku á leigu
garðyrkjustöðina hjá Grími.
Stöðina leigðu þau í 22 ár eða
allt til ársins 1978 þegar þau
fluttu í Laugarás í sömu sveit og
byggðu sína eigin garð-
yrkjustöð. Tveimur árum eftir
lát Brynju flutti Georg á Selfoss
í Grænumörk.Georg var til
margra ára virkur félagi í Lions
hreyfingunni.
Útför Georgs fer fram frá
Skálholtsdómkirkju í dag, 20.
desember 2021, og hefst af-
höfnin klukkan 13. Streymt
verður frá athöfninni á skalholt-
.is og facebooksíðu Skálholts.
Hlekkur:
https://www.mbl.is/andlat
Jæja, elsku afi minn, ein af
mínum uppáhaldsmanneskjum í
lífinu, fyrirmyndin mín í svo
mörgu, þú kenndir mér svo
margt og gafst mér svo margt.
Þú hefur hafið þitt ferðalag til
sumarlandsins þar sem þú hittir
svo marga sem hafa kvatt á und-
an þér og margir allt of snemma.
Þið pabbi eruð eflaust búnir að
taka eina skák eða svo, og þú og
amma vonandi búin að taka nokk-
ur spor saman. Afi prakkari,
grallari og sprelligosi, með ótrú-
lega ljósbláu fallegu glöðu augun
þín, alltaf svo ótrúlega skemmti-
legur og ég heyri svo hláturinn
þinn í gegnum minningarnar.
Minningarnar eru ótrúlega
margar sem betur fer og börnin
og barnabörnin mín svo heppin
að hafa kynnst þér, börnin mín
höfðu svo ótrúlega gaman af þér
og minningar ykkar svo margar.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa
fengið að njóta þín hér hjá okkur
svona lengi, aðeins örfáir dagar í
92 ára afmælið þitt, en þinn tími
er kominn þó þú hefðir vilja vera
með okkur lengur, afi partíkall.
Þeir sem þig þekkja vita hversu
gaman þér þótti að hafa margt
fólk í kringum þig, halda veislur
og vera í veislum. Það eru fáir
sem geta sett sig í þín spor og
þína lífsreynslu sem var erfið og
þér þótti erfitt að ræða. En þú
varst ótrúlega lífsglaður maður,
skemmtilegur og jákvæður, enda
var það það sem kom þér í gegn-
um andlátið hennar ömmu sem
fór alltof snemma. Eitt af því sem
ég er mjög stolt af er að það er
þýskt blóð sem rennur í æðum
mínum og ég lét loksins verða að
því fyrir nokkrum árum að bæta
ættarnafninu þínu við nafnið
mitt, mikið sem þú varst ánægð-
ur með það. Ég man hvað mér
þótti það merkilegt að afi minn
væri Þjóðverji þegar ég var barn
og þykir enn, ég mun ekki hætta
að reyna að finna skyldfólk okkar
í Þýskalandi og þú kannski kippir
í þá spotta sem þú getur til að
hjálpa. Öll sumur þegar maður
var barn og langt fram á ung-
lingsárin fékk maður að njóta
frelsisins í sveitinni hjá ykkur
ömmu, þar á maður allar bestu
æskuminningarnar sem eru svo
dýrmætar og við yljum okkur við
í dag. Þú varst mikill jólakall og
eiginlega bara jólasveinn, þú
hlakkaðir til jólanna og gjafanna
eins og lítið barn. Það er ótrúlega
skrítið að hugsa til þess að við
sjáumst ekki aftur hér í þessu lífi
en ég veit þú lítur til með okkur
og leyfir okkur að finna fyrir
nærveru þinni. Í dag mun ég
fylgja þér síðustu skrefin hérna
megin, hönd í hönd eins og forð-
um daga á leiðinni niður í gróð-
urhús. Takk fyrir allt, elsku
hjartans afi minn, ég mun sakna
þín sárt og geri strax, en það
huggar að vita af ykkur ömmu
saman á ný.
Ég kveð þig í bili, elsku afi
minn, með smá vísu sem ég
samdi.
Glettnin í bláu augunum,
gleði og dans í mjöðmunum,
garðyrkja lék þér í höndunum
sem þú kenndir okkur krökkunum
og gleði þú dreifðir með bröndurum.
Þín afastelpa,
Dagbjört Hlín.
Georg Franzson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar